Morgunblaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1973 5 Olafur á að biðjast lausnar fyrirLúðvík HAFT er eftir kunnugum mönnum, að i síðari tíma þing- sögu hafi þingflokkur ekki komið sér í slíka úlfakreppu sem Alþýðubandalagið eftir heim- komu Olafs Jóhannessonar for- sætisráðherra frá viðræðunum í London á dögunum. I einu vet- fangi hefur pólitisk staða komm- únista gjörbreytzt — frá því að vera mjög sterk, að því marki, að þeir hafa orðið að éta ofan i sig stórorðar yfirlýsingar og sam- þykkt'ir og helzti leiðtogi þeirra, Lúðvík Jósepsson, orðið að þola opinbera auðmýkingu af hálfu samstarfsmanna sinna i ríkis- stjórn. Helztu stuðningsmenn og nánustu samstarfsmenn Ólafs Jó- hannessonar í Framsóknarflokkn- um hafa alltaf haldið þvi fram, að bíti hann eitthvað i sig, sé ekki hægt að þoka honum um þuml- ung. Þessir eiginleikar formanns Framsóknarflokksins hafa ekki séð dagsins ljós— fyrr en nú — og því skiljanlegt, að menn hafi verið vantrúaðir á. að þessir eiginleikar væru til í forsætisráð- herranum. En undanfarna daga hefur hann sýnt, að hann getur beygt kommúnista, ef hann vill og einbeitir sér að því viðfangsefni. Því ber að fagna. Uppivöðslusemi kommúnista og undirlægjuháttur framsóknarmanna við þá í ríkis- stjórninni voru orðin óþolandi. Þau rúm tvö ár, sem þessi ríkis- stjórn hefur setið að völdum, hefur það virzt vera helzta boðorð framsóknarmanna að láta undan kommúnistum i einu og öllu. Nú hefur orðið breyting á, og von- andi verður þetta ekki bæði í fyrsta og siðasta skipti, sem forsætisráðherrann tekur á sig rögg. Það er ekki siður þörf á þvi í varnarmálunum en landhélgis- málinu að hann sýni, að hann er húsbóndi á sínu heimili. Enda þótt það hafi vakið alþjóðarathygli síðustu daga, hvernig Alþýðubandalagsmenn hafa verið beygðir og auðmýktir, er ekki siður eftirtektarvert, að sviksemi þeirra og ódrengskapur i samstarfi við aðra hefur komið berlega í ljós að undanförnu. Má mikið vera, ef ráðamenn Fram- sóknarflokksins fara ekki að hugsa sitt mál, eftir að Lúðvík Jósepsson og flokksbræður hans hafa hvað eftir annað reynt að reka rýtinginn í bak Ólafi Jó- hannessyni er hann kom heim úr einni þýðingarmestu för, sem íslenzkur forsætisráðherra hefur tekizt á hendur. Samþykkt A Iþýðubandalagsins Ólafur Jóhannesson kom heim frá London síðari hluta þriðju- dags, 16. október sl. Daginn eftir, miðvikudaginn 17. okt. kl. 11 f.h. kom ríkisstjórnin saman til þess að hlýða á skýrslu forsætisráð- herra um viðræður hans við Edward Heath. Sá fundur stóð eitthvað fram yfir hádegið, en kl. 15.00 þann dag var utanríkis- nefnd Alþingis boðuð til fundar til þess að hlýða á skýrslu Ólafs Jóhannessonar. Kommúnistar þurftu ekki langan tíma til þess að kynna sér skýrslu forsætisráð- herra. Skömmu eftir að ráðherra- fundinum lauk og áður en utan- ríkisnefnd kom saman til fundar, var haldinn fundur í þingflokki Alþýðubandalagsins. Þarvarsam- þykkt ályktun, sem Þjóðviljinn hefur enn ekki birt orðrétta og Alþýðubandalagið hefur enn ekki sent frá sér, en birt hefur verið f heild, bæði í Morgunblaðinu og Alþýðublaðinu. Samþykkt þessi hefst á svofelldum orðum: „Þing- flokkurinn hafnar tillögum Breta algjörlega, sem óaðgengilegum." I þessari fyrstu setningu kemur ódrengskapur Lúðvíks Jóseps- sonar og félaga hans strax í Ijós vegna þess, að það sem þeir kalla „tillögur Breta“ og hafa jaf’nan síðan nefnt því nafni voru í raun nánast orðréttar tillögur, sem Ölafur Jóhannesson, forsætisráð- herra íslands, hafði lagt fram í viðræðunum við Edward Heath að einu atriði undanteknu. Þetta vissi Lúðvík Jósepsson ósköp vel vegna þess, að hann hafði þá haft skýrslu forsætisráðherra' undir höndum nægilega lengi til þess að hafa kynnt sér efni hennar. En með því að tala um „tillögur Breta“, sem í raun voru að mestu Ólafur Jóhannesson — svínbeygði kommúnista. tillögur Ólafs var reynt að koma landráðastimpli á athafnir fs- lenzka forsætisráðherrans í London. Honum var brigzlað um landráð með sama hætti og Lúðvík Jósepsson hefur dundað við að saka Morgunblaðið og þó sérstaklega einn ritstjóra þess um landráð. Þessi samþykkt þing- flokks Alþýðubandalagsins var síðan afhent forustumönnum þingflokka Framsóknarflokksins og SFV áður en flokkar þeirra komu saman til fundar síðdegis þennan sama dag, bersýnilega í því skyni að setja þá strax upp að vegg og ógna þeim með stjórnar- slitum, ef þeir fylgdu ekki afstöðu kommmúnista í málinu. Með þess- ari samþykkt hófust tilraunir Alþýðubandalagsins til þess að stimpla tillögur Ólafs Jóhannes- sonar í London sem „brezkar til- lögur“ og hefur þeirri ófrægingarherferð á hendur Ólafi Jóhannessyni verið haldið áfram siðan. Trúnaður brotinn Skýrsla Ólafs Jóhannessonar var lögð fram í ríkisstjórninni sem trúnaðarmál. Hún var lögð fram í utanríkisnefnd sem trúnaðarmál og hún var afhent öllum þingflokkunum sem trúnaðarmál. Allir þingflokkarnir virtu þennan trúnað, nema Alþýðubandalagið. Fimmtu- daginn 18. október kom Þjóðvilj- inn út með stórárás á Ólaf Jó- hannesson og framlag hans til við- ræðnanna í London. í heims- styrjaldarfyrirsögn á forsíðu sagði Þjóðviljinn: „Tillögur Breta reydust vera úrslitakostir. Þing- flokkur Alþýðubandalagsins hafnaði tillögunum á fundi sinum strax í gærdag.“ í fréttinni voru síðan rakin helztu atriði í sam- komulagsgrundvellirium og athugasemdir þingflokks Alþýðu- bandalagsins við þau. Fullyrt er, að Lúðvik Jósepsson hafi sjálfur skrifað þessa forsíðufrétt í Þjóð- viljann. Bersýnilegt var, að kommúnistar reiknuðu með þvf, að fariðyrði með skýrslu forsætis- ráðherra sem trúnaðarmál í all- marga daga, og þessari forsíðu- frétt var ætlað það hlutverk að æsa almenning upp á móti niður- stöðum Lundúnafundarins með falsi og biekkingum og í skjóli þess, að ekki yrði hægt að hreyfa andmælum að nokkru ráði vegna þeirrar leyndar, sem gera mátti ráð fyrir, að mundi hvila yfir skýrslu forsætisráðherra enn um skeið. Blekkingum og fölsunum forsíðufréttar Lúðvíks var svo fylgt eftir í leiðara Þjóðviljans þennan sama dag. Tveggja ára undirlægjuháttur framsóknarmanna hefur greini- lega sannfært Lúðvík Jósepsson um, að hann gæti gert hvað sem væri, án þess að andmælum yrði hreyft. En i þetta skipti reiknaði hanfi dæmið skakkt. Forsætisráð- herra mun hafa orðið ofsareiður vegna trúnaðarbrots og óheilinda kommúnista. Daginn eftir, föstu- daginn 19. okt„ svaraði hann föls- unum Lúðvíks með því að birta í heild skýrslu sína um Lundúna- viðræðurnar. Það mun næsta fátítt, ef ekki einsdæmi, að slík skýrsla er bírt í heild. A blaða- mannafundinum gerði hann ítarlega grein fyrir helztu þáttum samkomulagsgrundvallarins, sem Lúðvík Jósepsson hafði i ræðu í útvarpsumræðunum kvöldið áður sagt að væri ekki til Með þessum blaðamannafundi voru vopnin slegin úr höndum Lúðvíks og eftir hann átti Alþýðubandalagið um tvennt að velja, að ráðherrar þess segðu af sér, eða að Lúðvík Jósepsson og félagar hans byrjuðu að éta ofan í sig hvert einasta orð, sem þeir höfðu sagt um „brezku tillögurnar". Þeir völdu síðari kostinn og hafa verið önnum kafnir við það síðan að éta hattinn sinn. „ Úrslitakostirnir ” Fróðlegt er að skoða í hverju blekkingar og falsanir Lúðviks Jósepssonar voru fólgnar. Hér að framan var vakin athygli á í hverju föslun nr. 1 var fólgin. í forsíðufréttinhi í Þjóðviljanum hélt Lúðvík því fram, að um „brezkar tillögur" væri að ræða. Hver og einn getur kynnt sér það með samanburði, að sam- komulagsgrundvöllurinn er nán- ast orðréttar tillögur Ólafs Jóhannessonar i London, að einu atriði undanskildu. Fölsun nr. 2 var sú, að þvi var haldið fram, að um úrslitakosti væri að ræða af hálfu Breta. Þótt leitað sé með logandi ljósi i skýrslu Ölafs Jó- hannessonar að sönnun fyrir því, að Bretar hafi sett fram úrslita- kosti, fyrirfinnst hún ekki f þeirri skýrslu. Þess vegna spurði höf- undur þessarar greinar forsætis- ráðherra að því, á blaðamanna- fundinum, hvort það hefði komið fram i munnlegri skýrslu hans til rikisstjórnarinnar eða utanríkis- nefndar, að um úrslitakosti væri að ræða. Ólafur Jóhannesson svaraði því til, að ekki væri hægt að tala um úrslitakosti í þessu sambandi. Það svar sýndi, að heimsstyrjaldarfyrirsögnin á for- síðu Þjóðviljans var uppspuni frá rótum, hrein lygi, sem bókstaf- lega enginn fótur var fyrir. Sfðan hafa forystumenn Alþýðubanda- lagsins verið að éta þessa fullyrð- ingu ofan í sig. Formaður Alþýðu- bandalagsins hefur lýst því yfir að úm ,,misskilning“ haf i verið að ræða. Hvernig skyldi hann hafa orðið til? Þjóðviljinn sagði hins vegar í forystugrein í fyrradag, að Lúðvik Jósepsson — óheilindi hans eru orðin öllum Ijós. „ríkisstjórnin hefði hafnað með samþykkt sinni að líta á tillögur Breta sem úrslitakosti". Þjóðvilj- inn á bersýnilega erfiðara með að kyngja stóru fyrirsögninni en for- maður Alþýðubandalagsins. Hvernig getur rikisstjórn eins lands „hafnað því með sam- þykkt,“ að ríkisstjórn annars lands hafi sett henni úrslitakosti? Sem sagt: þarna var á ferðinni uppspuni —lygi frá rótum. Lögsaga íslendinga I samkomulagsgrundvellinum er tekinn upp svo til orðrétt til- laga Ólafs Jóhannessonar um, hvernig framkvæmd hugsanlegs samkomulags skyldi hagað. Það má heita fullvíst, að á fundi ríkis- stjórnarinnar miðvikudaginn 17. október sl. hafi Ölafur Jóhannes- son verið spurður, hvernig túlka bæri þetta ákvæði, og hann hlýtur að hafa gefið sömu svör við þvi og hann gaf á blaðamannafundinum 19. október. En þótt Lúðvík Jósepssyni hljóti þegar þennan miðvikudag að hafa verið kunnugt um skilning Ölafs Jó- hannessonar á þessu ákvæði, sem var hans eigin tillaga, hirti hann ekkert um þær skýringar, þegar hann ritaði forsiðufréttina i Þjóðviljann daginn eftir. Gegn Af innlendum vettvangi betri vitund reyndi hann að villa um fyrir fólki og sagði: „Bretar munu ekki hafa fallizt á þetta atriði og vilja þeir ekki viður- kenna dómsvald Islendinga yfir brezkum skipum. Liggi það hins vegar ekki ljóst fyrir, að Bretar samþykki okkar lögsögu i fram- kvæmd eru allar loðnar yfir- lýsingar stjórnmálamanna einskis virði og Bretar mundu brjóta samkomul. að vild sinni. Hvað skyldi Lúðvík Jósepsson eiga vio, þegar hann talar um einskis verðar .Joðnar yfirlýsingar stjórnmálamanna"? Þar er hann auðvitað að vísa til þeirra skýringa, sem Ölafur Jóhannes- son hefur gefið á ríkisstjórnar- fundinum um þetta atriði. Forsætisráðherra gerði á blaða- mannafundinum grein fyrir því, hvernig framkvæmd samkomu- lags yrði háttað skv. þeirri tillögu, sem hann lagði fram í London og Bretar féllust á nær óbreytta. Hann sagði, að fslenzkt varðskip, sem kæmi að brezkum togara, er hefði brotið samkomulagið, mundi setja þar út bauju og kalla síðan til brezkt aðstoðarskip, sem skyldi staðfesta staðarákvörðun varðskipsins. Islenzk yfirvöld mundu síðan á grundvelli skýrzlu varðskipsins strika hinn brotlega togara út af skrá yfir þau skip, sem heimild hefðu til veiða á Is- landsmiðum. Það skip væri því gert útlægt frá þessum miðum. Ef Bretar hefðu eitthvað við staðar- ákvörðun varðskipsins að athuga, yrðu þeir að sækja það mál eftir venjulegum diplómatískum leiðum. Öheilindi Lúðvíks Jósepssonar hafa komið einna gleggst fram í sambandi við þetta ákvæði sam- komulagsgrundvallarins en eftir að hafa sagt skýringar Ólafs Jó- hannessonar „einskis verðar“ og „loðnar" hafa hann og Þjóðviljinn einnig étið ofan i sig þessar fals- anir og segjast nú geta fallizt á þetta ákvæði ef Bretarviljifallast á skilning forsætisráðherra á þvf. Gildistíminn í skýrslu forsætisráðherra um viðræðurnar í London, kemur fram, að hann hefur þegar í upp- hafi lagt til, að gildistfmi bráða- birgðasamkomulags yrði 1V4-2 ár. Auðviíað hafa Bretar tekið hann á orðinu, er hann nefnir tvö ár og er sá gildistimi tekinn upp í sam- komulagsgrundvellinum. I for- síðufréttinni í Þjóðviljanum þarf Lúðvík auðvitað að reyna að falsa þetta eins og annað og segir, að Bretar hafi lagt til tveggja ára gildistíma. A blaðamannafundinum visaði Ólafur Jóhannesson hinsvegartil þess, að í tilboði Islendinga f maí- mánuði sl. hefði verið gert ráð fyrir tveggja ára samningstima og jafnframt sagði forsætisráðherra. að í öllum umræðum um þessi mál hefði verið gengið út frá þvf, að gildistimi samkomulags væri frá undirskrift samninga. Lúðvík hefur hins vegar leikið tveim skjöldumvarðandi gildistímannÁ fundi rikisstjórnarinnar 23. október sl. var gerð ákveðin sam- þykkt um meðferð landhelgis- málsins og í fréttatilkynningu að loknum fundinum sagði svo: „Rfkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að láta vinna að sam- komulagsuppkasti um bráða- birgðalausn landhelgisdeilunnar við Breta á grundvelli skýrslu for- sætisráðherra frá 17. þ.m. Um leið skal reynt að fá fram æskilegar lagfæringar til samræmis við til- lögur forsætisráðherra Islands á Lundúnafundinum og viðunandi Framhald á bls. 22. UOÐVIUINN FimnUuitagur IS. október 1973. —3S. árg. —239- tbl. KÚPAVOGSl APÖTEK „Tillögur” Breta reyndust vera XJRSLTT AKOSTIR! Þingflokkur AIþrdubandalagsins hafnaði tillögunum á fundi sinum strax í gœrdag ólai-jr Jóhanncswn, lor- London- SEM vin TiHiymt: A:þ$Sul>»mU:>sm lendinqít VftfAi að s»m- satisroðherra, greindi TRUNAOARMAL. þannig irtin þykK|» eða baina tillögun rikisstjorninni i garmorgun að engin efnisatriði úr til- tni tnriJ smSicii »■"]*£ * um sé um neina fr» niðurytöðum viðr»ðr.. löqum Brefa hata verið bUSiS K«-iur «k>i tr» aðra moguleika að r*ð». Ekki bara ólögleg Forsfða Þjóðviljans 18. okt. s.I. með forsíðufréttinni er Lúðvfk skrifaði sjálfur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.