Morgunblaðið - 20.10.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.10.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. OKTÖBER 1973 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Frétta stjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson Þorbjörn Guðmundsson Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, stmi 10-100. Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 360,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 22,00 kr. eintakið. I útvarpsumræðunum í fyrrakvöld gerði Lúð- vík Jósepsson sjávarút- vegsráðherra heiftarlega árás á Ólaf Jóhannesson forsætisráðherra, og mun það algjört einsdæmi að ráðherra vegi með þeim hætti að forsætisráðherra sínum, og auðvitað vó Lúð- vík úr launsátri eins og hans er háttur. Hann þótt- ist vera að vega að Bretum, en beindi spjótum sínum þráðbeint að Ólafi Jó- hannessyni. Hann nefndi samkomulagsgrundvöllinn í landhelgisdeilunni tillög- ur og úrslitakosti Breta, þótt hann viti fullvel, að að eins í einu atriði ber á milli tillagna Ólafs og Heaths, en því atriðinu sleppti hann raunar, en réðst þess í stað á þau þrjú atriði, sem Ólafur Jóhannesson upp- haflega gerði að tillögum sínum, en Edward Heath síðan tók undir. Fyrsta atriðið, sem Lúð- vík nefnir, er að samkomu- lagið ætti aðeins að standa stuttan tíma eða í lengsta lagi til 1. maí 1975. Veit hann þó vel, að í tillögum Ólafs var talað um tveggja ár? samkomulag. I öðru lagi segir Lúðvík, að samkomulagið hefði átt að tryggja allverulega minnkandi sókn Breta á miðin og þannig minnk- andi veiðar. Veit hann þó vel, að Bretar féllust á ann- an af þeim valkostum, sem Ólafur Jóhannesson setti fram í þessu efni. 1 þriðja lagi segir Lúð- vík, að enginn vafi eigi að leika á því, að Bretar viður- kenndu rétt okkar til áð sjá um framkvæmd samkomu- lagsins og við hefðum ský- lausan rétt til að taka þau skip, sem brytu samkomu- lagið. Hann veit líka, að í þessu efni eru tillögur for- sætisráðherrann sam- hljóða, en þó heldur sjávar- útvegsráðherrann áfram og segir: „Á ekkert þessara grund- vallaratriða hafa Bretar viljað fallast. Þeir hafa brotið lög okkar um út- færsluna í rúmlega eitt ár, en krefjast þó samninga til tveggja ára. Þannig ætla þeir fyrst með ofbeldi og síðan með samningum að ná fram öllu því, sem þeir kröfðust í upphafi.“ Þarna er ekki töluð nein tæpitunga. Lúðvík Jóseps- son segir berum orðum, að Ólafur Jóhannesson hafi í London fallizt á samkomu- lag, þar sem Bretar næðu fram „öllu því, sem þeir kröfðust í upphafi.“ Sem sagt, að forsætisráðherr- ann sé landráðamaður, sem fórnað hafði hagsmunum Islands eftir ósk Breta. Síð- an segir Lúðvík: „Bretar hafa aldrei vilj- að ganga að skilyrðum okk- ar um minnkandi sókn á miðin, og enn ætlast þeir til, að við gefum eftir af okkar kröfum um friðunar- svæði og fjölda skipa.“ Um fjölda skipanna er það að segja, eins og áður greinir, að Bretar féllust á aðra tillögu Ólafs Jóhann- essonar í því efni, og þeir hafa einmitt fallizt á kröf- urnar um friðunarsvæði, þótt hins vegar hafi ekki náðst fullt samkomulag um hina svonefndu hólfa- skiptingu. Síðan segir Lúð- vík: „Og það, sem þó sýnir átakanlegast skilnings- leysi Breta á aðstöðu okk- ar, er, að þeir vilji ekki fallast á neinar reglur sem hægt er að treysta á um framkvæmd samkomulags- ins. Það hefur verið og er væntanlega enn samdóma álit allra Islendinga, að ekki komi til mála að semja við Breta né neina aðra um bráðabirgðasamkomu- lag í landhelgismálinu, nema ljóst sé, að eftirlit og framkvæmdavald sé f okk- ar höndum.“ Hér kom rúsínan í pylsu- endanum. Lúðvík segir, að eftirlitsreglur þær, sem forsætisráðherrarnir urðu sammála um, séu þess eðlis að ekki sé hægt að treysta á framkvæmd samkomulags- ins. Og hann segir, að það hafi verið og sé „væntan- lega“ enn samdóma álit all- ra íslendinga, að ekki komi til mála að semja við Breta um eftirlistsreglur þær, sem Ólafur Jóhannesson hefur ýmist stungið upp á eða samþykkt. En hvað þýðir þetta orð „væntanlega" í máli Lúð- víks Jósepssonar. Engum, sem til hans þekkir, dylst, hvað hann á við. Hann er að dylgja um, að Ólafur Jóhannesson verði ekki nefndur sannur Islending- ur, ef hann heldur við þær yfirlýsingar, sem hann hef- ur gefið Bretlandi. Lúðvík Jósepsson er að benda hon- um á að heppilegra sé fyrir hann að snúa við blaðinu og neita sinum eigin tillög- um, því að þá kunni að vera, að hann njóti þess „heiðurs" að vera af kommúnista hálfu nefndur sannur íslendingur, en ella megi hann vita það, að hon- um verði valið heitið land- ráðamaður, líklega land- ráðamaður nr. 1 í árásar- herferð þeirri, sem kommúnistar hafa hafið á hendur honum. Nú þegar mál þessi hafa tekið að skýrast og lands- menn allir geta gert sér grein fyrir því, sem fram fór á fundum forsætisráð- herranna í London, geta menn að sjálfsögðu haft á því mismunandi skoðanir, hvort Ólafur Jóhannesson hafi náð nægilega langt í samningagerð sinni. Hitt er freklega ósvífni að bera á hann landráðabrigzl á þann hátt, sem kommúnist- ar gera. Hitt er ljóst, að kommúnistar með Lúðvík Jósepsson í broddi fylking- ar telja sig hafa þá reynslu af forustumönnum Fram- sóknarflokksins, að þeir geti hótað þeim og beygt þá, hvenær sem þeim sýnist. En skyldi nú mælir- inn ekki vera orðinn fullur? ARAS LUÐYIKS A OLAF ERLEND TÍPINDI Grikkland: Stefnt 1 lýð ræðisátt Samantekt: Jóhanna Kristjónsdóttir SAMKVÆMT fréttum frá Grikklandi hafa síðustu að- gerðir Papadoupolosar forseta, er miða eiga í lýðræðisátt, feng- ið mjög misjafnar undirtektir og ekki laust við, að sumir gruni forsetann um græsku. Hins vegar bregður nú svo við, að enginn frýr honum vits og þykir hann í flestu hafa sýnt stjórnkænsku, meiri en við hafði verið búizt af honum, síð- an hann var kjörinn forseti, og ákvað að efna til kosninga í landinu. I Economist skrifar Aþenu- fréttaritari blaðsins meðal ann- ars, að um þessar mundir sé Spyros Markezinis, gamal- reyndur stjórnmálamaður nú loksins að ná markmiði sínu: að verða forsætisráðherra Grikk- lands. Fréttaritarinn bendir á, að verkefni nýja forsætisráð- herrans séu í meira lagi viða- mikil, en valdsvið hans sé tak- markað. Forsetinn hafi ekki látið hjá líða taka af öll tvímæli um, hver valdið hefði. „Þar til kosningar hafa farið fram er forsetinn eini valdhafinn í landinu“hefur verið sagt í opinberum orðsendingum. For- sætisráðherrann má koma með tillögur, og hann má tilnefna utanrikisráðherrann og móta utanríkisstefnuna, ásamt með því að skipuleggja vamarmálin og innri öryggismál, en hann verður að hafa náið samstarf við Papadoupolos forseta og hann mun í flestu hafa síðasta orðið, ef þá tvo greinir á um framkvæmdir. Sú ákvörðun Papadoupolosar að enginn hershöfðingi fái að gegna ráðherraembætti í stjórn Markezinis hefur valdið tals- verðri beizkju og gremju, meðal þeirra sem hlut eiga að máli. Hins vegar er það haft eftir óstaðfestum heimildum, að forsetanum hafi tekizt að grafa upp sitthvað í fortíð þeirra allra óánægðustu, sem hafi orðið til þess að þeir hafi þegjandi og hljóðalaust dregið sig í hlé og ákveðið að taka möglunarlaust við sfnum eftir- launum. Kannski með þá von I brjósti, að einhvern tíma komi röðin að þeim að nýju. Með því að fá Spyros Markez- inis til að taka að sér að verða forsætisráðherra hefur Papa- doupolos sýnt hina mestu kænsku. Markezinis, sem er 64 ára gamall. var leiðtogi Fram- faraflokksins til ársins 1967, er bylting herforingjanna var gerð, og hann hefur haft hægt um sig síðan og lítt haft sig í frammi til mótmæla. Þó er vit- að, að hann hefur ekki verið alls kostar dús við setu herfor- ingjastjórnarinnar. Markezinis er gætinn og sagður öfgalaus stjórnmálamaður. Trúlega mun skipan hans i embætti forsætis- ráðherra — þó svo að vald hans verði að minnsta kosti um sinn takmarkað — afla Grikklandi meira trausts út á við og ef til vill þeirrar pólitísku viður- kenningar, sem Papadoupolos heppnaðist aldrei, þrátt fyrir ótviræðan vilja. Hann er slyng- ur efnahagssérfræðingur, enda mun ekki veita af duglegum manni, ef takast á að halda sí- vaxandi verðbólgu í landinu i skefjum. Og ekki hvað sízt er talið, að Markezinis njóti all- mikils trausts meðal stúdenta, sem hafa hvað eftir annað efnt til mótmæla gegn stjórninni síðasta árið. Er honum efalaust ætlað að lægja þær öldur, svo og draga úr óánægju meðal verkamanna og bænda, sem þykir sem stjórn Papadoupolos- ar hafi gengið á þeirra hlut. Markezinis virðist ekki vaxa viðfangsefnin í augum. Hann hefur sjálfstraustið í góðu lagi. Hann er sagður maður ágæt- lega gefinn, vel máli farinn, góður tungumálamaður og hinn mesti vinnuþjarkur. Enda þótt verkefni hans á sviði innan- landsmála séu mikil og fjölþætt mun honum þó áreiðanlega fyrst og fremst ætlað að þurrka einræðisstimpilinn af Grikk- iandi og sjálfsagt er að trúa því að hann beiti hægt og rólega áhrifum sínum til að lýðræði verði aukið f landinu. Hann stendur líka allvel að vígi, varðandi fyrrverandi stjórnmálamenn grfska og ekki er vitað um að þeir ætli sér að berjast gegn honum. Það, sem mesta athygli vekur kannski, fyrir utanaðkomandi, er, að honum og Papadoupolosi hefur tekizt að koma því til leiðar, að ýmsir þekktir, útlægir Grikkir ætla að snúa heim aftur og vinna við „uppbyggingu lýð- ræðisins og endurreisn". Spyros Markezinis til hægri. Nú hverfa hershöfðingjarnir. Meðal þeiira eru Theodorakis og Helen Vlachos, sem hefur verið boðið að koma heim og bæði hafa séð að mótmæli þeirra erlendis frá hafa verið gagnslítil og þau munu geta látið meira af sér leiða heima. Aftur á móti hefur Andreas Papandreu ekki þekkzt boð um að snúa heim. En fréttamaður Observer segir, að ástæðan fyrir því sé einfaldlega sú, að hann geri sér ljóst, að hann eigi sér enga pólitíska framtíð nú, þegar faðir hans er allur, en Andreas flaut lengstum á ást- sældum hans hjá grfsku þjóð- inni. Þróunin f Grikklandi síðan þjóðaratkvæðið var þar f júlí hefur verið ákaflega forvitnileg og verður vafalaust athyglis- vert að kynna sér hver hún verður í framtíðinni og hvort Markezinis tekst að valda því hlutverki, sem hann hefur tek- ið að sér. . .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.