Morgunblaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1973 19 Árni Gunnarsson, fréttamaður: Bandaríkja- ferð utanríkis- ráðherra Ég leyfi mér að senda ykkur meðfylgjandi grein með ósk um birtingu. Eg sá ástæðu til þess að skrifa þessa grein eftir að hafa lesið pistla tveggja manna um Bandaríkjaferð Einars Ágústs- sonar utanríkisráðherra. Þar er í nokkrum atriðum hallað réttu máli. Eg hafði, af eðlilegum ástæðum, góða aðstöðu til að fylgjast með málflutningi utan- ríkisráðherra í nefndri ferð, og vil því fá að leiðrétta það, sem ég tel rangfært í þessum tveimur greinum. Það hvarflar ekki að mér að taka pólitíska afstöðu til þessa máls; aðeins að leiðrétta missagnir. GREINARNAR: Markús Öm Antonsson ritar grein í Morgunblaðið 17. október undir fyrirsögninni „Brjóstvitið hans Einars á réttum stað“. Islenskir stjórnmálamenn hafa státað af því á allra síðustu árum, að stjórnmálaskrif og umræður hafi mjakast á mun menningar- legra stig en var fyrir nokkrum áratugum. Gíein Markúsar, og aðr ar svipaðar í öðrum blöðum, kippa að nokkru grundvellinum undan þessari staðhæfingu. í grein Markúsar koma fram per- sónulegar árásir á utanríkisráð- herra, sem eiga vart heima í málefnalegum skrifum um stjórn- mál. Af þeim sökum einum skýtur Markús yfir markið. Eg kem ná- nar að þessu siðar. Markús Örn talar f greininni um sjónvarjjsviðtal, er ég átti við Einar Ágústsson í Washington í þann mund að viðræðum hans við bandaríska ráðamenn um endur- skoðun varnarsamningsins var að ljúka. Markús segir, að ég hafi greinilega búið mig samviskusam- lega undir það viðtal, sem hafi verið eldraun mín sem spyrils i fréttaviðtali fyrir sjónvarpið. Það er fallega sagt hjá Markúsi að ég hafi búið mig samviskusamlega undir þetta viðtal, en því miður ekki rétt. Þetta „því miður “ gild- ir um mig. Tfminn leyfði ekki undirbúning, hvorki hjá mér né Einari Ágústssyni, enda fékk ég upptökusalinn með skömmum fyrirvara og um ýmisl. fl. var að hugsa, til dæmis að koma fréttum til útvarpsins. Ég get einnig bent Markúsi á það, að slfk viðtöl þurfa ekki alltaf mikinn undirbúning, enda augljóst hvaða spurningar yrðu lagðar fyrir ráðherrann, sem kom í upptökusalinn nokkrum mfnútum áður en upptakan var gerð. Þetta ætti Markús að þekkja af eigin raun. Þetta með eldraun- ina hlýtur Markús að dæma frá eigin reynslu. Eftir að hafa starf- að sem fréttamaður hjá útvapinu í nær áratug verður það varla eldraun að ræða við mann þótt kvikmyndavélar séu einhvers staðar í nágrenninu. — Markús segir, að utanríkisráðherra hafi hins vegar augsýnilega kastað höndunum til sinnar heimavinnu, eða sleppt henni með öllu. Við fréttamenn erum ekki vanir því að ráðamenn búi sig undir slík viðtöl, þó lengri séu, enda var fyrirvarinn enginn, og við verð- um að ætla að utanríkisráðherra geti svarað spurningum, eins og þeim, sem ég lagði fyrir hann, undirbúningslaust. Þetta hafa ís- lenskir og erlendir ráðherrar gert í áratugi, enda hluti af þeirra starfi. Ég vil að það komi hér fram, að utanríkisráðherra eyddi dýrmætum tíma til að fara langa leið til þess staðar, sem viðtalið var tekið upp. Það er líka rétt að það komi fram, að utanríkisráð- herra hafði það á orði í þessari ferð, að það væri eðlileg krafa að íslendingar fengju að fylgjast með því hvað íslenskir ráðamenn gerðu, þegar þeir væru erlendis í erindum íslensku ríkisstjórnar- innar. Þessa afstöðu mættu marg- ir taka sér til fyrirmyndar. Þá kemur að þeim köflum í grein Markúsar, þar sem „málefnalegri" gagnrýni sleppir og spjótin beinast að ráðherran- um sjálfum. Markús segir, að Ein- ar Agústsson hafi það fram yfir suma fyrrverandi utánríkisráð- herra íslenska, að honum hafi á sínum tíma verið kenndur sæmi- lega réttur framburður á enskri tungu, þannig að ráðherrann hafi komist nokkurn veginn skamm laust frá flutningi hinnar hefð- bundnu árlegu ræðu sinnar á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna. Hvernig Markúsi tekst að tengja þetta því máli, sem hanri fjallar um, er mér óskiljanlegt. Stór hluti ræðumanna á Allsherj arþinginu, þó utanríkisráðherra séu, treysta sér ekki til að flytja ræður sínar á ensku eða frönsku, sem eru hin hefðbundnu tungu- mál þessarar alþjóða-stofnunar. Mér er óhætt að fullyrða, að öllum fulltrúum íslands á Allsherjar- þinginu þótti ræðan vel flutt og sjálfur get ég sagt í fullri hrein- skilni, að þar þótti mér tala mjög frambærilegur fulltrúi íslands. — Til fróðleiks má geta þess, að ræðu utanrikisráðherra var vel tekið og óvenjumargir fulltrúar voru I fundarsalnum, sem ekki er alitaf þéttsetinn. Hvort sem Markúsi líkaði vel eða illa við þær skoðanir, er fram komu i ræð- unni, urðu margir fulltrúanna til að þakka utanrikisráðherra mál- flutninginn. Markús talar einnig um leiksýningu í sambandi við Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna og upplestur á handriti, sem embættismenn utanríkisráðu- neytisins hafi samið að verulegu leyti. Ég ætla, að það heyri til undantekninga, ef ráðherrar nýta ekki þekkingu og starfskrafta sér- fræðinga sinna við samningu á mikilvægum ræðum, þar sem meðal annars er mikið um tölur og bein minnisatriði. Annað væri hrein fáviska. Markús segir, að utanríkisráð- herra hafi í nefndu sjónvarpsvið- tali byrjað á barnalegri kok- hreysti. — Eg byrjaði viðtalið á því að segja, að bandarískir ráða- menn hefðu miklar áhyggjur vegna hugsanlegrar brottfarar varnarliðsins frá Islandi og í beinu framhaldi af því spurði ég utanríkisráðherra hvort hann hefði létt þessum áhyggjum af Bandaríkjamönnum. Rökréttsvar ráðherrans hlaut að vera nei, ef miðað er við stefnu ríkisstjórnar hans í málinu. Auðvitað hefði ver- ið hægt að orða spurninguna á annan hátt. Markús hlýtur að vita eftir hverju ég var að fiska, og er þvi þessi hluti greinar hans orð- hengilsháttur og útúrsnúningar. Ég læt ósagt hver er barnalegur i þessu tilviki. Þessi tvö dæmi úr grein Markúsar eru hluti af skrifum sumra íslenskra stjórnmála- manna og færa þá nær fortiðinni, er þeir hafa viljað sverja af sér og sagt, að nú á dögum væru stjórn- málaskrif og umræður menn- ingarlegri en fyrr á tímum. Markús segir i greininni, að utanríkisráðherra hafi bendlað mig við flokksstarf Alþýðuflokks- ins. Það tekur mig ekki sárt. Utanríkisráðherra vitnaði til til- lögu Alþýðuflokksins um varnar- málin, sem hann sagði að mér væri kunnugt um. Sem fréttamað- ur hlaut ég að vita um þá tillögu, hvort sem ég hefði verið bendlað- ur við Alþýðuflokkinn eða ekki. — En nú er líklega komið nóg um grein Markúsar Arnar. Það er mín persónulega skoðun, og vil ég að hún komi fram, að slíkar grein- ar sem Markúsar þjóni i rauninni engum tilgangi. Þær verða hvorki Morgunblaðinu né Sjálfstæðis- flokknum til framdráttar, en þessa línu mega ritstjórar Morgunblaðsins strika út, ef þeir þess óska. I Morgunblaðinu fimmtudaginn 18. október er svo grein eftir Gústaf Nielsson. Hann byrjar á þvi að segja, að loksins hafi er- lendum blaðamönnum í New York tekist að toga það út úr Einari Ágústssyni utanríkisráð- herra, sem engum hafi heppnast hér á landi, hver sé raunveruleg stefna hans í varnar- og öryggis- málum þjóðarinnar. — 1 þessu sambandi er rétt að taka fram, að ekkert þurfti að toga upp úr Ein- ari Ágústss. Hann svaraði mjög greiðlega öllum spurningum á f jórða tug blaðamanna, sem þökk- uðu honum sérstaklega afdráttar- laus og undanbragðalaus svör. Þess ber og að geta, að öll þessi svör þekkti ég frá blaðamanna- fundum hér heima, þannig að vart þarf að fara í hús erlendra fréttamanna til að fá svör við þessum spurningum hjá utan- rikisráðherra. — Gústaf hefur það eftir utanrikisráðherra, að hann hafi sagt, að varnarliðið skuli fara brott af íslandi á kjör- tímabilinu. I fyrsta lagi var þetta sagt í tengslum við aðrar spurn- ingar, og í öðru lagi hefur utan- ríkisráðherra margoft sagt þetta áður. Fleiri greinar sviðaðs eðlis hafa verið birtar í Morgunblaðinu og elti ég ekki ólar við þær. Þessu vildi ég koma á framfæri og kann nú einhver að spyrja: „Hvers vegna?" Svarið er, að vegna beinna kynna minna af þessu máli get ég ekki orða bund- ist. Það er stundum talað um rétt og rangt. Þetta er það, sem ég veit sannast um málið. Ég ætla ekki að blanda mér i leiðaraskrif Morgun- blaðsins af svipuðu tagi, þar sem sömu villurnar hafa komið fram. Stjórnmálaþrasið á íslandi verður ekkert menningarlegra þótt stjórnmálamennirnir sverji af sér skömmina, en halda samt áfram á sömu braut. Með fyrirfram þakklæti fyrir birtinguna. Arni Gunnarsson, fréttastofu útvarps. Sigurður Magnússon: _ . * Ferðamannavarnir Islands MORGUNBLAÐIÐ birtir i dag mynd af ungum, laglegum pilti, sem virðist ekki fyllilega njóta dvalar sinnar i Kaupmannahöfn af ótta við, að þeir, sem enn eru hérna í verstöðinni norður frá, hafi ekki vit á að forða okkur frá útlendingum, með því að heimta nógu hátt gjald af þeim fyrir lax- veiðar, því að þeir séu „hreint ekkert að hugsa um hvað það kostar“, og um framlög til land- kynningar segir hann, að ,4-éttara væri að eyða fénu til þarfari mál- efna innanlands, eins og t.d. skipulagðrar varnar gegn er- lendum ferðamönnum næstu ára- tugina". Eg ráðlegg þessum unga manni að láta áhyggjur vegna skamm- sýni okkar heimamanna í þessum efnum í engu spilla þeirri gleði, sem honum er vonandi að bú- setunni í því ágæta landi Dan- mörku þar sem ntenn stefna nú að því, eins og við, þótt hægar fari þar en hér, að forða sér með háu verðlagi frá yfirþyrmanlegum túrisma. Ef honum þykir vinum sinum, Dönum, seint miða á þeirri gæfubraut, þá ráðlegg ég honum að afla sér upplýsinga héðan að heiman um það fé, sem laxveiði- bændur gera nú innlendum og erlendum veiðimönnum að greiða, og bæti þar við því, að of lágt sé metið, og má þá vera, að Dönum þyki þessi Islendingur allrar athygli verður. í landkynningarmálum getur hann einnig orðið gistivinum sínum til mikillar nytsemdar með að vekja athygli þeirra á því, að enda þótt við séum ekki búnir að samþykkja þá tillögu, að verja fé til „skipulagðrar varnar gegn erlendum ferðamönnum“, þá erum við hér komnir miklu lengra en Danir, sem verja nú stórfé til landkynningar. Sam- kvæmt því fjárlagafrumvarpi, sem nú liggur fyrir Alþingi, er þeirri stofnun, sem samkvæmt gildandi lögum á að halda uppi landkynningu, ekki ætlaður til hennar einn einasti eyrir. Raunar stendur á bls. 118 í þessum 27 milljarða tillögum, að rúmum 8 milljónum eigi Ferðaskrifstofa ríkisins að verja til land- kynningar, en þetta fé á hún sjálf að leggja til af taprekstri, og get- ur af þeim sökum aldrei greitt. Nú er það sannast mála, að allt frá því, er Arngrímur lærði hóf landkynningarstarfsemi sina, og til þess, er við íslendingar berjumst nú fyrir lífinu með því að kynna umheiminum sjónarmið okkar í landhelgismálinu, hefir kynningarstarfsemi á högum okkar verið þjóðinni brýn nauð- syn, sem vitanlega er ekki ein- göngu tengd landkynningu vegna erlendra ferðamanna. I gildandi lögum um Ferðaskrifstofu rikis- ins segir, að hún eigi að kynna landið á þann hátt, „að menn fái sem gleggsta hugmynd um lands- og þjóðarháttu, menningu, atvinnulíf og framleiðslu". Til þessa getur hún nú, að öllu óbreyttu, ekki varið einum einasta eyri þjóðhátíðarárið 1974. Ég veit, að stud. pharm. Jón Þórðarson og sálufélagar hans telia. að hér hafi íslenzk stjórn- völd stigið mikið gæfuspor, þó að betur megi ef duga skal, að leggja fé til „skipulagðrar varnar gegn ferðamönnum næstu áratugina“. Skitt veri með allt hitt, „lands- og þjóðarháttu, menningu, at- vinnulif og framleiðslu". Skítt veri með það, ef við losnum bara við þann útlenda rumpulýð, sem hingað vill koma til þess að útbía ísland. Skitt veri með það, þó að 18% allrar þjóðarinnar hafi flúið þetta útsker til útlanda í fyrra, og að sú tala verði hærri við lok þess árs, sem nú er að líða. Hvað verðar sporgöngumenn Fjölnis- manna úti í borginni við sundið um það, þó að „túrisminn" brauð- fæði í dag ótrúlega háa hundraðs- tölu vinnandi fólks á Islandi? Hvað varðar þá um baráttu ein- hverra útskerjaafglapa fyrir þvi, að unnt verði að nota einhvern hluta tekna af heimsóknum er- lendra ferðamann til þess að gera okkur sjálfum Island betra land og byggilegra? Hreint ekki neitt. Við eigum bara að vera hér, til þess að geta boðið Fjöldnis- mönnunum ungu upp á ódýrar laxveiðiár, svo að þeir fái að „upp- lifa ævintýri i lífi sínu“, ef þeim skyldi hugkvæmast að koma hingað í sumarfri, sér til hvíldar og hressingar frá störfum, sem þeir urðu færir um að vinna er- lendis vegna þeirrar menntunar, sem útskerjalýðurinn styrkti þá til að fá. Við erum á réttri leið, og „kemst þótt hgt fari“. Við ætlum ekki að verja fé til þess, að unnt verði að halda uppi Iögboð- inni landkynningu, og það er nú út af fyrir sig gott og blessað, að því er varðar erlenda ferðamenn. Við torveldum íslendingum einn- ig mannsæmandi ferðalög um landið með því að gera skepnum einum náttúrulegt að staldra þar við, sem heilbrigt fólk vill fá að njóta fegurðar og sérkennileika þess lands, sem við byggjum. Og til dæmis um það, hve mikið við leggjum i sölurnar til þess að koma héðan ferðafólki, má nefna, að i sumar greiddi Starfsstúlkna- lagið Sókn um eina milljón króna i utanfararstyrki til félagskvenna sinna, og i lok ágústmánaðar sl. höfðum við varið 826,5 milljónum kr. til utanlandsferða. Við eigum eftir að koma upp ráðuneytinu „til skipulagðrar varnar gegn ferðamönnum". En það kemur áreiðanlega. „Dropinn holar steininn", því þó að Jón hafi grun um. að grein hans gæti verið örugglegar grundvölluð, og lýkur henni þess vegna með því að leita liðs hjá einhverjum, sem sé „betur ritfær“, en sama sinnis, þá þarf hann engu að kvíða. Þeir munu ekki lengi láta hann bíða þeirrar liðveizlu, sem ég er sam- mála um, að honum sé nú nauð- syn á að fá. 23 október 1973.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.