Morgunblaðið - 20.10.1973, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. OKT0BER 1973
Minnina:
Stefán Siggeirsson
Stykkishólmi
Fagra haust, þá fold ég kveð,
faðmi vef mig þínum.
Bleikra laufa láttu beð
að legstað verða mfnum.
Undir þessa ósk þjóðskáldsins
frá Arnarstapa er mörgum vafa-
laust ljúft að taka. Haustfegurð
og kvöldkyrrð eru sannir frið-
flytjendur eftir langan og eril-
saman dag. Og fátt er áhrifa-
ríkara en fagurt sólsetur við
Breiðafjörð.
Samt sem áður fannst okkur
vinum Stefáns Siggeirssonar
langt frá því, að kvöldsett væri
orðið á ævibraut hans, þegar
dauðinn kvaddi hann óvænt og
skyndilega á sinn fund sl. laugar-
dagskvöld. Hann var að vísu af
léttasta skeiði, á 67. aldursári, en
átti lífsgleði og athafnaþrá sem
ungur væri. Hann var umboðs-
maður olíufélaganna í Stykkis-
hólmi. Það starf rak hann af
dugnaði og réttsýni, svo að hvergi
skeikaði. Að auki hafði hann á
hendi ýmis önnur störf. M.a. var
hann framkvæmdastjóri og aðal-
driffjöður við byggingu félags-
heimilis og gistihúss í Stykkis-
hólmi. Hann var mikill og ein-
dreginn áhugamaður um fram-
gang allra góðra mála, sem hann
taldi horfa til heilla fyrir sína
heimabyggð. Hann vildi enga
lognmollu í kringum sig, og gat
kveðið hvasst að orði um eitt og
annað, sem ekki féll að skapi
hans. Fannst þvf sumum viðmót
hans hrjúft við fyrstu kynni. Allt
að þvf, að mönnum féllust hend-
ur. En þeir hinir sömu komust
brátt að raun um það, að i barmi
hans sló gott hjarta hins sanna
drengskaparmanns. Stefán var
búfræðingur að mennt. Þó að
aðalstarf hans yrði ekki á þeim
vettvangi, leyndi sér ekki áhugi
t
Systir okkar
SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR
frá ísafirði
andaðist að Elliheimilinu Grund
1 8. þ m.
Jarðarförin auglýst síðar.
Systkini hinnar látnu.
hans á bændamennt og myndar-
búskap.
A jörð sinni, Klungurbrekku,
þar sem hin fáséða þyrnirós á óðal
sitt og heimahaga í grænum
hvammi, naut hann sín vel við
veiðiskap og ilm úr jörðu.
I hús hans við Laufásveg í
Stykkishólmi, þar sem eiginkona
hans, Aðalheiður Sigurðardóttir,
bjó fjölskyldunni frábært
rausnarheimili, voru vinir þeirra
ætíð velkorrnir. Þar var stór-
mannleg gestrisni jafnan í háveg-
um höfð. Nú, þegar Stefán, vinur
vor, er allur, er mér sérstaklega
ljúft og skylt að þakka honum að
leiðarlokum fyrir trausta vináttu,
hvatningarorð, einlægan stuðning
og góða samvinnu í hvívetna á
liðnum árum.
Við hjónin og fjölskyldan send-
um frú Aðalheiði, heimilis-
fólkinu, ættingjum og vinum, ein-
lægar samúðarkveðjur og fram-
tíðaróskir.
Friðjón Þórðarson
Skjótt hefir sól brugðið sumri,
kvað Jónas forðum, og eitthvað
Iíkt kom upp f huga minn, þegar
andlátsfregn þessa góða vinar
míns barst mér. Það leið varla sú
vika, að við hittumst ekki, og þótt
ég vissi, að hann, hin seinustu ár,
gekk ekki heill til skógar, þá hafði
ég sterkar vonir um lengri ævi og
meira starf. En laugardaginn 13.
þ.m. kom kallið. Við höfðum
þekkzt lengi. Heimili hans var eitt
þeirra, sem ég kom oftast á. Og
um tima, þegar Sigurður tengda-
faðir hans var hreppstjóri og við
unnum saman í skattanefnd, voru
sporin mörg þangað á heimilið, en
Stefán hélt heimili með tengda-
foreldrum sfnum um f jölda ára og
reyndist þeim sem öðrum
öndvegismaður. Stefán var glað-
sinna og góður í vinahópi. Hann
gat alltaf séð broslegu hliðamar á
lffinu og það gerði hann
aufúsugest þar sem hann fór.
Tryggð hans reyndi ég um
áraraðir, hollustu og drengskap.
Hann var jafnan fljótur til
liðsinnis ef hann taldi við þurfa
og greindi vel á milli nauðsynjar
og ekki. Hann hafði sjálfur, eins
og fleiri, alizt upp við kröpp kjör,
orðið að vinna hörðum höndum.
Hann naut barnaskólamenntunar
í æsku og búfræðimenntunar og
síðan nam hann i skóla lífsins og
komst vel áfram. Hann var far-
t
PÉTUR SVEINSSON
Barmi, Vogum, Vatnsleysuströnd,
andaðist að Landakotsspítala föstudaginn 1 9. þ.m.
Börn og tengdabörn.
Við þökkum jarðarför t innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og
HELGA GUÐMUNDSSONAR,
pípulagningarmeista ra.
Marta Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför
INGIBJARGAR EBBU JÓNSDÓTTUR,
Melhaga 3, Reykjavík.
Ástriður Jónsdóttir,
Þórður Einar Leifsson,
Arndís Leifsdóttir,
Ingibjörg Jóna Leifsdóttir
og aðrir vandamenn.
sæll maður og stóð ekki einn, því
þau hjón voru samtaka í lífinu.
Og heimili þeirra var indælt. Þeg-
ar ég kynntist Stefáni fyrst var
hann bílstjóri á áætlunarbifreið-
um Bifreiðastöðvar Stykkishólms
milli Stykkishóms og Reykjavík-
ur. Það starf hafði hann um nokk-
ur ár. Síðar varð hann umboðs-
maður Olíufélagsins og Olfuverzl-
unar Islands, og því starfi hélt
hann til dánardægurs. 1 því starfi
sem öðru var hann ötull og áreið-
anlegur. Eitt af hans áhugamál-
um var að koma uppfélagsheimili
Og hóteli hér á staðnum og varð
hann þar f öndvegi, þar eins og
annars staðar tókst hann á við
vandann og forystu hans i þeim
málum skal þakkað, að nú er sú
bygging komin undir þak og vel
það. Rís hún á stað, þar sem eftir
er tekið, stór og glæsileg. Þá hafði
hann ánægju, svo sem margir aðr-
ir, af laxveiðum og hafði komið
sér upp aðstöðu til að sinna þess-
um hugðarefnum. Það var alltaf
lif í kringum Stefán, já og bjart-
sýni.
Stefán var sem áður segir bón-
góður maður, og allt, sem hann
vissi horfa til þjóðþrifa, átti hans
stoð og styrk vísan. Kauptúni sínu
unni hann og þvi vann hann, enda
átti hann þar heima alla tíð. 1
Stykkishólmi var hann fæddur
24. júlí 1907. Þar bjuggu foreldr-
ar hans Asa Sigurðardóttir og Sig-
geir Björnsson skipstjóri. Stefán
var kvæntur Aðalheiði Sigurðar-
dóttur, Magnússonar hreppstjóra
og konu hans Ingibjargar Daða-
dóttur. Þau sjá nú á bak styrkri
stoð og sérstökum drengskapar-
manni. Þeim Aðalheiði og Stefáni
varð ekki bama auðið, en systur-
dóttur Aðalheiðar ólu þau upp
sem sitt eigið barn og henni og
börnum hennar og manni
reyndust þau sem beztu foreldrar.
Lffið heldur áfram. Það slær
birtu á veginn, sú fullvissa
tendrar þau ljós í hugskoti
manna, sem aldrei dvina. Ég lifi
og þér munuð lifa. Sú vissa á
kveðjustund verður aflgjafi til að
bera sorgina.
Glaður og reifur skyldi gumna
hverr . . . og þannig var Stefán.
Hann mætti erfiðum stundum
með kjari og karlmennsku, hann
var ekki að æðrast. Minningamar
skýrast. A öðrum vettvangi liggi
leiðirnar aftur saman. Ég kveð
því ágætan vin með sérstöku
þakklæti fyrir góða og trygga
samfylgd.
Ami Helgason.
Hann andaðist skyndilega á
heimili sfnu að Laufásvegi 11,
Stykkishólmi, seinni hluta dags,
þann 13. október 1973.
Ég kynntist Stefáni fyrst vorið
1962, er ég fluttist til Stykkis-
hólms, og tókst fljótlega með okk-
ur vinskapur. Persónan laðaði að
sér og kynni okkar urðu mjög
náin í rúmlega 11 ár.
Stefán fæddist í Stykkishólmi
þann 24. júlí, 1907. Foreldrar
hans voru hjónin Ása Sigurðar-
dóttir og Siggeir Björnsson,
sjómaður.
Þann 11. júní 1933 kvæntist
Stefán eftirlifandi konu sinni,
Aðalheiði Sigurðardóttur,
Magnússonar og eiginkonu hans,
Ingibjargar Daðadóttur, sem
lengst af bjuggu að Kársstöðum f
Helgafellssveit.
Hjónaband Stefáns og Aðal-
heiðar var farsælt, en barnlaust,
og bjuggu þau allan sinn búskap I
Stykkishólmi. Þau ólu upp eina
fósturdóttur, Birnu Bjarnadóttur,
sem gift er Sveinbirni Sveinssyni,
afgreiðslumanni i Stykkishólmi,
og voru börn þeirra augasteinar
og uppáhald afa alla tið.
t
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda
samúð og vinarhug við andlát og
útför mannsins míns
GUOJÓNS
JÓHANNSSONAR.
Guð blessi ykkur öll.
Fyrir mína hönd og annarra að-
standenda
Jónína Árnadóttir.
Ég hefi fáum eða engum manni
kynnzt, sem var eins staðfastur og
Stefán. Hann var óbugandi á
hverju sem á gekk. Hann gafst
aldrei upp og leit aldrei til baka.
Ef eitthvað brást eða mistókst
byrjaði hann strax aftur og hætti
ekki fyrr en markinu var náð.
Hann var heiðarlegur í viðskipt-
um og maður sanngjarn, hver sem
í hlut átti, en tilbúinn til þess að
verja mál sitt og sækja með þraut-
seigju og festu, og allt að þvi
harðneskju, ef með þurfti og
þegar hann vissi að hann var að
gera rétt, en undir niðri var hann
ekkert nema ljúfmennskan og
gæðin, eins og vinir hans og aðrir,
sem kynntust honum eitthvað að
ráði, bezt þekkja.
Yfir 20 ár starfrækti hann oliu-
og bensínsölu i Stykkishólmi af
mikilli prýði og myndarskap.
Löngu áður en raddir fóru að
heyrast um samvinnu olfufélaga á
Islandi á sviði dreifingar, hafði
hann með dugnaði sinum, fram-
sýni og lipurð sameinað tvö oliu-
félög um dreifingarkerfi i
Stykkishólmi, og er það, að ég
hygg, ef til vill fyrsti vísir af
sameiningu oliufélaga hér á
landi.
Stefán var einarður í
framgöngu og hressilegur, glað-
vær og félagslyndur. Hann var
afar barngóður. Hann var vin-
margur og vinsæll og átti sér enga
óvildarmenn, svo ég viti, eins og
þó er títt um þá, sem láta sig
almenningsálitið engu skipta, en
fara sína beinu braut, eftir því
sem samvizkan býður. Hann var
þvi virtur af öllum, sem kynntust
honum, hvaða álit, sem menn
annars höfðu á honum. Hann var
stórtækur og fljótvirkur, að
hverju sem hann gekk, og aldrei
smámunasamur, laus við ágirnd.
en kunni þó vel að fara með fé.
Hann var höfðingi heim að sækja
Og naut þess að lyfta glasi í góðum
hópi. Hann gerði ekkert með hálf-
velgju. Hann var vinur vina
sinna, raungóður og hjálpfús og
vinfastur með afbrigðum. Söng-
maður var hann ágætur á yngri
árum. Hann gat haft allt illt á
hornum sér, ef honum mislíkaði,
en var fljótur að gleyma, ef hann
reiddist. Að mfnum dómi var
Stefán Siggeirsson góður maður.
Með Stefáni vini mínum er
horfinn af sjónarsviðinu
gagnmerkur persónuleiki.
Jón S. Magnússon.
F. 24/7.1907
D. 13/10.1973.
I dag er Stefán Siggeirsson í
Stykkishólmi borinn til hinztu
hvildar.
Ég hafði aðeins unnið skamma
hríð með Héðni Valdimarssyni
þegar hann sumarið 1947 bauð
mér með sér í eftirlitsferð út á
land í heimsókn til nokkurra
umboðsmanna og sölumanna
Olíuverzlunar Islands h.f. á
Vesturlandi. I þeirri ferð var
Geirarður, bróðir Stefáns, ráðinn
sem umboðsmaður félagsins í
Stykkishólmi. Héðinn hafði áður
haft kunnugleika af Stefáni og
leitaði álits hans um nýjan
umboðsmann. Henti Stefán oft
gaman að því síðar, að Héðinn
hefði ekki aðeins leitað álits hans
um umboðsmanninn, heldur jafn-
framt viljað gera hann ábyrgan
fyrir Geira, bróður hans.
Geirarður gegndi starfinu til
1952. Þá bauð Stefán sig fram og
enginn annar kom til greina. Nú
eru þessir bræður báðir horfnir,
Geirarður fyrir nokkrum mánuð-
um og Stefán kvaddur i dag.
Stefán Siggeirsson var fæddur
24. júlí 1907 og var því rúmlega 66
ára þegar hann lézt. Hann var
sonur Siggeirs Björnssonar, skip-
stjóra i Stykkishólmi, og konu
hans Asu Sigurðardóttur. Stefán
gekk í Búnaðarskólann á Hvann-
eyri hjá Halldóri Vilhjálmssyni,
skólastjóra þar. Vann hann sér
fljótt traust og vináttu Halldórs
og hélt vinskap við Halldór og
fjölskyldu hans síðan. Hann
stundaði búskap í Stykkishólmi í
10 ár, fram til 1940, en var siðan
atvinnubílstjóri og langferðabíl-
stjóri fram til 1952.
Árið 1952 gerðist hann umboðs-
maður fyrir Olíuverzlun Islands
h.f. í Stykkishólmi og tveim árum
síðar einnig fyrir Olíufélagið h.f.
Sá hann um öll þessi umfangs-
miklu viðskipti jafnan siðan fyrir
bæði félögin af mikilli árvekni
og dugnaði og af þeirri réttsýnl að
hvorugt félaganna hefir haft
ástæðu til að kvarta um fram-
kvæmd starfsins. Er þó vitað að
stundum getur verið erfitt tveim
herrum að þjóna. Fyrir hönd
starfsmanna Olíuverzlunar
Islands h.f. og félagsins sjálfs flyt
ég nú að skilnaði þakkir fyrir
ánægjulegt samstarf í meira en 21
ár.
Stefán var bæði snarráður og
fylginn sér í þeim málum, sem að
honum sneru. Hann gekk jafnan
fram af fullri hreinskilni við
menn og málefni og það stundum
svo að ókunnugum gat þótt nóg
um. Hann hafði gaman af rökræð-
um og lét þá hlut sinn hvergi og
gekk ekki úr vegi fyrir neinum.
Harðnaði þá stundum í orða-
sennunni og varð oft skammt
stórra höggva á milli. En þeir,
sem þekktu Stefán, vissu að það
var hlýtt hjarta, sem undir sló.
Velvild og drengskapur voru hon-
um kjörorð.
Greiðasemi Stefáns og hjálp-
semi unnu honum tiltrú og sam-
stöðu samferðamanna hans I
Stykkishólmi og kann ég þó á því
ófullnægjandi skil. Síðustu árin
tók hann að sér að standa fyrir
byggingu nýja félagsheimilisins í
Stykkishólmi, sem jafnframt
verður hótel staðarins. Ber sú
framkvæmd framsýni hans góðan
vitnisburð og mun væntanlega
verða lyftistöng staðarins um
langa framtið.
Þegar Stefán Siggeirsson er nú
kvaddur munu margir sakna vin-
ar i stað. I litlu byggðarlagi
verður skarðið enn stærra og
vandfylltara og fyrir þá, sem næst
honum stóðu, verður það aldrei
fyllt.
Kona hans, Aðalheiður Sigurð-
ardóttir, bjó þeim hið bezta
heimili og var þar gott að koma,
enda mikið jafnræði með hjónun-
um. Ég sendi henni og öðrum
vandamönnum Stefáns innilegar
samúðarkveðjur. Minningin um
góðan dreng mun veita þeim
huggun f sorg þeirra.
Önundur Ásgeirsson
Fyrir rúmri viku fór ég við
annan mann upp á „Bensó“ að
heimsækja nafna. Okkur var
vfsað inn á skrifstofuna, og þar
sat hann á stóli með kaffibrúsann
sinn og reikningana fyrir framan
sig, sveipaður reykskýi. Eins og
venjulega varð strax glatt á hjalla
hjá okkur, og ein af sögum þeim,
sem nafni sagði okkur þetta kvöld
var á þessa leið:
Fýrir nokkrum árum var hon-
um og konu hans boðið si'ður til
einhvers konar veizluhalda með
frammámönnum Olíufélagsins.
Af einhverjum ástæðum voru
spariföt Stefáns ekki tiltæk og
þess enginn kostur að afla sér
nýrra til veizlunnar.
Nú hefði margur lagt árar í bát
og setið heima. En þeir sem til
þekkja vita vel, að orðið uppgjöf
er ekki að finna I orðasafni
Stefáns Siggeirssonar og því var
það, að daginn sem veizlan skyldi
haldin vindur Stefán sér upp á
háaloft, og kemur þaðan með
herðatré, sem á héngu bláteinótt
föt, sem saumuð höfðu verið á
hann á saumastofu Kaupfélagsins
árið 1930. „Nú, er þetta ekki
nýjasti stællinn?" segir Stefán og
hampar fötunum fyrir framan
konu sina. „Er ekki bezt að ég
verði í þessu?“ — Nú hefði mörg
ektakvinnan fórnað höndum og