Morgunblaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1973 Tilboð um meðferðar- heimili fyrir tauga- veikluð börn 24 fjölskyldur fluttar inn 1 Eyjahús 1 Grindavík Að sögn Bárðar kostuðu húsin 2,3 milljónir króna, en Við- sjálf ásamt öllu meðfylgjandi um lagasjóður lagði til húsgrunnana. Séð inn I stofu eins sænsku Eyjahúsannaf Grindavfk. Skákeinvígið á frímerki í Bretlandi NtJ HAFA Vestmannaeyjaf jöl- skyldur flutt inn í 24 innflutt hús f Grindavík af þeim 40, er þar hafa verið reist. Húsin, sem hér um ræðir, eru frá Öresjö-Vallit verksmiðjunni í Svfþjóð, en auk húsanna í Grindavík verða 42 slfk hús reist f Þorlákshöfn og 10 f Hveragerði. Voru Þorlákshafnar- húsin raunar afhent f gær. Bárður Daníelsson, verkfræð- ingur og brunamálastjóri, átti þátt í að velja þessi hús og ganga frá samningum við sænska fyrir- tækið fyrir hönd Viðlagasjóðs. I samtali við Morgunblaðið í gær kvað hann þetta hin vönduðustu hús og vistlegustu húsakynni, og kvaðst hann sjálfur hafa rætt við nokkrar, fjölskyldur, sem fluttu inn í þau fyrr í vikunni, og fólkið undantekningalaust látið mjög vel af húsunum. Hús þessi eru alls 120 fer- metrar, auk 12 fermetra úti- geymslu og litils bifreiðaskýlis. Þau voru flutt til landsins í fjór- um einingum eða hlutum, en þannig gengið frá hverjum hluta að mjög auðvelt er að setja þau upp. Þannig kom t.d. eldhúsið í einu lagi ásamt innréttingum og öllum hreinlætisbúnaði. Sem önnur Viðlagasjóðshús eru þetta timburhús, en Bárður sagði að þau ættu að öllu óbreyttu að geta staðið í 30—40 ár, svo fram- arlega sem þau yrði ekki eldi að bráð. Benti hann á, að þessi hús hefðu þegar staðið af sér ofviðrið mikla og eins óbliða veðráttu und- anfarið, svo þau virtust ætla að reynast prýðilega við íslenzkar að- stæður. Um brunahættuna sagði Bárð- ur, að þessum húsum væri að sjálfsögðu hætta búin af eldi, en þó væri þannig frá þeim gengið að reynt væri að draga sem mestu úr brunahættunni. Til dæmis benti hann á, að húsin væru einangruð með 10 sm lagi af óbrennanlegri steinull, og eins væri mjög vand- lega gengið frá öllum rafmagns- leiðslum, en húsin eru kynnt með rafmágni: 6 ára slasaðist SEX ára gamall drengur liggur nú á Borgarspftalanum með slæman heilahristing, eftir að hafa lent fyrir bíl á Gufunesvegi, á móts við Gufunes-býlið, um kl. 17 á fimmtudag. Gekk hann út á götuna fyrir aftan skólabíl, sem hann var að koma úr, og varð þá fyrir vörubíl, sem kom úr gagn- stæðri átt. I BRETLANDI er nú verið að undirbúa útgáfu frímerkjaflokks, er helgaður verður skákíþrótt- inni. Alls verða þetta tíu frímerki, og verða á níu frímerkjanna eftir- prentanir af frægum málverkum, þar sem frægar persónur sjást að tafli. Hið tíunda verður aftur á móti með mynd af þeim Fischer og Spassky að tafli í heimsmeist- araeinvfginu í Laugardalshöll- inni. Hefur fjTÍrtækið, sem frí- merkjaútgáfu þessa undirbýr, þegar ritað Kristni Benedikts- syni, ljósmyndara Morgunblaðs- ins, er annaðist myndatöku á ein- víginu, og beðið hann um að út- vega mynd frá þessum sögulega atburði. HEIMILISSJÓÐUR taugaveikl- aðra barna, I samvinnu við Hvíta- bandið, hefur gert Reykjavfkur- borg tilboð um byggingu skóla- og meðferðarheimilis fyrir tauga- veikluð börn. Er í tilboðinu gert ráð fyrir 5 mi Iljón króna f ramlagi Heimilissjóðsins, 3 millj. frá Hvítabandinu og svo samsvarandi framlagi frá borginni annars vegar og rfkinu hins vegar, — 8 milljónir frá hvorum aðila. Sam- tals yrði þá til ráðstöfunar 24 milljónir til byggingarinnar, en áætlað er að stærð heimilisins miðist við 12-15 börn. Formlegt svar borgaryfirvalda við tilboði sem þessu, sem sent var f júlí hefur ekki borizt, en að sögn forráðamanna Heimilissjóðs- ins hefur tilboðið hlotið jákvæðar undirtektir, og er nú til athug- unar í borgarráði. A morgun, fyrsta vetrardag, hefur stofnandi sjóðsins, Barnaverndarfélag Reykjavíkur sinn árlega fjár- öflunar- og kynningardag til styrktar málstað sínum, og svo er einnig hjá barnaverndarfélögum úti á landi. Á blaðamannafundi í fyrradag með forráðamönnum Barna- verndarfélagsins kom fram m.a., að allt frá því að félagið stofnaði sjóðinn fyrir nokkrum árum hefur markmiðið verið bygging slíks meðferðarheimilis. Hefur árlega farið fram fjáröflun til styrktar sjóðnum, og leggur fé- lagið ár hvert fram 200.000 kr. í hann. Samtals eru nú í Heimilis- sjóðnum um 5 milljónir króna, og eru þær grundvöllur þessa tilboðs til borgaryfirvalda. 1 tilboðinu er gert ráð fyrir að borgin annist rekstur heimilisins og ráðningu starfsfólks. Sagði Kristinn Björnsson sálfræðingur á blaðamannafundinum, að slíkt heimili myndi bæta úr brýnni Leiðrétting I FRÉTT Morgunblaðsins um dauðsfall Skarphéðins Eiríks- sonar á Sauðárkróki í miðviku- dagsblaðinu voru tvær missagnir. Sagt var að atburðurinn, er olli dauðsfallinu, hefði gerzt að Aðal- götu 11 en það á að vera Aðalgötu nr. 10. Þá var ennfremur sagt í fréttinni að atburðurinn hefði gerzt um miðnæturbil hins 11. október en hið rétta er að þetta gerðist föstudagsmorguninn hinn 12. þ.m. Stolið frá Finnum UNDANFARIÐ hefur borið nokk uð á þjófnuðum á verkfærum og byggingarefni frá finnskum verk- tökum, sem vinna að uppsetningu Viðlagasjóðshúsa í nýju hverfi skammt frá Þverholti í Mosfells- sveit. Á föstudag kærðu Finn- arnir til lögreglunnar þjófnað á rafmagnssögum, og áður hafði verið stolið þakplötum o.fl. þörf, en myndi þó ekki reynast fullnægjandi. Þetta yrði aðeins upphafið. Kvað Kristinn aðstand- endur tilboðsins hafa góða von um að af framkvæmdumyrði. I dag hefur Bamaverndarfé- lagið fjáröflunardag sinn og verða seld merki félagsins og svo bókin Sólhvörf 1973. Leggur fé- lagið áherzlu á, að almenningur og sölubörn styðji málefni þetta, en auk framlaga til heimilisbygg ingar hefur það m.a. styrkt fólk til framhaldsnáms í ýmsum greinum barnaverndar. Barnaverndunarfélög utan Reykjavíkur eru í Hafnarfirði, Keflavík, Akranesi, Isafirði, Akureyri og Húsavík. Reykvíkingar fingralangir á Egilsstöðum Egilsstöðum — 26. október. INNBROT var framið I verzlun Elfasar Guðnasonar á Egilsstöð- um hinn 14. þessa mánaðar. Þar var stolið miklu magni af segul- böndum, skartgripum og ýmsu öðru verðmæti. Við vettvangsrannsókn féll grunur á tvo Reykvíkinga er kom ið höfðu frá Fáskrúðsfirði og gist hér á Egilsstöðum, þar eð þeir reyndust of drukknir til að fá far með flugvélinni til heimkynna sinna í Reykjavík. Var því hringt f lögregluna í Reykjavík og hún beðin um að handtaka þá. Var það gert, og kom þá í ljós, að þeim hafði ekki tekizt að losa sig við neitt af þýfinu og komst það allt til skila. Er það nú aftur á boð- stólum hér á Egilsstöðum. - St. E. Sá við banka- bókarþjófunum LÖGREGLAN handtók á fimmtu- dagsmorgun tvo menn í bankaúti- búinu að Laugavegi 105, eftir að þeir höfðu gert tilraun til að taka 9500 kr. út úr bók sem þeir höfðu stolið, en reikningurinn hafði verið stofnaður i bankanum dag- inn áður með 10 þús. kr. innleggi. Gjaldkerinn í bankanum, Erik Hákansson, átti mestan þátt í, að þessir tveir voru handteknir. Við yfirheyrslur viðurkenndu þeir að hafa kvöldið áður hitt mann einn, sem vildi gerast félagi þeirra, en þeir stálu þá af honum bankabókinni. Fölsuðu þeir sfðan úttektarmiðann, en bankagjald- kerinn sá við þeim, og þegar lög- reglan kom í bankann, sátu menn irnir inni á skrifstofu útibúsins. Að sögn rannsóknarlögreglu- mannsins, sem hafði með málið að gera, er gjaldkerinn þekktur fyrir dugnað við að koma ávísanaföls- urum undir hendur lögreglunnar. „Óðaverðbólgan dæmdi Gullfoss úr leik” EINS og sagt hefur verið frá í fréttum hefur Eimskipafélagið selt Gullfoss úr landi, og mun þetta gamla góða skip sigla héðan n.k. fimmtudag til Ham- borgar, en síðan mun þaðhalda til nýrrar heimahafnar f Lfban- on. I viðtali við Öttarr Möller, forstjóra Eimskipafélagsins, f gær kom það fram, að s.I. 10 ár hefur farið fram víðtæk athug- un á þvf, hvort mögulegt væri fjárhagslega að byggja nýjan GuIIfoss. „I fyrsta Iagi,“ sagði Óttarr, „var kannaður möguleiki á að byggja skip, sem væri bæði far- þega- og vöruflutningaskip, en niðurstaðan fyrir þremur árum leiddi f ljós, að tap á slíku skipi á ári yrði 100 millj. kr. Þá var kannaður möguleiki á að byggja stórt og vandað farþega- skip í samvinnu við Amerfsku Iínuna f Noregi og Sameinaða gufuskipafélagið, en niður- staðan varð sú, að skipið yrði að vera 12—15 þús. lestir að stærð til að geta keppt á erlendum mörkuðum. Mögulegt hefði ver- ið að reka skipið hér við land tvo mánuði á ári, en farmiðarn- ir hefðu orðið svo dýrir, að fáir Isiendingar hefðu getað keypt þá. Við vonuðumst eftir að geta notað Gullfoss fram til ársins 1977, en óðaverðbólgan innan- lands og utan hefur leitt til þess, að ekki var forsvaranlegt að tapa 35 milij. kr. á ári, eins og við höfum gert í ár. Sfðustu árin hefur skipið verið full- bókað í tvo mánuði, júlf og ágúst, en yfir vetrarmánuðina hafa oft verið 10—15 farþegar, en áhöfnin var67 manns. Margir eiga góðar endur- minningar í sambandi við Gull- foss, enda var skipið gott skip og hlýlegt. Það er sárt að sjá á eftir þvf, en það er skemmti- legra að sjá það sigla héðan með glæsibrag en horfa á það ryðga niður. Rætt hefur verið um möguleika á að hafa það sem hótel, en það hentar engan veginn til þess. Við höfum athugað allar leiðir til að reka skipið áfram, en verðum þvf miður að horfast í augu við að það er ekki hægt. Þetta sannar að flugið hefur tekið yfir verk- efni skipa eins og Gullfoss og þetta er þróunin hjá ýmsum farþegaskipafélögum. I sumar sendum við 1000 aðil- um upplýsingar og myndir af Gullfossi til að kanna sölu- möguleika. Sumir skoðuðu skipið og mörgum leizt vel á það, þvf það er sterkt og hlý- legt, enda vel við haldið, en af tveimur tilboðum var tilboðið frá L/banon mun hærra og að okkar dómi hagstætt miðað við aðstæður. Söluverðið er 54 millj. kr., en kaupverð skipsins var 17 millj. kr. Þess má geta, að GuIIfoss gamli, sem varð innlyksa f Dan- mörku á strfðsárunum, var seldur til Færeyja og sigldi undir nafninu Tjaldur f mörg ár milli Þórshafnar og Dan- merkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.