Morgunblaðið - 17.10.1973, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. OKTOBER 1973
Silfurlampinn o g
Strútur vöktu
mesta athygli
— á listmunauppboðinu í gær
SILFURLAMPINN umdeildi var
afhentur öðru sinni f gær, og
hlaut hann að þessu sinni
Kristján Guðmundsson, strætis-
vagnsstjóri. Kom honum ekki til
hugar að neita að taka við gripn-
um og var sú afstaða skiljanleg,
þegar þess er gætt, að Kristján
hafði boðið 43 þús. kr. f lampann
á uppboði og fengið hann sleginn
sér.
Raunar er útlit fyrir, að enn
kunni að standa nokkrar deilur
um lampann, þvf að faðir
Kristjáns, Guðmundur Amason
kaupmaður, taldi sig eiga engu
minna tilkall til lampans, þar
sem hann hafði f raun og veru
kallað boðin til uppboðshaldar-
ans.
Lampinn var boðinn upp á list-
munauppboði Sigurðar
Benediktssonar hf. í SUlnasal
Hótel Sögu í gær, að viðstöddu
fjölmenni. Var lampinn nr. 24A á
uppboðsskránni, á eftir málverk-
um núlifandi lista manna, en á
undan listaverkum látinna lista-
manna.
Allur ágóði af sölunni skyldi
renna til minningarsjóðs frú
Stefaníu Guðmundsdóttur, leik-
konu, en sjóðurinn styrkir leikara
til utanferða og náms. Félag ísl.
leikdómenda, eigandi lampans,
ákvað að láta bjóða gripinn upp,
þar sem Baldvin Halldórsson
hafði ekki fengizt til að veita hon-
um viðtöku, sem frægt er orðið.
Er kom að uppboði lampans,
voru menn orðnir vel heitir, bún-
ir að bjóða f 24 listaverk og auð-
heyrilega ólmir í meira. Tilkynnt
var, að smíðaverð lampans hefði
verið nálægt 20 þús. kr., og kom
því ekki á óvart, að fyrsta boð
skyldi verða 20 þús. kr. Gekk sið-
an greitt — 25 þUs. — 30 — 35
þús., en síðan léttu boðin á sér
standa. Mælti uppboðshaldarinn
þá: „Þetta verður ekki á næsta
uppboði," og fóru þá að nýju að
koma boð í gripinn. Gekk á með
þúsund króna hækkun allt upp í
43 þús., en hærra vildi enginn
fara.
Framhald á bls. 31.
Aldrei meiri veiði
í Norðursjónum
Sfldveiðarnar f Norðursjónum
hafa sennilega aldrei gengið bet-
ur en einmitt um þessar mundir.
Sex til tfu bátar selja að jafnaði á
dag f Hirtshals og Skagen fyrir
15—22 milljónir króna. 1 gær
seldu átta bátar í Hirtshals fyrir
samtals 17.4 milljónir. Meðal-
verðið er mjög jafnt, eða f kring-
um 28 krónur.
Samkvæmt upplýsingum Niels
Jensen umboðsmanns íslenzku
sfldveiðibátanna í Hirtshals eru
bátamir mest á veiðum við Hjalt-
land þessa dagana. Veiðisvæðin
eru tvö, annað vestan við
eyjamar, hitt austan við þær.
Veiðiferðin tekur bátana varla
skemmri tlma en viku, því rUmir
tveir sólarhringar fara í siglingu
hvora leið. Veðrið í haust hefur
verið með betra móti, alla vega ef
miðað er við síðustu ár, en þá
hefur tíðin spillt fyrir veiðunum.
Þessir bátar seldu í Hirtshals í
gær: Dagfari ÞH 1939 kassa fyrir
2.1 milljón, Keflvíkingur KE 1703
kassa fyrir 2.1 milljón, Höfrungur
3. AK 2012 kassa fyrir 2.2 milljón-
ir, Asberg RE 2242 kassa fyrir 2.8
milljónir, Bjami Ölafsson AK
1641 kassa fyrir 1.9 milljónir,
Skarðsvík SH 1134 kassa fyrir 1.2
milljónir, Albert GK 2014 kassa
fyrir 2.3 milljónir og Jón Finns-
son GK 2327 kassa fyrir 2.7
milljónir.
Rjúpnaveiði
hafin
RjUpnaveiði hófst á mánu-
daginn var, og brugðu þá marg-
ir skjótt við og fóru með al-
væpni um fjöll og firnindi í leit
að rjUpu. Þrátt fyrir tilmæli
Slysavamafélagsins til veiði-
manna um að fara nU varlega á
fjöllum uppi, var þyrla Land-
helgisgæzlunnar fengin til leit-
ar að rjUpnaveiðimanni strax á
fyrsta degi. Fann hún rjúpna-
veiðimanninn fljótlega og
reyndist allt vera I lagi hjá hon-
um — veiðihugurinn hafði að-
eins tafið för hans til byggða.
En það er víðar en á höfuðborg-
arsvæðinu, sem veiðihugurinn
segir til sín. Að sögn frétta-
ritara MbL á HUsavík þustu
heimamenn þar upp um f jöll og
firnindi strax á mánudag, og lá
við, að vinnustaðir tæmdust svo
almenn er rjUpnaveiðin orðin
þar.
Námskeið í þak-
áklæðningu
I dag verður fræðsludagur
um meðferð áklæðninga á þök
og veggi, þar sem sérstaklega
verður fjallað um frágang og
festingar. Erindi verða flutt og
sýnikennsla mun fara fram I
hinum nýju hUsakynnum Bygg-
ingaþjónustu Arkitektafélags
Islands að Grensásvegi 11.
Lögfræðifyrirlestrar
Dr. Knud Waaben, prófessor
í refsirétti við Háskólann í
Kaupmannahöfn og formaður
danska refsilagaráðsins, er
væntanlegur til landsins í boði
Háskóla Islands. Hann flytur
hér tvo fyrirlestra, þann fyrri
I dag kl. 17.30 og fjallar hann
um efnið: „Nyere udvik-
lingslinier i Kriminalpolitikk-
en“, en hinn síðari föstudaginn
19. þ.m. kl. 11 árdegis og f jallar
sá um efnið: „ökonomiske for-
brydelser".
Kvefsótt
Samkvæmt upplýsingum að-
stoðarborgarlæknis SkUla
Johnsen, herjar nú allskæð
kvefsótt á Reykvíkinga, og falla
hraustustu menn í valinn.
Sagði SkUli, að hver læknir til-
kynnti nú um 10 slfk tilfelli að
meðaltali í viku hverri, og yrði
það að teljast óvenju mikið.
Hins vegar benti hann á, að
þetta væri sá árstími, sem kvef-
ið væri hvað aðgangsharðast
hér á landi. Einnig hefur orðið
vart hálsbólgu 1 borginni í
nokkrum mæli, en þó ekki
meira en venja er til á þessum
árstíma. Elngar aðrar farsóttir
hafa stungið upp kollinum, svo
að heitið geti.
Bandaríkin:
Góður markaður
fyrir óðalsost
40 tonn hafa verið flutt á markað þar
Hinn nýi skuttogari Skag-
strendinga, Arnar HU 1, kom
til heimahafnar þann 15.
október s.l. Arnar er nfundi og
sfðasti skuttogarinn, sem ts-
lendingar sömdu um kaup á
frá Japan I fyrra. Þessi mynd
var tekin af Arnari, þegar
hann kom til heimahafnar á
sunnudaginn.
„BORIS”
tSLENZKUR óðalsostur hefur nú
unnið sér markað í Bandaríkj-
unum. Hann hefur verið fluttur
út þangað I um eitt ár, og sala
gengið ágætlega. Mjög gott verð
hefur einnig fengizt fyrir ostinn
þar vestra, að sögn Óskars Gunn-
arssonar, framkvæmdastjóra
Osta- og smjörsölunnar.
Öðalsosturinn er nýjasta osta-
tegund Osta- og smjörsölunnar.
Var byrjað að flytja hann Ut fyrir
u.þ.b. ári og hefur salan verið
mjög góð. Kvað Óskar hafa feng-
izt um 100% hærra verð fyrir
ostinn á bandaríska markaðinum
en annars staðar. AIls hafa verið
flutt Ut 30—40 tonn af óðalsosti
til Bandarfkjanna, og verðmætið
er um 8 millj. króna.
Hlýr
september
SEPTEMBER var fyrsti sum-
armánuðurinn í ár, sem reynd-
ist hlýrri en f meðalári.
í Reykjavík var meðalhitinn í
september 8,8 stig, sem er 0,2
stigum fyrir ofan meðallag,
væta var 98 millimetrar, sem
er 36% yfir meðallag og sólskin
var tæpt meðallag. Á Akureyri
var hitinn í september 8,7 stig,
sem er 0,9 yfir meðallag, þar
rigndi 33 miilimetra, sem er
71% af meðallagi.
Óskar sagði, að í raun mætti
segja, að framleiðsla óðalsostsins
væri enn á byrjunarstigi. Tvö
mjólkurbU annast framleiðsluna
— mjólkurbUið á Akureyri og
Sauðárkróki, og hefur framleiðsl-
an hjá þeim gengið allvel upp á
sfðkastið. Er stefnt að þvf, að
framleiðsla þessara mjólkurbUa á
óðalsosti verði aukin. Hins vegar
kvað Óskar þar vera ljón á vegin-
um, þar sem framleiðsla óðalsosts
krefðist meira hUsnæðis en önnur
framleiðsla. Þetta stæði þó til
bóta hjá mjólkurbUinu á Akur-
eyri, þar sem verið væri að byggja
nýtt mjólkursamlagshUs.
Sem fyrr segir er óðalsosturinn
hvað nýjasta ostategundin hér-
lendis. Óskar kvað ostinn vera
islenzkt afbrigði af svonefndum
„emmenthalerosti", en hliðstæð
afbrigði væri að finna í nágranna-
löndunum. Hann var þá spurður
að því, hvort reynt hefði verið að
selja fleiri osta Ur landi. Hann
kvað það í bígerð — nU væri verið
að kanna með Utflutning á tilsett-
er og port salud-ostum Osta- og
smjörsölunnar.
Um innanlandsmarkaðinn sagði
Óskar, að hann væri mjög vax-
andi, og ágæt sala hefði verið í
ostum hér innanlands að undan-
förnu. Væri reiknað með 7—8%
neyzluaukningu hér á þessu ári,
sem þætti allgott miðað við, að
ostasalan hefði stöðugt aukizt frá
ári til árs undanfarið.
DANIELS
ÁSÖGU
í 2. sæti í Feneyjum
Danlel Stefánsson, barþjónn á
Hótel Sögu, náði góðum árangri í
kokteilkeppni evrópskra bar-
þjóna, sem haldin var f Feneyjum
fyrir skemmstu. Kokteill hans
„Boris“ varð f öðru sæti f bessari
keppni, en sigurvegarinn var
júgóslavneskur.
i samtali við við Morgunblaðið
sagði Daníel, að ítölsku barþjóna-
samtökin hefðu efnt til hátíðar í
Feneyjum og í þvf tilefni boðið
fulltrúum 18 landa til þessarar
kokteilkeppni. Til leiks mættu
keppendur frá 16 löndum, og
íslenzki barþjónaklúbburinn
sendi Daníel til keppni, enda
hefur hann verið afar sigursæll f
keppni heima fyrir að undan-
förnu.
„Ég mætti þarna með
kokteilinn minn frá Vodka-
keppninni Boris eins og ég kalla
hann," sagði Daníel. „NU Boris
lfkaði vel og ég var efstur að
stigum allt þar til tveir
keppendur áttu eftir að blanda,
en þá skauzt JUgóslavinn fram Ur
mér sem nam einu stigi. Keppnin
Framhald á bls. 31.
Andersen og Bække-
lund með sinfóníunni
Aðrir tónleikar Sinfóniuhljóm-
sveitar Islands á þessu starfsári
verða haldnir n.k. fimmtudags-
kvöld kl. 20.30 í Háskólabiói.
Stjórnandi hljómsveitarinnar
verður norski hljómsveitarstjór-
inn Karsten Andersen, og einleik-
ari landi hans Kjell Bækkelund.
Á efnisskránni verða að þessu
sinni Passacaglia Páls Isólfssonar,
Sínfónía nr. 88 eftir Hayden,
Pfanókonsert eftir Gerzhwin og
Kjell Bækkelund
Daphne og Chloé, svfta nr. 2 eftir
Ravel.
Karsten Andersen hefur verið
ráðinn aðalhljómsveitarstjóri Sfn-
fóníuhljómsveitarinnar á þessu
starfsári. Hann fæddist í
Fredrikstad f östfold og stundaði
fyrst nám í fiðluleik.. Fyrst kom
hann fram á tónleikum í Aukaen í
Osló með Filharmoníuhljómsveit-
inni þar, aðeins nftján ára gamall,
og var þá ráðinn starfsmaður
hennar. Meðan hann lék með
þessari hljómsveit tók hann að
fást við hljómsveitarstjórn og árið
1945 var hann ráðinn hljóm-
sveitarstjóri í Stavanger. Eftir
nfu ára starf f Stavenger réð hann
sig til tónlistarfélagsins Harmoní-
en í Bergen, bæði sem listrænn
forstjóri og hljómsveitarstjóri.
Andersen hefur stjórnað mörgum
beztu hljómsveitum Evrópu t.d. í
Svfþjóð, Danmörku, Englandi.
Þýzkalandi og Sovétríkjunum.
Hann er Isiendingum að góðu
kunnur. þvf á Listahátíð 1972
stjórnaði hann Sinfóniuhljóm-
sveitinni og einnig á hijómleikum
á s.l. starfsári.
Einleikarinn Kjell Bækkelund
hefur verið talinn í fremstu röð
Karsten Andersen — hann verður
aðalstjórnandi hljómsveitarinnar
f vetur.
norrænna píanóleikara um langt
skeið. Hann er fæddur 1930 og
nam píanóleik hjá Nicolai Dirdal f
Osló og víðar. Atta ára gamall lék
hann með fílharmónisku hljóm-
sveitinni í Osló og var þá álitinn
undrabam.
Hann hefur hlotið fjölda verfk
launa á tónlistartiátíðum. 1959
fékk hann t.d. verðlaun frá
„Kands Discofil Forening" ásamt
Erling Blöndal Bengtson. Hann
hefur leikið sem einleikari með
f jölda hljómsveita víða um heim.