Morgunblaðið - 20.10.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.10.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1973 17 [jÓHANN HJÁLMARSSON FÖSTUDA GSBÖRNIN Lasse Södernerg. HVAÐA bókum stilla bóksalar í Svíþjóð út í sýningarglugga sína? Ein af helstu bókabúðum Malmö vakti fyrir nokkru athygli á eftirfarandi bókum: Sænskri þýðingu á bók Richards Bach um máfinn Joanthan Livingston; Lustg árdens dem- oni, nýju skáldverki eftir Artur Lund- kvist, þar sem Lundkvist freistar þess að sameina ljóð og prósa; Nár kriget var slut, skáldsögu eftir Nóbelsverðlaunaskáldið þýska Heinrich Böll og nýjustu bók Stig Claessons Min ván Charlie, sem fjallar um Kanadadvöl höfundar. Fleiri bækur mætti nefna eftir sænska og erlenda höfunda, en sú bók, sem kom mér mest á óvart að sjá i þessum hábók- menntalega glugga, var litil og yfirlætis- laus bók, óbundin og laus við ailt það skraut, sem gleður augu væntanlegra kaupenda. A kápunni stóð skýrum: Islándsk grammatik av Elias Wessén. Skáldið Lasse Söderberg, sem býr í Malmö, sagðist hafa fengið litla vitneskju um Island á skólaárum sínum. Aftur á móti vorum við látin læra þjóðsöngva Dana og Norðmanna, sagði Lasse Söder- berg. En ég hef lengi séð í Island í hilling- um. Faðir minn var blaðamaður við elsta dagblað Svíþjóðar Nya Dagligt Allehanda og eftir stríð var hann sendur til Islands á vegum blaðsins. Þegar hann kom heim sagði hann okkur frá heitum hverum, eldfjöllum og fossum. Hann var heillaður á Islandi og við smituðumst af honum. En ég hef aldrei komið til Islands. Það var eiginlega Jorge Luis Borges að þakka að Lasse Söderberg fékk trú á islenskum bókmenntum. Skólinn hafði gert sitt til að fæla skáldið frá íslenskum skáldskap með þrautleiðinlegu stagli um kenningár og forn Ijóðform. Það þurfti akáld til að gera Lasse Söderberg ljóst að hann hafði fengið ranga mynd af miklum bókmenntum Argentínumaðurinn Borg- es, eitt af mestu skáldum samtimans, var fær um að leiða sænska skáldið á rétta braut. I bók sinni Antiguas Literaturas Germánicas fjallar Borges m.a. um kenn- ingar í fornum fslenskum skáldskap og gerir það með þeim hætti, að þetta gamla skáldskaparform verður ljóslifandi og skiptir nútímaskáld máli. Lasse Söderberg skrifar um bókmenntir f dagblaðið Arbetet I Malmö. Það eru einkum erlendar bókmenntir, sem hann skrifar um. Hann sagðist hafa fjallað um ljóðasafnið Modern islándsk poesi og Stundog staði eftir Hannes Pétursson í sænskri þýðingu. Þetta voru lofsamlegir dómar, sagði Lasse Söderberg, en í dómnum um Hannes Pétursson lét ég þess getið, að ástæða væri til að kynna fleiri Islenzk nútímaskáld i Sviþjóð. Það hljóta að vera til fleiri góð skáld á Islandi. Ekkert skáld nema ef vera skyldi Artur Lundkvist hefur unnið jafn mark- visst að því og Lasse Söderberg að kynna rómanska Ijóðlist, einkum spænska. Hann hefur þýtt ljóð spænskra skálda eins og Rafaels Alberti, Gabriels Celaya og Blas de Oteros. Stórt safn kúbanskra nútima- ljóða hefur komið út í þýðingu Lasse Söderbergs: Kubas poeter drömmer inte mer (1969). Nú er hann að leggja síðustu hönd á ljóðasafn með verkum skálda frá Chile. I samvinnu við önnur skáld vinnur hann einnig að þýðingum á verkum franskra nútimaskálda, en FIBs Lyrik- klubb í Stokkhólmi mun bráðlega gefa út umfangsmikið franskt ljóðasafn. Auk þessara verkefna vinnur Lasse Söderberg um þessar múndir að nýrri þýðingu á Þrettándakvöldi Williams Shakesperes fyrir Borgarleikhúsið í Malmö. Síðasta ljóðabók Lasse Söderbergs nefn- ist Ros för en revolution og kom út í fyrra. öll ljóðin fjalla um Kúbu, sagði Lasse Söderberg. Þau eru ort á árunum 1968 — ’69. Það hefur verið dapurlegt að fylgjast með því hvernig Kúba hefur orðið háðari Sovétrfkjunum. Efnahagslegar þvinganir hafa ráðið mestu. Þegar ég kom fyrst til Kúbu stóð menningarlífið i blóma. Allt vitnaði um endurreisn kúbanskrar menningar. En nú er deyfð yfir öllu. I ljóðabók minni fagna ég bylt- ingunni. En i síðari hluta bókarinnar eru nokkur ljóð, sem lýsa vonbrigðum mínum. EStt þessara ljóða er Vikulega kemur Granma: Vikulega kemur Granma, flokksmálgagnið, svo það glymur í póstlúgunni. Fyrst svelgi ég lyktina af pappírn- um og prentsvertunni, sem fær mig til að minnast morgna í Havanna, staða, radda, kenninga, vindsins, sem var rakur og fullur af fólki, alls, sem var ný reynsla. Síðan renni ég augunum yfir fréttirnar og þær eru sjaldan eins og ég gerði mér vonir um. Lasse Söderberg sagði, að hann hefði ort mörg ljóð eftir Kúbuljóðin. Þau biðu útgáfu. Hann teldi ekki nauðsynlegt að koma þessum Ijóðum á prent vegna þess að þau næðu til fólks á ljóða- og djass- kvöldum, sem hann og fleiri et .du oft til. I Malmö er hópur skálda og d.iassleikara, sem vinnur saman að kynningu újass og ljóða. Þessi hópur, sem nefnist Föstudags- börnin, kemur saman a föstudögum í isíudd Fredman við Regementogatan. Djass- og ljóðakvöldin hafa vakið ankla athygli. Mörg þekkt skáld hafa komið fram á þeim, m.a. Sonja Akesson, Birgitta Trotzig og hinn 82 ára gamli Gabriel Jöns- son. Af því má ráða að Ijóðakynningin er ekki eingöngu bundin við ung skáld. Föstudagsbörnin i Malmö hafa ferðast viða um Svíþjóð með ljóða- og djassdag- skrár og fyrir nokkru komu þau fram i sænska sjónvarpinu. Ásamt Lasse Söderberg hefur ljóðskáld- ið og skáldsagnahöfundurinn Jacques / MALMÖ Werup látið mikið að sér kveða í hópi Föstudagsbarnanna. I skáldsögum sínum Returbiljett Polen (1971) og Stréber (1972) hefur Jacques Werup sannað að hann kann að segja sögur á skemmtilegan hátt. Söguþráðurinn i báðum bókunum mætti kalla æsandi reyfaralegan. Nú hef- ur Jacques Werup samið nýja skáldsögu, sem fjallar lika um spennandi efni: skatt- svik sænskra peningamanna. Sagan nefn- ist Swiss made og greinir frá ríkum Sví- um, sem eiga peninga í svissneskum bönkum. En Jacques Werup, sem áður hefur sent frá sér hressilega og opinskáa Ijóðabók: Ett á. . . . Tvvá á . . . Tre ,á , . .Fyr! (1971), hefur líka gengið frá hand- riti að nýrri ljóðabók. Bækur hans hafa kömið út hjá forlagi Bonniers. En nú vilja þeir gefa út skáldsöguna fyrst, sagði Jacques Werup, vegna þess að þeir eygja söluvon i henni. Ég krefst þess aftur á móti, að þeir gefi út ljóðabókina á undan. Bonniers og önnur stór forlög beita rit- höfunda vissum þvingunum, sagði Jacques Werup. Fulltrúa þeirra dreymir um að geta sagt rithöfundum fyrir verk- um, ákveðið hvemig bækur þeir semja. Stóru forlögin hætta bráðlega að gefa út bækur, en selja i staðinn bíla og tann- krem, sagði Jacques Werup. Ég er hlynnt- ur litlu forlögunum eins og til dæmis Eremit-Press í Viken. Því fleiri smá forlög þvf betra. Stóru forlögin eiga ekki að ráða ferðinni. Jacques Werup sagði að það markverð- asta, sem gerst hefði f sænskum sagna- skáldskap að undanförnu, bæri tvímæla- laust útkoma skáldsögunnar Sjukdom (1972) eftir Birgittu Trotzig. I þessari skáldsögu, sem er full af efasemdum og myrkum kenndum, er m.a. fjallað um átök milli trúar og hugmyndafræði. Birgitta Trotzig er mikill rithöfundur, einn af mestu rithöfundum Norðurlanda, sagði Jacques Werup. Þessi breiði prósi, sagan er 300 blaðsíður, er i raun og veru ljóð. Birgitta Trotzig er utangarðs í sænskum bókmenntum. Hún er meginlandsrithöf- undur, enda er hún þekktari í Frakklandi en í Sviþjóð. /■ Aföll í geimferðaáætlunum Sovétríkjanna Bandarískar heimildir í Washingtoi herma að Sovétmenn hafi nú eytt næ: helmingi meira fjármagni í geimferð; áætlanir sinar en Bandarikjam. en haf engu að síður orðið fyrir hverju áfallinu : fætur öðru að undanförnu. Eru mikla hrakfarir Sovétmanna alger andstæða vii mikla velgengi Bandaríkjamanna í sam bandi við Skylabáætlunina og Apollo áætlunina. Fregnir herma, að Salyutáætlun Sovét- manna, sem er hliðstæða Skylab hafi orðið fyrir 5 áföllum á síðustu tveimur árum, með þeim afleiðingum að 3 geimfarar létu lífið og geimför að verðmæti um 500 millj- ónir dollara eyðilögðust. Síðasta áfallið gerðist 11. maí sl. Bilun varð í mannlausu geimfari, aðeins nokkrum klukku- stundum eftir að það var komið á braut umhverfis jörðu og það eyðilagðist. Þá herma fregnir, að Sovétmönnum hafi þrí- vegis mistekizt að skjóta á loft tunglfari, sem ætlað er að flytja sovézka geimfara til tunglsins. Sérfræðingar telja að Sovétmenn hafi nú eytt um 45 milljörðum dollara í geim- ferðaáætlanirisínar, en Bandarikjamenn um 25 milljörðum á sl. 15 árum. Það Sovézkt Soyusgeimfar og eldflaug á skot- palli. » i r • NeUrJílorkStmes í 's>' ■M- bendir til að eitthvað sé að, ef litið er á ummæli Vladimar Shatalovs hershöfð- ingja og geimfara I sovézku verkalýðs- blaði nú fyrir skömmu, en hann segir „stjórnendur geimferðaáætlananna hafa áhyggjur af miklum kostnaði við geim- ferðir og hafa þvi forðast að senda geim- far á braut umhverfis jörðu án þess að ferðin þjóni mikilvægum tilgangi.” Það er almennt viðurkennt að forskc. Sovétríkjanna i sambandi við Sputnik og síðar mannaðar geimferðir hafi orðið Sovétmönnum feiknalegur álitsauki meðal þjóða heims, en nú eru Bandaríkja- menn komnir langt fram úr Sovét- mönnum með Apollo, Gemini og Skylab- áætlununum. Sovétmenn reyndu framan af sfðasta áratugi að halda í við Banda- ríkjamenn, en urðu smám saman að lúta í lægra haldi og er Soyusgeimfarinu með tveimur geimförum innanborðs var skotið á loft í vor, hafði enginn sovézkur geim- fari farið á braut umhverfis jörðu i tvö ár. Tæknilega séð virðast Sovétmenn standa Bandaríkjamönnum langt að baki og t.d. er Salyutstöðin um 5 sinnum minni en Skylab. Heimildir herma, að Sovétmenn hafi á sfðasta ári gert tvær tilraunir til að koma Salyutstöð á loft, en báðar mistekizt vegna bilana í eldflauginni, sem átti að flytja stöðina á braut umhverfis jörðu. 3. apríl sl. tilkynntu sovézkir vísindamenn, að Salyut 2 hefði verið skotið á loft, en skömmu eftir að geimstöðin var komin á brautu rifnuðu sólskermamir, sem áttu að framleiða orku fyrir tækin af, og hefur engin skýring verið gefin á því hvað gerð- ist. 11. maí var annarri stöð skotið á ioft, en stjórntæki hennar virkuðu ekki og hún brann upp í gufuhvolfi jarðar eftir 11 daga. Engin skýring var heldur gefin á þessu. Tilraunir Sovétmanna til að senda geimför til tunglsins hafa einnig mistekizt hvað eftir annað og er talið, að ástæðan sé gölluð eldflaug. Sovézku eldflaugamar eru helmingi minni en bandarfsku Saturn 5 eldflaugamar. Telja sérfræðingar að vegna þessara miklu áfalla sovézkra geimvísinda kunni að líða mörg ár þar til Sovétmenn reyna að senda mannað geimf ar til tunglsins. N.Y.Times.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.