Morgunblaðið - 20.10.1973, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.10.1973, Blaðsíða 1
32SIÐUR birtur: w Olafur: „Já, égvil sam- þykkia þessar tillögur’ Fréttatilkynning frá ríkisstjórninni. Nr. 38/1973 Eins og fram kemur 1 skyrslu þeirri, sem ólafur Johannesson gaf ríkisstjórn og utanrí*kismálanefnd, er eftirfarandi grundvöllur nu faanlegur, sem kjarni ao oamkomulagi um bráðabirgðalausn fiskveiÐi- deilunnar viö Breta: Grundvöllur að lausn. 1. Takmarkanir á flota (miðað við veiðiskip 1971): Allir frystitogarar og verksmiðjuskip skulu utilokuö; 15 stærstu togararnir utiloka'Öir; 15 aðrir utilokaðir. 2. Bátaveiðisvæði samkveemt tillögu fslands frá 4. maí 1973. 3. FriÖunarsvæði samkvæmt tillögu fslands 4. maf 1973, plus svæði skilgreint 14. junf 1973. 4. Sex holf, sem verða opin til skiptis, eins og tillaga var gerð um 4. maf 19 /3, eitt lokað, 5 opin. 5. Framkvæmd á samkomulaginu: Gefa skal ut samþykktan lista yfir skip (sjá annex), sem mega veiða a þessu sveeði samkvæmt akvæoum þessa sam- komulags. fslenska rfkisstjórnin mun ekki mótmæla þvf, að nefnd skip veiði umhverfis fsland svo lengi sem þau fara eftir akvæðum þeosa braðabirgðasamkomulags. Ef skip verður staðið að veiðum gagnstætt akvæoum samkomu- lagsins, hefur íslenska landhelgisgæslan rett til þess að stöðva það, en skal kalla til næsta breskt aÖstoðarskip til þess að sannreyna málsatvik. Serhver togari, sem staðinn er að þvi aö brjota ákvæði samkomulagsins, verður strikaður ut af listanum. 6. Gildistfmi samkomulagsins 2 ár frá undirskrift. Mynd þessi sýnir forsfðu „fréttatilkynningar frá ríkisstjörninni" þar sem birtur er grundvöiiur að lausn fiskveiðideilunnar við Breta en á baksfðu birtist tiliaga Ólafs Jóhannessonar og gagntiilaga Edwards Heath. Ölafur Jóhannesson, forsætisráðherra, lýsti því yfir á blaðamannafundi siðdegis í gær, að hann vildi samþykkja samkomulagsgrundvöll þann, sem hann kom með heim frá Lundúnum eftir viðræður hans við Edward Heath, forsætisráðherra Breta. ,,Já, alveg ákveðið. Ég vil samþykkja þessar tillögur," sagði forsætisráð- herra. Kjarninn í samkomulagsgrundvellinum er þessi: 0 Allir frystitogarar og verksmiðjutogarar Breta útilokaðir frá veiðum hér við land, ennfremur 15 stærstu togarar og 15 aðrir togarar. Q Sérstök bátasvæði og friðunarsvæði verði lokuð brezkum togurum. ^ Fiskimiðunum skipt í sex hólf.fimm opin, eitt lokað hverju sinni 0 Togari, sem brýtur efni samkomulags missir heimild til veiða við ísland, brezkt aðstoðarskip sannreyni staðarákvörðun varðskips. % Gildistími samkomulags 2 ár frá undirskrift Á blaðamannafundinum birti Ólafur Jóhannesson skýrslu þá er hann afhenti ríkisstjórn, utanríkisnefnd og þingflokkum til meðferðar sem trúnaðarmál, um viðræður sfnar við Edward Heath. í skýrslu þessari kemur fram, að samkomu- lagsgrundvöllur sá, sem Bretar lögðu fram f lok viðræðna er í raun að meginefni til, tillaga, sem Ólafur Jóhannesson hafði lagt fyrir brezka forsætisráðherrann. Munurinn er sá einn, að í samkomulagsgrundvellinum eru fimm svæði opin og eitt lokað en í tillögum Ólafs 4 svæði opin og tvö lokuð. Þá er í samkomulags- grundvellinum ekkert ákvæði um hámarksafla en í tillögum Ólafs var talað um 130 þúsund tonna hámarksafla en óþarft væri að nefna þá tölu í samkomulagi. Ólafur Jóhannesson sagði á blaðamannafundinum, að ekki væri rétt að kalla samkomulagsgrundvöllinn „brezkar tillögur" eða „úrslitakosti" en einn stjórnar- flokkanna, Alþýðubandalagið, hefur þegar hafnað samkomulagsgrundvellinum sem slíkum. Ólafur Jóhannesson neitaði að svara þeirri spurningu, hvort hann teldi fært að afgreiða svo veigamikið mál í ríkisstjórninni á þann veg, að Alþýðubandalagið bókaði mótmæli sín en ætti aðild áfram að stjórninni. Kvaðst hann ekki vilja svara þeirri spurningu, málið væri ekki komið á það stig enn. Þetta er svo veigamikið mál, að það er hafið yfir öll flokksbönd, sagði forsætisráðherra. „FRÉTTATILKYNNING FRÁ RlKISSTJÓRNINNI“ 1 upphafi blaðamannafundanns las Ólafur Jóhannesson upp „fréttatil- kynningu frá ríkisstjórninni“ um þann grundvöll, sem nú væri fáanlegur „sem kjarni að samkomulagi um bráðabirgðalausn fiskveiðideilunnar við Breta“. Er þessi samkomulagsgrundvöllur í raun gagntilboð Edwards Heaths við tillögu Ólafs Jóhannessonar, eins og fram kemur í skýrslu hans, sem birt er í heild á bls. 3 í Morgunblaðinu í dag. 1 fréttatilkynningunni segir m.a.: „Til skýringar skal þess getið, að miðað er við togara, sem hér stunduðu veiðar 1971 en þeir eru taldir hafa verið 195, þar af 25 frystitogarar. Samkvæmt framangreindum tillögum fækkar togurum um 55 og ættu 140 rétt á að fá leyfi. Smálestatala togaranna mun samkvæmt framansögðu lækka um 36% frá 1971. Hin svokölluðu bátasvæði hafa Bretar viljað meta sem jafngildi 26 þúsund tonna rýrnunar á veiðimöguleikum. Bretar geta fallizt á að taka veiðihámark inn í væntanlegt samkomulag og vilja þá miða við 130 þúsund tonn á ári“. -------------------------------------------- HVER ER MUNURINN FRA TILBOÐIISLENDINGA 4. maí? Nixon vill veita milljarða hemaðaraðstoð til ísraels Líbýustjórn stöðvar olíu- sölu til USA Tel Aviv, Damaskus, Beirut, Washington, Kairó 19. okt. AP. NTB. NIXON Bandarfkjaforseti fór þess á leit við bandarfska þingið f kvöld, að það veitti tafarlaust 2.2 milljarða dollara hernaðaraðstoð við Israela vegna styrjaldarinnar. Færi hann fram á þetta til að viðhalda valdajafnvæginu f þessum heimshluta, sem ella kynni að raskast, vegna mikilla hergagnaflutninga frá Sovétrfkj- unum til Arabalandanna. Líbýustjórn tilkynnti í kvöld, að hún myndi stöðva alla olíusölu til Bandarfkjanna og jafnframt var hækkað verð á hverju fati af olíu um tvo dollara. Irak hefur einnig hækkað olíuverð, Saudi Arabia dregið úr framleiðslu og Gatar sömuleiðis. Ellefu prósent af út- flutningi Libyu á olíu hefur farið til Bandarikjanna. Frá Tel Aviv bárust þær fréttir í kvöld að hersveitir ísraela á vesturbakka Súez væru í 70—75 km fjarlægð frá Kairó. Frá Dam- askus bárust þær fregnir að her- sveitir Sýrlendinga hefðu gert gagnárás á Golanhæðum, en Isra- elar segjast hafa brotið þetta áhlaup á bak aftur. Eins og venju lega ber stríðsaðilum ekki saman og sagði talsmaður Egypta að her- flokkar þeirra hefðu nánast þurrkað út fsraelska innrásar- heri á vesturbakka Súez og aðrir væru innikróaðir. Israelar segjast á hinn bóginn vera í þann veginn að vinna sigur á öllum vígstöðv- um. Sovézka flokksmálgagnið Pravda sagði í dag, að meiri líkur væru á friði í Miðausturlöndum, ef Bandaríkin og Sovétríkin Framhald 'á bls. 18. Ölafur Jóhannesson gerði grein fyrir því á blaðamannafundinum, hver væri munurinn á þessum samkomulagsgrundvelli, og tillögum Islendinga á siðasta við- ræðufundi með Bretum hinn 4. maí sl. Hann sagði, að þá hefði það verið krafa af hálfu Islendinga, að allir verksmiðju- togarar yrðu útilokaðir frá veið- um og 30 stærstu togarar en i samkomulagsgrundvellinum væru allir verksmiðjutogarar úti- lokaðir, 15 stærstu togarar og 15 aðrir togarar. I tilboði Islendinga frá 4. maí sl. hefði verið miðað við 4 svæði opin og tvö lokuð, en í samkomulagsgrundvellinum væri miðað við 5 svæði opin og eitt lokað. 1 tilboði Islendinga 4. mai sl. hefði verið miðað við 2 ára gildistíma. I öllum umræðum um þessi mál hefði verið miðað við, að gildistimi samkomulagsins Framhald á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.