Morgunblaðið - 20.10.1973, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.10.1973, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1973 — Samkomulagsgrundvöllur Skýrsla Ólafs þeim frá því, að hann hefði ákveðið að leggja fram nýjar hugmyndir um umræðugrund- völl lét Ölafur Jóhannesson dreifa svohljóðandi tillögu að umræðugrundvelli: TILLÖGUR ISLENDINGA 15. OKTÓBER 1973 1) Takmarkanir á flota (Veiði- skip á Islandsmiðum 1971) A: 25 frystitogarar útilok- aðir; 20 stærstu togarar útilok- aðir; 7 aðrir togarar útilokaðir. B: Eða 25 (Allir) frystitogarar (og verksmiðjuskip) útilokuð; 15 stærstu togarar útilok- aðir; 15 aðrir togarar útilokaðir. 2) Bátaveiðisvæði, samkvæmt tillögum okkar frá 4. maí 1973. 3) Friðunarsvæði, samkvæmt tillögum okkar frá 4. maí (plús svæði skilgreint 13. júní 1973). 4) Sex hólf, sem verða opin til skiptis, eins og við gerðum tillögu um 4. maí 1973, tvö lokuð, fjögur opin. 5) Aflatakmörkun við 130 þúsund lestir á ári. 6) Framkvæmd: Gefa skal út samþykktan lista yfir skip (sjá annex), sem mega veiða á þessu svæði samkvæmt ákvæðum þessa samkomulags. íslenska ríkisstjórnin mun ekki mótmæla þvl, að nefnd skip veiði umhverfis Island svo lengi sem þau fara eftir ákvæð- um þessa bráðabirgðasam- komulags. Ef skip verður staðið að veiðum gagnstætt ákvæðum samkomulagsins hefur íslenska landhelgisgæslan rétt til þess að stöðva það, en skal kalla til næsta breskt aðstoðarskip til þess að sannreyna málsatvik. Sérhver togari, sem staðinn er að því að brjóta ákvæði sam- komulagsins, verður strikaður út af listanum og veiðileyfi aft- urkallað. Eftir miklar umræður undir borðum allt kvöldið kom í ljós, að Bretar gætu e.t.v. sætt sig við eftirtalda liði: 1B, 2, 3, 4 með þeirri breytingu að eitt hólf yrði lokað í stað tveggja, liður 5 félli niður, og smávægilegar breytingar yrðu gerðar á orða- lagi á lið 6. Bætt yrði við nýjum lið um tveggja ára gildistíma. Taldi Olafur Jóhannesson þetta óaðgengilegt en þetta mætti ræða á morgunfundinum, þriðjudaginn 16. þ.m. Fundur hófst í fundar- herbergi bresku ríkisstjórnar innar kl. 10:30 þriðjudaginn 16. þ.m. Af Breta hálfu voru auk Heath mættir Sir Alec, Joseph Godber og ýmsir embættis- menn, en sömu menn af Is- lands hálfu. Lögðu Bretar þá fram svohljóðandi tilboð sem grundvöll að samkomulagi: TILLÖGUR BRETA Grund völlur samkomulags: 1) Takmörkun á flota. (Allir) frystitogarar (og verksmiðjuskip) útilokuð; 15 stærstu togarar útilok- aðir; 15 aðrir útilokaðir. 2) Bátasvæði samkvæmt til- lögu Islands frá 4. maí 1973. 3) Friðunarsvæði samkvæmt tillögu Islands 4. maf 1973 (plús svæði skilgreint 14. júní 1973). 4) Sex hólf, sem verða opin til skiptis, eins og tillaga var gerð um 4. maí 1973, eitt lokað, fimm opin. 5) Framkvæmd: Gefa skal út samþykktan lista yfir skip (sjá annex), sem mega veiða á þessu svæði sam- kvæmt ákvæðum þessa samkomulags. Islenska ríkisstjórnin mun ekki mót- mæla því, að nefnd skip, veiði umhverfis Island svo lengi sem þau fara eftir ákvæðum þessa bráða- birgðasamkomulags. Ef skip verður staðið að veiðum gagnstætt ákvæðum samkomulagsins, hefur fs- lenska landhelgisgæslan rétt til þess að stöðva það, en skal kalla til næsta breskt aðstoðarskip til þess að sannreyna málsatvik. Sérhver togari, sem staðinn er að því að brjóta ákvæði samkomulagsins, verður strikaður út af listanum. Viðbót á fundinum: 6) Gildistimi samkomulagsins tvö ár frá undirskrift. Tilboðið var rætt og fyrstu línu breytt þannig: „Allir frystitogarar og verksmiðju- skip útilokuð", og bætt við 3. lið orðunum: „plús svæði skil- greind 14. júní 1973“. Kom m.a. fram, að Bretar teldu að ef sam- komulag yrði um tilboðið myndu þeir telja að brott væri fallin forsenda fyrir tak- mörkun á framkvæmd um tolla- lækkun Efnahagsbandalagsins á fiski gagnvart Islandi. Enn- fremur, að þeir myndu beita sér fyrir þvf, að tollalækkun á fiski samkvæmt samningi EBE komi öll til framkvæmda 1. janúar 1974. Ölafur Jóhannesson sagðist ekki geta lofað öðru en því að taka tilboð þetta með sér til íslands og leggja það fyrir ríkisstjórnina. Var í lok við- ræðnanna gefin út svohljóð- andi fréttatilkynning: „Forsætisráðherrarnir tveir skiptust á skoðunum og til- lögum varðandi bráðabirgða- lausn deilunnar. Forsætisráðherra Islands mun gefa rfkisstjórn sinni skýrslu." A síðasta fundinum var nokkrum tíma varið til þess að ræða hugsanlega breytingu á svæðafyrirkomulaginu, t.d. að þau yrðu 4 eða 5 og eitt lokað, og varð samkomulag um að láta sérfræðinga reikna út hugs- anlegt aflamagn Breta við mis- munandi hólfafyrirkomulag. Forsætisráðherra fór aftur og aftur fram á, að Bretar létu í té lista yfir þau skip, sem miðað væri við, en listinn var ekki lagður fram. Hins vegar voru góð orð höfð um það að breski sendiherrann í Reykjavík gæti afhent hann innan fárra daga. Reykjavík, 16. 10.1973. H. J. Framhald af bls.l væri við undirskrift samnings og litið burt frá þeim tíma, sem stríðið hefur staðið. I samkomu- lagsgrundvellinum væri bví í þessu efni byggt á sömu , megin- reglu og áður. Forsætisráðherra sagði, að sá liður í samkomulagsgrundvellin- um, sem fjallar um framkvæmd samkomulags væri nýr. I þeim viðræðum, sem hingað til hafa farið fram, hefur aldrei verið sett fram mótuð regla um þetta atriði, sagði Ólafur Jóhannesson. Hér er um það að ræða, að ákveðin viður- lög eru sett við broti, önnur en íslenzk löggjöf segir til um. Eins og skipan þessara mála er nú, er togari færður til hafnar, skip- stjóri sektaður og afli og veiðar- færi gerð upptæk. I samkomu- lagsgrundvellinum er hins vegar gert ráð fyrir, að skip sé strikað út af listanum yfir þau skip, sem heimild hafa til veiða á Islands- miðum. Það er kveðinn upp dauðadómur yfir skipinu til veiða á þessu svæði. Ég held, að ef íslenzkir útgerðarmenn væru settir í þá aðstöðu að velja aðra aðferðina, yrði valið ekki erfitt. Þeir mundu heldur vilja borga sekt en að missa réttinn til að stunda veiðar. Þetta er áhrifa- ríkasta leiðin til að tryggja, að við samkomlag verði staðið. En þá er spurningin, hver hefur valdið til þess að ákveða, hvort togari hefur brotið samkomulag. Islenzkt varð- skip, sem stendur togara að meintu broti á þessu sam- komulagi, setur út bauju, þar sem togarinn er. Síðan kemur brezkt aðstoðarskip og kannar, hvort staðar ákvörðun sé rétt. En það verða islenzk yfirvöld, sem fara eftir úrskurði varðskipsins og svipta viðkomandi togara leyfi og til- kynna, að skipið hafi verið strikað út af leyfisskránni. Telji Bretar hér ranglega að farið verða þeir að fara þær leiðir, sem venju- legar eru í milliríkjasamskiptum og leita réttar síns eftir diplomat- ískum leiðum. Ég hef ekki trú á því, að þarna verði teflt 1 hættu í vafasömum tilvikum. HVERVERÐUR AFLAMINNKUN BRETA? Ölafur Jóhannesson kvaðst hafa fengið sérfræðinga til þess að reikna út hvað samkomulagsgrundvöll- urinn raunverulega þýddi í rýrnun á sóknarmætti, sókn- armöguleikum og aflan.öguleik- um Breta. Hér væri að sjálf- sögðu um likindareikninga að ræða, því að þetta væru stærðir, sem ekki væri hægt að reikna út með öruggri vissu. Ef reiknað er með aflatölum Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins 1972 var afli Breta um 180 þúsund tonn og meðalafli sl. 10 ár svipuð tala. Miðað við þennan grundvöll mætti gera ráð fyrir, að afli Breta minnkaði niður í 130 þúsund tonn eða rétt neðan við þá tölu. Reikna má með því, að áhrifin verði jafn- vel enn meiri til minnkunar vegna minni fiskgengdar og er líklegast, að aflinn yrði þess vegna einhvers staðar á milli 110 þúsund og 130 þúsund tonn þó líklega nær lægri tölunni. Þessi aflaminnkun kemur þannig niður: 0 Vegna niðurskurðar á fjölda skipa 15% 0 Vegna lokunar bátasvæða og friðunarsvæða 15% 0 Eitt hólf lokað af sex 3%. SPURNINGAR OG SVÖR Forsætisráðherra var bent á, að þingflokkur Alþýðubandalagsins hefði hafnað samkomulagsgrund- vellinum, sem „brezkum tillög- um“ og „úrslitakostum“ og spurður álits á því, hvort hér væri um að ræða brezkar tillögur og úrslitakosti. Hann kvað ekki rétt að kalla samkomulagsgrund- völlinn brezkar tillögur eða úrslitakosti Þetta er grundvöllur, sem orðið hefur til við skoðana- skipti og skipti á tillögum. Kvaðst ráðherrann ekki hafa samþykkt .þennan grundvöll f viðræðum sín- um við Heath. Hann var þá spurð- ur að þvi, hvort hann mælti með samþykkt hans nú og svaraði hann hiklaust: „Já, alveg ákveðið, ép vil samþykkja þessar tillögur." Þá var forsætisráðherra spurður, hvort þingflokkur Fram- sóknarflokksins hefði tekið af- stöðu og svaraði hann, að engin afstaða hefði verið tekin, hvorki í rikisstjórninni eða í þingflokki Framsóknarflokksins. Ég geri ekki ráð fyrir hraða á afgreiðslu þessa máls, sagði Ólafur Jó- hannesson. Menn þurfa tima til að átta sig á þessu, ekki sizt þeir, sem ábyrgðina bera og nú fær þjóðin að vita, hvað um er að ræða og þarf að átta sig líka. Forsætisráðherra var spurður, hvaða áhrif það mundi hafa á samstarf stjórnarflokkanna, að Alþýðubandalagið hefði lýst sig eindregið andvígt samkomulags- grundvellinum, en hann nú lýst fylgi við þennan grundvöll. „Ég vil ekki svara fyrir Alþýðubanda- lagið, læt þá um það,“ svaraði ráðherrann. Hann bætti því við, að sjálfur væri hann ekki fylli- lega ánægður með þennan grund- völl eins og fram hefðí komið hjá sér áður. Þá var Ólafur Jóhannesson spurður, hvort hann teldi fært í svo veigamiklu máli, sem þessu, að afgreiða málið í ríkisstjórninni með bókun Alþýðubandalagsins um andstöðu en að það ætti áfram aðild að rfkisstjórn- inni. Ég vil ekki svara þessari spurningu, sagði ráð- herrann, málið er ekki enn komið á það stig. En þetta er svo veigamikið mál, að það er hafið yfir öll flokksbönd. Forsætisráðherra sagði, að við værum reiðir út í Breta en við yrðum að láta skynsemina og kalda rökhyggju ráða ferðinni en ekki tilfinningar. Þá var forsætisráðherra spurður, hvaðan Alþýðubanda- lagið hefði þá fullyrðingu, að sam- komulagsgrundvöllurinn væri úrslitakostir Breta. Það kæmi ekkert fram um það í skýrslu ráð- herrans, en hefði það komið fram munnlega í ríkisstjórn eða utan- ríkisnefnd? Ég tel ekki rétt að kalla þetta úrslitakosti, þetta er sá grundvöllur, sem Bretar telja að verði að vera fyrir hendi til þess að líkur geti verið á því að samkomulag náist. Hafði ráðherrann samráð við ríkisstjórnina um þær tillögur, sem hann setti fram í London og eru nánast samhljóða samkomu- lagsgrundvellinum? Þetta eru algerlega mínar til- lögur og á mína ábyrgð, sagði for- sætisráðherra. Ég hafði ekki að- stöðu til að hafa samráð við ríkis- stjórnina. Það leit út fyrir, að slitna mundi upp úr samningavið- ræðum. Ég taldi okkur standa illa gagnvart almenningsálitinu, ef við hefðum ekki sýnt áþreifan- lega vilja til samkomulags. Það bar þann árangur, að möguleiki opnaðist til að tala um málið. I tilefni af gagnrýni Alþýðu- bandalagsins á það ákvæði sam- komulagsgrundvallarins, sem snertir refsingu fyrir brot, var ráðherrann spurður, hvort þetta væri ekki mjög svipað því, sem Lúðvík Jósepsson hefði hreyft í viðræðum við V-Þjóðverja. Hann kvaðst ekki vita hvaðan hug- myndin hefði komið eða hver hefði rætt hana í samningunum við Þjóðverja en þetta væri svipað því, sem þar hefði komið til umræðu. Hugsunin væri sú sama og í samningi Bandaríkjanna við Brasilíu. Loks var forsætisráðherra spurður, hvernig hann mundi bregðast við, ef samkomulags- grundvöllurinn næði ekki sam- þykki hér innanlands, eftir að hann væri búinn að lýsa yfir stuðningi við hann. Ölafur Jó- hannesson, kvaðst ekki hafa hugað svo langt fram í tímann. I sjónvarpinu í gærkveldi svaraði ráðherrann sömu spurningu á þann veg, að hann gerði ekki ráð fyrir, að hann treysti sér til að bera ábyrgð á því að þessiim til- lögum yrði hafnað. — Alþýðubandalagið Framhald af bls. 32 síðustu tillögum íslendinga var miðað við að samnings- tímabilið yrði í lengsta lagi til 1. maí 1975. Hér er gert ráð fyrir of löngu samnings- tímabili og engin sanngirni í að Islendingar bindi sig það lengi, án þess að um nokkra viðurkenningu sé að ræða á landhelginni að þeim tima liðnum. Væri samningurinn gerður samkv. tillögum Breta gætu þeir veitt hér í 3 ár og 2 mán. frá útfærsludegi okkar 1. sept. 1972. 4) Samkvæmt tillögum Breta liggur ekki fyrir nein formleg viðurkenning á því, að íslendingar hafi óskorað vald um framkvæmd sam- komulagsins. I samkomu- laginu verður að standa skýrum stöfum, að Bretar viðurkenni rétt íslendinga til að úrskurða hvort um brot hefir verið að ræða, eða ekki, og til að svipta viðkomandi brotlegan aðila veiðiheimild, — þ.e. taka veiðileyfi af skipi. 5) Tillögur Breta eru settar fram, sem úrslitakostir þ.e.a.s. tilkynnt er að sam- þykkja verði tillögurnar eins og þær eru, eða hafna þeim. Mótmæla verður slíkum úrslitakostum Breta sem gjörsamlega óaðgengilegum, þar sem þeir hafa auk þess beitt okkur hernaðarlegu ofbeldi og hóta enn að grípa til þess, ef haldið verður uppi eðlilegri landhelgisgæslu. Þingflokkur Alþýðubandalags- ins lýsir yfir því, að hann getur ekki staðið að neinu samkomulagi við Breta á grundvelli þeirra til- lagna, sem þeir hafa nú sett fram. — Israel Framhald af bls.l héldu áfram þeirri stefnu að reyna að draga úr spennu, eins og þau hefðu gert. Þykir þetta benda til að sovézka stjórnin vilji samn- inga um vandamálið í Miðaustur- löndum. Kissinger, utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði í dag, að friðarhorfur hefðu ögn vænkazt eftir för Kosygins til Kairó, en þó muni nokkrir dagar líða, unz línur taki að skýrast. Enda þótt fréttir af bardögum séu mjög ósamhljóða er þó aug- ljóst, að mjög hart hefur verið barizt í dag á öllum vígstöðvum og skriðdrekaorrustur halda áfram á Sinai. Talsmaður Israela sagði við blaðamenn í Tel Aviv i dag, að sovézkir sérfræðingar stjórni aðgerðum Egypta á Sinai og komi áhlaup þeirra i bylgjum. Svo virðist sem Egyptar bíði mikið afhroð, en það virðist ekki stöðva þá að heldur. Tölur um eyðilagða skriðdreka og flugvélar eru alldrjúgar að venju og samkvæmt þeim tölum ætti obbinn af öllum hergögnum stríðsaðila að vera löngu horfinn, ef marka mætti þær tölur. Seint í kvöld hafði dregið úr bardögum og á vígstöðvunum við Sinai var tíðindalítið og einnig hafði fátt frétzt af átökum í Sýr- landi. SOVÉZK HERSKIP UM DARDANELLASUND Floti sovézkra herskipa fór í morgun um Dardanellasund yfir á Miðjarðarhafið. Voru það nokkrir tundurspillar, olíuskip og nokkur drekkhlaðin birgðaskip. Er búizt við því, að öll skipin séu að flytja hergögn til arabiskra hafna. Sfðustu daga hafa fjölmörg sovézk herskip og birgðaskip farið um Dardanellasund út á Miðjarðarhaf — Dean játar Framhald af bls.15. ingu málsins, eftir það ásamt öðrum, að hann hefði staðið fyr- ir leynigreiðslum til að þagga niður í innbrotsþjófunum og tilboði um að einn þeirra, James McCord, yrði náðaður og að hann hefði verið viðstaddur þegar fyrst var stungið upp á símahlerununum í skrifstofu John Mitchells fv. dómsmála- ráðherra 27. janúar 1972. Fram- burður Deans leiddi til þess að krafist var afhendingar hljóð- ritana í Hvíta húsinu er snertu málið. Tveir aðrir hafa áður játað að hafa tekið þátt f samsæri um að hefta Watergate-rannsóknina: Jeb Stuart Magruder og Frederick Larue. — Fiskveiðibrot Framhald af bls. 32 I frétt frá Landhelgisgæzlunni segir, að af skiljanlegum ástæðum hafi aðeins verið athuguð veiðar- færi hjá erlendum togara frá 1. september 1972. Að ofan er gef- inn fjöldi athugana, en í nokkr- um tilvikum hafa veiðarfæri sama skips verið skoðuð oftar en sinu sinni á ári. Þegar veiðarfæri hafa reynzt ólögleg, hafa skýrslur verið send- ar til heimaríkis erlendu fiski- skipanna, en þegar íslenzku skip- in hafa verið með ólögleg veiðar- færi, hefur það verið kært til sakadóms heimahafnar að útræðishafnar fiskiskipsins. Varðandi alþjóðlegt fiskveiði- eftirlit utan landhelgi og fisk- veiðilögsögu, var gefin út reglu- gerð og byggir hún á alþjóða- samningi um norðausturhluta Atlantshafs, en gerður var i London 24. janúar 1959.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.