Morgunblaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1973 15 Egyptar haf a öllu að tapa í lengra stríði Eftir Óla Tynes ISRAELAR eru nú alls ráðandi á Suesvígstöðvunum. Áköf hjálparbeiðni Sadats, til Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna sýn- ir, að hann gerir sér fulla grein fyrirþessu. Hann hefur jafnvel viðurkennt það að nokkru leyti fyrir þjóð sinni: „Þetta eru efiðir dagar fyrir Egyptaland. Ekki eins og fyrstu dagar stríðsins." Enn frekari sönnun er, að Sovétríkin hafa nú sent sveitir niður til Miðausturlanda til að reyna að pressa í gegn vopna- hlé og taka þá áhættu að lenda f útistöðum við Bandarikin. Rússum er mikið í mun að halda góðu samkomulagi við Bandaríkin þessa dagana og það, að þeir skuli samt senda sveitir á vettvang, sýnir, hve gífurlega mikið er í húfi. Að endurheimta heiður sinn Egyptar og reyndar allar Arabaþjóðirnar, sem tekið hafa þátt í átökunum, hafa barist af fádæma hreysti og aldrei hafa neinar þjóðir haft jafn mikla þörf fyrir uppreisn i eigin aug- um og umheimsins. Arabar meta persónulegan heiður sinn meira en flest annað í heiminum, og hinn hroðalegi ósigur 1967 hefur hvílt á þeim eins og mara. Það hefur verið þeim meira til- finningamál en við Vestur- landabúar getum gert okkur grein fyrir, að Israelar skuli hafa ráðið landsvæðum þeim, sem þeir hertóku í sex daga striðinu. Voru að vinna mikinn sigur A fyrstu vikum stríðsins var allt útlit fyrir að Arabaþjóðirn- ar væru að vinna mikinn sigur. Það var að vísu aldrei von til þess, að þeim tækist að ná her- teknu svæðunum öllum úr höndum Israela, en það eitt að þær gátu staðið í ísraelsku víg- vélinni og að viðurkennt var að þær börðust af hörku og hugrekki var mikill sig- ur út af fyrir sig. Ef Aröb- um hefði tekizt að halda landræmunni, sem þeir náðu í upphafi á austurbakka Sues- skurðar, þar til vopnahlé var samið, hefðu Egyptar líklega náð tilgangi sínum. Þess vegna eru Rússar nú komnir á vett- vang; til að reyna að fá átökin stöðvuð, áður en ísraelar ger- samlega sundra egypsku herjunum. Hvers vegna var stríðið svona langt? Við höfum átt því að venjast að átök milli Araba og Israela væru skammvinn og færu mjög á einn veg. Hvað brást þá í þetta skipti? Israelsk stjórn- völd segja, að þau hafi verið að sækjast eftir pólitískum ávinningi með því að leyfa Aröbum að hefja stríðið; þá gæti enginn sakað Israel um árásarstefnu, eins og gert var eftir leifturstriðin 1956 og 1967. Þetta var mikil áhætta, sem á áreiðanlega eftir að hafa miklar pólitiskar afleiðingar i Israel sjálfu. En þrátt fyrir allar fullyrðingar stjórnvalda, er augljóst, að baráttustyrkur og þrek arabisku herjanna kom þeim gersamlega i opna skjöldu. Miklar birgðir nvrra vopna Annað, sem kom á óvart, var hið gífurlega magn nýrra full- kominna vopna, sem Egyptar réðu yfir. Ratsjárstýrðar loft- varnaeldflaugar af nýrri gerð og eldflaugar til að granda skriðdrekum gerðu mikinn usla i liði Israela fyrstu daga stríðs- ins. Israelar eru snillingar í skriðdrekahernaði og kunna flestum betur að beita saman skriðdrekum og flugvélum, þannig að úr verði nánast óstöðvandi vígvél. Þeir voru því mjög slegnir, þegar Egyptar ekki aðeins stöðvuðu hana, heldur hröktu hana til baka með eldflaugaregni sinu. Aðaláhersla lögð á Golan hæðir Raunar tefldu Israelar ekki fram miklu liði á Sinai skaga á fyrstu vikum orrustunnar. Þeir lögðu aðaláherslu á að hrekja Sýrlendinga frá Golan hæðum, því þær eru mun nær landa- mærum ísraels en hersveitir Egypta á Sinaiskaga og þvi var langmestu liði beitt þar. Það gekk líka tiltölulega fljótt að hrekja Sýrlendinga yfir landa- mærin, þrátt fyrir það að þeir berðust hetjulega og fengju aðstoð frá mörgum öðrum Arabaríkjum. Egyptar samt mikið vandamál Engu að siður áttu þeir í erfiðleikum á Sinaiskaga jafn- vel eftir að liðsauki fór að berast niðureftir. Egyptar höfðu víggirt sig rammlega og undir „eldflaugaregnhlíf", sem hindraði athafnir ísraelska flughersins, biðu þeir með skriðdrekaeldflaugar sínar og ofurefli liðs eftir, að tsraelar þreyttust á áhlaupum sinum og mannfall og hergagnatjón þeirra yrði svo mikið, að þeir neyddust til að semja vopnahlé, meðan Egyptar héldu stöðvum sinum á austurbakkanum. Hefðu átt að vita betur Þetta var sama að- ferðin og Nasser hugðist beita eftir sex daga striðið, þegar hann kvaðst ætla í „þreytustríð“ við Israel, og treysti þar á, að mannfjöldi mundi ráða úrslitum að lokum. Þeir hefðu betur munað, hvernig það gekk: ísraelar vilja sjálfir velja vigvelli og bardaga- aðferðir. Gagnstætt Aröbum, sem hafa fengið þjálfun sina hjá Rúss- um, er ísraelska herstjórnin ákaflega sveigjanleg. Þegar hún uppgötvaði, að hún gat ekki rekið Egypta yfir skurðinn með beinum árásum nema með mannfalli, sem ekki var hægt að sætta sig við, var strax breytt um aðferð. Víkingasveitirnar sendar fram Litlar skriðdrekasveitir voru sendar meðfram víglfnu Egypta til að kanna hana og beindist athyglin einkum að svæði milli annars og þriðja hers Egypta, við Great Bitter Lake. Þar fannst veikur punktur, ög þá var stormað af stað. Fáir herir í heiminum geta farið jafnt hratt yfir og sá ísraelski, enda kom það í ljós nú. Á nokkrum klukkustundum höfðu þeir rutt egypsku varnarsveitunum úr vegi og fleytt tuttugu skrið- drekum og nokkur hundruð mönnum úr víkingasveitunum yfir, á flekum, sem voru smíðaðir í snarhasti. Skrið- drekasveit og nokkurt lið varð eftir á austurbakkanum til að verja leiðina yfir, og áður en langt um leið, dreif að hverja skriðdrekasveitina eftir aðra. Brúm var skellt yfir skurðinn og skriðdrekarnir og fótgöngu- liðið byrjaði að streyma yfir. Eyðileggið eld- flaugastöðvarnar Á meðan þessu fór fram, héldu víkingarsveitirnar á fullri ferð inn í landið. Dag- skipunin var einföld: „Evði- leggið loftvarnaeldflauga- stöðvarnar." Sveitirnar fóru svo hratt yfir, að egypskar skriðdrekasveitir sem sendar voru á móti þeim, komust ekki í nánd við þær. Svo byrjuðu þær að ráðast á hverja eldflauga- stöðina af annarri. Þeim barst brátt liðsauki, því á skömmum tíma höfðu Israelar flutt 15 þúsund manna lið og 200 skrið- dreka yfir brýrnar. Það leið ekki á löngu, þar til töluvert skarð hafði verið höggvið í eld- flaugavarnarkerfið og þá kom israelski flugherinn á vettvang. Hann átti harma að hefna og árásirnar voru harðar og grimmdariegar. Egyptar vissu, að ef flugherinn fengi að leika lausum hala, væri allt tapað, og í örvæntingu var egypska flug- hernum teflt fram, en hann hafði lengst af beðið að baki eldflauganna. Þurrkaðar út Israelsku flugmennirnir höfðu haft litlar varnir gegn eldflaugunum, en gegn flugvél- um var þeim ekkert að van- búnaði. Tugir egypskra véla voru skotnar niður, heilar flug- sveitir þurrkaðar út. Israelar gátu nú barist eins og þeim fellúr best; sífellt á hreyfingu og algerlega óútreiknanlegir. Þeir sóttu fram eftir vestur- bakkanum eins og eldur í sinu og lokuðu hverri birgðaleiðinni Framhald á bls. 18 Landbúnaðar- ráðherra USA sætir rannsókn Washington 26. okt. AP. LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA Bandaríkjanna. Earl L. Butz, sætir nú rannsókn vegna meintra tilrauna til að hafa áhrif á opin- bera viðskiptanefnd í pólitfskum tilgangi, að þvf er blaðið Wash- ington Star-News hefur í dag eftir öruggum heimildum. Butz sagði sjálfur í dag, að honum væri kunnugt um rannsóknina og kall- aði hana „veiðitúr þar sem um 60 lögfræðingar eru að snudda eftir fangi“. Butz sagði í sjónvarpsþætti, að rannsóknin hefði verið sett í gang að frumkvæði Archibalds Cox, þá- verandi saksóknara i Watergate- málinu, og skrifstofu hans. Sagði Butz, að hún væri „önnur sönnun þess, hversu afvegaleidd rann- sókn Cox var orðin og komin langt frá ætlunarværki sinu um að kanna Watergate-málið." Washington Star-News segir í frétt sinni, að rannsóknin beinist að því, þegar eitt af stærstu vín- fyrirtækjum Bandaríkjanna, Heublein Inc., yfirtók árið 1969 samvinnufélag vínframleiðenda i Kaliforníu, sem hét United Vint- ners Inc. Vorið 1972 var viðskipta- nefnd alrikisins bent á, að hér væri um ólöglegar viðskiptatak- markanir að ræða, og að gera ætti formlega kæru í málinu. Segir blaðið, að Butz hafi haft samband við alríkisnefndina, áður en henni hefði gefizt tími til að hefja rannsóknina og beðið formann hennar, Miles Kirk- patrick, um að fresta þvi að gera nokkuð í málinu, þar til forseta- kosningarar væru afstaðnar, þar eð það kynni að minnka mögu- Earl Butz — mjólkaði hann Ifka bandaríska stjórnkerfið f póli- tfskum tilgangi? leika Nixons forseta i kosning- unum í Kaliforníu. Segir blaðið, að Kirkpatrick hafi brugðist ókvæða við þessari málaleitan. Bandarísk lög kveða svo á, að sérhver tilraun til „að hafa áhrif á, hindra eða torvelda" löglega rannsókn alríkisstofnunar sé glæpsamleg. Butz sagði í dag, að hann hefði haft samband við alrikisnefndina „til þess að gæta málstaðar samkeppninnar og halda opinni markaðsleið frá- bærrar kalifornískrar fram- leiðsluvöru." Butz sagði að málið ætti ekkert skylt við stjórnmál. Orsakir flug- slyssins ókunnar Julianehaab, 26. október. Frá fréttaritara Mbl. Henrik Lund: FLUGSLYSIÐ undan Vestur- Grænlandi kostaði 15 manns lffið, —■ 12 farþega og þriggja manna áhöfn Sikorski-þyrlu Grænlands- flugs. Þyrlan var á Ieið frá Godt- haab til Julianehaab, og hrapaði f sjóinn um 10 mfnútum eftir flug- tak. Meðal farþeganna 12 voru Vændiskonur í vígaham San Fransisco — AP VÆNDISKONUR og stuðnings- flokkar þeirra hafa undanfarið haldið mikla mótmælafundi í San Fransisco og er ástæðan vítaverð framkoma lögreglu borgarinnar varðandi handtökuaðgerðir í vændismálum, svo og óréttlát lög- gjöf um vændi, að því er formæl- andi Vændiskvenna, Margo St. Ja- mes, segir. Formælandinn segist sjálf vera vændiskona á eftirlaun- um, og að samtökin, sem að mót- mælunum standa, telji um eitt þúsund félagskonur um landið allt. tveir af meðlimum grænlenzka Iandsráðsins, sem voru á leið heim af haustfundi ráðsins. Or- sakir slyssins eru mönnum enn ráðgáta. Landsráðsmennirnir tveir, sem fórust voru Johan Knudsen frá Narssaq og Jörgen Poulsen frá Nanortaiik. Þriðji meðlimurinn hafði ætlað að taka sér far, en frestaði því á síðustu stundu. Flugstjóri vélarinnar var norsk- ur, Bjarne Johan Hammer, að- stoðarflugmaðurinn og vélstjór- inn voru danskir, en farþegarnir voru bæði Danir og Grænlending- ar. Slysið hefur valdið óhug meðal fólks i Grænlandi, en þetta er alvarlegasta slys, sem komið hef- ur fyrir grænlenzka flugvél. Flaggað er í hálfa stöng á öllum opinberum byggingum. Skýrði stöðuna í landhelgis- málinu Aukabing Norðurlandaráðs: ------ Stuðningur við íslenzkan málstað Stokkhólmi, 26. október. Frá Birni Jóhannssvni: TVEIR norrænir ráðherrar minntust á landhelgismálið f ræð- um sínum á aukaþingi Norður- landaráðs I dag. Samgöngumála- ráðherra Finna, Pekka Tarjanne, sagði, að hann vildi tilkynna hinni fslenzku bræðraþjóð, að menn vonuðust nú til þess, að viðunandi lausn fengist á vanda- málunum, sem fylgdu f kjölfar útfærslu landhelginnar. Tarjanne sagði, að Finnland hefði fullan skilning á mikilvægi fiskveiða fyrir Island og hefði margoft lýst stuðningi við stefnu Islands, þótt þeir hefðu lýst von sinni um, að samningaleiðin leiddi til friðsamlegrarlausnar. Danski ráðherrann Ivar Nör- gaard, sem fer með utanríkisvið- skiptamál, sagði, að nú væri það aðeins Island eitt, sem ætti eftir að fá lausn á vandamálunum í samningunum við Efnahags- bandalag Evrópu, en Nörgaard er nú formaður ráðherranefndar EBE. Hann sagði, að tollaivilnan- ir fyrir fiskafurðir Islendinga kæmu ekki til framkvæmda, fyrr en lausn hefði fengizt á land- helgisdeilunni. Nörgaard sagði, að danska rikis- stjórnin teldi það skyldu sína að vinna á allan hátt að framgangi íslenzkra hagsmuna og nú væri góð von um, að síðustu atburðir í landhelgisdeilunni mundu auð- velda lausn, sem fullnægði Is- lendingum. Ivar Nörgaard sagði, að innan EBE hefði verið fjallað sérstak- lega um vandamál sjávarútvegs- ins á Norður-Atlantshafi. Danir hefðu gert ákveðnar tillögur um lausn í ráðherranefnd bandalags- ins. Að sjálfsögðu hugsuðu Danir fyrst og fremst um hagsmuni Færeyja og Grænlands, en þeir hefðu ekki látið hjá líða að vekja athygli á hinum sérstæðu vanda- málum Islandsog Norður-Noregs. Stokkhólmi 26. okt. Frá Birni Jóhannssyni: FORSÆTISRÁÐHERRAR Norðurlanda, þeir Ölafur Jóhannesson, Olof Palme, Anker Jörgensen, Kalevi Sorsa og Trygvæ Bratteli héldu með sér fund í dag i sambandi við auka- þing Norðurlandaráðs. Ölafur Jó- hannesson tjáði Morgunblaðinu, að hann hefði skýrt stöðuna í landhelgismálinu nú, eftir að samningsgrundvöllur hefði feng- ist við Breta. Á fundi forsætisráðherranna skýrði Anker Jörgensen þeim frá heimsókn sinni til Rússlands ný- verið. Að öðru leyti hefur lítið verið látið uppi um umræðuefni ráðherranna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.