Morgunblaðið - 20.10.1973, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1973
Gunnar Bjarnason, fyrrv. skólastjóri:
Sérfræðingar mæla með svartolíu,
en þeir ófaglærðu ráða
I Morgunblaðinu 14. okt.
stendur á öftustu síðu klausa um
færeyska togarann Magnús
Heinason, sem varð fyrir bruna á
dögunum. Fyrirsögn klausunnar
er: 14. sm svartolíulag í vélar-
rúminu.
Þessi fyrirsögn vakti að vonum
athygli mína, þvi mér hefur verið
sagt (af fróðum mönnum?) að
svartolíu sé alls ekki brennt í er-
lendum togurum. Þetta hefur
verið aðal-grýlan til að hræða
hræða menn hér frá því jafnvel
að yfirvega, hvort ekki væri skyn-
samlegt að nota ódýrari eldsneyti.
þar sem það er hægt, og spara sér
þó ekki væri nema nokkrar
milljónir á ári i rekstri meðaltog-
ara.
Ef þessi frétt er þá ekki eitt-
hvað brengluð, þá er þarna dæmi
um svartolíubrennslu i erlendum
togara, sem mér kæmi svo sem
ekki á óvart. Það væri fróðlegt að
fá upplýst hvaðan andpostular
svartoliubrennslu í ísl. skipum
hafa sína vizku um þær oliuteg-
undir, sem Þjóðverjar, E>ig-
lendingar, Danir eða aðrir brenna
í sínum skipum, togurum og
öðrum. Mig grunar að þetta sé
ágizkun eins og margt annað,
notuð til að valda tortryggni.
Hér var starfandi nefnd 5 sér-
fróðra manna í ábyrgðarstöðum
til að „gera úttekt á þeim gögnum
og leggja mat á þær tilraunir, sem
gerðar hafa verið með notkun
svartolíu í dieselskipum. Skal
nefndin segja um til um, að hve
miklu leyti hún telur slíka notkun
svartolíu hagkvæma og æski-
lega“.
Nefndin starfaði ötullega,
kynnti sér og mat allar tiltækar
upplýsingar, hafði samband við
nokkra helztu vélaframleiðend-
ur m.m. og skilaði álitinu 18. mai,
eða rúmum tveimur mánuðum ef-
tir að hún var skipuð.
Niðurstöður þessarar nefndar
eru f mjög stuttu máli þær, að
brennsla svartolíu í ísl. skipum sé
bæði hagkvæm og æskileg ef
henni verður við komið með til-
hlýðlegu öryggi. Orðrétt nánar:
„Nefndin telur það mjög mikil-
vægt, að framkvæmdir við undir-
búning og reynslunotkun svart-
olíu fari fram eftir nákæmu eftir-
liti kunnáttumanna, sem til þess
yrðu skipaðir........þá er og
mikilvægt að vélstjórar hljóti góð-
ar og traustar leiðbeiningar um
notkun svartolíu."
Ég endurtek og legg áherslu á,
að í nefndinni áttu sæti fimm
viðurkennir kunnáttumenn: pró
fessor og deildarstjóri við véla-
verkfræðideild Háskóla Islands,
Guðmundur Björnsson vélaverk-
fræðingur, vélfræðikennari við
Vélskóla Islands, Olafur Eiríks-
son véltæknifræðingur, starfs-
maður við tæknideild Fiski-
félagsins, Auðunn Agústsson
vélaverkfræðingur, form. Vél-
stjórafélags Islands Ingólfur
Ingólfsson vélstjóri og undirritað-
ur, skólastjóri Vélskóla tslands í
16 ár.
Ætla mætti að álit þessara
manna, sem hafa rannsakað þetta
mál og lagt fram rökstutt álit, sem
þeir eru tilbúnir að standa við,
tæki af vafa um skynsamlega
framvinduþess.
Svo virðist þó ekki vera, Jafn-
vel menn. sem enga þekkingu
hafa á vélum. látaljós sitt skína og
segja að brennsla svartolíu í
dieselvélum sé stórhættuleg. A
hverju þeir byggja þetta álit, er
ekki alltaf ljóst, en stundum virðist
það vera einhver reynsla. T.d.
sagði mér einn vinur minn I
ábyrgðarstöðu, hann er skipstjóri
að mennt, að í blokkinni, sem
hann býr í, hefði verið reynt að
hita upp með svartolíu og það
reyndist illa, bilanir tíðar og óþrif
mikil. Þetta var hans „reynsla" og
þess vegna er hann andvígur
notkun slikrar olíu i skipum.
Annar vinur minn, sem einnig er
í ábyrgðarstöðu, en er þó vélstjóri
að mennt, og nýtur réttilega góðs
álits, sagði við mig, að það væri
gott og blessað með álit nefndar-
innar, en geti ég upplýst sig um af
hverju Þjóðverjar brenndu ekki
svartolíu i sínum togurum. Mér
varð auðvitað svarafátt því ég
veit ekki hvaða olía er notuð í
þeim — hann sennilega ekki
heldur.
Margir vélstjórar eru andvígir
brennslu svartolíu í dieselvélum.
I hópi þeirra eru þó ekki þeir,
sem hlotið hafa leiðbeiningu um
og reynslu af notkun hennar.
Nægir i því sambandi að benda á
grein eftir einn af öndvegisvél-
stjórum ísl. flotans, Jón öm
Ingvarsson, sem birtist I Sjó-
mannabl. Víkingi 1.-2. tölubl.
1970. Greinin bar fyrirsögnina
„Svartolíubrennsla i meðalhrað-
gengum dieselvélum". Jón öm
lýsir þar 6 ára reynslu sinni af
svartolíubrennslu og er hún í alla
staði jákvæð. Þar segir m.a. orð-
rétt: „Vil ég svo Ijúka þessum
línum með nokkrum hugleiðing-
um um brennsluoliu díeselvéla
almennt. En að framanskráðu
ættu þeir, er brennt hafa „Marine
Diesel Oil“ eða jafnvel „Marine
Gas Oil“ í sfnum meðalhraðgengu
dieselvélum, að geta gert saman-
burð við vél m.s. Mælifells með
tilliti til viðhalds og slits. Þar ætla
ég þó, að þvi er ég þekki til. að
hlutir svarolíubrennslunnar sé
síst lakari.“
Ég hef ennfremur undir
höndum umsögn tveggja yfirvéla-
stjóra, sem verið hafa á b.v. Narfa
síðan hann hóf svartoliubrennslu
31. ágúst 1972. Ágúst Geirsson var
yfirvélstjóri til 1. des. 1972. Hann
segir m.a. : „. . .ég varð ekki var
við neitt er benti til að SO
brennslan hefði óheppilegri áhrif
á vélina heldur en GO. Aukavinna
í sambandi við þessa notkun er
ekki teljandi. . . Eg tel að reynsla
mín bendi eindregið til, að rétt sé
að prófa þessa olíunotkun við
fleiri gerðir véla, heldur en þá
í b.v. Narfa. Eg vil jafn-
framt láta í ljós það skoð-
un mína, að mikilvægt sé, að
slíkar tilraunir séu fram-
kvæmdar undir ströngu eftirliti,
og ennfremur að viðkomandi vél-
stjörum sé séð fyrir fræðslu og
leiðbeiningum um allt er varðar
þessa brennslu." Þessi umsögn er
dagsett 8.4.1973.
Páll Karlsson tók við yfirvél-
stjórn af Ágúst. Umsögn hans er
dags. 17. sept. 1973. Hún er all-
ítarleg, en hér verður aðeins litið
úr henni tilfært. Þar segir: „Að
þessum niðurstöðum fengnum
virðast mér nú eftirfarandi stað-
reyndir liggja fyrir
1) Ekkert það hefur komið í
ljós, sem rennt getur stoðum
undir það, að svartolía hafi
o'heppileg áhrif á vélina eða hina
ýmsu hluta hennar.
2) Brennsla hefur frá upphafi
verið með miklum ágætum og hef-
ur aldrei verið óeðlilegur litur á
útblástursreyk.
Seigja Centistoke
Trh» lir THE MOTOH SH,
Okr I97J Gunnor B/arnt
Myndin sýnir hlutfall brennsluolíuverðs og seigju. Ef gasolfa, sem
yfirleitt er notuð f fsl. skipum, er talin 100, kostar dieselolfa um 84, en
svartolfa um 60. Reikna má með ca 1200 tonna notkun á ári á hver 1000
hestöfl og verðmunurinn er nú yfir kr 3.000. — per tonn.
3) Búið er að finna út heppi-
legan keyrslutima og eldsneytis,
sog og útblástursloka og liggur
hann ekki það langt frá keyrslu-
tíma miðað við gasolíu, að umtals-
vert sé.
4) Vélin hefur fengið miklu
nánari eftirlit, eftir að byrjað var
að brenna svartolíu og ástand
hennar þvf mun kunnara en
áður.“
I lok umsagnarinnar er þess
getið, að allt eftirlit og athuganir,
sem gerðar hafi verið undir um
sjón kunnáttumanna og að
síðustu vélstjóranna, Það hefur
verið okkur ómetanlegur
stuðningur að geta leitað til
þeirra með vandamál, sem upp
hafa komið, bæði hvað við kemur
svartolíu svo og öðrum vélfræði-
legum vandamálum."
Vélstjórar yfirleitt hafa ekki
reynslu af brennslu svartolíu og
heldur ekki á eðli hennar né með-
ferð. Það er þvf vanhugsað af
þeim, svo ekki sé meira sagt að
ætla sér að gerast leiðbeinendur
um það, hvort þessi brennsla sé
möguleg með hagnaði f islenskum
skipum eða ekki. Alveg fráleitt
tel ég, að byggt sé á áliti óvél-
fróðra manna um svartolíu-
brennslu, jafnvel þótt þeir séu
dugandi menn á öðrum sviðum,
og það í berhögg við rökstutt álit
kunnáttumanna.
Eins og ég gat um f upphafi, var
tilefni þessarar greinar klausa í
Mbl. um 14 sm svartolíulag f fær-
eyskum togara. Greinin er því
miður orðin nokkuð löng, og jafn-
vel hugsast að togarinn Magnús
Heinason sé gufutogari. I þessu
sambandi skiptir það ekki neinu
máli. Svartolía er hægt að brenna
með góðum árangri a.m.k. í
sumum gerðum véla. Þær vélar,
sem ekki geta það, eru dýrari í
rekstri en hinar, og virðast því
Iítið hugkvæmni í þvi að kaupa
þær.
Reykjavík 15. okt. 1973.
Pingvikan
1 Alþingishúsinu við Austur-
völl hafa undanfarna daga ver-
ið að gerast mikil tíðindi, og er
málum nú svo komið, að marg-
ir eru farnir að búast við þvf, að
dagar rfkisstjórnar Ölafs Jó-
hannessonar séu senn taldir.
Aftur á móti greinir menn
frekar á um, hvaða mál það
verði, sem endanlega fellir
stjórnina.
Ef stjórnin fellur getur það
orðið af tveimur ástæðum. I
fyrsta lagi getur ágreiningur
stjórnarflokkanna um samn-
ingsdrögin, sem Ölafur Jó-
hannesson kom með heim frá
fundi sínum með Heath, orðið
til, að stjórnarsamstarfinu
ljúki. Ef rfkisstjórnin kemst
fram úr þvf máli og kemst að
sameiginlegri niðurstöðu, hvort
sem slík niðurstaða leiðir til
bráðabirgðasamkomulags við
Breta eða ekki, á hún eftir að
kljást við Bjarna Guðnason,
sem við útvarpsumræðurnar á
fimmtudagskvöldið gaf slíkar
yfirlýsingar, að jafna má til al-
gjörra friðarrofa.
Ólafur Jóhannesson kom með
drög að bráðabirgðasamkomu
lagi með sér heim frá Bret-
landi. Hann vissi, að áhöld
myndu verða meðal ráðherra
og þingmanna um, hvort þessi
samkomulagsgrundvöllur væri
aðeengilegur. Þess vegna ósk-
api hann eftir trúnaði um mál-
ið meðan það væri skoðað af
þessum aðilum. Hefur Ólafur
réttilega talið, að meiri líkur
væru til, að hægt væri að ná
samstöðu allra aðila í þessu við-
kvæma máli, ef mönnum gæfist
tóm til að bera sig saman og
ræða málið itarlega, áður en
opinberar yfirlýsingar, sem
ekki yrðu aftur teknar, væru
gefnar.
Þá gerist sá einstaki atburð-
ur, að einn stjórnarflokkanna,
Alþýðubandalagið, brýtur
þennan trúnað með því að birta
í málgagni sínu yfirlýsingu um,
að flokkurinn hafi hafnað sam-
komulagsdrögum Ölafs, auk
þess, sem þingflokkur þess
hafði f jallað um málið og mótað
afstöðu sina, áður en forsætis-
ráðherrann hafði gert grein
fyrir hví f utanrikismala-
þingsins.
Elkki er hægt að skýra þessi
vinnubrögð Alþýðubandalags-
ins öðru vísi en svo, að hér sé
um að ræða alvarlegt tilræði
við tilraunir Ólafs Jóhannes-
sonar til að ná bráðabirgðasam-
komulagi við Breta. Svo virðist
sem forsætisráðherrann hafi Hr
lagt fram tillögur, sem skoða
beri sem hans eigin, og hefur
sem forsætisráðherrann hafi
hér lagt fram tillögur, sem
skoða beri sem
hans eigin, og hefur
hann því verið að gera alvar-
Iega og virðingarverða tilraun
til að ná samkomulagi.
Birni Jónssyni ráðherra SFV
hafa greinilega ofboðið
gjörsamlega þessi óheiðarlegu
vinnubrögð Alþýðubandalags-
manna. 1 ræðu sinni við út-
varpsumræðurnar sagði hann,
að allir stjórnmálaflokkar og
þjóðin öll hlytu að skoða það
sem skyldu sína við samheldni
hennar og hagsmuni að standa
drengilega að baki forsætisráð-
herra. „Allt annað væri nú
háskalegur óvinafagnaður, sem
ekki yrði aftur tekinn." Þennan
óvinafagnað hafa Alþýðu-
bandalagsmenn nú gert sig
seka um.
Bjarni Guðnason ætlar að
verða ríkisstjórninni þungur í
skauti á þessu þingi. Við út-
varpsumræðurnar í fyrrakvöld
fór hann afar hörðum orðum
um meðferð rfkisstjórnarinnar
á efnahagsmálunum og lýsti þvi
þar beinlínis yfir, að hann
myndi ekki styðja þá 2% hækk-
un söluskatts, sem til fram-
kvæmda á að koma um næstu
áramót. Til þess að sú hækkun
komi til framkvæmda þarf að
gera breytingu á lögum um
söluskatt, en sú breyting kemst
ekki í gegnum þingið ef Bjami
stendur við yfirlýsingu sína,
nema einhver þingmanna
stjórnarandstöðunnar í neðri
deild þingsins komi rikisstjórn-
inni til aðstoðar. Sá möguleiki
er afar f jarlægur.
I fjárlagafrumvarpinu er
gert ráð fyrir, að af lað verði 1,2
milljarða kr. tekna með hækk-
un söluskattsins, svo að hér er
um verulega forsendu fyrir
fjárlögunum að ræða. Ef Bjami
gengur gegn ríkisstjórninni í
þessu máli eins og hann hefur
lýst yfir, verður ekki annað séð
en dagar hennar séu taldir.
I ljós mun koma á næstunni,
hvort ríkisstjórn Ölafs Jó-
hannessonar tekst að
standa af sér það ofviðri, sem
um hana leikur nú. E>ns og
útlitið er í dag eru ekki miklar
líkur á því.
JSG