Morgunblaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1973 11 Skákþáttur Petrosjan og Planinic sigruðu í IBM-mótinu í Amsterdam Hið árlega IBM-skákmót fór fram í Amsterdam dagana 16. júlí til 4. ágúst sl. Mót þetta var hið þrettánda í röðinni og var þess beðið með allmikilli eftirvænt- ingu, enda vel setið. Fyrir mótið munu flestir hafa talið þá Petro- sjan, Spassky, Kavalek og Smejkal sigurstranglegasta, en ýmsir fleiri komu þó til greina, t.d. Szabó, Planinic og Anderson. í upphafi tók hinn bráðefnilegi júgóslavneski meistari Planinic forystuna, hann vann skák eftir skák og hafði tveggja vinninga forystu eftir 9. umferð. í 11. um- ferð áttust þeir Petrosjan og Planinic við og er skemmst frá að segja, að Petrosjan vann öruggan sigur. í 13. umferð tapaði Planinic aftur, nú fyrir argen- tínska meistaranum Quinteros. Petrosjan seig hins vegar sífellt á og í síðustu umferð varð Planinic að vinna gegn Hollendingnum Enklaar til þess að verða ekki af efsta sætinu. Þett.a tókst og skiptu þeir félagar með sér sigrinum, hlutu 10 v. af 15 mögulegum hvor. i 3. sæti varð Kavalek, hann hlaut 9V4 v., en Spassky varð að láta sér nægja 4. sæti með 9 v. Árangur Spassky er vafalaust lakari en margir aðdáendur hans hefðu vænzt, en staðreyndin er sú, að Spassky teflir ekki eins vel og oft áður. Hann tapar ekki mörgum skákum, en gerir hins vegar alltof mikið af jafnteflum. 1 þessu móti vann Spassky t.d. aðeins fjórar skákir, tapaði einni og gerði tíu jafntefli. i 5. sæti varð Szabó með 8!4 v., Júgóslavinn Marovic varð sjötti með 8 v. o.s.frv. Við skulum nú lita á skák þeirra sigurvegaranna. Hún er að vísu ekki gallalaus, en sýnir hins vegar glöggt herkænsku Petro- sjans og jafnframt, hve varnar- laus hinn ungi andstæðingur hans var gegn markvissri stöðuupp- byggingu meistarans. Hveftt: T. Petrosjan (Sovétrfkin) Svart: A. Planinic (Júgóslavfa) Enskur leikur. 1. c4 — Rf6, 2. Rc3 — g6, 3. Rf3 — Bg7, 4. g3 (Planinic hefur margoft sýnt Ieikni sína í þeim afbrigðum kóngsindverskrar varnar, þar sem hvítur leikur d4, e4 og Be2. Petrosjan víkur sér því undan þeim og velur rólegri uppbygg- ingu, sem hefur oft fært honum góða sigra). 4. — 0-0, 5. Bg2 — d6, 6. 0-0 — e5, 7. d3. (Þessi leikur leiðir til afbrigðis af enska leiknum, en hvítur gat einnig leikið 7. d4, sem hefði leitt til kóngsindverskrar varn- ar). 7. — He8 (Hér er algengast að leika strax 7. — Rc6, eða 7. — Rbd7 ásamt c6. Uppbygging svarts er fremur klúðursleg, og manni dettur ósjálfrátt í hug, að Planinic sé hálfsmeykur við að leggja til atlögu við hinn fræga andstæð- ing sinn). 8. Bd2 (Petrosjan biður átekta. í þessu afbrigði er yfirleitt leikið Hbl og síðan b4 við fyrsta tækifæri). 8. — c6, 9. Hcl — a5, 10. a3 — Ra6(?) (Þarna gerir riddarinn lítið gagn, 10. — Rbd7 var bæði betra og eðlilegra). 11. Be3 (Kemur í veg fyrir að riddarinn komist á óskareitinn c5, biskup- inn stefnir einnig í „holuna" á b6). 11. — Hb8, 12. Db3 — Rd7 (Hvíti biskupinn má ekki fara til b6, en þessi leikur sýnir e.t.v. bezt, hve mislukkuð stöðuupp- bygging svarts er). 13. Dc2 — Rdc5, 14. Hfdl — Bf5 (Hér kom e.t.v. ekki síður til greina að undirbúa mótspil á kóngsvæng með 14. — h6, ásamt Hf8ogf5). 15. Hbl — Re6, 16. b4 (Hvítur hefur nú náð algjöru frumkvæða á drottningarvæng og svartur hefur ekkert mót- spil). 16. — Rd4, 17. Da2 — axb4, 18. axb4 — Ha2, 19. Dd2 — Rc7, 20. Bh6! (Nú verður svartur að láta af hendi riddarann góða á d4 eða biskupinn á g7 og er hvorugur kosturinn góður). 20. — Rxf3+, 21. Bxf3 — Bh8, 22. b5 — Dd7, 23. Hdcl — Bc6, 24. De3 — Ha3, 25. Bg2 — Hc8, 26. bxc6 — bxc6, 27. Hb7 — Bg7? (Svartur átti um fáa góða kosti að velja, en nú hrynur staða hans eins og spilaborg). 28. Bxg7 — Kxg7, 29. c5! (Nú splundrast svarta peða- staðan). 29. — Ha5, 30. cxd6 — Dxd6, 31. Re4 — Dd4 (Drottningarkaupin eru ekki verri en hvað annað, úr því sem komið er. Svartur hlaut að tapa nokkru liði). 32. Dxd4 — exd4, 33. Rd6! (Enn sterkara en 33. Hxc6. Peð- ið á c6 verður hvort eð er ekki varið til lengdar). 33. — Hd8, 34. Rxf7 — Bxf7, 35. Hxc7 — He5, 36. Be4 — Hde8, 37. HIxc6 — Kg8, 38. Hd6 — Be6, 39. Hxd4 og svartur gafst upp. Jón Þ. Þór. American Motors Hornet, 2ja dyra bíll með sportlegt útlit LÍTIÐ UM NÝJAR LÍNUR Breytingar I bílaheiminum í ár virðast vera með minna móti og að mestu bundnar við ýmsar smávægilegar endurbætur milli árgerða hinna ýmsu bfl- tegunda er hér fást og annars staðar. Ekki skiptir máli hvort litið er til Bandaríkjanna, Jap- an eða Evrópu f því sambandi. Bílasýningar eru nú hver af annarri á erlendri grund. Oft hefur bflasýningin í Parfs verið fyrst í röðinni, en lenti f ár á eftir sýningu f Frankfurt. Fyrsta sýningin er að þvf leyti merkust, að þá koma nýju gerð- irnar fyrst fyrir sjónir almenn- ings, og er það sýnendum vissu- lega nokkurt keppikefli að vera fyrstir. Sýningin í París var fyrir rúmum hálfum mánuði, en bflasýningunni í London, London Motor Show, lýkur f dag. Þar var að venju lögð mest áherzla á ensku bflana. Vauxhall sýndi í London nýj- an hraðskreiðan fjölskyldubil, Firenza, sem hefur hámarks- hraða rétt undir 200 km/klst. British Leyland sýndu m.a. til- raunabíla, er nefnist Minissima og er nokkurs konar „pínubíll", og byggist að nokkru á Mini. Þessi bfll tekur fjóra farþega. Athyglisvert er, að af- greiðslufrestur er svo langur á sumum gerðum nýrra bíla, þ.á m. Range Rover ( og gætir þess einnig hér), að notaðir bíl- ar eins til tveggja ára seljast á sama verði eða jafnvel hærra en nýju bílarnir! Af dýrari bilum og vandaðri, sem enn eru ekki til hér, má nefna nýjan Ferrari Dino fjög- urra manna í stað tveggja áður. Hann þótti einn athyglisverð- asti bíllinn i London og Paris. ítölsku Lamborghiniverksmiðj- urnar sýndu Countach bílinn, sem e.t.v. er dýrasti sportbill heims I dag. Tilraunabíll frá Chevrolet, með Wankel vél í miðjunni, er kannski einn af framtíðarbilunum og var nú sýndir i fyrsta sinn í Evrópu. I London gat einnig að líta Tyrrell-Ford bíla heimsmeistar- ans í kappakstri, Jackie Stewarts, og John Piayer Speci- al (Lotur-Ford), bil Svíans Ronnie Petersons. I Bandarikjunum er bilum nú lítið breytt nema til sam- ræmingar við nýjustu lög um aukið öryggi og minni mengun. Helztu breytingar einskorðast því að mestu við mengunar- vara, þriggja punkta öryggis- belti og sterkari stuðara. Sumir bandarísku bílaframleiðend- anna fella nú stuðarana alveg eða næstum alveg inn i sjálft boddýið þannig að þeir eru í raun undir boddýinu. — En þegar einn vandi er leystur kemur annar í staðinn. Elds- neytiseyðslan eykst með mengunarútbúnaðinum og auk- inni þyngd bílanna, og þar sem eldsneytisskortur virðist yfir- vofandi (í Bandaríkjunum), aukast vandamálin. Þannig er ýtt á eftir tilraunum með raf- knúna bila og leit að hugsanleg- um orkugjöfum. Túrbinu- vélarnar eru einnig hugsanleg lausn á vélavandamálunum en það tekur örugglega 15—20 ár að þróa þær eins og nausynlegt er. Bandariskir bílaframleiðend- ur eru orðnir nokkuð á eftir tímanum. Nútima þjóðfélag krefst í auknum mæli minni bfla og hentugri. Chevrolet Vega og Ford Pinto eru sennil. stærstu skrefin, sem Banda- ríkjamenn hafa tekið i rétta átt. Hugleiðingar og tilraunir með Wankel-vélar geta hugsanlega leyst einhver vandamál, en þær kref jast allmikils eldsneytis. Evrópskir biiaframleiðendur telja ýmsir, að mengunarvamir á bílum i Bandarikjunum séu komnar út í öfgar, og óbreyttar væru reglur þeirra fáránlegar í Evrópu. Porsche í Þýzkalandi hafa framkvæmt miklar athug- anir i þessu sambandi og segja, að amerískar aðstæður, loftslag og fleira sé of ólíkt þvi sem er I Evrópu til að eins ráðstafanir séu réttlætanlegar. Br.H. Fjögurra manna Minissima frá British Leyland Willysinn (CJ 5) er lftið breyttur 1974 Chevroiet tilraunablllinn með Wankel í miðjunni O i t 1 i k c o u> swonie «»i«m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.