Morgunblaðið - 20.10.1973, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.10.1973, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1973 15 Dean játar á sig samsæri Washington, 19. okt. AP. John W. Dean III, fyrrver- andi ráðunautur Nixons for- seta, játaði f dag á sig aðild að samsæri um að hefta rannsókn Watergatemálsins. Dean kvað sig fúsan til sam- vinnu í rannsókn þeirri á Watergatemálinu, sem lögmað- urinn Archibald Cox stjórnar. I staðinn lofaði Cox að höfðaekki fleiri ákærur gegn honum nema um meinsæri ef fram- burður hans reyndist falskur. Dean á yfir höfði sér fimm ára fangelsi og 5.000 dollara sekt. John J. Sirica alríkisdóm- ari frestaði dómsuppkvaðningu þar til fram hafa farið fleiri Watergate-réttarhöld þar sem Dean kann að verða leiddur sem vitni. Með játningunni í dag er lok- ið sex mánaða samningum Deans og sækjenda f Watergate-málinu. Dean krafð- ist þess, að hann slyppi við málssókn vegna friðhelgi allt þar til hann samþykkti að játa á sig eina einustu ákæru um sam- særi. I yfirheyrslum Watergate- nefndarinnar í júní bar Dean meðal annars, að hann hefði reynt að takmarka rannsókn innbrotsins f Watergate, að Nixon forseti vissi um yfirhylm- Framhald á bls. 18. Gíslunum bjargað úr bankanum í Beirút Beirút, 19. október. AP. Öryggisverðir ruddust með skotvopnum inn í byggingu Amerfkubankans f Beirút í dag, Jafntefli Glig- oric-Lombardy Manila, 19. október. AP. Svetozar Gligoric frá Júgóslavfu og séra William Lombardy frá Bandarfkjunum gerðu jafntefli í 19 leikjum á alþjóðlega skákmótinu á Filippseyjum í dag. Verðlaunin á þessu fyrsta al- þjóðaskákmóti Filippseyinga eru 10.000 dollarar, og tefldar eru sjö umferðir. Bent Larsen frá Danmörku á eftir að tefla við Florine Gheorgiu frá Rúmeníu, Miguel Najdorf frá Argentínu teflir við Eugene Torre frá Filippseyjum, og Ljubomir Lkubojevic frá Júgó- slavíu teflir við Juan Miguel Quinteros frá Argentínu. Fylgi Heaths eykst aftur London, 19. október. AP. Vinsældir thaldsflokks Edward Heaths forsætisráðherra hafa Erlendir í Noregi ÓSLÓ — Um 61.500 útlendingar eru nú búsettir í Noregi, og þar af hafa 21.000 atvinnuleyfi. aukizt verulega eftir þing flokks- ins og sfðan styrjöld Araba og tsraela hófst, samkvæmt skoðana- könnun, sem var birt f dag. Verkamannaflokkurinn nýtur enn meira fylgis, en forysta hans hefur minnkað um helgina. Vin- sældir Ihaldsflokksins hafa aukizt á kostnað Frjálslynda flokksins, sem komst fram úr thaldsflokknum í októberbyrjun, en er nú aftur í þriðja sæti. Staða flokkanna er nú þessi, samkvæmt skoðanakönnun ORC: Verkamannaflokkur, 39% (34). Ihaldsflokkur, 36% (31). Frjálslyndir, 23 (32). Aðrir, 2 (3). drápu tvo skæruliða og björguðu 39 gfslum, sem 10 milljón dollara var krafizt fyrir f lausnargjald. Bandarfskur gfsl féll f skot- bardaga. Þrjátiu og tveir gislanna voru líbanskir bankastarfsmenn, tveir voru japanskir kaupsýslumenn og fjórir af ókunnu þjóðerni. Banda- ríkjamaðurinn var John Craw- ford Maxwell, starfsmaður Douglas-flugvélaverksmiðjanna í Kaliforníu, áður búsettur í Winni- peg í Kanada. Upphaflega taldi lögreglan, að gislarnir væru 66, en seinna breytti hún tölunni i 34 og loks í 39. Lögreglan lamdi blaðamenn með byssuskeftum og meinaði þeim að telja gíslana, þegar þeir komu út úr byggingunni. Sex kröftugar sprengingar skóku bygginguna, þegar lögregl- an réðst til atlögu með táragas- sprengjum og vélbyssum. Skæru- liðarnir, sem voru fimm að tölu svöruðu skotárásinni og köstuðu sprengjum út á götuna. Arásin var gerð, þegar við- ræður stjórnvalda og skæruiiða höfðu farið út um þúfur. Þremur stundum áður en árásin hófst fleygðu skæruliðar miða út um glugga á byggingunni og hótuðu að drepa gisla á fimm mínútna fresti, ef kröfum þeirra yrði ekki fullnægt. Helztu kröfur skæruliða voru, að allir palestínskir skæruliðar, sem eru í haldi í Líbanon, yrðu látnir lausir, að greitt yrði 10 milljón dollara lausnargjald til styrktar stríði Araba gegn tsrael og að flugvél flygi með þá til Alsír eða Suður-Jemen Sautján starfsmönnum bankans tókst að flýja undan skæru- liðunum með þvi að komast út á þak nálægrar byggingar. Einn skæruliðanna særðist og var handtekinn meðan á umsátri lög- reglunnar stóð. Einn lögreglu- maður beið bana, og fimm banka- menn, þrir lögreglumenn og fimm vegfarendur særðust i um- sátrinu. White sakbitinn Sydney, 19. október. AP. Astralski rithöfundurinn Patrick White finnur senni- lega til sektartilfinningar vegna þess, að hann hefur hlot- ið bókmenntaverðlaun Nóbels. Hann sagði i viðtali fyrr á þessu áru: „Ef ég fengi ein- hvern tímann Nóbelsverðlaun- in mundi ég finna til sektartil- finningar. Mér finnst, að þrir eða fjórir rithöfundar, sem hafa ekki fengið þau, ættu að fá þau. Joyce fékk þau aldrei og heldur ekki Tolstoy eða Lawrence. Mér finnst þeir betri rithöfundar en ég, og ef ég fengi verðlaunin mundi ég finna til sektartilfinningar." Enginn veit um tilfinningar Whites nú, þar sem dyrnar að heimili hans í Sydney eru harðlæstar. White er hlédræg- ur og talar sjaldan við blaða- menn. Olafur Jóhannesson: , „SKYNSAMLEG HOFSmLING” YIÐ GERÐ K JARASAMNINGA t ræðu sinni á Alþingi f fyrra- kvöld gerði Ólafur Jóhannes- son forsætisráðherra, grein fyr- ir horfum f efnahagsmálum á þessu ári og sagði m.a.: Þessu næst ætla ég að víkja að horfum ársins í ár. Áætlað er að þjóðarframleiðslan aukist á árinu nálægt 4%. Vegna þess að verðhækkun útflutnings, sem nú er áætluð 45% að meðaltali I fslensk- um krónum reiknað, er miklu meiri en jafnvel hin óvenju mikla hækkun inn- flutningsverðlags, sem er áætl- uð 22%, verður aukníng þjóðar- tekna meiri en aukning þjóðar- framleiðslu, eða yfir 6%. I sjávarútvegi er þó búist við áframhaldandi minnkun þorsk- aflans, sem þó er að verulegu leyti bætt upp af mikilli afla- aukningu á loðnuvertið. Vegna ört hækkandi útflutningsverð- lags batnar þó hagur sjávarút- vegsins í heild verulega frá fyrra ári, þrátt fyrir miklar kostnaðarhækkanir. Almennt er búist við nokkru hægari vexti framleiðslu í flestum greinum en á árinu 1972, þareð framleiðsluöflin og þar með möguleikamir til framleiðslu- aukningar, eru nú fullnýttir. A þetta ekki hvað sist við um vinnuafl, en atvinnustig er nú mjög hátt og ber raunar öll merki umframeftirspurnar eft- ir vinnuafli. Búast má við aukn- ingu landbúnaðarframleiðslu um nálægt 3% og aukningu iðnaðarframleiðslu um 9 — 10%, aðallega vegna stækkunar álverksmiðju og aukningar í öðrum útflutningsiðnaði. Bygg- ingastarfssemi mun einnig auk- ast nokkuð og sömuleiðis mun vera um framleiðsluaukningu að ræða í öðrum greinum, svo sem verslun og þjónustu. 4% kaupmáttaraukning 1973. Tekjur launaþega á árinu ráðast fyrst og fremst á hinni almennu grunnkaupshækkun í mars sl. og af hækkun verðlags- bóta á Iaun eftir þeim reglum, sem um þær hafa gilt á hverj- um tíma. Nú er áætlað, að kaup- taxtar launþega hækki um 23% að meðaltali milli áranna 1972 og 1973 án áhrifa væntanlegra kjarasamninga á kauptaxta árs- ins í ár. Tekjur sjómanna munu hækka nokkru meira vegna hækkana fiskverðs, þrátt fyrir rýrnandi afla á þorskveiðum. I heild má gera ráð fyrir, að brúttótekjur einstaklinga hækki um 28% á þessu ári að meðtalinni fólksfjölgun og ráð- stöfunartekjum heimilanna um 27%. Miðað við síðustu spár um verðlagsþróun felur þetta í sér nálægt 4% kaupmáttaraukn- ingu á árinu 1973 og má búast við svipuðum vexti einka- neyslu. Á árunum 1971,1972 og 1973 hefur kaupmáttur ráð- stöfunartekna heimilanna i heild aukist um 35%. Á sama tima hefur raunveruleg aukn- ing þjóðartekna numið um 27%. Hér er um stórstígar framfarir að ræða. Þessi aukn- ing kemur í kjölfar 15% aukn- ingar kaupmáttar ráðstöfunar- tekna árið 1970. Ekkert sam- fellt fjögurra ára timabil síð- asta aldarfjórðung hefur skilað meiri allmennri aukningu kaupmáttar. Samneysla mun aukast nokkru meira á árinu en einka- neysla, eða um 6 — 7% að magni, en af innlendri verð- mætaráðstöfun mun aukningin verða mest i fjármunamyndun, þar sem búist er við nálægt 13% magnaukningu á árinu. Gætir þar fyrst og fremst óvenju mikils innflutnings fiskiskipa, aðallega skuttogara, en einnig er aukning í Ibúðar- byggingum óvenju mikil, m.a. vegna innflutnings húsa á veg- um Viðlagasjóðs. 25% verðhækkun Hin mikla hækkun útflutn- ingsverðlags veldur því, að þrátt fyrir miklar verðhækkan- ir og mikinn eftirspurnarþrýst- ing innanlands, er þess að vænta, að heildargreiðslu- jöfnuðurinn við útlönd verði hagstæður um yfir 1.500 milj. kr. á árinu og gjaldeyrisstaðan batni á árinu að sama skapi. I ágúst- )ok var gjaldeyrisstaðan 7.093 millj. kr. og hafði þá batnað frá áramótum um 1.280 millj. kr. Verðbólgan verður þannig enn skýrar en áður helsta vandamál efnahagsstefnunnar. Verðhækkunum milli áranna 1972 og 1973 er áætluð 23% á mælikvarða verðvisitölu þjóðarframleiðslu, en 20% á mælikvarða verðvísitölu al- mennrar innlendrar verð- mætaráðstöfunar. I þessari þró- un veldur miklu óvenjumikil verðhækkun innflutnings í er- lendri mynt, sem nú er áætluð um 10%. Við þetta bætast svo áhrif gengisbreytinga. Ytri að- stæður hafa þannig ýtt undir verðhækkanir, bæði á innflutn- ings- og á útflutningshlið. Hins vegar er vafalaust, að verð- og tekjumyndunarkerfið — þar með vísitölukerfið — og þróun eftirspurnar innanlands á hér stóran hlut að máli. Þótt horfur um afkomu sjávarútvegs og greiðslujöfnuð þjóðarbúsins séu allgóðar fyrir næstu mánuði, getur hin öra verðbólguþróun innanlands á síðustu mánuðum, stefnt hvoru tveggja í hættu, þegar fram I sækir, greiðslujöfnuði og sam- keppnisstöðu útflutnings og annarra greina, sem mæta er- lendri samkeppni. Þrálát verð- bólguþróun hér á landi siðustu 35 árin sýnir glöggt, hve erfið- lega hefur gengið að hafa í senn hemil á verðbólgunni og tryggja stöðuga framleiðslu og atvinnu. Andóf gegn verðbólgu Árangursrikt andóf gegn verðbólgu hlýtur að byggjast á samstilltu átaki á sviði launa- og verðlagsmála, fjármála ríkis- ins og annarra opinberra aðila og gengis-, peninga- og lána- mála. Ríkisstjórnin mun eftir þvi sem i hennar valdi stendur stuðla að slíku samstilltu átaki. Hinir almennu kjarasamning- ar, sem standa fyrir dyrum í haust, bæði milli ASl og vinnu- veitenda og BSRB, BHM og ríkisins, ráða miklu um það, þvernig til tekst I þessurn efn- um á árinu 1974. Hin öra aukning kaupmáttar tekna almennings siðastliðin þrjú ár ætti að vera góð undir- staða skynsamlegrar hófstill- ingar við gerð hinna almennu kjarasamninga, sem nú standa fyrir dyrum. Afstaða ríkisvalds- ins í kjarasamningum við BSRB og BHM mun að sjálf- sögðu einnig mótast af þessum viðhorfum. Vonandi tekst einn- ig að ná samkomulagi um endurskoðun á núgildandi fyr- irkomulagi vísitölubindingar kaupgjalds, sem í senn tak- markar svigrúm stjórnvalda til hagstjórnar og veldur á margan hátt óeðlilegri mismunun. Visi- tölubindinguna má þó auðvitað ekki skoða einangraða út af f yr- ir sig, heldur sem hluta af að- ferðinni við kaupgjaldsákvarð- anir i heild. Þegar vel er skoðað, er ákvörðun launa eitt mikilvæg- asta stjórntæki hagkerfisins. Mikið er því i húfi, að vel sé á þessu valdi haldið af handhöf- um þess, samtökum verkalýðs og vinnuveitenda. Ríkisstjórnin mun á næst- unni fyrir sitt leyti gera allt það, er í hennar valdi stendur, til að hamla gegn hættulegri verðbólguþróun og stuðla að varanlegra jafnvægi í þjóðar- búskapnum. Það telur hún sitt höfuð verkefni. Það má þvi vel vera að fara verði eitthvað hæg- ar í framkvæmdum á næsta ári en þessu, bæði hjá hinu opin- bera og af hálfu einkaaðila. Slíks getur verið þörf til að draga úr ofmikilli þenslu og eins vegna ríkisf jármála.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.