Morgunblaðið - 08.09.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.09.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ — LAUGAR'DAGUR 8. SEPTEMBER 1973 17 1>ór Vilhjálmsson, prófessor: Undirbúningur hafréttar- ráðstefnu S.Þ Föstudaginn 24. ágúst s.l. lauk í Genf 8 vikn.a fundum „hafsbotnsnefndar" Samein- uðu þjóðanna og þar roeð störfum nefndar þessarar, se<m um árabil hefur unnið að þvl að undirbúa hafréttar- ráðstefnu, er fjalla skal um eigi færri en 25 málaflokka tengda hafinu. fslendingar hafa tekið rikan þátt í störf- um nefndarinmar, enda varða sum þau mál, sem hún ræddi, mikilvæga hagsmuni þjóðar- innar. 1 nefndinni áttu að lok um sæti fulltrúar frá 90 rikj- um. Á fundum hennar iýstu þeir hagsmunum og viðhorf- um rikisstjórna sinna til helztu mála, sem eru á bráða- birgðadagsikrá hafréttarráð- stefnunnar, og fluttu tillögur eða settu skriflega fram hug- myndir um þau atriði, sem þeir töidu mestu skipta. Reynt var að samræma þessar til- lögur og meginsjónarmið. Vert er að leggja áherzlu á, að sú samræming tók fyrst og frerost til hugmynda, sem 1 aðalatriðum voru ■ svipaðar. T.d. reyndum við Islendingar að semja við nokkur rlki um sameiginlega tillögu um 200 mílna efnahags- eða auðlinda- lögsögu. Höfðum við flutt til- lögu um þetta efni í apríimán- uði s.l., og nokkur önnur ríki höfðu flutt tiilögur, sem voru svipaðar að meginefni. Nánar verður að þessu vikið hér á eftir, en rétt er að undirstrika, að viðleitni okkar beindist ekki að því að ná samkomu- lagi við fulltrúa frá ríkjum, sem eru okkur ósammála um aðalatriðið, þ.e. 200 mílna lög- söguna. Til þess var hvorki tóm né tilefni. Fundir hafs- botnsnefndarinnar voru til undirbúnings, en samningar um hin stóru ágreiningsmál og atkvæðagreiðslur bíða sjálfrar hafréttarráðstefnunn- ar. Engar atkvæðagreiðslur fóru fram í „hafsbotnsnefnd- inni“, og umræðurnar komust ekki svo iangt, að fuliijóst yrði, um hvað þyrfti að lokum að greiða atkvæði. Aðallega var stefnt að því að öil sjónar- mið kæmu fram og sem flest- ar tillögur. Einnig var mikið unnið til að reyna að sam- ræma svipaðar tiillögur, svo að valkostum fækkaði. Aðalstarfið á síðustu fund- um „hafsbotnsnefndarinnar“ fór fram í 3 undirnefndum. Segja má, að miðað hafi eftir vonum i tveimur þeirra: und- irnefnd um nýting auðlinda á hafstbotni utan lögsögu rí'kja og undirnefnd um mengun og vísindamálefni. Athyglin hefur á síðari árum beinzt í aukn- um mæli að vinnslu olíu og málma af hafsbotni, enda hef- ur hvort tveggja komið til, að eftirspurn eftir þessum verð- mætum hefur aukizt og tækni framfarir hafa orðið, sem gera kleift að sækja þau út á meira dýpi en áður var unnt. Á allsherjarþingi Sf> 1967 var samþykkt ályktun, sem full- trúar Möltu áttu frumkvæði að, þess efnis, að hafsbotninn utan lögsögu rikja væri sam- eign mannkynsins alls og að auðæfi, sem þar væri að finna, skyldi fyrst og fremst nýta í þágu þróunarlanda. Síðan hef- ur verið um það fjallað, hvern ig þetta mætti verði, og frá 1970 hefur jafnhliða verið rætt um önnur mál, sem snerta réttarreglurnar um haf ið. Hafsbotninn og auðlindir hans eru enn aðalatriðið frá sjónarmiði sumra, sem vinna að undirbúningi hafréttarráð- stefnunnar. Skoðanir eru skiptar um, hverniig hagnýt- ingunni skuli fyrir komið. Flest þróunarríkin vilja sterka alþjóðastofnun, sem sjálf annist olíuvinnslu og málmgröft. Flest þróuðu, stóru rikin vilja, að hin alþjóð lega stofnun veiti vinnsiuleyfi og hafi eftirlit, en ríki eða fyrirtæki sjái um sjálfa vinnsl una gegn gjaldi til sbofnunar- innar. Hefur tekizt að fækka valkostum svo, að við má una, Svipað má segja um meng- unarmálin og visindamálin. Um verkefni einnar undir- nefndarinnar er nokkuð aðra sögu að segja, og er það sú þeirra, sem við Islendingar höfum mestan áhuga á. Þessi nefnd fjallar m.a. um efna- hagslögsögu, þ. á m. íiskveið- ar, og um landhelgi, land- grunn, siglingafrelsi, eyjar og eyriki og stöðu ríkja, sem eiga ekki aðgang að sjó eða verða útundan, ef lögsagan er færð út i 200 mílur, t.d. vegna þess, að þau eiga ekki strönd að úthafi. 1 þessari uindir- nefnd komu fram margar til- lögur á þeim funduim, sem stóðu yfir í sumar, og vannst ekki tími til að samræma þær eins og hefði þurft að vera. Má þess vegna segja, að undir búningsstarfinu sé að þessu leyti enn ekki lokið. Nokkuð má marka, hve mikið kom fram á síðustu vikum undir- búningsfundanna í þessari undirnefnd, af þvi, að þá komu fram 34 nýjar tillögur. Áður höfðu komið fram um 20 tillögur á rúmlega 2 árum. Um sumar tillögurnar, sem liggja fyrir i þessari undir- nefnd, má segja hið sama og um tillögurnar um hafs-botn- inn, að þær varða lítið brýn- ustu hagsmuni okkar Islend- inga. Svo er um tillögur um siglingafrelsi, m.a. um svo- nefnd alþjóðleg sund, uim til- lögur um eyríki, t.d. Indónes- íu og Filippseyjar, sem vilja fá að draga langar og beinar grunnlínur, og um stöðu „land lukira“ og „grunniuktra" rikja, sem nú er raunar farið að kalla „landfræðilega af- skipt“ ríki. Þes.s ber þó að gæta, að á hafréttarráðstefn- unni getur dregið til samn- inga, og kann þá til þess að koma, að fulltrúar Islands verði að roeta, hvort styðja eigi einhverjar kröfur, sem okkur eru annaðhvort óhag- stæðar eða sem við látum okkur. engu skipta, í þvi skyni að afla emhverjum tillöguim okkar stuðnings. M.a. kann að koma til samninga við „land- fræðilega afskiptu" ríkin, sem geta hugsaniega myndað allt að 45 ríkja hóp. Eins og nú stendur eru frekari vangavelt ur um efni samninga við þessi riki og hugsanleg afsMpti ís- lands af þeim þó ótimabœrar. Þær tillögur, sem mestu skipta fyrir okkur, varða efna hagsiögsöguna (auðiindalög- söguna), landhelgi og land- grunn. Tvö mikilvæg atriði, sem bæði voru okkur mjög að skapi, komu fram á fundum „hafsbotnsnefndarinnar" í sumar. í fyrsta lagi var þar lýst samkomulagi, sem gert var á fundi „Einingarsamtaka Afriku“ í Addis Abeba stuttu fyrir upphaf funda „hafsbotns nefndarinnar". í þessu sám- komulagi felst stuðningur við 200 milna efnahagslögsögu, og er það mikilvægt, af því að í einingarsamtökunum er 41 ri’ki. Er þess að vænta, að þau standi öll að því, að efnahags- lögsagan verði viðurkennd í væntanlegum hafréttarsátt- mála, þó að full vissa sé ekki fyrir þvi, að slik samstaða verði að lokum. Siðara atriðið, sem vert er að hafa í huga og fram kom á fundunum í sum- ar, er stuðningur Ástraliu, Nýja-Sjálands, Kanada og Noregs við 200 milurnar. Þessi riki höfðu sum áður stutt allt önnur sjónarmið, þ. Þór Vilhjábusson á m. svokallað „fiskstofna- viðhorf". Skv. því skyldu yfir- ráð ríkja yfir fiskveiðum við strendur þeirra ekM miðast við tiltekið belti, t.d. 200 míi- ur, heldur við staðbundna fisk stofna. Má segja, að sú kenn ing eigi sér nú fáa aðsóps- mikla formælendur nema Bandaríkin. Eins og fyrr segir var það eitt helzta verkefni undirbún- ingsfundanna að reyna að samræma svipaðar tiHögur og fækka þannig valkostum. M. a. var mikið unnið að því að semja tillögu, sem strandriki, sem styðja 200 mólur, gætu sem flest sameinazt um. For- maður íslenzku sendinefndar- innar, Hans G. Andersen amb- assador, var meðai þeirra mamna, sem mest starf lögðu af mörkum til þessa. Fram kom, að innan þess hóps, sem að megiinstefnu er fylgjandi 200 mílum, voru tveir smærri hópar, sem erfitt var að ná samkomulagi við. 1 fyrri hópn um voru nokkur riki, sem ekki vilja aðeins 200 mílna efnahagslögsögu, heldur 200 mílna landihelgi, t.d. Brazilía. Þá voru önnur ríki, sem ekki telja 200 roilur nóg, heldur Vilja hafa réttindi þar fyrir utan, a.m.k. yfir landgrunni. Eru þessar kröfur vafalitið tengdar hagsmumum af olíu- vinnslu á landgrunni utan við 200 mílur. 1 þessum hópi eru Ástralía, Nýja-Sjáland, Kan- anda og Noregur. Þar sem stuðningur Afríkuríkja við 200 milur hefur til þessa ver- ið bundinn því skilyrði, að ekki yrði um nein réttindi þar fyrir utan að ræða, tókst ekki að ná samkomulagi um til- lögu, sem bæði þau og t.d. Ástralía og Kanada gátu sætt sig við. Þetta sýnir að vísu, að ekki er allt unnið með því að ná samstöðu um aðalatriði eins og 200 milur, önnur atr- iði geta skipt máli. Fleira kann að koma upp síðar, sem sýni hið sama. Til dæmis er líklegt, að reynt verði að fá viðurkennd sögu'leg réttindí innan 200 mílna, réttindi af- skiptra grannríkja innan Iþg- sögu strandríkja, svo og al- menn veiðiréttindi ef strand- rlki getur ekki fullnýtt fisk- stofna sína. Þá er ljóst, að mikil áherzla verður á það lögð, að aiþjóðlegar stofnanir eða gerðardómar segi til um ýmis atriði, t.d. framkvæmd reglna um siglingafrelsi, og skeri úr ágreiningi. Allt þetta er okkur á móti skapi, og rétt er að gera sér grein fyrir, að nú er næsta erfitt að segja fyrir um, hvernig atriði eins og þessi verða að lokum af- greidd. En hitt er jafnvíst, að 200 mílunum vex fylgi. Veru- legar vonir eru til þess, að þær njóti stuðnings nægilegs meirihluta og að hafréttarráð stefnan hafni tilraunum til að rýra gildi þessarar reglu fyr- ir okkur Islendinga. Þannig verður varla talið, að sem stendur njóti kröfur um við- urkenningu sögulegra réttinda mikils byrs. Kröfur um veiði- rétt skipa frá öllum löndum, ef strandríki getur ekki full- nýtt fiskstofna, sýnast ekki heldur njóta miki'Is fylgis. Annað kann að vera upp á ten ingnum um réttindi fyrir af- skipt riki. Það mál má þó sennilega leysa með svæða- samningum. Til dæmis er vit- að, að strandríki i Afríku vilja veita öðrum ríkjurn í þeirri álfu, sem ekki eiga aðgang að sjó, viss réttindi innan 200 mílna efnahagslögsögu sinnar. Sem fyrr segir voru fundir „hafsbotnsnefndarinnar" í júlí og ágúst siðustu fundir nefnd- arinnar. Nú mun allsherjar- þingið ræða viðhorfin. Lík- legt er, að sjálf hafréttarráð- stefnan komi saman í New York I nóvember n.k. til að kjósa forseta og aðra trúnað- armenn og til að setja sér fundasköp. Síðan má veria, að haldnir verði fundir i marz eða apríl, eins konar undirbún ingsfundir til að þoka málum nokkuð lengra áleiðis og gefa ríkjum, sem ekki hafa átt fulltrúa í „hafsbotnsnefnd- inni“, tækifæri til að lýsa skoð unum sinum. Ef þetta verður, mun funduim, sem hefjast áttu í Santiago í Chile í april, verða frestað, sennilega þar til í júlí. Þar og þá hefjast svo störf ráðstefnunnar fyrir al- vöru. Ekki er nú búizt við, að takast muni að ganga frá sátt mála um hafréttarmál í Santi- ago, en llMegt er, að þar verði gerð ályktun um þessi efni, væntanlega m.a. um stuðning við 200 mílna efnahagslög- sögu. Fundum verður senni- lega fram haldið veturinn 1974—1975 í Vínairborg, en ráð legast er að spá ekki um, hvað þar gerist eða hvort halda þarf fleiri fundi eftir það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.