Morgunblaðið - 27.10.1973, Page 18

Morgunblaðið - 27.10.1973, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1973 Nvi Kyndill við Ægisgarð í Reykjavík. Ljósm. Mbl. Sv. Þorm. 100 þúsund tonn á ári með Kyndli NYTT olíuflutningaskip i eigu Oliuverzlunar íslands og Olíu- félagsins Skeljungs hefur leyst gamla olíuskipið Kyndil af hólmi. Nýja skipið ber einnig nafnið Kyndill og fer það sína fyrstu ferð frá Reykjavík í dag, en fyrsta viðkomuhöfn á Islandi var Akur- eyri, en þangað fór skipið með gasolíu. Félögin tvö hafa haft samvinnu um olfuflutninga á hafnir lands- ins um 18 ára skeið. Að sögn Gunnars Guðjónssonar stjórnar- formanns Olíuverzlunar Islands hefur sú samvinna verið með ágætum. Gamli Kyndill var 920 tonn að stærð, en sá nýi er 1220 lestir. Kostaði skipið 63 millj. kr. og er 5 ára gamalt, en það gamla var selt á 10 millj. kr. til brezks fyrirtækis, sem er skrásett í Panama. Gamli Kyndill flutti yfirleitt um 100 þús. tonn af olíu á ári til hafna landsins. Nýja skipið er mjög vel búið og m.a. eru í því 4 farmdælur og rörakerfi er gert fyrir dælingu á þremur aðskild- um tegundum samtímis. Skipið gengur 12 mflur og á því að geta flutt miklu meira en gamla skipið sem bæði var minna og gekk að- eins 9 mílur. Útgerðastjórn skips- ins annast Gunnar Guðjónsson s.f. fyrir hönd eigenda. Þá er i skipinu mjög fullkomið hitunarkerfi til þess að hita upp farm skipsins. Gunnar Guðjónsson kvað skipið keypt til þess að auka olíuflutn- inga út um land vegna tilkomu nýrra skipa i fiskveiðiflotanum og að auki er gert ráð fyrir að skip- ið flytji lýsisfarma. Ekið á kyrr- stæða bíla UNDANFARNA daga hefur verið allnokkuð um ákeyrslur á kyrr- stæða bíla í Reykjavík, en tjón- valdar hafa síðan ekið á brott án þess að tilkynna um ákeyrsluna. Þeir, sem kynnu að geta gefið upplýsingar um þessar ákeyrslur, eru beðnir að láta lögregluna vita. A fimmtudaginn kl. 08 — 17 var ekið á nýja, mosagræna Saab-bif reið, R-14248, á bifreiðastæðinu norðan við Tiarnarbúð (Odd- Kynna SÞ í skólum I TILEFNI dags Sameinuðu þjóð- anna 24. október, gekkst félag Sameinuðu þjóðanna á Islandi að venju fyrir fræðslu um samtökin í skólum í Reykjavík og Kópavogi og fengu sex fyrirlesara til að fræða efri bekki skólanna um Sameinuðu þjóðirnar. Fyrirlesarar félagsins voru Björn Þorsteinsson, Elín Pálma- dóttir, Guðmundur S. Aifreðsson, Guðmundur Birkir Þorkelsson, Helgi Skúli Kjartansson og Þor- steinn Jónsson. Þá kom utanríkisráðherra Einar Ágústsson í Menntaskólann í Hamrahlið og talaði um Samein- uðu þjóðirnar. fellow-húsið) og vinstra aftur- brettið dældað og rispað. Á miðvikudag kl. 13 — 16.30 var ekið á dökkgráa Fiat-bifreið, R-27530, gegnt húsunum nr. 6—8 við Bárugötu og báðar hurðir vinstra megin mikið dældaðar. Á þriðjudag kl. 18—23.30 var ekið á rauða Fiat-bifreið, Y-1419, við verzlunina Herjólf í Skipholti og eitt brettið dældað. Á þriðjudag eða miðvikudag var ekið á bláa Mercedes Benz-bif- reið, Y-1009, á stæði Borgartúns- megin við Skúlatún 2 og fram- hurð og bretti vinstra megin allt klesst. Líkur benda til, að tjóninu hafi valdið stór bifreið, sem var að beygjainn á Skúlatúnið. A þriðjudags- eða miðvikudags- kvöld var ekið á rauða Fiat- bifreið, R-1815, á stæði við veitingahúsið við Borgartún (Klúbbinn) og kistulokið eyði- lagt. Lögreglukonur hylja leggi sína Osló — NTB NORSKAR lögreglukonur hafa nú fengið leyfi yfirvalda til að vera í buxum en ekki pilsum, og verða nýju einkennisbúningarnir tilbúnir bráðlega. Lögreglukonur í Noregi hafa árum saman barizt fyrir þvf, að fá að vera í buxum, þar eð pilsin vilji gjarnan flækj- ast fyrir þeim í starfi og gera þeim lífið leitt á ýmsan hátt. — Hringurinn þrengist Framhald á bls. 1 hermönnum í A-Evrópu skipað að vera viðbúnum strax eftir helg- ina, og 40 sovézk skip bættust við Miðjarðarhafsflota Sovétrikj- anna, og taldi hann þá alls 85 skíp. Töldu Bandaríkjamenn flest benda til þess, að Sovétr. hefðu ákveðið einhliða að senda her- sveitir til Egyptal. Þetta hefði einnig að vissu marki verið staðfest i orðsendingu Dobrynins, sendiherra Sovétríkjanna í Wash- ington, til Henry Kissinger utan- ríkisráðherra. Tilgangurinn með að fyrirskipa þennan hernaðar- viðbúnað hafi verið að vara Sovét- stjórnin við þvi, að Bandaríkja- menn myndu ekki líða sovézkt herlið í Egyptalandi. Fréttaritarar segja, að þessi ákvörðun hafi borið tilætlaðan árangur og Sovétstjórnin aðeins sent 100 manna óvopnaða eftir- litssveit. Ekki er vitað, hvort hér er um að ræða hermenn, en þeir voru borgaralega klæddir við komuna til Kairó. Fréttir í dag benda til, að lítið hafi verið um átök milli Israela og Araba í dag, fyrir utan fréttirnar frá Israelum um, að Egyptar hafi reynt að brjótast út úr gildrunni við Súezskurð. BANDARlKJAMENN GAGNRVNA NATO Bandaríkjamenn hafa gagnrýnt suma bandamenn sína í NATO harðlega fyrir að hafa tekið hreina afstöðu gegn sér á mestu spennutímunum undanfamar vikur. Kom þetta fram á fundi með fréttamönnum hjá banda- ríska varnarmálaráðuneytinu í dag, og sagði talsmaður þess, McCloskey, að Bandaríkjastjórn hygðist kanna rækilega allar hliðar „afstöðu Evrópurikja" meðan á striðinu stóð, með tilliti til framtíðartengsla Bandarikj- anna við Atlantshafsbandalagið. Fregnir eru uppi um, að tyrknesk yfirvöld hafi leyft sovézkum her- flutningavélum að fljúga yfir Tyrkland á leiðinni frá Sovét- ríkjunum til Sýrlands, en bannað fiug bandarískra herflugvéla á leið til Israels. — Viðlagasjóður Framhald af bls. 32 brunabótamat fasteignanna er lagt til grundvallar, en greiðslum er skipt á 4 mánuði — hin fyrsta nú í október, þá 1. janúar, 1. apríl og 1. júlf. I þessari lotu ná greiðslur aðeins til húsa, sem talin hafa verið algjörlega ónýt, en mats- menn hafa þegar ákvarðað um 300 hús í Vestmannaeyjakaupstað algjörlega ónýt. Önnur 124 hús hafa verið flokkuð sem vafahús, en matsmenn hafa þegar kannað skemmdir í 80 húsum í þessum flokki og reyndust 14 þeirra al- gerlega ónýt. Þá sagði Hallgrímur, að nú væri að mestu lokið matsgerð á bif- reiðum Vestmannaeyinga, er sjcemmdust meira eða minna vegna eldgossins. Matið náði til 700-800 bifreiða, og eðlilega voru tjónagreiðslur vegna þeirra mis- miklar, en Hallgrímur kvað endanlega tjónaupphæð ekki enn liggja fyrir. Þá hafa verið greiddar bætur vegna innbúa, sem ýmist urðu fyrir skemmdum eða misfórust. Viðlagasjóði bárust 1200 um- sóknír vegna bóta af þessu tagi, og er nú búið að meta og greiða bætur vegna 631 innbús, en ósóttar eru bætur vegna 98 inn- búa. Viðlagasjóður hefur varið samtals um 94 milljónum króna vegna þessara bóta, en heildar- fjárhæð bóta vegna innbúa er áætluð um 200 milljónir. Hallgrímur sagði, að Viðlaga- sjóður hefði áætlað að alis muni bætur vegna þessara þriggja liða — þ.e. fasteigna, bifreiða og inn- búa — nema milli 1,8 - 2 millj- örðum króna. — Egyptar Framhald á bls. 15. af annarri. Egyptar höfðu i fyrstu gert lítið úr víkinga- sveitunum, en nú sáu þeir, hvert stefndi, og þá byrjuðu þeir ákaft að biðja um vopna- hlé. Egyptar hafa öllu að tapa Egyptar hafa öllu að tapa, ef stríðinu verður haldið áfram. ísraelar ráða lögum og lofum á vesturbakkanum og hafa ger- samlega króað af allan þriðja her Egypta, sem komst yfir á austurbakkann á fyrstu dögum stríðsins. I honum eru um 20 þúsund menn og mörg hundruð skriðdrekar. Annar herinn hefur enga möguleika á að koma honum til hjálpar og hann er svo illa farinn, að ísraelar eru farnir að senda honum blóðvatn og sjúkragögn. Hvað þýðir koma Rússa? Rússar hafa nú sent lið til Miðausturlanda, þvert ofan i samþykkt, sem þeir studdu sjálfir í öryggisráðinu í gær (fimmtudag) þess efnis, að hvorki þeir né Bandarikjamenn skyldu eiga þátt í friðargæslu- sveitum, sem sendar yrðu. Það verður þó að teljast mjög ólík- legt, að til átaka komi milli rússneskra og israelskra her- manna. Sameinuðu þjóðirnar flytja nú friðargæslusveítir sínar sem hraðast á vettvang, og það má búast við, að bar- dögum verði hætt innan skamms, enda hefur verið hijótt á vígstöðvunum síðasta sólarhring. En þá er eftir að semja, og það getur orðið erfitt. Egyptar vilja sjálfsagt mikið til vinna að halda í það land, sem annar herinn ræður yfir á austurbakkanum. En Israelar ráða yfir miklu stærra land- svæði i Egyptalandi auk þess sem þeir hafa þriðja herinn króaðan af og hafa tekið góðan skika af Sýrlandi. Israel hefur beðið mikið tjón í þessu stríði, þvi hver maður er þeim dýr- mætur, auk þess sem efna- hagur landsins hefur beðið mikinn hnekki. Þeir verða því áreiðanlega erfiðir viðureignar í samningaviðræðunum. — ót. — Fíkniefnamál Framhald af bls. 32 efnanna lægju fyrst og fremst til Reykjavíkur og nágrennis, sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem lægju fyrir, en þó væri jafnan reiknað með þeim möguleika, að efnið væri flutt inn á öðrum stöð- um. Að lokum var Ásgeir spurður, hvort búast mætti við, að til tið- inda drægi á næstunni, í ljósi þess, að hringurinn um dreifingaraðilana hefði þrengzt. „Það er barizt frá degi til dags,“ svaraði Ásgeir. — Gagntillögur Framhald af bls. 3. endasambandsins er um verðlags- uppbætur á laun: „Samið verði um breytingar á verðlagsupp- bótum á laun, í því skyni að hamla gegn víxlhækkunum verðlags og kaupgjalds. Þessi krafa vinnu- veitenda er ef til vill mest. Allir hafa að undanförnu verið sam- mála um, að breytinga sé þörf á skipan verðlagsuppbótar, en ef til vill reynist erfitt að ná samkomu- lagi, þar sem hér er um mjög viðkvæmt mál að ræða. I fasta- nefnd aðílja vinnumarkaðarins hefur þetta verið rætt og hafa mörg atriði skýrzt, sem áður hafa verið óljós. Málið er þó flókið. Vinnuveitendur vilja fá fastar reglur um vaktavinnufyrirkomu- iag. Sjöundi liðurinn fjaliar um það: „Samið verði um almennar heimildir vinnuveitenda til að taka upp vaktafyrirkomulag í rekstri sínum. Vaktaálag verði ákveðið samkvæmt föstum fyrir- fram settum reglum.“ Áttundi liðurinn skýrir sig sjálfur: „Samið verði samkvæmt heimild í orlofslögum um skipt- ingu orlofs fyrir þær starfs- greinar, sem starfa að árstíða- bundum verkefnum.“ Níundi liður tiliagna vinnu- veitenda hljóðar svo: „Samið verði um að ekki verði greitt kaup fyrir 2 — 3 fyrstu dagana í veikindatilfellum, sem vara skemmri tíma en tvær vikur. Greiðsla miðist við dagvinnu- kaup, enda verði greiðslutímabil lengt í veikindatilfellum. Greiðslur þessar komi að öllu leyti í stað ákvæða um veikinda- rétt í lögum no. 16 frá 1958.“ Reynslan hefur sýnt, að töluvert mikið er um það, að menn séu veikir f einn, tvo eða þrjá daga. Ef vinnuveitendur þurfa eigi að greiða kaup fyrir þessa daga, telja þeir sig geta lengt þann tíma, sem greiddir eru veikindadag- peningar. Tíundi liður fjallar um matar- tíma: „Heimilt skal að veita hádegismatartíma á tímabilinu 11.30 til 13.30, þó eigi skemmri en 30 mfnútur og telst hann eigi til vinnutíma. Þar sem starfsfólk hefur aðgang að mötuneyti á vinnustað verði matartímar í yfir- vinnu 30 mínútur. „Þessi tillaga er aðallega sett fram vegna þess, að þar sem margt starfsfólk vinnur, hefur reynzt erfitt að láta alla borða á sama tíma í mötu- neyti vinnustaðarins. Yrði hagræðing við tilfærslu matar- tíma launþegum eigi síður en vinnuveitendum í hag. Ellefti liður fjallar um samstarfsnefndir: „Unnið verði að gerð samnings um samstarfs- nefndir í fyrirtækjum." Vinnu- veitendur telja að siíkar sam- starfsnefndir hafi gefizt vel á Norðurlöndum og þvf vilji þeir nú reyna það form hér. Tólfti liður fjallar um stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs: „Vinnuveitendur fái fulltrúa í stjórn Atvinnuleysistrygginga- sjóðs til jafns við launþega og athugað verði um aukið verksvið hans.“ Þegar upphaflega var samið um skipan í stjórn þessa sjóðs var jafnvægi á milli aðiia vinnumarkaðarins. Báðir aðilar áttu einn fulltrúa í stjórninni. 1957 var bætt við einum fulltrúa frá Alþýðusambandinu og 'vilja vinnuveitendur nú að metin séu á ný jöfnuð. Þrettándi liður fjallar um gagn- kvæm öryggisatriði, sem báðum aðilum ætti að koma vel: „Samið verði um heimild til þess að beita tafarlausri brottvikningu úr starfi, ef verkafólk notar ekki þann öryggisbúnað, sem lagður er til á vinnustað og getið er um i reglugerðum og samningum. Sama gildir um brot á settum öryggisreglum á vinnustað." Fjórtándi liður er svohljóðandi: „Heimilt er vinnuveitenda að greiða kaúp með ávfsun eða greiðslu inn á reikning viðkom- andi starfsmanns í banka.“ Fimmtándi liður á að tryggja það, að byrjendur í starfi ráðist ekki til trúnaðarmannsstarfa: „Til trúnaðarmannastarfa verði valdir menn, sem starfað hafa tvö ár eða meira hjá hlutaðeigendi vinnuveitenda sé þess kostur.“ Sextándi liður hijóðar svo: „Gerður verði rammasamningur um gerð ákvæðisvinnutaxta, vinnuaðferðir við uppbyggingu þeirra, leiðréttingu þeirra og við- hald (Tímamælingar o.fl.).“ Þessi liður á að mati vinnuveit- enda að koma í veg fyrir, að ósam- ræmi skapist milli starfshópa og að sumir fái meira en aðrir. I þessu sambandi má ef til vill benda á byggingariðnaðinn, þar sem víða er pottur brotinn í þessum efnum. Sautjándi liðru tillagna vinnu- veitenda segir: „Samræmd verði flutningalínumörk þannig, að þau miðist við ákveðnar vegalengdir svo hægt verði að nota viðmið- unina hvar sem er á landinu. Jafnframt verði felld niður hlið- stæð ákvæði f samningum, er miðuð eru við bæjarmörk, kenni- leiti eða hreppaskil." Vinnu- veitendasambandið telur að þau ákvæði, sem gilt hafa, séu með öllu úrelt og tími sé til kominn að endurskoða þau. Atjándi liður er svohljóðandi: „Samið verði um ákveðnar greiðslur fyrir málsverði, sem miðaðar verði við einn ákveðinn launataxta og breytist í samræmi við hann.“ Nítjándi liður er: „Samræmd verði fríðindaákvæði varðandi yfirvinnu. Aldrei verði greidd næturvinna auk dagvinnukaups næsta dag, nema fyrir þá tíma, sem vantar upp á 8 klst. hvild.“ Tuttugasti liður er svo: „Lengd kaffitíma verði eins hjá öllum starfsgreinum. Kaffitimi að lok- inni dagvinnu falli niður.“ Tuttugasti og fyrsti liður til- lagna Vinnuveitendasambands Islands er svohljóðandi: „Aukahelgidögum verði fækkað.“ Vinnuveitendasam- bandið heldur því fram, að auka- helgidagar séu fleiri á íslandi en meðal annarra þjóða. Næsti samningafundur hefur verið boðaður mánudaginn 5. nóv- ember.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.