Morgunblaðið - 20.10.1973, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1973
Systkini skaðbrennast
í eldsvoða á Akureyri
Eldsvoði varð í nótt f húsinu
númer 16 við Norðurgötu og þar
skaðbrenndust tvö systkini,
Halldór Jóhannesson 27 ára og
Jónfna Jóhannsdóttir 23 ára. Þau
voru fyrst flutt f fjórðungssjúkra-
húsið á Akureyri, en sfðan með
flugvél til Reykjavfkur um
hádegisbilið í dag.
4 skip seldu
FJÖGUR sídveiðiskip seldu
i Hirtsfals í gær og
fengu þau almennt gott verð fyrir
sfldina.
Eftirtalin skip seldu i gær:
Hilmir SU 1498 kassa fyrir 1,7
milljónir, Örn SK 1440 kassa fyrir
1,8 milljónir, Náttfari ÞH 1597
kassa fyrir 1,7 milljónir og
Vörður ÞH 1307 kassa fyrir 1.5
milljónir.
Norðurgata 16 er stórt tveggja
hæða steinhús með 5 íbúðum.
Eldurinn kom upp i forstofu
íbúðarinnar í vesturenda á efri
hæð, þar sem Jóhannes Halldórs-
son býr ásamt konu sinni og
tveimur börnum. Jóhannes er til
lækninga í Reykjavík um þessar
mundir og kona hans er hjá hon-
um, svo að systkinin voru ein
heima.
Fólk í húsinu mun fyrst hafa
orðið vart við reykjarlykt um
klukkan tvö I nótt og gerði það
lögreglu og slökkviliði viðvart.
Reynt var að komast inn í íbúðina
strax, en slfkt var ógerlegt vegna
elds og reyks. Slökkviliðsmenn
brutust svo þangað strax og fært
var og fundu systkinin þar með-
vitundarlaus og með alvarleg
brunasár. Þau voru samstundis
flutt í sjúkrahúsið.
Ríkið borgar fyrir
Jónas og Svövu
Svava Jakobsdóttir alþings-
maður sótti landsþing brezka
Verkamannaflokksins heim,
þegar flokkurinn hélt ársþing sitt
í Blackpool á dögunum. Þar hélt
alþingismaðurinn ræðu, sem
fjallaði um landhelgismálið.
Slikar utanferðir alþingismanna
Alþýðubandalagsins eru að verða
nokkuð algengar, og er því enginn
furða þótt almenningur spyrji,
hver borgar slíkar ferðir.
Jón Arnalds ráðuneytisstjóri í
sjávarútvegsráðuneytinu stað-
festi í samtali við Morgunblaðið í
gær, að ráðuneytið hefði borgað
för Svövu, og hefði verið svo um
fleiri utaniandsferðir alþingis-
manna, ef talið væri, að þær gætu
unnið landhelgismálinu eitthvert
gagn, má þar nefna ferðir Jónasar
Árnasonar til Englands.
í tilvikun sem þessum eru það
ráðherrar, sem ákveða hvort ráðu-
neytin borga kostnað við slíkar
utanferðir.
Kjósa um Votmúlann
og kaupstaðarréttindi
SUNNUDAGINN 28. október
verður kosið í Selfosshreppi.
Verður í fyrsta lagi kosið um það,
hvort Selfoss skuli leita eftir
kaupstaðaréttindum, og hafði
þessi atkvæðagreiðsla verið
ákveðin þennan dag fyrir
alllöngu. Einnig verður sama dag
atkvæðagreiðsla meðal hreppsbúa
um það hvort ákvörðun hrepps-
Gífurlegur hiti var af eldinum
og mikill reykur, en eldinn tókst
að slökkva á einni klukkustund.
íbúð Jóhannesar var þá mikið
sviðin og brunnin, en aðrar íbúðir
skemmdust minna. Þó urðu þar
nokkrar reyk- og vatnsskemmdir.
Ekki er vitað um upptök elds-
ins, en athyglin beinist óneitan-
lega að rafmagnstöflu, sem er i
forstofunni, þar sem eldurinn
kom upp. Morgunblaðið fékk það
upplýst í gærkvöldi, að systkinin
væru alvarlega veik af völdum
brunasáranna. Sv.P.
Norðurgata 16 á Akureyri
nefndar um kaup á Votmúlajörð-
unum eigi að standa eða ekki, en
þessi hluti atkvæðagreiðslunnar
er ákveðinn samkvæmt ákvörðun
sýslunefndar. Hún fékk sem
kunnugt er málið í sinar hendur,
eftir að safnað hafði verið undir-
skriftum meðal hreppsbúa gegn
ákvörðun hreppsnefndar um
kaup og kjör á jörðunum.
Bjarni Guðnason:
„Styð ekki hækk
un söluskatts”
1 ræðu Bjarna Guðnasonar,
þingmanns utan flokka, við út-
varpsumræðurnar i fyrrakvöld,
gaf hann þá yfirlýsingu, að
hann mundi ekki styðja hækk-
un söluskatts á lífsnauðsynjum
almennings. 1 fjárlagafrum-
varpinu er gert ráð fyrir, að
söluskattur verði hækkaður um
2% um næstu áramót. Á að af la
tekna upp á 1,2 milljarða króna
með söluskattshækkuninni.
Yfirlýsing Bjarna þýðir, að
nauðsynleg breyting á sölu-
skattslögum verður felld á
jöfnum atkvæðum f neðri deild
Alþingis, ef ailir stjórnarand-
stæðingarnir greiða atkvæði
gegn þeirri breytingu.
Hér fara á eftir nokkrar orð-
réttar tilvitnanir í ræðu Bjarna
Guðnasonar.
„Ríkisstjórninni verður því
legið á hálsi fyrir að hafa misst
stjórn á efnahagsmálunum og
ofurselt þjóðina mestu verð-
bólguskriðu eftirstríðsáranna,
án þess að hafa reynt að hafa
hemil á verðbólgunni eftir
mætti með festu i fjármála-
stjórn og hófsemi í fjárfest-
ingum.“
„Hins vegar er ljóst, að heild-
arálagning skatta lækkar ekki,
þvert á móti hlýtur skatta-
byrðin sífellt að þyngjast, að
óbreyttri stefnu ríkisstjórnar-
innar.“
„Þrátt fyrir kauphækkanir i
krónutölu og visitöluálögu á
laun hafa kjarabætur launa-
fólks runnið út í sandinn vegna
verðbólgu og skattpíningar,
hvað sem allir reiknimeistarar
ríkisstjórnarinnar segja."
„Framkvæmdastofnun rikis-
ins var sett á laggirnar með
þremur forstjórum og 7 manna
stjórn og yfirmönnum deilda,
hver silkihúfan upp af annarri.
Var ætlunin að stifa Seðlabank-
ann og Efnahagsstofnunin var
lögð niður. En Seðlabankinn
heldur áfram að tútna út með á
2. hundrað fasta starfsmenn, og
nú á, samkvæmt nýju stjórnar-
frumvarpi að gera hagrann-
sóknadeild Framkvæmdastofn-
unarinnar að sjálfstæðri stofn-
un, Hagrannsóknastofnun, og
er þá Efnahagsstofnunih
endurborin. Ég spyr, hvernig
getur 200 þús. manna þjóðfélag
staðið undir þessu öllu?“
„Af þessu leiðir, að ríkis-
stjórnin hefur ekki áhuga á
stuðningi minum og ber því
auðvitað ein ábyrgð á efnahags-
stefnunni og tekur afleiðingum
af því, enda þverbrotið mál-
efnasamninginn, eins og fyrr
segir. Og ég vil taka skýrt fram,
að ég styð ekki hækkun sölu-
skatts á lífsnauðsynjum al-
mennings. Þær eru nógu rán-
dýrarfyrir."
Bjarni endaði svo ræðu sína
með því að óska eftir þingkosn-
ingum sem fyrst, þar sem
„stokka þyrfti upp á vinstri
væng stjórnmálanna", eins og
hann orðaði það.
Kosið um 1. des. hátíða- Grunnkaups
nefnd í Háskólanum aðalaWðið
Goðinn dregur Magnús
Heinason til Færeyja
Björgunarskipið Goðinn er nú á
leið til Færeyja með færeyska
togarann Magnús Heinason í togi.
Ákveðið var á þriðjudaginn, að
farið skyldi með Magnús Heina-
son til Færeyja, og á að gera við
skipið þar, en sem kunnugt er,
kviknaði í togaranum í Isafjarð-
Litla-Hvammi 19. október.
Seint í gærkvöldi kom upp
eldur í 1000 hesta heyhlöðu á
bænum Steig i Mýrdal. Var
hlaðan full af heyi. Stígur
Guðmundsson bóndi varð fyrst
eldsins var. Magnaðist eldurinn
skjótt, svo að hlöðuris og einnig
þak á 30 kúa fjósi, sem er áfast
hlöðunni, urðu alelda. Tókst Stíg
fljótlega, ásamt heimilisfólki, að
koma gripunum úr fjósi og í
arhöfn fyrir nokkru.
Goðinn mun að líkindum koma
með togarann til Færeyja nú um
helgina. Ekki er vitað, hve langan
tíma tekur að gera við togarann,
en vitað er, að það mun taka
nokkuð langan tíma, enda skipið
mikið skemmt.
annað húsaskjól og símaði síðan á
hjálp til næstu bæja. Einnig var
slökkviliðið f Vík kallað út og var
það komið á staðinn um kl. 23.
Tók um tvo tíma að ráða niður-
lögum eldsins og um sama leyti
kom einnig slökkvibifreið frá
Skógum til aðstoðar, ef með
þyrfti.
Var slökkviliðið frá Vík eftir
yfir rústunum í nótt vegna hættu
á að eldurinn kynni að gjósa upp
Mánudaginn 15. apríl s.l. rann
út framboðsfrestur til 1. des.
kosninga 1973 i Háskóla Islands.
Tveir löglegir framboðslistar
bárust, annar frá Vöku, félagi
lýðræðissinnaðra stúdenta í Hí,
en hinn frá Verðandi, félagi
vinstri stúdenta í Hí. Hefur kjör-
stjórn ákveðið að gefa Vöku lista-
bókstafinn A, en Verðandi lista-
bókstafinn B.
A-listinn leggur til að kjörorð 1.
des. verði „Maðurinn og
báknið“. Ræðumenn verði Þor-
steinn Thorarensen, rithöfundur
aftur, þar sem veður var fremur
vont, allhvasst og slyddubylur.
Unnið hefur verið að því í dag
að setja yfir fjósið og einnig að
hreinsa hey úr hlöðutóftinni, sem
eyðilagðist af vatni og eldi. Taldi
Stígur, að lauslega 100 hestar af
heyi hefðu eyðilagzt. Þök
húsanna eru gjörónýt og skaðinn
mikill, þar sem vátrygging
húsanna var lág og hey óvátryggt.
Sigþór.
og Árdís Þórðardóttir, stud.
oecon. Listann skipa: Þórhildur
Ólafsdóttir stud. theol., Markús
Möller stud. scient., Eva Hreins-
dóttir stud. oecon., Einar Stefáns-
son stud. med., Benedikt Ólafsson
stud. jur., Þórður Óskarsson stud.
phil. og Valgeir Pálsson stud jur.
B-listinn leggur til, að kjörorð
dagsins verði „tsland úr NATO—
herinn burt“. Ræðumaður verði
Vésteinn Lúðvíksson rit-
höfundur. Listann skipa: Árni
Hjartarson stud. scient., Ingimar
Ingimarsson stud. phil., Eyvindur
Eiríksson stud. phil., Þuríður Jó-
hannsdóttir stud. sociol., Vigfús
Geirdal stud. phil., Álfheiður
Ingadóttir stud. scient. og Jón
Guðni Kristjánsson stud. phil.
Kosið verður um lista þessa á
almennum stúdentafundi, sem
haldinn verður í Háskólabíó
laugardaginn 20. október 1973.
Fundurinn hefst kl. 13.00 og skal’
lokið kl. 16.00 sama dag. Kosning
fer fram i anddyri Háskólabiós,
hefst kl. 14.00 og stendur til kl.
15.30. Talning fer fram að lokinni
atkvæðagreiðslu.
Það skal tekið fram, að einungis
þeir, sem innritaðir eru í Hí
haustið 1973, hafa kosningarétt.
Stéttarfélag verkfræðinga
hefur fyrir nokkru sagt upp
kjarasamningum sinum, og nú
þegar hefur samninganefnd
félagsins átt viðræður við við-
semjendur sína.
Formaður Stéttarfélags verk-
fræðinga, Ólafur Bjarnason,
sagði i samtali við Morgun-
biaðið i gær, að kjarakröfur
þeirra væru hliðstæðar þeim,
sem aðrir aðilar vinnu-
markaðsins hefðu sett fram og
að grunnkaupshækkunin sæti i
fyrirrúmi. önnur atriði væru
yfirleitt sératriði, sem ekki
væru eins mikilvæg.
A.A.-
fundur
A.A.-samtökin á Islandi efna
til opins kynningarfundar f
Austurbæjarbfói í dag kl. 14.
Mun á þeim fundi verða leit-
azt við að gefa sem sannasta
mynd af starfsemi samtakanna
og þeim aðferðum, sem A.A.-
menn beita til að losna úr viðj-
um ofdrykkjunnar.
Hlöðubruni í Mýrdal