Morgunblaðið - 20.10.1973, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1973
13
Gunnar Thoroddsen:
Stefna Lúðvíks hættu-
r
leg hagsmunum Islendinga
Gunnar Thoroddsen, formaður
þingflokks sjáifstæðismanna var
annar ræðumanna Sjálfstæðis-
flokksins við útvarpsumræðurnar
( fyrrakvöld. Meðal þeirra atriða,
sem Gunnar gat um f ræðu sinni
voru:
if Ef rfkisstjórnin lifði af þá
einstæðu atburði, sem fram-
koma ráðherra og málgagns
Alþýðubandalagsins undan-
farna daga eru, yrði hún ekki
söm og áður. Tii þess hlyti
trúnaður á milli ráðherranna
að hafa beðið of mikinn
hnekki.
if Tilraun forsætisráðherra
hinar sfðustu vikur til að ná
bráðabirgðasamkomulagi við
Breta væru lofsverðar.
if Vegna þess, hvernig þróun
fiskveiðiiögsögumáianna f
heiminum hefði verið að
undanförnu, væri nauðsyn-
legt að miða iandhelgina við
200 mflur til að ná samkomu-
lagi við þær þjóðir, sem leng-
st vilja ganga f útfærsiu fisk-
veiðiiögsögu.
if Sjálfstæðismenn teldu Iffs-
nauðsyn, að útfærsla f 200
mflur færi fram fyrir árslok
1974 vegna þeirra dýrmætu
fiskimiða miili 50 og 200
mflna, sem nú væru f alvar-
legri og yfirvofandi hættu.
Slfka útfærslu styddu auk
þess bæði stjórnmálaleg og
iagaleg rök.
if Stefna Lúðvfks Jósepssonar,
sjávarútvegsráðherra, um að
okkur bæri að bfða með út-
færslu f 200 mflur, þar til
breytt alþjóðalög beinifnis
heimiiuðu slfka útfærslu,
væri hættuleg hagsmunum
lsiendinga.
Ræða Gunnars Thoroddsen
birtist hér á eftir f heild:
LlFDAGAR
RlKISSTJÓRNARINNAR
„Herra forseti. Góðir hlust-
endur. Þeir atburðir eru nú að
gerast í stjórnmálum landsins, að
fólk spyr um gervalla landsbyggð-
ina tveggja spurninga: Verður
samið við Breta? Getur stjórnin
lifaðlengi úr þessu?
Varla er við því að búast, að við
óbreyttir alþingismenn getum
svarað þessum spurningum.
Fremur væri það forsætis-
ráðherra og sjávarútvegsráð-
herra, en mér er þó næst að halda,
að hvorugur þeirra geti svarað.
Þeir hafa báðir flutt ræður og
munu menn jafnnær um svörin.
Það væri kannski reynandi að
spyrja ráðherra SFV, hæstvirtan
félagsmála- og menntamálaráð-
herra, sem báðir hafa dvalizt
langdvölum í Alþýðubandalaginu
og munu því vera þaulkunnugir
heimilisháttum þar og vinnu-
brögðum. Máltæki segir, að seint
fyrnist fornar ástir, en ekki er
vfst, að hið forna spakmæli eigi
við um þá félaga.
Ekki treysti ég mér til að spá
um lífdaga stjórnarinnar. Ég hef
áður látið í Ijós efasemdir um það,
að þessi stjórn nái þriggja ára
aldri fremur en aðrar þriggja
flokka stjórnir á tslandi, en engin
þeirra hefur orðið svo gömul. En
ef núverandi ríkisstjórn lifir af
þá einstæðu atburði í íslenzkri
stjórnmálasögu, sem gerzt hafa í
dag með framkomu ráðherra og
málgagns Alþýðubandalagsins í
garð hæstvirts forsætisráðherra
ef stjórnin lifir þá atburði af, þá
verður hún ekki söm og áður. Sá
trúnaður og það traust, sem
verður að ríkja á miili samstarfs-
manna f ríkisstjórn og alveg sér
staklega milli forsætisráðherra og
samráðherra hefur beðið alvar-
legan hnekki. Það er mál, sem
varðar þjóðina alla.
VIÐLEITNI ÓLAFS
LOFSVERÐ
Landhelgismálið gnæfir nú seir.
fyrr yfir önnur islenzk mál. Þaf
er að mínu viti tvíþætt. Annars
vegar er lausn til skamms tima i
deilunum við Breta. Sá grunvöll
ur að samkomulagi, sem forsætis-
ráðherra afhenti þingflokkum i
gær sem trúnaðarmál, er til
umræðu og athugunar. Vegna
viliandi ummæla sjávarútvegsráð-
herra, hér áðan, þá vil ég taka
fram, að það voru ekki eingöngu
tillögur forsætisráðherra, sem
lagðar hafa verið fyrir þingflokk-
ana. En á þessu stigi máls vil ég
taka það fram, að viðleitni
hæstvirts forsætisráðherra hinar
síðustu vikur til þess að finna
lausn til bráðabirgða er lofsverð.
Og það er réttara að styðja þá
viðleitni en reyna að gera hana
tortryggilega í augum
þjóðarinnar. Með einróma
ályktun Alþingis 15. febr. 1972
með útfærslu í 50 sjómílur var
ríkisstjórninni falið að halda
áfram samkomulagstilraunum við
ríkisstjórnir Bretlands og Þýzka-
lands um þau vandamál, sem
skapast vegna útfærslunnar.
HORFT FRAM A VIÐ
Hinn meginþáttur landhelgis-
málsins horfir lengra fram á við.
Hæstvirtur forsætisráðherra
undirstrikaði í ræðu sinni f kvöld,
að 50 mílna útfærslan hefði
aðeins verið áfangi, en ekkert
lokamark. Og á alþjóðavettvangi
skipaði ísland sér í hóp þeirra
þjóða, sem lengst vildu ganga i
stækkun fiskveiðilandhelgi, og að
Islendingar hefðu á undir-
búningsfundum hafréttarráð-
stefnunnar bæði flutt og stutt til-
lögur um 200 mílna fiskveiði-
mörk.
Undir þessi orð hæstvirts
forsætisráðherra tek ég og ætla
ég, að ekki sé út af fyrir sig
ágreiningur milli hans og
Sjálfstæðisflokksins um þetta
markmið. En hvernig er
hyggilegast og hollast þjóðinni að
standa að stækkun fiskveiðiland-
helginnar út yfir 50 mflur? Þess
er fyrst að geta, að stefna tslend-
inga hefur verið landgrunnið allt
með öllum þess fiskimiðum.
Miðað við þá þróun, sem orðið
hefur hin siðustu ár, væri nú eðli-
legt að miðaytri mörk landgrunn-
sins við a.m.k. 1000 metra dýpi
eða við hagnýtingarmörk, þarsem
þau ná lengra á haf út. Nú hafa
mál þróazt þannig, að þau lönd,
sem vilja víðáttumikla landhelgi
og fylgja landgrunnsstefnunni,
eins og við, telja yfirleitt sigur-
vænlegast áð fylkja sér um 200
mflur. Liggja til þess einkum
tvær ástæður. Lönd eins og
Suður-Ameríkuríkin, sem þegar
hafa tekið sér 200 mílur, hafa sum
sáralítið landgrunn og því ekki
sérstakan áhuga á þeirri viðmið-
un. Önnur ríki, t.d. Kanada hafa
landgrunn, sem nær miklu lengra
út en 200 mflur og gera sér ekki
vonir um að fá viðurkenningu á
öllu sínu landgrunni. Þess vegna
eru 200 mflurnar líklegastar til
þess að sameina þessi ólíku
Gunnar Thoroddsen
sjónarmið, sem hafa það þó sam-
eiginlegt að stefna að stórri land-
helgi. 200 mflna landhelgi muni
ná til þeirra fiskimiða, sem mestu
skipta fyrir okkur og taka yfir
landgrunnið og sums staðar ná
lengra. Það samræmist því
islenzkum hagsmunum að taka
upp þá stefnu.
HVERS VEGNA FVRIR
ÁRSLOK 1974?
En hvers vegna leggjum við
sjálfstæðismenn til, að útfærslan
í 200 sjómílur komi til fram-
kvæmda fyrir árslok 1974? Við
teljum það lífsnauðsyn fyrir
íslenzku þjóðina vegna þess, að
utan 50 mílna milli 50 og 200 eru
dýrmæt fiskimið f alvarlegri, yfir-
vofandi hættu. Þar má nefna
dæmi. Loðnan hefur verið
þjóðinni mikil búbót hin síðustu
ár. Mikinn hluta ársins heldur
hún sig fyrir utan 50 mflur, milli
70 og 150 mflna og um hávetur oft
rétt utan við 50 mílur. Ef erlend
fiskiskip hæfu loðnuveiðar að
ráði, er þarna mikil hætta á
ferðum. Síldin hefur nú í nokkur
ár verið friðuð. Menn vonast til
þess, að hún nái sér aftur upp og
hér geti hafizt sildveiðar að nýju.
Þá er brýn þörf, að landhelgin
verði komin út i 200 mflur.
Kolmunni kemur hingað oft í
miklu magni og yfirleitt á milli 50
og 150 mílna og hafa erlendir
togarar, einkum rússneskir, oft
verið við þær veiðar með mikinn
flota. Mikil grálúðumið eru fyrir
norðan, vestan og austan land.
Fyrir nokkrum árum var þar upp-
gripaafli. Erlendir togarar komu
hópum saman, og aflinn dróst
stórlega saman vegna ofveiði. Ég
nefni þessi fjögur dæmi. Fjöl-
mörg önnur geta fiskifræðingar
nefnt um mikilvæg mið vegna 50-
200 mflna. Heimurinn hefur horft
upp á allt of mikið af rányrkju.
Við sjálf höfum orðið vitni að
eyðingu fiskstofna. Það er
ábyrgðarhluti að halda að sér
höndum. Við verðum, bæði
sjálfra okkar vegna og annarra
jarðarbúa, að gera allt, sem í
okkar valdi stendur til þess að
taka undir yfirráð okkar og
verndarvæng öll þessi fiskimið og
það sem fyrst. Þessi eru aðalrök
okkar fyrir því að bíða ekki
lengur en til næsta árs með út-
færsluna.
Til viðbótar koma ónnur rök,
bæði stjórnmálaieg 3g lagaleg.
Það er nú þegar orðin viðurkennd
regla i þjóðarrétti, að strandri'ki
eigi allar auðlindir i hafs-
botninum á landgrunm sínu, svo
sem olíu, málma og fleira. Skyldu
þá ekki strandríki, sem byggja
tilveru sína á fiskveiðum og hafa
engin auðæfi fundið f hafs-
botninum með sama rétti eiga
auðæfin yfir honum? Þetta
sjónarmið hefur allsherjarþing
Sameinuðu þjóðanna viðurkennt
með ályktun sinni í des. s.l. Eftir
undirbúningsfundi hafréttarráð-
stefnunnai liggur það einnig
fyrir, svo að ekki er vefengt, að
meiri hluti þjóða heims er orðinn
fylgjandi 200 mflna efnahags- eða
auðlindalögsögu, sem inniheldur
m.a. f sér fiskveiðilandhelgi. Hins
vegar getur hafréttaráðstefnan
tekið 2 eða 3 ár eða lengri tíma, og
enginn veit, hvort þeir 2/3 hlutar
atkvæða, sem þarf til þess að sam-
þykktin verði að alþjóðalögum
fást eða hvenær. Auk þess þarf
staðfestingu margra ríkja á eftir.
Þegar allt þetta kemur saman
sýnist okkur sjálfstæðismönnum
ekki ástæða til þess að biða, held-
ur talsverður ábyrgðarhluti og
áhætta að bíða ÖIlu lengur en við
höfum lagt til.
STEFNA LUÐVIKS
Eftir að Sjáífstæðisflokkurinn
birti stefnu sína í þessu máli, kom
það í ljós, að einstaka maður var á
öðru máli. Sumir vildu bíða og
bíða Og það undarlega gerðist, að
sjávarútvegsráðherra, Lúðvík
Jósepsson, tók til máls. Jú, hann
sagðist vera fylgjandi 200
mflunum, en bara ekki núna og
bara ekki á næstunni, heldur ein-
hvern tíma seinna. Hæstvirtur
ráðherra hefur barizt að kappi
miklu fyrir 50 mflunum og ein-
blínir á þær. Trúin á 50 mílurnar
byrgir sýn fram á veginn. Þess
vegna sagði hann á ársafmæli út-
færslunnar orðrétt á þessa leið:
„Hitt er allt annað mál, hvort
við Islendingar tökum okkar 200
mílna landhelgi einhvern tima í
framtíðinni, þegar slíkt er heimilt
samkvæmt breyttum alþjóða-
lögum eða að aflokinni hafréttar-
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna."
Þetta eru mjög alvarlegar yfir-
lýsingar. Alvarlegar vegna þess,
að Lúðvík Jósepsson virðist ekki
vilja færa út í 200 mílur á
næstunni. Slik afstaða er hættu-
leg af þeim ástæðum, sem ég hef
áður minnzt á. En þessi orð Lúð-
víks eru einnig háskaleg vegna
þess, að hann lýsir því yfir, að það
sé brot á alþjóðalögum að færa
út í 200 mílur. Ég hef áður skorað
opinberlega á Lúðvík Jósepsson
að taka aftur þessi orð sfn eða
a.m.k. skýra þau nánar. Það hefur
hann ekki gert. Það liggur þvf
fyrir, að svo sjóndapur er Lúðvfk
Jósepsson á hagsmuni fslenzku
þjóðarinnar, að hann sér ekki út
fyrir 50 mflna línuna. Hann vill
ekki útfærslu f 200 mílur fyrr en
kannski einhvern tíma f fram-
tíðinni, og að hann keyfir sér það
tilræði við hagsmuni þjóðarinn-
ar að segja ólöglegar aðgerðir,
sem við verðum að ráðast f á næst-
unni.
Lúðvfk Jósepsson sagði hér í
ræðu sinni áðan, a það væru yfir-
boðstillögur, sem sjálfstæðismenn
væru að flytja. I rauninni
stangast það nú á við ummæli
forsætisráðherra sem ég rakti hér
áðan. I sumar gerðist það, að 50
menn birtu áskorun á Alþingi og
ríkisstjórn um stuðning við 200
mílur. Þetta voru þjóðkunnir
menn, skipherrar, skipstjórar,
aflamenn. Þeir f á nú þær kveðjur
hjá sjávarútvegsráðherra, að hér
sé um yfirboð að ræða hjá þeim,
sem vilja sem fyrst 200 miiur.
Hæstvirtur sjávarútvegsráð-
herra er mikill kappsmaður og
sést oft ekki fyrir. En afstaða
hans gagnvart 200 rnilunum bend-
ir til þess, að hann skorti yfirsýn.
Og því er ekki að neita, að skortur
á yfirsýn einkennir störf og
stefnu ríkisstjórnarinnar í allt of
mörgum málum, og þá ekki sízt í
efnahagsmálunumÞar er þenslan
gífurleg, jafnvægið allt úr
skorðum, vettlingatök á flestum
sviðum.
LAUNAFÓLKI TIL
ATHUGUNAR
Þar sem einn ráðherra drap hér
áðan á kjarasamninga, sem nú
standa fyrir dyrum, þá vil ég
nefna 3. atriði launafólki til
athugunar og umhugsunar.
1) Stjórnin hét þvf í málefna-
samningi sínum að veita opin-
berum starfsmönnum verkfalls-
rétt og því afnema kjaradóm. Nú
er það ljóst, að stjórnin hugsar sér
ekki að semja við opinbera starfs-
menn, heldur ætlar að afhenda
launamál þeirra kjaradómi og
setur nú allt sitt traust á hann.
2) Verkalýðssamtökin hafa gert
öllu meiri kröfur og hærri en
áður oftast nær, eðarúmlega 40%
kauphækkunarkröfur hjá þeim
lægst launuðu. Benda þessar
kröfur til þess, að launafólk leggi
trúnað á fullyrðingar ríkis-
stjórnarinnar um hina miklu
aukningu kaupmáttar, sem sffellt
er harmað á og haldið fram, hvað
sem því líður, að fólkið veit það
sjálft, hversu kaupið dugar í
þessari sivaxandi dýrtíð.
3) Það er önnur aðalkrafa laun-
þegasamtakanna, að stórfelld
breyting verði gerð á þeim skatta-
lögum, sem vinstri stjórnin setti,
og sem þjaka launamenn mjög.
Þessi þrjú atriði tala vissulega
sinu máli.
Tíma mínum er lokið. Ég þakka
þeim, er hlýddu.
— Góða nótt.“