Morgunblaðið - 20.10.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.10.1973, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1973 Vattyr Pétursson skrifar um myndlist Sýning Hrings Jóhannessonar Vetrarmorgunn Nr. 38. Hringur Jóhanness. sýnir verk sín í Norræna húsinu sem stendur. Hann sýndi seinast hér í Reykjavík fyrir tveim árum, og á þessum skamma tíma hefur ýmis- legt gerzt í myndlist Hrings. Þessi sýning, sem nú er í Norræna hús- inu, er yfirgripsmikil, og að ég held, stærsta sýning, sem Hringur hefur efnt til. Hann sýnir að sinni 44 olíumálverk og 23 teikn- ingar. Þetta er skemmtileg sýning hjá Hringi. Hann er mikill teiknari, og kemur það mjög vel fram bæði í olíumálverkum hans og auðvitað enn betur í sjálfum teikningum hans. Það er áberandi á þessari sýningu.hve Hringur er natinn við verk sín og að honum fellur sér- lega vel að nostra við ótrúlega fíngerða hluti. Annars er það meðferðin á fyrirmyndum hans, sem vekur einna mesta athygli mína. Hringur notar stundum augað eins og linsu á ljósmynda- vél. Hann dregur hlutina fram á myndfletinum, og hann lætur augað leika um herbergi, sem maður sér í endurspeglun með alls konar tilbrigðum. Hringur leikur sér að endurspeglun í vatni. Hann sér einnig landið úr flugvél eða dregur upp einfaldan opinn glugga með þvotti til þerris. Þannig mætti lengi telja, því að verkefnaval Hrings er margþætt og á eitthvað skylt við þær hreyf- ingar sem að undanförnu hafa verið efst á baugi hjá ungu fólki f myndlist. Teikningar Hrings eru sumar hverjar með miklum ágætum, og er gott sýnishorn þeirra á þessari sýningu. Um það er engum blöð- um að fletta, að Hringur Jó- hanness. hefur miklu meira vald á svörtu og hvítu en á olíumál- verkin. Það vill brenna við hjá Hringi, að liturinn verði ekki nógu safaríkur og maður fái það á tilfinninguna, að listamaðurinn notfæri krafta sína í útfærslu á smáatriðum en taki ekki á af þeirri orku, sem með þarf til að skapa veruleg áhrif með sjálfum litnum. En það eru einkum þessi áhrif, sem greinilega koma í ljós, þegar Hringur er upp á sitt bezta f teikningunum. Ég held, að hann nái bezta árangri, þegar hann verulega tekur á í sjálfri teikning- unni. Þessi sýning Hrings er um margt forvitnileg og gefur góða hugmynd um hvar hann er á vegi þeirri orku, sem með þarf til að staddur sem málari. Um það verð ur ekki deilt, að Hringur Jó- hannesson er í örum vexti, og án nokkurs efa markar þessi sýning viss tímamót i þróun Hrings. Það má vel óska honum til hamingju með þann árangur, er hann hefur þegar náð, og vonandi verður hon- um vel til verka á komandi árum. Það verður að geta þess hér, í þessum fáu línum, hve ólíkir þeir listamenn eru, sem nú eru á ferð með sýningar. Hér fáum við gott tækifæri til að sjá þá miklu breidd, sem íslenzk myndlist hefur fengið á seinustu árum, það er ef til vill ekki langt frá því að vera orðið svo í þessari listgrein, að málverkið hafi ekki fyrr á árum staðið með eins miklum blóma, hvað fjölbreytni viðvíkur. Það eru fyrst og fremst ungu mennirnir, sem heiður eiga af þessu, og nefni ég meðal annarra Hring Jóhannesson til. Það er óhætt að mæla með þess- ari sýningu Hrings í Norræna húsinu, hún hefur eitthvað fyrir flesta, og ég er ekki í neinum vafa um, að fleiri en ég hafa haft skemmtun af þessari sýningu. Tryggvi Olafsson sýnir í SÚM BLÖMARÖ TRYGGVI Ölafsson er einn af yngri mönnum okkar í myndlist. Hann hefur dvalið langdvölum I Kaupmannahöfn, stundaði nám við Listaháskólann og er nú bú- settur þar í borg. Þrátt fyrir bú- setuna í Kaupmannahöfn, hefur Tryggvi gefið sér tíma til að heim- sækja okkur hér, og þetta er I þriðja sinn, er nann efnir til einkasýningar á verkum sínum, alltaf á sama stað, í Galleri SUM. Ennfremur hefur Tryggvi tekið þátt • í samsýningum á vegum SUM, og þannig hefur hann kynnt verk sín jafnt og þétt hér heima. Eg held, að mér sé óhætt að fullyrða, að þessi sýning Tryggva sé sú eftirtektarverðasta, er hann hefur haldið. Ég fæ ekki bet- ur séð en að hann hafi nú miklu meira vald á þeim erfiðu litasamsetning- um, er hann notar yf irleitt f verk um sínum. Hann nær vissri spennu í myndflötinn, sem oft er nokkuð hvell og stingur svolítið í augun fyrst í stað, en ef betur er að gáð, finnur maður vissan kraft og þenslu, sem gefur til kynna, að listamaðurinn glímir við erfitt og viðkvæmt viðfangsefni. Því verð- ur heldur ekki neitað, að stundum kemur það fyrir, að hann ræður ekki fyllilega við það, er hann ætlar sér, en hann er óhræddur og vinnur sér ekki létt. Það er töggur í þessum manni, eins og stundum er sagt um duglega og framsækna menn. Eg er ekki I neinum vafa um, að Tryggvi Ölafsson hressir svolítið upp á listalífið I þessari borg, og hann er mjög ólíkur flestum, er komið hafa f ram á seinustu árum. Það er áberandi á þessari sýn- ingu Tryggva, hvað hann vinnur eiginlega á þröngu sviði. Rautt, blátt og hvítt eru eins og höfuð- litir f þessum verkum, og með þessum litum er Tryggvi stað- ráðinn í að sigrast á verkefnum sínum. Ég hafði sérlega gaman af andlitsmyndum Tryggva, og gott ef sumar þeirra eru ekki beztu verk á þessari sýningu. Þessi sýning Tryggva kom mér í gott skap. Hún er hressileg og eitthvað ferskt leikur um þessi verk. Nú er svo komið hér í borg, að mikill fjöldi sýninga er í gangi um allar trissur, ef svo óhátíðlega má að orði kveða. Einn kunningi minn, sem var með sýningu á dög- unum, hélt því fram við mig, að það væri örvandi fyrir fólk, að sem flestar sýningar væru á sama tíma. Það getur vel verið, að hann hafi haft rétt fyrir sér. Færi bet- ur, ef satt væri, og eitt er víst, að allar þær sýningar, sem nú standa, hafa fengið góða aðsókn. Ég vona, að framhaldið verði eins gott og byrjunin hefur verið á þessu hausti. Það eru eingöngu olíumálverk á þessari sýningu Tryggva. Þau eru 24 talsins, og hafa öll orðið til á seinustu mánuðum. Að mínu áliti ættu sem flestir að sjá þessa sýningu Tryggva Ölafssonar. Hún er nokkuð sér- stök og er sannarlega vel sjáandi. Ein myndanna á sýningu Gayets (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) Frönsk grafiklist í Listasafni alþýðu I DAG kl. 3 er opnuð í Listasafni alþýðu, Laugavegi 31, sýning á 18 grafíkmyndum eftir kunnan franskan listamann, Vincent Gayet. Listasafninu bárust fyrir nokkru tvær myndir eftir Gayet að gjöf frá Barböru Ámason og fór þess síðan á leit við listamann- inn að fá eftir hann sýningu til íslands. Gayet er í Frakklandi að vinna sér nafn sem einn af frumlegri listamönnum í grafík. Hann er fæddur árið 1933, og er sonur hins fræga Samivels, sem m.a. hefur sent frá sér bókina „Golden Iceland". Hann varð ungur að árum aðstoðarteiknari á vinnu- stofu Jean Lurcat, sem talinn er brautryðjandi í nútíma mýnd- vefnaði. Síðan hefur hann haldið fjölmargar sýningar á teikn- ingum, myndvefnaði og mál- verkum, og hefur verið leiðandi listamaður á vinnustofu Jean Rc Halldór Haraldsson í hljóm- leikaferð um Norðurlöndin HALLDÖR Haraldsson píanó- leikari leggur um næstu mánaðar- mót upp í tónleikaferð um Norðurlönd. Halldór mun leika í Kaupmannahöfn, Helsinki, Stokk- hólmi og Osló og auk þess á tveimur til þremur stöðum í hverju landi utan höfuðborganna. Verða þetta um 16 tónleikar alls, en einnig hafa Halldóri borizt tilboð um útvarps- og sjónvarps- upptökur. Þess má geta, að Hall- dór mun flytja fyrirlestur um íslenzka tónlist og leika íslenzk verk í Sibeliusarakademíunni í Helsinki. Hljómleikaferð þessi, sem mun taka mánuð, er á vegum Nordisk Solistrád, og nýtur það til hennar f járhagsaðstoðar Norr- æna menningarmálasjóðsins. Tónleikaferðin er fyrsti ard Le Doux, annars leiðtoga í endurreisn myndvefnaðarins í Frakklandi. Grafíkmyndirnar 18 eru allar til sölu, en af hverri er aðeins til eitt frumemtak. Sýningin verður opin næstu tvær vikur á mánu- dögum, þriðjudögum, miðviku- dögum og föstudögum frá kl. 2—7, en á fimmtudögum, laugar- dögum og sunnudögum frá kl. 2—10. liðurinn 1 áætlun um að kynna unga tónlistarmenn á Norður- löndunum, og munu löndin skipt- ast á um að senda einn fulltrúa 1 slíka ferð ár hvert. Island hefur þannig orðið fyrst fyrir valinu. Aðildarfélög Nordisk Solistrád munu velja listamennina hvert frá sínu landi og sjá um alla skipulagningu í sambandi við tón- leikana. Af Islands hálfu er það Félag íslenzkra tónlistarmanna, sem aðild á að Nordisk Solistrád, en hin eru Norsk Tonekunstner- samfund, Svenska Tonkonstnars- förbundet, Finlands solistfören- ing, Solistforeningen af 1921 og Dansk Solist-Forbund. Á efnisskrá Halldórs Haralds- sonar 1 þessari ferð eru fjögur íslenzk verk: Rímnalög eftir Jón Leifs, Fimm svipmyndir eftir Hafliða Hall- grímsson, og tvö verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson: Das Wohltem- priertes pianist og SO, en það er samið sérstaklega af þessu tilefni. Önnur verk eru Ballata nr. 2 eftir Liszt, Tvær prelúdíur eftir Debussy, Neumes rytmiques og Ile de feu I eftir Messiaen og sónata eftir Bartók. Þá má geta þess að, Halldór mun flytja fyrir- lestur um íslenska tónlist og leika íslensk verk i Sfbelíusarakademí- unni f Helsinkí. Halldór Haraldsson Áður en Halldór leggur upp í ferðina mun hann á næstunni halda nokkra tónleika hér heima, — á sunnudag 21. október á vegum Tónlistarfélags Akureyrar og miðvikudaginn 24. október á vegum Tónlistarfélags Kópavogs. Einnig eru fyrirhugsaðir tón- leikar í Reykjavík að ferðinni lok- inni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.