Morgunblaðið - 20.10.1973, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1973
3
Skýrsla Olafs Jóhannessonar um
viðræðurnar við Edward Heath
Ólafur Jóhannesson, for-
sætisráðherra, birti á fundi
með fréttamönnum í gær
skýrslu þá um viðræðurnar við
Edward Heath, forsætisráð-
herra Bretlands, sem hann
hafði áður gefið rfkisstjórn-
inni, utanrikismálanefnd Al-
þingis og þingflokkum stjórn-
málaflokkanna sem trúnaðar-
mál. Skýrslan fer hér á eftir f
heild, en þess skal getið að
millifyrirsagnir og þýðingar á
enskum köflum skýrslunnar
eru Morgunblaðsins.
Fyrsti fundurinn hófst í
Downing Street 10 kl. 10:45
mánudaginn 15. október.
Ræddust forsætisráðherrarnir
einslega saman um málið í
hálfa klukkustund og
fylgdarlið þeirra einslega
saman jafn lengi, áður en aðal-
viðræðufundurinn hófst.
Aðalviðræðufundurinn hófst
I fundarherbergi bresku ríkis-
stjórnarinnar kl. 11:15. 1
fylgdarliði Edwards Heath
voru m.a. Mr. H.B.C. Keeble,
aðstoðarráðuneytisstjóri, Mc-
Kenzie, sendiherra, Mr.
Pooley, lögfræðilegur ráðu-
nautur fiskimálaráðuneytisins
og ýmsir aðrir embættis- og að-
stoðarmenn forsætisráð-
herrans, en með Ólafi Jó-
hannessyni voru Hans G.
Andersen, Hannes Jónsson og
Niels P. Sigurðsson.
Fundurinn hófst með því, að
Edward Heath bauð Ólaf
Jóhannesson velkominn og
gerði grein fyrir því, að hann
hefði áhuga á að reyna að leysa
fiskveiðideiluna. Jafnframt
þakkaði hann Ólafi Jóhannes-
syni fyrir það, sem hann hefði
gert til þess að koma þessum
viðræðum af stað.
Ólafur Jóhannesson þakkaði
Edward Heath boðið og tók
undir þau ummæli hans, að
hann vildi reyna að vinna að
friðsamlegri lausn deilunnar á
sanngjörnum grundvelli. Það
væri í þágu beggja. Kvaðst
hann vongóður um niðurstöður
viðræðananna, ef menn töluðu
saman í hreinskilni. Vegna
boðs Heaths um viðræðurnar
kvaðst hann kominn í þeirri
trú, að Heath hefði nýjar
tillögur að gera til lausnar á
málinu. Hann kvaðst einnig
hafa sínar hugmyndir þar að
• lútandi, en óskaði að fá fyrst að
heyra tillögur Heaths um lausn
deilunnar.
Edward Heath kvaðst ekki
hafa neinar nýjar tillögur til-
búnar, en kvaðst vilja ræða
málið f öllum einstökum
atriðum þannig að þeir, for-
I’ sætisráðherrarnir, fremur en
sérfræðingarnir og embættis-
mennirnir, gætu sjálfir leyst úr
þeim vanda, sem við væri að
( fást til þess að ná bráðabirgða-
; samkomulagi. Sagði Heath, að
! hann vildi mjög gjarnan heyra
I hugmyndir Ólafs Jóhannes-
?! ponar um, hvernig leysa mætti
deiluna.
Ólafur Jóhannesson kvaðst
geta fallist á þetta og gerði
grein fyrir sjónarmiðum slnum
á eftirfarandi hátt.
GRUNDVALLARATRIÐIN
„Hr. forsætisráðherra.
Ég þakka yður yfirlýsingu yð-
ar og vil nú draga saman megin-
atriðin í afstöðu stjórnar
minnar.
Markmið heimsóknar minnar
til London er að ganga úr
skugga um að hve miklu leyti
unnt er að finna grundvöll fyrir
því að taka upp að nýju samn-
ingaviðræður milli ríkja okkar
um lausn vandamála okkar.
Það er vissulega báðum i hag að
komast að vinsamlegu sam-
komulagi.
Með þetta í huga vil ég vísa
til stöðunnar eftir síðustu
samningaviðræður, sem fram
fóru í Reykjavík 3. og 4. maí sl.
Á þeim fundum settu báðir
aðilar fram yfirlit yfir sjónar-
mið sín 1 vandlega unnum
skýrslum. Ég ætla ekki að lesa
þessar skýrslur, þar sem við
höfum báðir aðgang að þeim.
Þess í stað vildi ég reyna að
fara yfir grundvallaratriði
málsins. Aður en ég geri það,
vil ég samt sem áður leggja
áherslu á, að aðilar voru sam-
mála um, að bráðabirgðasam-
komulag skyldi fela í sér, að
talsvert væxi dregið úr fisk-
veiðum Breta á íslandsmiðum.
Samninganefndir okkar yrðu
að komast að niðurstöðu um
smáatriði slíks samkomulags en
áður en þær geta haldið áfram
starfi sínu, er brýn nauðsyn að
gera grundvallaratriðin ljós.
Frá sjónarhóli íslensku ríkis-
stjórnarinnar eru grund-
vallaratriðin sem hér segir:
1. Við teljum, að hagkvæm-
asta leiðin til þess að leysa
úr erfiðleikum okkar, væri
sú, að samþykkja um það
bil 25 sjómílna fiskveiðilög-
sögu fyrir brezka togara,
sem yrðu talsvert færri en
áður. Með þeim hætti
myndum við vernda veiði-
svæði íslenzkra smá
báta og jafnframt væri
dregið úr veiðisókn Breta
— einnig á mikilvægum
hrygningarsvæðum.
Ég held, að framkvæmd
slíks fyrirkomulags yrði
miklu auðveldari en fram-
kvæmd annarra tillagna, að
nokkru leyti vegna þess, að
það yrði svipað því, sem við
höfum verið að ræða um við
Vestur-Þjóðverja.
2. Ef þér getið ekki fallist á
slíka lausn, yrðum við að
snúa okkur að öðrum leið-
um til þess að draga úr fisk-
veiðunum; það er að segja
með þvi að beita tak-
mörkunum á fjölda, stærð
og gerðum breskra togara á
Islandsmiðum, aflatak-
mörkunum, koma á af-
mörkuðum lokuðum svæð-
um friðunarsvæðum og
smábátaveiðisvæðum. —
Samninganefndir okkar
hafa kannað allar þessar
leiðir vandlega og ég mundi
vera því samþykkur, að þær
væru kannaðar enn frekar
sem liðir i heildarsamkomu-
lagi, að því tilskildu, að við
gætum komist að samkomu-
lagi nú um grundvallar-
atriði varðandi fækkun i
fiskiflotanum á miðunum,
afla takmarkanir, gildis-
tima samkomulags og fram-
kvæmd umsamdra ráðstaf-
ana.
SJÓNARMIÐ ÓLAFS
Ég geri það að tillögu minni,
að frystitogarar og verksmiðju-
skip verði útilokuð frá veiðum
og auk þess skuli verulegur
hluti stærstu togaranna úti-
lokaður en fjöldi þeirra
byggður á heildartölu togara,
sem veiðar stunduðu ár-
ið 1971. Ef hægt er að
komast að samkomulagi um
þetta grundvallarvandamál svo
og aflatakmarkanir,-eigum við
þó enn óleyst tvö atriði, nefni-
lega gildistíma bráðabirgða-
samkomulags, sem ég held,við
getum leyst með þvi að leggja
1V4 til 2ja ára tímabil til grund-
vallar, og framkvæmd þeirra
ráðstafana, sem um kann að
semjast. Varðandi siðasttalda
atriðið kynnum við að geta
leyst þau vandamál, sem því
fylgja, með því að koma okkur
saman um, að brot á samkomu-
laginu mundi hafa í för með sér
missi veiðileyfis hlutaðeigandi
togara. Togarinn, sem gerst
hefði brotlegur, mundi þá strik-
aður út af lista togaranna, sem
mega veiðá á miðunum.
Ég er viss um, að Iögfræð-
ingar okkar gætu fundið skyn-
samlegt kerfi þar að lútandi.
Ef við getum orðið ásáttir um
þessi atriði, sýnist mér, að
samninganefndir okkar ættu að
geta tekið til starfa á ný. Þær
höfðu þegar komist nærri þvi
að ná samkomulagi um lokuðu
hólfin. Friðunarsvæðin ollu
ekki vandræðum og í umræð-
unum um bátasvæðin virtist
skilningur ríkjandi. Við gætum
skapað togurum ykkar sæmi-
lega möguleika til þess að veiða
130 þúsund lestir á ári og þurf-
um ekki að tilgreina það í sam-
komulaginu. Samninganefnd-
irnar myndu siðan vinna að
smáatriðum.
1 stuttu máli eru tillögur
mínar þær, að við ættum nú að
koma okkur saman um 114 til
2ja ára bráðabirgðasamkomu-
lag, að frystitogarar og verk-
smiðjuskip verði útilokuð frá
veiðum, að útilokaður verði
verulegur hluti stærstu tog-
aranna miðað við fjölda togara
árið 1971, að settar skuli afla-
takmarkanir, að brot á sam-
komulaginu leiði til þess að
hlutaðeigandi togari missi
veiðileyfi og að samninga-
nefndir okkar hefji athuganir
varðandi lokuðu hólfin, frið-
unarsvæðin og íslensku báta-
svæðin. I ljósi þess starfs, sem
þegar hefur verið unnið, er ég
bjartsýnn á, að þeir gætu lokið
starfi sínu mjög fljótt. Ef við
getum leyst ágreiningsmál
okkar, sem ég vona, væri ef til
vill hægt að binda enda á mála-
flutninginn fyrir Haag dóm-
stólnum.
Þessi, herra forsætisráð-
herra, er staðan frá mínum
sjónarhóli."
Edward Heath þakkaði Ólafi
Jóhannessyni fyrir að leyfa sér
að heyra þessar hugmyndir um
lausn deilunnar.
Spurði hann síðan nokkurra
spurninga. Síðar var málið rætt
itarlega.
Samþykkt var að reyna að
vinna að þvi að finna grundvöll
fyrir bráðabirgðasamkomulag.
Ennfremur að undirnefndir að-
stoðarmanna kæmu saman til
fundar kl. 4 en forsætisráð-
herrarnir ásamt aðstoðarmönn-
um mundu hafa annan fund kl.
5, en strax eftir hádegi kvaðst
Edward Heath ætla að hafa
samráð við fulltrúa breska út-
vegsins um málið. Samþykkt
var að gefa þá þegar um hádeg-
ið út svohljóðandi sameiginlega
fréttatilkynningu:
„Forsætisráðherrar Bret-
lands og íslands hófu viðræður
sínar í morgun í Downing
stræti nr. 10 með einkafundi,
sem stóð yfir i hálfa klukku-
stund. Embættismenn bættust
þá í hópinn og fundinum var
haldið áfram í hálfa aðra
klukkustund.
Viðræðurnar voru vinsam-
legar og uppbyggilegar. For-
sætisráðherrarnir tveir sam-
þykktu að vinna í viðræðum
sínum að grundvelli bráða-
birgðasamkomulags.
Gert er ráð fyrir, að viðræður
forsætisráðherranna tveggja
haldi áfram síðdegis i dag.“
SlÐDEGISFUNDIR
Fundir undirnefnda hófust í
10 Downing Street kl. 4 e.h.
Af hálfu íslands ræddi Hans
G. Andersen við breska emb-
ættismenn um möguleika á
fækkun breskra togara á ís-
landsmiðum til þess að minnka
sóknina.
Hannes Jónsson og Niels P.
Sigurðsson ræddu við breska
embættismenn um fyrirkomu-
lag eftirlits með framkvæmd
hugsanlegs samkomulags.
Viðræðufundir forsætisráð-
herranna og aðstoðarmanna
þeirra hófust svo i fundarsal
bresku ríkisstjórnarinnar kl. 5
e.h.
Edward Heath sagðist nú
hafa kynnt sér afstöðu breska
sjávarútvegsins til hugmynda
Ólafs Jóhannessonar. Teldu
þeir öruggt, að ekki væri mögu-
Iegt fyrir þá, að ná 130 þúsund
tonna afla á ári með þeim veiði-
takmörkunum, sem Islendingar
hefðu í huga. Yrði annað hvort
að útiloka bátasvæðin eða
hólfasvæðatakmarkanirnar til
þess að Bretar næðu þessum
afla. Þá væri heldur ekki hægt
að fækka nema um 17 togara
miðað við tölu togara 1971, ef
útiloka ætti alla breska frysti-
togara og væri þá gert ráð fyrir
að 10 þeirra, sem úr gengju,
væru lengri en 180 fet en stærð
annarra ótilgreind, eða, fækkað
yrði um 26 togara án þess að
tiltaka stærð. Varðandi eftir-
litið með veiðunum taldi hann
eðlilegast, að Bretar gæfu út
veiðiheimildir til sinna skipa.
— Hafði þannig mjög skipt um
tón til hins verra frá þvi sem
var um morguninn.
Ólafur Jóhannesson kvað
þessar hugmyndir svo fjarri
lagi, að hann gæti ekki mælt
með þeim við ríkisstjórn sina
sem grundvelli að samkomu-
lagi. Útiloka yrði verksmiðju-
skip og frystitogara og fækka
öðrum togurum um 30, miðað
við 1971. Bátasvæðin og
friðunarsvæðin yrðu að vera
eins og íslensku tillögurnar frá
4. maí 1973 gerðu ráð fyrir.
Sömuleiðis hólfasvæðin, ef
ekki væri farið inn á 25 mílna
mörkin. Bráðabirgðasamkomu-
lagið gæti gilt I 2 ár. Las hann
síðan svohljóðandi tillögu ís-
lensku fulltrúanna úr undir-
nefndinni um framkvæmdina
og eftirlitið með samkomu-
laginu:
„Gefa skal út samþykktan
lista yfir skip (sjá annex) sem
mega veiða á þessu svæði sam-
kvæmt ákvæðum þessa sam-
komulags. íslenska ríkisstjórn-
in mun ekki mótmæla því, að
nefnd skip veiði umhverfis Is-
land svo lengi sem þau fara
eftir ákvæðum þessa bráða-
birgðasamkomulags. Ef skip
verður staðið að veiðum gagn-
stætt ákvæðum samkomu
lagsins, hefur íslenska land-
helgisgæslan rétt til þess að
stöðva það, en skal kalla til
næsta breskt aðstoðarskip til
þess að sannreyna málsatvik.
Sérhver togari, sem staðinn er
að þvi að brjóta ákvæði
samkomulagsins, verður
strikaður út af listanum og
veiðileyfið afturkallað."
Miklar og harðnandi um-
ræður urðu um málið, og kom
þar m.a. fram, að af Islands
hálfu væri landhelgismálið
mikilvægara en öryggismálin,
þvi það væri lífshagsmunamál
Islendinga, sem framtíð þeirra
i landinu ylti á. Eftir miklar
umræður sagði Edward Heath,
að sennilega væri best að fresta
umræðunum til kvöldverðar-
fundarins, sem ætti að hefjast
kl. 8.
Á kvöldverðarfundinum i
Downing Street 10 mættu m.a.
af Breta hálfu auk Ed
ward Heath, þeir Sir Alec
Douglas Home, utanríkisráð-
herra, Joseph Godber, matvæla-
og sjávarútvegsráðherra, Lady
Tweedsmuir, aðstoðarutan-
ríkisráðherra og fyrrgreindir
embættis- og aðstoðarmenn, en
með Ólafi Jóhannessyni voru
sömu menn og áður.
Eftir að hafa rætt óformlega
við Heath og Sir Alec og skýrt
Framhald á bls. 18.
Á blaðamannafundi Ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra í gær.