Morgunblaðið - 20.10.1973, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.10.1973, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. OKTOBER 1973 11 Milli- svæða- mótið í Petro- polis Síðara millisvæðamótið I skák fór fram í Petropolis í Brasilfu dagana 23. júlí — 18. ágúst sl. Úrslitin komu nokkuð á óvart, en mótinu lauk með öruggum sigri hins unga brasil- íska stórmeistara H. Mecking. Mecking er aðeins nýlega orð- inn 21 árs gamall og þótt hann hafi getið sér gott orð sem skák- meistari að undanförnu munu fáir hafa spáð honum sigri áður en mótið hófst Flestir spáðu ungverska stórmeistaranum Portisch sigri, en hann hefur unnið flest mót, sem hann hefur tekið þátt í á undanförn- um mánuðum. Framan af mótinu hafði júgóslavneski stórmeistarinn Ljubojevic forystu, en hann sprakk um miðbikið og þá komst Portisch i efsta sæti. Ungverjinn hélt svo forystunni uns hann tapaði fyrir sovéska stórmeistaranum Polugajevsky í sfðustu umferð. Þá fyrst komst Mecking í efsta sæti, en þeir Pórtisch, Geller og Polugajevsky deildu með sér 2. — 4. sæti. Þar sem aðeins þrír efstu menn komast áfram í áskorendakeppnina urðu þeir þremenningarnir að tefla um tvö sæti og urðu úrslitin þau, að Portisch sigraði, Polugjevsky varð annar, en Geller varð að bíta í það súra epli, að falla úr leik. Ekki skulu úrslit mótsins rakin frekar hér, enda hefur það löngu verið gert í fréttum, en við skulum Ifta á eina skemmtilega skák frá hendi sigurvegarans. Hvftt: W. Savon (Sovétr.) Svart: H. Mecking (Brasilfa) Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6,3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — a6, (Najdorfafbrigðið hefur lengst af verið eitt skæðastavopn Mecking). 6. Bg5 — e6, 7. f4 — Rbd7, 8. De2 Hér er algengast að leika 8. Df3. Þessi leikur er þó ekki nýr af nálinni, en Rússarnir hafa auðsján- lega dustað af honum rykið fyrir þetta mót, t.d. beitti Bronstein honum í þessari sömu umferð og vann góðan sigur á Georghiu). 8. — Dc7,9.g4 (Hér skildust leiðir, Bronstein lék 9.0-0-0). 9. -- b5, 10. a3 — be7, 11. Bg2 — Bb7, 12. 0-0-0 — Hac8, 13. Bh4? (Slæmur afleikur. Nauðsynlegt var hér 13. Bxf6 og eftir 13. — Rxf6, 14. g5 — Rd7, 15. f5 er staðan tvísýn. I 13. leik gat svartur hins vegar ekki leikið Bxf6 vegna 14. Rxb5! og vinnur). 13. — Dc4! (Nú nær svartur af gerandi f rumkvæði). 14. Dxc4 — Hxc4,15. Bf 3 (15. g5 — Rg4 var ekki ýkja álitlegt fyrir hvítan). 15. — Rc5,16. Be2 (Ef 16. Hhel, þá Rfxe4!, 17. Bxe7 — Rxc3, 18. Bxb7 — Rxdl, 19. Hxdl — Kxe7 og svartur hefur unnið tafl) • 16. — Rfxe4! (Falleg leikflétta, sem gerir út um skákina). 17. Rxe4 — Bxe4,18. Bxe7 (Hvftum hefur auðsjan- lenga yfirsést hinn snotri svarleikur svarts. Eftir 18. Bxc4 — Bxhi, 19. Bxe7 — Kxe7,21. Hxhl — bxc4 hefði svartur haft peði meira og unna stöðu). 18. — Rb3+!! (Nú vinnur svartur enn meira lið). 19. Kbl (Ef 19. Rxb3 þá Hxc2+, 20. Kbl — Hxe2+ ásamt Bxhl og vinnur). 19. — Hxd4, 20. Bxd6 — Bxhl, 21. cxb3 — Hxdl+, 22. Bxdl — Kd7 (Svartur hefur unnið skipta- mun og nú er það aðeins tækni- legt atriði að innbyrða vinning- inn). 23. Be5 — f6, 24. Be3 — Be4+, 25. Ka2 — Kc6, 26. a4 — Hd8, 27. Be2 — e5! (Mátið er meira virði en eittpeð). 28. fxe5 — fxe5, 29. Bxe5 — Hd2, 30. Bfl — Hdl, 31. axb5+ — axb5, 32. Bh3 — b4,33. Bxg7 — Hd7 og hvftur gafst upp, þar eð mát er óverjandi. Jón Þ. Þór. Ungur Reykvíkingur til starfa í Bankok Ungur maður, Einar Bjamason Hjallavegi 5 hér í borg, sem starfað hefur er- lendis i nokkur ár, lagði leið sína hér um fyrir skemmstu, er hann var á leið til Bankok í Thailandi. Hefur Einar starfað sem fulltrúi fyrir stóra vestur- þýska ferðaskrifstofu, T.U.I., og hefur aðalbækistöð i Hannover. Var hann fyrir skrif- stofuna á Majorka og annaðist þar fyrirgreiðslu við ferðafólk. Kringum 20. okt. ætlaði hann að fara austur til Bankok ásamt fleira starfsfólki frá þessari ferðaskrifstofu til þess að ann- ast fyrirgreiðslu við skemmti- ferðafólk, sem i vetrarfríi legg- ur leið sína til fjarlægari austurlanda. Að sögn Einars verður mikill straumur Þjóð- verja þangað í vetur. 1 sam- bandi við starf Einars þar eystra mun hann ferðast til all- margra austurlanda allt til f jallaríkisins Negal. Einar Bjarnson, sem varð stúdent vorið 1968, hvarf frá læknanámi, sem hann hugðist leggja stund á í V.-Berlín, og gerðist þar starfsmaður TUI- ferðaskrifstofunnar. Lætur hann vel af starfinu, sem hann kveður gefa ungum mönnum mikla möguleika. Einar Bjarnason er sonur Guðjóns Bjarnasonar sem látinn er, en móðir Einars er Lilja Bjamadóttir. GULI PARDUSINN Skoda 110R Coupé Það eru næstum 80 ár síðan bllaverksmiðjurnar í borginni Mladá Boleslav í Tékkóslóvakiu voru settar á fót. Þær voru raunar í upphafi eingöngu reiðhjólaverksmiðja og verk- stæði, er tveir menn, þeir Klement, sem var bóksali og Laurin, sem var vélvirki, stóðu fyrir. Arið 1898 hófu þeir fram- leiðslu á vélhjólum og 1901 leit fyrsti bíll þeirra dagsins ljós. ■— Skoda nafnið kom fyrst á farar- tækin 1928. — Skoda voru kannski nokkuð lengi f öldudal eftir síðari heimsstyrjöldina en siðustu ár hefur Skodinn tekið örum framförum og er nú orðinn fyllilega boðlegur og samkeppnisfær við aðra bila í sama verðflokki. Skoda 110R, sem er betur þekktur undir nafninu „Guli pardusinn" hefur fjögurra strokka vél, sem er aftur 1 bíln- um og knýr afturhjólin. Krafturinn er 62 hestöfl (SAE). Þjöppunarhlutfallið er hátt, 9,5:1. Innsogið er ekki lengur sjálfvirkt eins og tíðkaðist á tímabili hjá Skoda. Tjakkanum er komið fyrir milli framsætanna. Diskabremsur eru að framan en skálar að aftan. Bremsukerfið er tvöfalt og viðvörunarljós kviknar í mælaborði ef aðalkerfið bilar. Sjálfstæðar gormfjaðrir eru á öllum hjólum. Hátt er undir bflinn, 17,5 sm undir lægsta punkt og plata er undir honum að neðan. Skodinn er, andstætt því, sem margir virðast halda, vatnskældur og tekur kæli- loftið inn um raufar á hliðar- póstum að aftan. Rafgeyminum er vel fyrir komið í hólfi á bak við aftursætið. Þar er einnig nokkurt geymslurými. Aðal- farangursrýmið er hins vegar frammi í bílnum. Þar eru einnig geymd varadekk og verkfæri. Hámarkshraðinn er sagður yfir 140 km/klst. þó að ekki hafi það verið reynt hér. Skodinn liggur nokkuð vel og er léttur að framan. Stýris- hjólið er þægilega lítið. Frágangur að innan er í heildina góður en hávaði frá vélinni er nokkuð mikill. Bensíngeymirinn, sem er fremst í bílnum er varinn högg- um með járnplötu, sem er undir bflnum að framan. Miðstöðin er allkraftmik- il og er blásarinn í henni tveggja hraða. Fylgi- hlutir eru óvenjulega margir miðað við bíl í þessum verð- flokki og má þar nefna úti- spegla á frambrettum, ýmsa aukamæla í mælaborði, hnakkapúða á framsætum og snúningshraðamæli. Pardusinn er fimm manna bíll en fyrir háa menn er lítið fóta- og höfuð- rými aftur í. Undir stýri er einnig nokkuð þröngt fyrir háa menn þótt sætið sé í öftustu stöðu. — Virkni stjórntækja er ekki mjög nákvæm en þó e.t.v. ekki lakari en búast má við fyrir þetta verð. Auk venjulegs ljósabúnaðar eru felld önnur ljós í grillið við hlið aðalljósanna. Þetta eru mjög skær ljós (halogen) og er ekki hægt að kveikja á þeim nema háu ljósin séu áður tendruð. Argerð 1974 af Skoda 110R kostar kr. 351 þúsund, en ddýrasti Skodinn af nýjustu árgerð kostar kr. 286 þúsund. Skoda umboðið, eða Tékkneska bifreiðaumboðið hf., er við Auðbrekku 44 f Kópavogi. Br.H.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.