Morgunblaðið - 20.10.1973, Page 23

Morgunblaðið - 20.10.1973, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. OKTÖBER 1973 23 ekki léð máls á slíku, en Aðal- heiður hafði til að bera bæði dirfsku þá og kímnigáfu, sem nauðsynleg var til þess að geta fallizt á slíka ráðagerð, og það varð úr að þau lögðu af stað suður með gömlu fötin í ferðatöskunni. Enda þótt Stefán Siggeirsson væri ekki mikill maður á velli, vakti hann samt athygli hvar sem hann fór, og þegar í veizluna kom varð nýstárlegur búningurinn til þess, að augu manna beindust enn meira að honum en endra nær, og fljótlega vék sér að hon- um einn veizlugesta og spurði. „Hvar fékkstu þessi föt Stefán?" „Geir bróðir keypti þau fyrir mig úti í Hollandi," svaraði Stefán að bragði. Gesturinn varð hugsi um stund og sagði síðan. „Já, þetta er víst stællinn, en falleg eru þau samt“. Næstur til þess að gera athugasemdir við klæðaburð Stefáns var forstjóri nokkur hátt- settur. Hann hafði orð á þvf, að fötin væru að vísu falleg, en boðangarnir væru allt of breiðir, en Stefán benti samstundis á splunkuný stássföt forstjórans og sagði. „Boðangarnir á þínum föt- um eru alltof mjóir, eiginlega bara drengjaboðangar, en þessir,“ — sagði hann og klappaði á brjóst sér, „eru raunverulegir karl- mannsboðangar." Forstjórinn hikaði, en kona hans kvað upp úr og sagði. „Þetta er allveg rétt hjá Stefáni, þetta eru allt of mjóir boðangar, sem þú ert með, þú verður að fá þér föt eins og Stefáns." Og er ekki að orðlengja það, að þessi 40 ára gamli saumaskapur Kaupfélagsins f Stykkishólmi vakti óskipta athygli og aðdáun veizlugesta, og margur maðurinn var hvaltur til þess af konu sinni að losa sig við gömlu sparifötin og fá sér ný. Nú segja ef til vill sumir, að á þennan veg eigi menn ekki að minnast látins vinar, og glens og gaman eiga litla samleið með söknuði og trega. Ég er þó ekki viss um að ég sakni Stefáns Sig- geirssonar minna en ýmsir aðrir, og í rauninni finnst mér, að ég hafi misst heilmikið af sjálfum mér, þegar hann dó, þessi elsku- legi vinur minn. Engu að sfður kýs ég að minnast hans á þann veg sem ég hef'gert, í formi bjartra minninga frá glaðværum dögum, og ég veit líka að það hefði verið mest að hans skapi. Stefán Sigurkarlsson. Minnina: Hallgrímur Guðmundsson f. hreppstjóri F.8. júlf 1881. D. 14. október 1973. Það er oft til þess vitnað, að við Islendingar höfum á þeim tíma, sem liðinn er af þessari öld, lifað þróunarsögu, sem tekið hafði aðr- ar þjóðir aldir að ganga í gegnum. Islenzkir iðnaðarmenn i upphafi aldarinnar voru einn af burðarás- um þeirrar þróunar, sem atvinnu- uppbyggingin þá byggðist á. Það gengur kraftaverki næst, hverju þeir fengu áorkað, oftast með fá- brotnum tækjum og við frumstæð skilyrði, við að halda gangandi skipaflota landsmanna — skútun- um. Þeim fækkar nú óðum þess- um frumherjum, sem af harð- fengi brutusttil iðnnáms og höfðu að launum um námstimann að- eins frítt fæði, húsnæði og þjón- ustu og urðu að vinna baki brotnu myrkranna á milli. Einn þeirra var Hallgrimur Guðmundsson, er lengst var járnsmiður á Patreks- firði, en hann lézt 14. október s.l. að dvalarheimili aldraðra sjó- manna — Hrafnistu — 92 ára að aldri. Haligrímur var fæddur að Bóli í Biskupstungum 8. júlí 1881. For- eldrar hans voru Guðmundur Jónsson, bóndi þar, ættaður úr Borgarfirði og sfðari kona hans Margrét Hallgrímsdóttir frá Tjörn í Biskupstungum, dóttir Hallgríms Magnússonar frá Bóli og Þorbjargar Bjarnadóttur frá Syðri-Reykjum. Þau voru tvö systkinin Hallgrímur og Þor- björg, sem látin er fyrir fáum árum. Svo sem títt var tök Hall- grímur snemma að sjá sjálfum sér farborða og innan við tvítugt hafði hann verið kaupamaður í Flóanum, stundað sjóróðra m.a. í Grindavfk og Vogum, þar sem hann eftir 70 daga úthald hafði 70 fiska í hlut, og verið tvær vertíðir á skútu. Arið 1901 hóf hann járnsmíða- nám hjá Guðjóni Jónssyni, er rak smiðju á horni FÍschersunds og Garðastrætis og lauk sveins- prófi 1905. Að áeggjan próf- dómara síns Eirfks Hjaltested hélt Hallgrímur daginn eftir að hann hlaut sveinsbréfið til Patreksfjarðar, þar sem hann starfaði lengst af, fyrst hjá fyrir- tæki Ölafs Jóhannessonar og síð- an við eigin smiðju fram til 1941, er hann fluttist til Reykjavíkur, en þar starfaði hann nokkuð að járnsmíði meðan heilsa leyfði. Hallgrímur kvæntist 1908 Hall- dóru Guðbrandsdóttur smiðs á Rauðasandi og sfðar Patreksfirði. Þau eignuðust 8 börn. Tveir efnis- og gáfupiltar létust í blóma lifs- ins, Magnús 1940 og Rikharð 1942 og 1970 andaðist Guðmundur er lengst starfaði sem bifreiðastjóri og matsveinn. A lífi eru Adolf loftskeytamaður og nú verzlunar- maður, Jónas járnsmiður, Helgi húsgagnaarkitekt, Margrét frú, öll gift f Reykjavík og Kristbjörg gift í Bandarfkjunum. Halldóra Guðbrandsdóttir var mikil mannkostakona og veitti þeim, er þetta ritar um árabil skjól og umhyggju, sem enn er búið að. Hún lézt langt um aldur fram 1937, 59 ára að aldri. Hallgrímur var greindur maður og félagslyndur. A hann hlóðust því margvísleg störf f þágu sam- borgaranna. Hann var um 9 ára skeið hreppstjóri Patrekshrepps og gegndi þá oft störfum f forföll- um sýslumanns. Þá átti hann sæti í mörgum nefndum hreppsfélags- ins og f stjórn Eyrasparisjóðs. Hallgrímur átti lengst af ein- hverjar skepnur meðan hann bjó á Patreksfirði, enda slíkt mikill léttir bammörgu heimili. Vænst mun honum þó hafa þótt um það dýrið, sem engar nytjar gaf af sér, en það var hundurinn Týr. Taldi Hallgrímur hann hafa mannsvit og vel það. Harmaði hann það á gamals aldri að hafa ekki getað gefið sér nægan tfma til þess að umgangast nánar þennan fer- fætta vin sinn, sem fylgdi honum um árabil hvertfótmál. Hallgrímur hafði óvenju mikla kfmnigáfu til að bera og léttur og hress var hann þrátt fyrir háa elli og sjónleysi síðustu árin. Undirritaður á Hallgrfmi og hans fjölskyldu mikla skuld að gjalda. Sá vinargreiði, er hann ásamt konu sinni gerði fóstra mínum, að taka úngan skjólstæð- ing hans inn á barnmargt heimili verður aldrei fullþakkaður. Ég kveð þennan vélgjörðar- mann minn og bið honum og ást- vinum hans blessunar. Gunnar B. Guðmundsson. Sigurborg Eyjólfs- dóttir — Minning Þann 25. ágúst síðastliðinn lézt á sjúkrahúsinu í Neskaupstað Sigurborg Eyjólfsdóttir. Hún fæddist 19.10. árið 1900 í Sandvík, dóttir hjónanna Jóhönnu Stefánsdóttir og Eyjólfs Eyjólfs- sonar. Faðir hennar dó, er hún var aðeins fimm ára gömul. Frá Sandvfk fluttist fjölskyldan að Seli í Hellisfirði. Erfitt hefur lífið verið fyrir ekkjuna með 8 börn á framfæri, en sterk trú og hörð barátta fyrir lífinu hafa hér sem oftar á þeim tímum lyft þeim grettistökum, sem vert er að minnast. Á Seli í Hellisfirði dvaldist fjöl- skyldan þar til Sigurborg var 19 ára, en þá fluttist hún til Nes- kaupstaðar. Tuttugu og fjögurra ára gömul fór Sigurborg með bræðrum sínum á vetrarvertið til Vest- mannaeyja, og þar kynntist hún eftirlifandi manni sínum, Anton Lundberg, er komið hafði þangað frá Vestfjörðum. A Norðfirði stofnuðu þau heimili sitt árið 1925, og þar lifðu þau í hamingju- sömu hiónabandi I 48 ár. Þeim varð þriggja barna auðið, sem öll eru búsett i Neskaupstað. Hafa þau systkin hlotið í arf frá for- eldrum sínum manndóm og drengskap, og með fjölskyldunni rikti eining og kærleikur. Alltaf var ánægjulegt að koma á heimili þeirra. Þegar kvennadeild Slysavarna- félags Islands var stofnuð á Norð- firði fyrir 38 árum, var Sigurborg ein af stofnendum hennar og Virkur félagi æ síðan. Hún átti auðvelt með að færa hugsanir sínar i bundið mál. Því var oft leitað til hennar fyrir árshátiðir og aðrar samkomur kvennadeild- arinnar. Þar kom hún á framfæri ýmsu skoplegu úr daglega lífinu í Neskaupstað og nærliggjandi byggðarlögum, öilum, sem á hlýddu, til mikillar ánægju. Sigurborg var félagslynd og hafði mikinn áhuga á starfi kvenna- deildarinnar í Neskaupstað. Ekki sizt á þvi stórmerka framtaki, er deildin byggði skipbrotsmanna- skýli á æskustöðvum hennar i Sandvik. Kæra vinkona, þú fékkst í vöggugjöf ljúfa og glaða lund og hjartahlýju í ríkum -mæli. Þess vegna leið okkur ætið vel í návist þinni. Við þökkum ánægjulegt samstarf og vináttu á liðnum ára- tugum og sendum eiginmanni, börnum, tengdabörnum og öðrum ættingjum innilegar samúðar- kveðjur. Guðný Þórðardóttir, Þórunn Jakobsdóttir frá Neskaupstað. Höfum samráð við Norðurlönd Franihald af bls. 12. eiga ekki sfzt rót sfna að rekja til varðsveiflana og aflasveiflna f sjávarútvegi, verði eins og unnt er, jafnað- ar með eflingu verðjöfnunar- sjóðs sjávar furða, sem stofnaður var f tfð Við- reisnarstjórnarinnar, en nú- verandi stjórn hefur nýtt Iftt þrátt fyrir sfhækkkandi af- urðaverð sjávarafurða. if 1 öðru lagi teljum við að draga megi úr þessum sveiflum útflutningstekna með því að renna fleiri stoðum undir at- vinnuvegi okkar, efla útflutning iðnaðarvara og leggja áherzlu á stóriðju og annan iðnað, sem fólg- inn er f þvf að vatnsafl og varma- orka ásamt hugviti ogvinnuhæfni lslendinga sé nýtt til framleiðslu verðmætrar vöru. if I þriðja lagi ber auðvitað að beita gengisbreyting- um til að jafna sveiflur f efnahagslffinu, en varast ber að hækka gengið, þótt verðlag sjávarafurða fari hækkandi, ef það er hinum unga út- flutningsiðnaði til tjóns. Ber þá fremur að leggja áherzlu á að efla Verðjöfnunarsjóð sjávarafurða. if 1 fjórða lagi verður að hafa stjórn á peningamálunum og auka ekki peningamagnið í umferð með erlendum lán- tökum, sem kalla á aukið vinnuafl, vörur og þjónustu, sem ekki er fyrir hendi í þjóðfélaginu. if 1 fimmta lagi verður að skera niður útgjöld rfkis og fjárstreymið, sem fer um hendur hins opinbera, við gerð fjálaga. Fjárlög verði þannig úr garði gerð, að hið opinbera takmarki umsvif sfn og taki sem minnst af aflafé borgaranna. Ákveða skal, hve háu hlutfalli af þjóðarframleiðslu eða þjóðartekjum hið opinbera hafi úr að spila og fram úr þvf marki verði ekki farið. if I sjötta lagi ber að stefna að aðilar vinnumarkaðarins geti með frjálsum samning- um breytt tilhögun kjara- samninga og komið sér sam- an um skipan mála. t þvf sambandi er mikilvægt með frjálsum samningum að end- urskoða vfsitölufyrirkomu- lagið og tryggja hinum lægst launuðu sérstaklega kjara- bætur. SVIKAMYLLA VtSITÖLUNNAR Visitölukerfið er, f höndum nú- verandi st.iórnar. hreinn skrÍDa- leikur og bezta dænii um það, hvernig ríkisstjórnin reynir að blekkja launþeg., með ýmsum hætti. Þannig hefur á þessu ári fjórum sinnum verið breytt upp- hæðum niðurgreiðslna og fjöl- skyldubóta, í janúarmánuði eru niðurgreiðslur og fjölskyldubæt- ur auknar, í marz lækkaðar, í júni og júli aftur auknar og í septem- ber síðan aftur lækkaðar. Þarna er verið að auka þær rétt áður en visitöluútreikningur fer fram, en síðan eru þær lækkaðar, eftir að vísitalan hefur gengið í gildi. Það er því sjálísagl fyrir launþega- samtökin að kanna mjög náið, hvort siik svikamylla hentar hags- munum þeirra. Þróun s.l. 2ja ára hefur leitt til þess, að miðstjórnarvaldið i land- inu hefur eflzt og þjappazt saman í höndum rfkisstjórnarinnar. Þetta vald er dregið frá einstakl- ingum og staðaryfirvöldum, sveit- arfélögum. Það er nauðsynlegt að snúa þessari þróun við, það verð- ur að færa valdið aftur heim til fólksins, þar sem það býr, til ein- staklinganna svo að þeir geti ver- ið sinnar eigin gæfu smiðir, til sveitarstjórnanna, sem nákunn- ugastar eru högum og þörfum fólksins á staðnum. Það er þessi dreifing valdsins, þessi þróun til London 8. október. AP. Edward Heath forsætisráð- herra tókst f viðræðum sfnum við Willy Brandt kanslara um helg- ina að tryggja stuðning Vestur- Þjóðverja við hugmyndir sfnar Utgerð Æsku- lýðsráðs Að gefnu tilefni vil ég undir- ritaður upplýsa það í sambandi við alls konar fyrirspurnir, að ég hef ekki á neinn hátt komið ná- lægt núverandi starfsemi Æsku- lýðsráðs Reykjavikur varðandi út- gerð eða byggingu skólabáts. Það eru nokkur ár siðan ég hætti algerlega að starfa hjá Æskulýðsráði Reykjavíkur. Reykjavik 12. okt. Hörður Þorsteinsson. sjóvinnukennari. aukins lýðræðis, sem við sjálf- stæðismenn biðjum um stuðning til að framkvæma. Tvennt er einkum nauðsynlegt i þessum tilgangi: Að endurskoða annars vegar löggjöf um verka- skiptingu og tekjustofna rfkis og sveitarfélaga og endurskoða lög um tekjuskatt. Sjálfstæðismenn munu beita sér fyrir þessu hvoru tveggja á þessu þingi. Verði tekjumissi hins opinbera mætt með lækkun rikis- útgjalda annars vtgar og hækkun óbeinna skatta hins vegar. Þegar svo er komið, að 75% skattgreið- enda eru komin i hæsta skattstiga og greiða meira en heiming tekna sinna til hins opinbera, þá draga skattarnir úr vilja manna til að vinna og skapa verðmæti þjóðinni allri og sjálfum sér til handa. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður, voru meginstoðir stefnu hans tvær: sjálfstæði þjóð- arinnar og sjálfstæði einstaklings- ins. Þróun mála í tið núverandi vinstri stjórnar hefur dregið blik- ur á loft bæði hvað snertir sjálf- stæði þjóðarinnar og sjálfstæði einstaklingsins. Við heitum á landsmenn alla að styðja Sjálf- stæðisflokkinn i þeirri viðleitni hans að tryggja öryggi landsins út á við og sjálfstæði einstaklings- ins inn á við. um, að Efnahagsbandalag Evrópu stefni f átt að gjaldeyrisbanda- lagi, jafnvel áður en Bretar hætta afUáía.gengi pundsins fljóta. Þannig telja Bretar, að þeir eigi sjálfir að ráða þvf, hvort pundið skuli fljóta eða ekki eins og Heath sagði á blaðamannafundi. Gjaldeyrisbandalagið verður stofnað um næstu áramót, og þá eiga EBE-löndin að hafa fastá- kveðið gengi sitt innbyrðis. Eins og nú er ástatt í brezkum efna- hagsmálum bendir fátt til þess, að Bretar geti framkvæmt það. Efnahagsbandalagið var aðal- umræðuefnið Heaths og Brandts, og Brandt gerði fyrirfram ráð fyr- ir því, að Heath bæði um aðstoð. Heath þarf að sýna efagjörnum almenningi i Bretlandi, að Bretar hafi gagn af aðildinni, enda ken- nir hann aðildinni um siaukinn f ramf ærslukostn að. BRANDT LOFARAÐ HJÁLPA HEATH

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.