Morgunblaðið - 20.10.1973, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.10.1973, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1973 fclk í fréttum /i'* * -t. Þessi mynd er af brezka keppnisliðinu f Evrópukeppninni f reið- mennsku, sem haldin var f Kænugarði fyrir stuttu. Önnur frá hægri á myndinni er Anna prinsessa, en hún tapaði Evrópumeistaratitli sfnum til Rússans Alexanders Evdokimov. Jackie Stewart, heimsmeistari í kappakstri, hefur lýst þvi yfir, að hann muni ekki taka þátt í kappakstri framar. Jackie er skozkur og er 34 ára að aldri. Astæðuna fyrir þessari ákvörðun sinni hefur hann sagt vera þá, að hann geti ekki hugsað sér að halda áfram að taka þátt í íþrótt, sem lagt hefur að velli marga beztu vini hans. Hann sagði meðal annars í við- tali sl. sunnudag: „Frá og með deginum í dag tek ég ekki þátt í kappakstri. Ég er búinn að draga mig í hlé, og sé ekki eftir að hafa tekið þessa ákvörðun." Akihito krónprins í Japan og Michiko krónprinsessa komu til Spánar sl. sunnudag. Þar tók Franko þekkilega á móti þeim að sveitarsetri sínu, E1 Pardo. Liv Ullman, sem nú er ein vin- sælasta „piparmey" í heimi, sagði m.a. i blaðaviðtali nýlega: „Daglega fæ ég fjöldann allan af boðsbréfum, og ég er vön að svara þeim öllum, hvort sem það er neitandi eða játandi.. . Ég verð að viðurkenna það, að ég snobba fyrir gáfuðu fólki, og ef maður, sem ég hef ástæðu til að halda að sé gáfaður, býður mér út með sér, þá tek ég boðinu með þökkum." Liv segir, að sá maður, sem hafi vakið mestan áhuga hennar, sé Henry Kissinger, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna. „Ég hafði það á tilfinningunni, að hann hefði lesið allar bækur, séð allar kvikmyndir og leikrit og hitt allt fólk. Það var nákvæmlega sama hvað bar á góma, hann kunni skil á því öllu. Til dæmis töluðum við lengi um ritsmíðar Sigrid Undset og hann kunni heila kafla úr þeim utanbókar. Auk þess að vera stórgáfaður, hefur maðurinn einstaka per- sónutöfra og „sex-appeal“.“ Liv ber Peter Finch, sem er mótleikari hennar í kvikmynd þeirri um Kristínu drottningu, einstaklega vel söguna líka. „Hann er frábær leikari. Oft veit hann hvernig á að gera hlutina áður en leikstjórinn hefur gert sér grein fyrir því. Hann veit Ifka hvernig við hinir leikaramir eigum að haga okkur. Þetta gæti verið óþolandi, en er það ekki, þegar Peter Finch á í hlut,“ sagði Liv. Aðspurð sagði Liv Ullman, að hún myndi gifta sig á stundinni, ef hún fyndi mann, sem sameinaði það að vera nógu vel gefinn, og vilja giftast henni. Hvað á fólk að gera þegar það situr uppi með heila höll? Þegar það er alvöru, gamaldags höll með turnum, leynigöngum, þyrnigerði og öllu tilheyrandi, og hefur þar að auki verið í eigu ættarinnar í mörg hundruð ár er ekkert gamanmál að eiga að halda slík- um húsakynnum við, nema rfki- dæmið sé þeim mun meira. Dunraven nokkur lávarður og hefðarfrúin hans, en þau búa í Adare Manor, sem er í bænum Adare á Irlandi, hafa leyst vanda- málið með þeim hætti, að þau selja aðgang að höll sinni. Þau hafa þar greiðasölu, svo að gestirnir þurfa ekki að vera þurr- brjósta á skoðunarferð sinni um höllina oglandareignina. Hjónin hafa sagt, að stundum hafi verið freistandi að selja höllina. Nýlega kom amerískur milljónamæringur og bauð þeim fimm milljónir dala fyrir góssið, en þau stóðpst freistinguna, og sögðu, að þau yrðu að hugsa um orðstír og minningu forfeðranna. Enda þótt Mogens Glistrup sé nú ekki eins mikið í fréttum og hann var, er ljóst, að maðurinn og stefna hans hafa vakið talsverða athygli. Við rákumst á þessa mynd, sem var tekin f einkasundlaug hans f garðinum við villuna hans í Kaupmannahöfn, og gátum ekki stillt okkur um að lofa lesendum að njóta lystisemdanna meðokkur. Sérstök athygli er vakin á þvf, hvað maðurinn er lotlegur þrátt fyrir vel- lystingarnar. Það er kannski engin furða, þar sem hann er maður smásálarlegur og telur eftir sér að þurfa að greiða skatta, sem fara til þarfa annarra. súkkulaði og rjómatertu þá skaltu ekki anza þvf. Albert Einstein hafði greindar- vfsitöluna 172, en lengi vel hafði hann hæstu greindarvísitölu, sem vitað var um. (Til samanburðar má geta þess, að venjulegt fólk hefur sjaldan hærri greindarvísi- tölu en 100 stig). Nú hefur komið í ljós, að ung amerísk kona, Carolina Varga Dinica er með greindarvísitöluna 186. Hún er32 ára, og er magister f þjóðfélags- fræði við Columbiu-háskóla, auk þess sem hún stundar magadans í næturklúbbi einum. Það er ekki gott að vita hverju Einstein hefði tekið upp á hefði hann verið kvenmaður. Handtóku fimmtón manns aAinil - Grunur unt að ólögleg wlllU Ulv III ófengissala hefði ótt sér stað Fimmtán manns voru hand- þarna hafi veriö -»vi teknir af Kdpavogslögregiunni I sa*» gærdag. BfGtíÓHD HÆTTA A NÆSTA LEITI Eftir John Saunders og Alan McWilliams FROM THE LOOKS OFHIS WHEELS,X DON'T THINK HE'S GONNA / fj RIP OFF OUR LUNCH MONEy/ Halló, komið hingað. Hver er þetta, Lee Roy? Hann er allavega ekki nemandi hér; þessi frakki, sem hann er f, er dýr vara. (2 mynd) Ef dæma skal eftir bflnum hans, þá ætlar hann ekki að ræna okkur. Hann hefur ekki þörf fyrir vasapeningana okk- ar. (3 mynd) Þau bitu á Goldie, þau eru á leiðinni hingað. Dragðu lfnuna hægt inn góði, við skulum ekki trufla hina fiskana f hylnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.