Morgunblaðið - 20.10.1973, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.10.1973, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1973 Reykjavíkurmótið í körfuknattleik: Fastir liðir að eða setur Valur strik í reikninginn? Vinni tR-ingar Valsmenn f Reykjavfkurmótinu f körfuknatt- leik f Laugardalshöllinni annað kvöld mun leikur KR og ÍR verða hreinn úrslitaleikur f mótinu — eins og venjulega. ÍR-ingar hafa leikið mun betur f mótinu en við var búizt, þvf mikil mannaskipti hafa átt sér stað hjá liðinu frá sfðasta keppnistfmabili. Kristinn Jörundsson fyrirliði ÍR og nú einnig þjálfari hefur náð góðum árangri með sfna menn til þessa, og lR-ingar eru sigurstranglegri en Valsmenn. ÍR-liðið er þó enga- n veginn öruggt með sigur, Vals- menn eru f mikilli sókn og hverju liði stórhættulegir. Leikur Vals og ÍR hefst klukkan 20.15 á sunnudaginn, en að þeim leik loknum leika Ármenningar við stúdenta. Hvorugt liðið hefur unnið leik til þessa í mótinu, Armenningar tapaði báðum og ÍS sínum þrem- ur. Hvorugt liðið sættir sig við botnsætið, og leikurinn ætti þvf að geta orðið jafn og skemmti- legur baráttuleikur. Staðan f Reykjavfkurmótinu f körfuknattleik er nú þessi. Kristinn Jörundsson er bæði fyr- irliði og þjálfari ÍR-liðsins — tekst honum að koma liði sfnu f úrslitin á móti KR? KR 3 3 0 209:191 6 stig. IR 2 2 0 160:136 4 stig Valur 2 1 1 145:133 2 stig. Armann 2 0 2 128:148 0 stig. is 3 0 3 206:240 0 stig. Þrír kvennaleikir Reykjavíkurmótið I hand- knattleik heldur áfram í dag, og fara þá meðai annars fram þrír leikir í meistaraflokki kvenna, Víkingur leikur við Ármann, KR gegn Fram og Valur á móti IR. Fyrstu kvennalsikurinn hefst klukkan 19.30, en klukkan 15.30 hef jast leikir í 1. flokki og að þeim loknum 4 leikir í 2. flokki karla. FH — Grótta í Reykjanesmóti Níu leikir fara fram í Reykja- nesmótinu í handknattleik á morgun og má þar nefna viður- eiga FH og Gróttu í meistara- flokki karla. FH-ingar eru vitanlega sigurstranglegri, en liðinu hefur þó ekki gengið sér- lega vel með Seltirningana. Reykjanesmótið hefst klukkan 13.30 á sunnudaginn með leikjum í 2. flokki karla, ÍBK — Stjarnan og Haukar—Aftur- elding. Þá leika FH — Breiða- blik og Haukar — Grótta I 1. flokki og loks eru fjórir meistaraflokksleikir; IBK — Haukar, Breiðholt — Stjaman, Afturelding — Víðir og FH — Grótta. Fyrsta badmintonmótið Fyrsta opna mótið í badmin- ton á vetrinum fer fram í Laugardalshöllinni 28. október nk. Keppt verður í einliðaleik karla, þeir sem tapa leikjum sínum í 1, umferð halda áfram í aukaflokki, einnig verður keppt í einliðaleik kvenna. Þátttökutilkynningar þurfa að berast til Hængs Þorsteinsson- ar fyrir næsta fimmtudag í síma 35770. Landsliðið í badminton æfir nú af fullum krafti fyrir NM og vegna landsliðsæfingar falla almennir tímar i Álftamýra- skólanum niður eftir hádegi f dag. Landsleikur við Fær- eyinga í friðaríþróttinni Íslendingar leika landsleik við Færeyjar í borðtennis á sunnu- daginn, og hefst keppnin 1 Laugardalshöllinni klukkan 14.00. Á mánudagskvöldið fer svo fram opið mót með þátttöku fær- eyzku landsliðsmannanna. island og Færeyjar léku borðtennis- landsleik í Þórshöfn síðastliðið vor, og sigruðu þá Islendingarnir með nokkrum yfirburðum. Nú í haust hefur unglingalandsliðs- þjálfari Dana í friðaríþróttinni þjálfað Færeyingana og hafa þeir án efa tekið framförum. Lið Fær- eyja er nú skipað yngri mönnum en síðast, er þjóðirnar kepptu. Ekki hefur verið ákveðið, hverjir leika fyrir tslendinga á sunnu- daginn, þeir sem taka þátt í Norðurlandamótinu í næsta mánuði verða örugglega i með svo fimm aðrir, en keppt verður með 10 manna Iandslið. venju Stighæstir: Birgir Guðbjörnsson KR Kolbeinn Pálsson KR Þórir Magnússon Val Albert Guðmundsson ÍS Kristinn Jörundsson ÍR Bjami Gunnar ÍS Vftaskot (8 skot eðafleiri) Bjarni Gunnar IS 22:16 = Steinn Sveinss. IS 10:6 = Birgir Guðbjörnss. KR 60,0% Albert Guðmundss. IS 58,3% Vftaskot á lið: IR IS Ármann KR 66. 56. 55. 53. 49. 47. 72,7%. 60,0% 10:6 = 12:7 = Valur 36:20 = 68:35 = 28:12 = 40:17 = 36:15 = 41,7% 55,5% 51,5% 42,8% 42,5% Enn setur A Asgeir met Á kastmóti Ármanns á fimmtu- daginn setti Asgeir Þór Eirfks- son, ÍR nýtt piltamet f kúluvarpi, varpaði 16.38. Er þetta 15. pilta- met Ásgeirs á árinu. A sama móti kastaði Hreinn Hlldórsson kúl- unni 18 metra slétta. Agúst ögmundsson er nú að nýju kominn f landsliðshópinn og heldur f dag með liðinu f erfiða keppnisferð til Frakklands og italfu. Meðfylgj- andi mynd er tekin af Agústi f leik f Reykjavfkurmótinu á dögunum. Ágúst í landsliðið — Leikið í HM við Frakka á morgun í Frakklandi Valsmaðurinn Ágúst Ögmunds- son kemur inn á sem 15. maður f landsliðshópinn, sem ieikur við Frakka í Heimsmeistarakeppn- inni f handknattleik á morgun. Leikurinn fer fram í Frakklandi og er afar mikilvægur fyrir fslenzka liðið. tsland þarf heízt að vinna leikinn og má alls ekki tapa með miklum mun til að komast f úrslitakeppni HM f A-Þýzkalandi. Frakkar léku við Itali á mið- Víkingur og ÍS leika um fyrsta Reykjavíkurmeistaratitilinn í blaki Fyrsta Reykjavíkurmótið í blaki hefst í Réttarholtsskólanum i dag, klukkan 15.30. Aðeins tvö lið í Reykjavík hafa blak á stefnu- skrá sinni, ÍS og Víkingur, og verður leikur liðanna í dag því hreinn úrslitaleikur. Lið stúdenta varð I fyrra í öðru sæti íslands- mótsins í blaki, en kjaminn i liði Víkings eru leikmenn, sem léku með liði Hvatar í fyrravetur og hlutu islandsmeistaratitilinn. Því má segja, að tvö beztu blaklið landsins taki þátt í fyrsta Reykja- víkurmótinu og ætti áhorfendum því að gefast kostur á að sjá skemmtilega keppni í þessari ört vaxandi íþróttagrein. Leikurinn getur staðið í allt að tvær klukku- stundir, en honum getur líka lokið á um hálfri klukkustund, ef annað liðið hefur yfirburði. Það lið, sem fyrr sigrar þrjár hrinur, vinnur leikinn. Meðfylgjandi mynd er tekin f heimsmeistarakeppninni f blaki 1970 f leik Tékka og A-Þjóð- verja. Blak er ein alvinsælasta fþróttareinin f heiminum og iðkendaf jöldi meiri en f nokkurri annarri iþróttagrein. vikudaginn og unnu með 20 marka mun, 25:5. Er Island lék við Italíu síðastliðinn sunnudag, varð 17 marka munur, 26:9, fyrir ísland. Hafa Frakkarnir því þriggja marka forskot á ísland. Frakkar hafa lokið útileik sínum við Itali, en Islendingar leika úti- leikinn á þriðjudaginn. Eins og áður sagði kemur Ágúst ögmundsson inn í landsliðs- hópinn, en að öðru leyti er liðið eins skipað og í leiknum við Italíu. Eftirtaldir leikmenn fara i ferðina til Frakklands og Ítalíu: Guðjón Erlendsson, FVam, Gunnar Einarsson Haukum, Sigurgeir Sigurðsson Víkingi, Gunnsteinn Skúlason Val, Jón Karlsson Val, Ólafur H. Jónsson Val, Agúst ögmundsson Val, Jón Hjaltalín Magnússon Víkingi, Einar Magnússon Víkingi, Viggó Sigurðsson Víkingi, Axel Axels- son Fram, Björgvin Björgvins- son Fram, Viðar Símonarson FH, Auðunn Öskarsson FH, og Hörður Sigmarsson Haukum. Övíst er, hvort Björgvin Björgvinsson getur leikið á móti Frökkunum, en hann er þó óðum að ná sér af meiðslum þeim, sem hann hlaut í leik Fram og Ár- manns f Reykjavíkurmótinu. Þá hafa þeir Axel, Einar, Gunnsteinn og Auðunn átt við lítilsháttar meiðsli að stríða, en munu þó allir leika. i leiknum á móti Frökkum á morgun nær Viðar Sfmonarson sfnum 50. landsleik og leiki Björgvin báða leikina í ferðinni nær hann sömuleiðis 50 leikjum. Hlaupið á Miklatúni Þriðja Miklatúnshlaup Armanns á haustinu fer fram f dag og hefst klukkan 16.00. Keppendur eru beðnir um að mæta tfmanlega til skráningar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.