Morgunblaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÖBER 1973 íslenzk þjóðlög í Lear konunai BJÖRK Arnadóttir leikkona, sem m.a. lék f sjónvarpsleik- ritinu Uppi á fjalli a3 kyssast, eftir Jón Dan, leikur nú með brezka leikflokkinum Triple Action Theatre, sem' er talinn einn bezti framúrstefnuleik- flokkur í Bretlandi og var ný- lega boðið á mikla leiklistar- hátíð í Póllandi. Þar er flokkur- inn nú. Björg er búin að vera með þessum hóp síðan í ágúst 1972 og hefur hún leikið í flestum uppfærslum flokksins, en alls eru leikarar 15 talsins. Björg er ein af aðal kvenleikurunum. Nýlega var leikflokkur Bjargar í Huli Art Center, þar sem hann lék þrjú Shakespeare leikrit.Ríkarð II., Ríkarð III. og King Lear. A sýningunni um Ríkarð III. var notuð poptónlist og flæðiljós, en á sýningunni um King Lear voru kertaljós og blys og íslenzk þjóðlög spiluð undir. Þótti það ná mikilli stemmningu. Brezka listaráðið hefur styrkt þennan leikflokk, og á þessu ári er leikflokkur Bjargar sá eini, sem notið hefur stuðnings lista- ráðsins. Sígilt gaman- efni um jólin JÓLAVERKEFNI Leikfélags Reykjavfkur f ár verður hinn sfgildi gamanleikur Volpone eftir Ben Johnson f leikritsgerð Stefáns Zweig. Volpone fjallar um peningakapphlaupið og gullgræðgina, en verkið var sýnt í Iðnó fyrir 25 árum, og þá Iék Brynjólfur Jóhannesson aðalhlutverkið. Það gerir hann einnig nú, en Brynjólfur er 77 ára gamali. Sgning Sverris YFIRLITSSVNING Sverris Haraldssonar listmálara lýkur á sunnudagskvöld, 28. okt. kl. 23. Um 8000 manns hafa séð sýninguna, en Sverrir hefur báða sali Kjarvalsstaða fyrir þau verk sem hann sýnir, alls 234. Er þetta stærsta einka og yfirlitssýning sem íslenzkur Iistmálari hefur haldið. Helgi heim með ballettflokk HELGI Tómasson ballettmeist- ari mun koma heim í vetur eftir áramót með 10— 15 dans- ara ballettflokk á vegum Þjóð- leikhússins. Ekki er búið að tímasetja heimsóknina. Síðdegisstund í Iðnó FRAMVEGIS verður sérstök dagskrá í Iðnó, sem kallast Síð- degisstundin. Verður hún á leiksviðinu i Iðnó á hverjum fimmtudegi í byrjun hvers mánaðar a.m.k. kl. 17.15—18.30. Þar verður flutt dagskrá unnin upp úr söngvasöfnum, bókum og gömlum leikritum. Nýtt efni verður flutt í hverj- ummánuði. Bidsted setur upp Leðurblökuna DANSKI ballettmeistarinn og leikstjórinn Erik Bidsted er kominn til landsins til þess að setja upp Leðurblökuna eftir Jóhann Strauss, en Leður- blakan verður jólaleikrit Þjóð- leikhússins. Kjallaraleikhús í léttum stíl Á næstunni verður farið að leika á leiksviði í Þjóðleikhús- kjallaranum. I fyrstu verða fluttir þar skemmtiþættir, en eftir áramót hefjast sýningar á leikritinu Old time eftir hinn kunna leikritahöfund Harold Pinter. Leikstjóri verður Stefán Baldursson. A næstunni verður breyting á rekstri Þjóðleikhússkjallarans, þannig að hann færist í áttina að Kjallaraleikhúsi. Verður Kjallarinn opinn á kvöldin sem veitingastaður, og leikarar Þjóðleikhússins munu flytja þar skemmtiþætti fyrir gesti. Ef til vil verða settar upp revíur þar í framtíðinni og kabarettar. Leikur og leik- stgrir erlendis 1 BREZKA blaðinu Evening News er fyrir skömmu sagt frá íslenzku leikkonunni og leik- stjóranum Rannveigu Sigurðs- son. Er þar sagt frá leikflokkin- um, sem Rannveig vinnur með, The Masqueraders Company, en þar lék Rannveig m.a. aðal- hlutverkið f Oygmalion and his Galatea og jafnframt leikstýrði hún verkinu, sem sýnt var I Portobello Town HalL Þá fer Rannveig einnig með hlutverk I The Treasure Island og Back on the Road. A.J. Rannveig f hlutverki Galatea. Tízkan í dag . . . Prjónaðir jakkar PRJÓNAÐIR jakkar hafa verið mjög vinsælir f sumar, og virðist ætla að verða áframhald á þeim vinsældum. Þessar myndir sýna okkur nokkrar gerðir af þessum þægilega fatnaði. I mörgum tilvikum má nota jakkana sem yfirhafnir, en einnig má nota þá við pils, og er þá gjarnan verið í skyrtublússu innanundir og langar festar notaðar sem skraut. „Tweed“ er mikið í tízku í ár, eins og svo oft áður, og er „tweed" áferð á öllum þessum jökkum. Grunnlitirnir eru gráir og brúnir, en rendur og annað munstur er haft í skærari litum, t.d. rúst- rauðu appelsínugulu og grænu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.