Morgunblaðið - 20.10.1973, Page 32

Morgunblaðið - 20.10.1973, Page 32
Fékkst þú þér LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1973 Þau eru mörg strfðin... Skarphéðins- mál á lokastigi RANNSÓKN á dauða Skarp- héðins Eirfkssonar stendur enn yfir á Sauðárkróki, og virð- ist málið nú vera farið að skýrast. Jóhann Salberg bæjarfógeti og sýslumaður sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að málið væri í fullum gangi og að skýrast, en að svo komnu væri ekkert hægt að segja um það. Einn maður er enn í gæzluvarðhaldi og taldi Jóhann að málið myndi skýrast í dag. Fundu þýfi úr kirkjugarði FYRIR skömmu fundu tveir drengir plastpoka í holtinu skammt frá Sjómannaskólanum og voru í honum eirstytta sú, sem stolið hafði verið af leiði í Foss- vogskirkjugarði, og nokkrir eirkrossar úr garðinum. Var styttan í þremur pörtum og krossarnir einnig allir brotnir. Málið er í rannsókn. Tekinn við Barða VARÐSKIPIÐ Þór kom að vélbátnum Sveinbirni Jakobssyni SH 110 frá Ólafsvfk, þar sem báturinn var að ólöglegum tog- veiðum úti af Barða. Þór fór með bátinn til Isafjarð- ar, þar sem réttur í málinu hófst kl 10 í gærmorgun. Skipstjóri bátsins viðurkenndi brot sitt, en bar því við að hann hefði ekki haft nógu gott sjókort af þessu svæði. Bjarni hótar I þættinum Þingsjá f útvarpinu í gærkvöldi átti umsjónarmaður þáttarins Davfð Oddsson viðtal við Bjarna Guðnason alþ.m. 1 viðtalinu sagði Bjarni, að strax og eitthvað kæmi frá rfkisstjórninni um efnahagsmálin, sem hann gæti ekki fellt sig við, myndi hann stöðva málið. Sagðist hann telja að rfkisstjórnin ætti að segja af sér og efna til nýrra kosninga sem fyrst. Eins og kunnugt er, kemur rfkisstjórnin ekki lagafrum- vörpum sfnum f gegnum þingið nema með tilstyrk Bjarna Guðnasonar. Þingflokkur AlbÝðubandalagsins: Stendur ekkí að samkomu- lagi á þessum grundvelli Sl. miðvikudag kom þingflokk- ur Alþýðubandalagsins saman til fundar, eftir rfkisstjórnarfund þann, er Ólafur Jóhannesson skýrði frá för sinni til Lundúna, en áður en utanríkismálanefnd hafði fjallað um málið, og gerði ályktun um samkomulagsgrund- völl þann, sem Ólafur Jóhannesson hefur nú lýst yfir fylgi við. í ályktun þessari, sem afhent var forystumönnum stjórnar- flokkanna samdægurs, en hefur ekki verið birt fyrr en nú, hafnar þingflokkur Alþýðubandalagsins samkomulagsgrundvellinum, sem nefndur er í samþykktinni „til- lögur Breta“. A blaðamannafundi i gær, neitaði Ólafur Jóhannesson að svara fyrirspurn um það, hvaða áhrif þessi samþykkt mundi hafa á stjórnarflokkana. Samþykktþingflokks Alþýðu- bandalagsins er svohljóðandi: Þingflokkur Alþýðubandalags- ins hefir fjallað um skýrslu for- sætisráðherra frá viðræðunum í London og um tillögur Breta í landhelgismálinu. Landinn Æði oft Landhelgisgæzlan hefur sent frá sér skýrslu, sem fjallar um eftirlit með veiðarfærum ís- lenzkra og erlenda skipa. Þar kemur fram, að eftirlitið er fram- kvæmt í höfnum og á rúmsjó, og nær þessi skýrsla yfir s.l. þrjú ár. 1 ljós kemur, að mikil brögð eru Þingflokkurinn hefir gert eftir- farandi samþykkt um málið: Þingflokkurinn hafnar tillögum Breta algjörlega sem óaðgengileg- um. Tillögur Breta fela í sér eftirtaldar breytingar frá áður samþykktum lokatillögum íslendinga í viðræðunum, sem fram fóru í Reykjavík 3. og 4 maí sl..: 1) Fækkun skipa er all-millu óhagkvæmari fyrir Islend- inga. I stað þess að gert var ráð fyrir að 30 stærstu togarar Breta, auk verk- smiðju- og frystiskipa, fengju ekki leyfi, er nú gert ráð fyrir, að 15 stærstu skipin fái ekki leyfi og 15 af minni gerð. Sennilegt er að þessi breyting gefi Bretum mögu- leika á að afla hér 15-20 þúsund tonnum meira á árs- grundvelli, en samkv. tillög- um Islendinga. 2) Lokun veiðisvæða er rninni, en samkv. tillögum Islendinga. Tillaga Breta gerir ráð fyrir að aðeins 1 svæði af 6 verði lokað I einu, en samkv. tillögum Islendinga áttu 2 svæði að vera lokuð í einu. Hér er um mikla breytingu að ræða til óhagræðis fyrir okkar út- gerð. Sennilegt er, að Bretar geti veitt 15—20 þús. tonnum meira á ársgrundvelli vegna þessarar breytingar. 3) Þá er gert ráð fyrir í tillögum Breta að samningstímabilið verði 2 ár, eða væntanlega til 1. nóvember 1975. Samkv. Framhald á bls. 18 700hrosshafa verið flutt út HROSSAÚTFLUTNINGUR Sambandsins hefur gengið mjögvel i ár. Að sögn Magnúsar Ingvarssonar hjá SIS hafa nú 700 hross verið flutt út frá ára- mótum og er það um 100 hrossum fleira en um sama levti í fyrra. Magnús sagði, að flest hrossanna væru tamin, og væri hlutfall tömdu hrossanna í þessa árs útflutningi mun hærra en í fyrra. Hann gerði ráð fyrir, að enn yrðu um f jórar flugferðir út með hross eða alls um 180 hross, þannig að ársút- flutningurinn ætti að verða milli 900—1000 hross. Stærstu markaðirnir eru Þýzkaland, Ðanmörk, Noregur og Holland. Gott verð hefur fengizt fyrir hestana.Verðið hér heima fylgdi í vor nokkurn veginn hækkun marksins, svo að verðhækkunin nemur um 30%—35% frá því 1 fyrra. ekki barnanna beztur með ólögleg veiðarfæri að því, að íslenzk fiskiskip eru með ólögleg veiðarfæri og að að- eins einu sinni hafa veiðarfæri Hér á eftir kemur skýrsla gæziunnar. ÁR Isl. fiskiskip erlends togara verið skoðuð á fjöldi ólögl. veiðarf. fjöldi þessu ári. Það var á Höfn í Horna- 1971 182 17 44 fírði fyrir stuttu, þegar veiðar- 1972 224 38 23 færi belgíska togarans Henriette voru skoðuð, en þau voru ólögleg. 1973 (sept.) 528 54 1 Erlendir togarar ólögleg veiðarf. 15 10 1 Frarahald á bls. 18. Eins og fram kemur í skýrslu þeirri, sem birt er í heild á bls, 3 í dag, lagði Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, fram ákveðnar tillögur til lausnar land- helgisdeilunni á fundinum með Edward Heath á dög- unum. Brezki forsætisráðherrann lagði síðan fram svo nefndan „grundvöll að lausn“. Það er þessi „grund- völlur að lausn“, sem Ólafur Jóhannesson lýsti yfir fylgi við á blaðamannafundinum í gær, en þingflokkur r Tillaga Olafs Jóhannessonar 1.) Takmarkanir á flota (Veiðiskip á íslandsmið- um 1971) A: 25 frystitogarar útilok- aðir; 20 stærstu togarar útilokað- ir; 7 aðrir togarar útilokaðir. B: Eða 25 (Allir) frystitogarar (og verksmiðjuskip) útilokuð; 15 stærstu togarar útilokað- ir; 15 aðrir togarar útilokaðir. 2) Bátaveiðisvæði, samkvæmt tillögum okkar frá 4. maí 1973. 3) Friðunarsvæði, samkvæmt tillögum okkar frá 4. maí (plús svæði skilgreint 13. júní 1973). 4) Sex hólf, sem verða opin til skiptis, eins og við gerðum tillögu um 4. maí 1973, tvö lokuð, fjögur opin. 5) Aflatakmörkun við 130 þúsund lestir á ári 6) Framkvæmd: Gefa skal út samþykktan lista yfir skip (sjá annex), sem mega veiða á þessu svæði samkvæmt ákvæðum !"essa samkomulags. Is- lenzka ríkisstjórnin mun ekki mótmæla því, að nefnd skip veiði umhverfis Island svo lengi sem þau fara eftir ákvæðum þessa bráða- birgðasamkomulags. Ef skip verður staðið að veiðum gagnstætt ákvæðum samkomulags- ins hefur íslenska land- helgisgæslan rétt til þess að stöðva það, en skal stoðarskip til þess að sann- reyna málsatvik. Sérhver togari, sem staðinn er að því að brjóta ákvæði sam- komulagsins, verður strikaður út af listanum og veiðileyfi afturkallað. Alþýðubandalagsins hefur hafnað, sem „brezkum til- lögurn" og „úrslitakostum“. Morgunblaðið birtir hér á eftir tillögu Ólafs Jóhannessonar í London svo og gagntillögu Heaths, sem nefnd hefur verið „grundvöll- ur að lausn“ og forsætisráðherra Islands hefur nú lýst fylgi við. Geta lesendur þá borið þessar tvær tillögur saman og sannreynt hvort mikill munur sé á. Grundvöllur að lausn (Gagntillaga Heaths) 1. Takmarkanir á flota (miðað við veiðiskip 1971): Allir frystitogarar og verk- smiðjuskip skulu útilokuð; 15 stærstu togararnir úti- lokaðir; 15 aðrir útilokaðir. 2. Bátaveiðisvæði sam- kvæmt tillögu Islands frá 4. maí 1973. 3. Friðunarsvæði samkvæmt tillögu Islands 4. maí 1973, plús svæði skilgreint 14. júní 1973. 4. Sex hólf, sem verða opin til skiptis, eins og tillaga var gerð um 4. maí 1973, eitt lokað, 5 opin. 5. Framkvæmd á samkomulag- inu: Gefa skal út samþykktan lista yfir skip (sjá annex), sem mega veiða á þessu svæði samkvæmt ákvæðum þessa samkomulags. Is- lenska ríkisstjórnin mun ekki mótmæla því, að nefnd skip veiði umhverfis Island svo lengi sem þau fara eftir ákvæðum þessa bráða- birgðasamkomulags. Ef skip verður staðið að veið- um gagnstætt ákvæðum samkomulagsins, hefur ís- lenska landhelgisgæslan rétt til þess að stöðva það, en skal kalla til næsta breskt aðstoðarskip til þess að sannreyna málsatvik. Sérhver togari, sem staðinn er að þvi að brjóta ákvæði samkomulagsins, verður strikaður út af listanum. 6. Gildistími samkomulagsins 2 ár frá undirskrift.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.