Morgunblaðið - 08.09.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.09.1973, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 1973 Fa y 7 itu. i > 'ALUR!' 22-0-22- RAUOARÁRSTÍG 31 BILALEIGA CAR REPJTAL TS 21190 21188 \tt 25555 m/Ufim BILALEIGA CAR RENTAL BORGARTÚN 29 AI//S i SIMI 24460 BÍLALEIGAN 'felEYSIR \> CARRENTAL BlLALEIGA JÓNASAR & KARLS Ármúla 28 — Simi 81315 *t£2r trausti ►VERHOLT 15ATEI. 25780 Bílaleiga CAB RENTAL 41660 - 42902 FEREABILAR HF. Bilaleiga. - S.'mi 81260. Tveggja manna Citroen Mehari. F mm manna Citroen G.S. 8—22 manna Mercedes Benz hópferðabílar (m. bilstjórum). STAKSTEINAR Fiskar á þurru landi Eins og fram kom i frétt í Morgnnhlaðinu í fyrradag, hefur stjórn SlNE sent fjöl- miðlunum plagg upp á það, að landhelgisbarátta okkar fslendinga sé út í hött — nema við tökum okkur snöggvast til og þjóðnýtum sjávarplássin. Það var nú allt og sumt, og siðan skal þjóð- in væntanlega tjá hinum snjöllu skólapiltum þakklæti sitt fyrir tímabæra ábend- ingu. SÍNE er, eins og menn rek- ur kannski minni til, skamm- stöfunin á Sambandi ís- lenzkra námsmanna erlendis, off Samband islenzkra náms- manna erlendis er — eins og menn eru kannski líka farn- ir að átta sig á — sá félags- skapur íslenzkra námsmanna, sem vasast í nánast öllu nema málefnum námsmanna. Hin hógværa ábending hinna virðulega samtaka er bakhlutinn á ályktun félags- stjórnar um landhelgismál og svoleiðis lítilræði, sem hún hespaði af núna i vikunnt, væntanlega í löngu frímínút- unum. Bakhiutinn hljóðar svo, með leyfi háttvirts for- manns: „Ljóst er, að landhelgisbar- áttan er ekki einskorðuð við skilyrðislausa viðurkenningu annarra ríkja á yfirráðum Is- iands yfir auðlindum um- hverfis landið. Á innanríkis- vettvangi hljóta að koma i kjölfarið yfirráð sjómanna og verkafólks í fiskiðnaði yf- ir fiskiskipum og fiskvinnslu stöðvum. Einungis á þennan hátt verður tryggt, að nýt- ing fiskstofna ráðist ekki af skammtíma gróðasjónarmið- uni útgerðarauðvaldsins, sem vissulega er samt við sig, hvort heldur er brezkt eða íslenzkt." Lýkur vísdómsorðum. Það er næsta ólíklegt, að annar hópur fslendinga geti verið miklu fávísari um út- gerðarmál og fiskvinnslu í svipinn en þeir stjórnarmenn SfNE, sem standa að þessari samþykkt. Það væru þá helzt óvitalMÍrn á dagheimilum, sak lausar meyjar í kvennaskól- um og þessar fremur ein- manalegu rosknu konur sem afgreiða lopa í hannyrðaverzl- unum. Sókndjörfu mennirnir hjá SfNE færast of mikið í fang: fiskar á þurru landi eiga lítið að gera á sjó. En takmörkuð þekking á málinu, og þaðan af síður alls engin, hefur ekki í seinni tíð aftrað forystuliði SfNE frá þvi að miðla þjóðinni af meintri vizku sinni. Þeir eru ekki að veslast upp úr lítil- læti þama um borð, og menn velta því satt að segja fyr- ir sér, hvenær þeim vinnist tíini til að Iita í bók. Röðin hlýtur enda bráðum að koma að bændunum, og þá er ef- laust mikilvægra tiðinda að vænta af stórkostlegri fram- tíð rollunnar í þjóðgarði liins langþráða „öreigalands“. Baunabyssur og ofsjónir Þar tii mættu SÍNE-menn þ<í gjarnan hugleiða betur það „útgerðarauðvald“, sem nú hrellir þá mest. f stuttu máli: Þeir eru orðnir slag- orðasjúkir. Þeir eru að skjóta á tröll, sem eru ekki til, oR þó að þeir séu með bauna- byssur, þá er þetta lijákát- legt. Útgerð og það sem henni fylgir á fslandi er nefnilega svo fjarri að vera auðvalds- fyrirbæri, að jafnvel Marx hefði viknað af gleði ef hann hefði gert það, sem SfNE- menn hafa augljóslega for- sómað: svipazt um í íslenzku sjávarplássunum. Skipstjórinn á gjarnan part í bátnum, trillukarlinn rær á eigin fle.vtu, bæjarfélögin gera út togara, almennings- hlutafélög eiga stóru bátana og starfrækja fiskvinnslu- stöðvar og þvilikur aragrúi „auðvaldskvenna" hringinn í kringum landið gengur með fisksvuntu að allt kerfið riðaði til falls, ef þær tækju mark á hagsmunahópa þruglinu, sem SfNE-strák- arnir eru sífellt með á vör- unum. Þeir þurfa að lesa upp og læra betur. Hugmyndafrieðin þeirra er orðin eins úrelt og áraskip- in. spurt og svarað Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hringið i sima 10100 kl. 10—11 frá mánudegl til föstudags og biðjið um læsendaþjónustu Morg- unblaðsins. PÓSTUR MEÐ SKIPUM Karl Einarsson, Petaluma, Californiu, USA, spyr: Ég fæ Morgunbl. sent hing- að til Kaliforníu með skipa- pósti. Það hefur komið fyrir, að pósturinn er allt að fjóra mánuði á leiðinni til mín. Einnig hefur komið fyr- ir, að hann er ekki nema hálfan þriðja sólarhring á leiðinni. Hvernig getur staðið á þessu? Rafn Guðmundsson, hjá Pósti og síma svarar: Skipapóstur til Bandaríkj- anna er sendur með skipum Eimskipafélagsins í hverri ferð, en það er tvisvar til þrisvar í mánuði. Siglingin til austurstrandar Bandaríkjanna tekur .yfirleitt tíu til tólf daga, þannig að póstur getur verið 15-30 daga gamall þegar hann kemur í hendur bandarísku póstþjón- ustunnar. ÁFENGI Á LAUGARDÖGUM Soffía Björnsdóttir, Tún- götu 65, spyr: Hvernig stendur á því, að áfengisútsölur eru opnar á laugardögum, þegar aðrar verzlanir. sem selja nauðsynja vörur eru lokaðar? Ragnar Jónsson, skrifstofu- stjóri ÁTVR, svarar: 1 14. grein áfengislaga frá 1. júní 1969 segir svo: Áfengissöiubúðir skulu vera lokaðar á helgidögum þjóð- kirkjunnar og frá hádegi á laugardögum og aðfangadög- um stórhátíða; einnig þá daga er almennar kosningar til Al- þingis og sveitarstjórna fara fram, svo og sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17. júrtí og fyrsta mánudag í ágúst. 1 5. gr. regliugerðar um sölu og veitingar áfengis frá 24. marz 1972 segir svo: AfgreiðSlutími útsölustaðanna isikal aldrei vera lengri en almennra verzlana. í>ar sem mikill fjöldi verzl- ana í Reykjavik er oþinn til hádegis á laugardöguim hefur áfengisútsölum ekki verið lok að. En sums staðar úti um land þar sem áfengisútsölur eru, hafa verzlanir almennt verið lokaðar á laugardögum vissa tíma ársins. Á þeim stöðum eru útsölur Áfengis- og tó- baksverzlunar ríkisins að sjálf sögðu einnig lokaðar. Landsliðið til Evrópumeistarakeppni í Ostend í Belgíu á þriðjudaginn N.K. ÞRIÐJUDAG 11. sept- ember mun landsliðið í bridge halda til Ostend í Belgíu. Er þetta 8 manna hópur — 6 spilarar, fararstjóri og borð- vörður. í kvennaflokki mæta 14 sveitir til keppni þessar- ar, en 24 í karlaflokki og hef- ur aldrei verið jafn mikil þátt taka. Landsliðið hefur æft mjög vel að undanförnu, eða allt frá í maí og hafa verið sam- æfingar einu sinni til tvisv- ar i viku. Hafði lið ð leng ð sér til aðstoðar unga og áhugasama spilara frá BR. og ríkti oft skemmtileg stemmning á æfingum. Má þar nefna Guðmund Péturs- son, Jón Hjaltason, Þóri Sig- urðsson, Þórarn S'gþórsson, Hörð Arnþórsson, Örn Arn- þórsson og Guðiaug Jóhanns- son. 1 landsliðinu eru allt þekkt- ir spilarar, þrír gamalreynd- ir keppnismenn, þeir Hjalti ELíasson, Ásmundur Pálsson og Stefán Guðjohnsen — en þeir hafa allir farið a.m.k. 8 sinnum til keppni erlendis. Yngri spilararnir eru Karl Sigurhjartarson, Jón Ás- björnsson og Páll Bergsson, en þeir hafa allir orðið Is- landsmeistarar í bridge og fanið a.m.k. einu sinni til keppni eriendis fyrir íslands hönd. Fararstjórinn, Alfreð G. Alfreðsson fer í sína fjórðu ferð, sem fyrirliði. Borðvörð- urinn er Tryggvi Gíslason, en þeir Tryggvi og Alfreð eru mjög virkir þátttakendur í bridgeheimi okkar og gamal- reyndir spilarar. Dregið hefur verið um keppnisnúmer þátttakenda og mun Island spila við þá í þess ari röð: Portúgal, Pólland, Frakkland, Holland, Bret- land, Danmörk, Belgía, Italía, Þýzkaland, Austurríki, Júgó- slawía Spánn, Svíþjóð, Grikk land, Ungverjaland, ísrael, Líbanon, Tékkóslóvakía, Tyrkland, Irland, Noregur og Finnland. Spilaðar eru tvær umferð- ir á dag. Ætla má að fyrri hluti mótsins verði erfiður fyrir landann ef dæma má af úr- BCIDGE slitum fyrri Evrópumóta. Má þar nefna mótherjana Frakka, Pólverja, Breta og síðast en ekki sízt Itali, sern íslendingar spila við á fimmta degi, en þeir eru sem kunn- ugt er heimsmeistarar nú. Þátturinn óskar íslenzkú þátttakendunum góðs gengis og góðrar ferðar á Evrópu- meistaramótið í Ostend, en Morgunblaðið mun birta fréttir frá mótinú jaifnharð- an og þær bernst. FRÁ BRIDGEDEILD BREIDFIRDINGAF fiLAGS- INS 20. september næstkom- andi verður aðalfundur fé- lagsins og verður hann hald- inn í Domus Medica kl. 8. Dagskrá fundarins: Venju- leg aðalfundarstörf. Spilað verður að fundi loknum. FRÁ TAFL- OG BRIDGEKLÚBBNUM Áætlað er að hefja vetrar- spilamennskuna 27. sept. n.k- en það verður auglýst nánar siíðar. — A.G.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.