Morgunblaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1973 fclk í fréttum SKREYTINGALIST * CURD JURGENS HÆTTI VIÐ AÐ SKILJA Þýzki leikarinn Curd Jiirgens og fjórða eiginkona hans, fyrir- sætan Simone Boucheron, sem er af frönskum uppruna, tóku saman á ný rétt áður en þau skyldu mæta fyrir rétti í Sviss vegna skilnaðaróska þeirra. Skilnaðarmálið hafði hafizt eftir að fregnir komu í blöðum um ástarsamband frúarinnar og grísira kvikmyndagerðarmanns. Curd o,g frú hafa verið gift í 15 ár. TVEIR HRINGAR „Þetta var tveggja hringa hjónavígsla," sagði grínistinn Red Skelton við fréttamenn, sem voru að spyrja hann um giftingu hans og Lothian Toland f San Francisco á dögunum. „Við vor- um með tvo hringa — einn á fingur hennar og einn í nefið á mér.“ Red Skelton er nú sextugur að aldri og þetta er þriðja hjóna- band hans. Nýja eiginkonan er 35 ára og þetta er fyrsta hjónaband hennar. OFURHUGINN ENN Á FERÐ 1 sumar var sýnd í Gamla bíói kvikmynd um ofurhugann Evel Knievel, sem helgað hefur sig ógnvekjandi stökkum á vélhjóli. Hann hefur ótal sinnum lent illa eftir há- eða langstökk á hjólinu og brotið nánast hvert einasta bein í sfnum skrokki. Hefur mjög verið beitt járnsmíðaaðferðum við lækningu á meinum hans og er nú nánast hægt að segja, að beinagrind hans sé úr stáli! Enn er Evel ofurhugi á ferðinni og fyrir skömmu var hann enn einu sinni fluttur í sjúkrahús eftir slæma byltu. Hann hafði haldið sýningu fyrir um 6.000 áhorfendur í Kaukauna í Wis- consin-ríki í Bandaríkjunum og í einu atriðinu ætlaði hann að stökkva á vélhjóli sínu yfir 10 fólksbíla og þrjá vörubíla, sem raðað hafði verið upp hlið við hlið. Loftferðin gekk vel, en lend- ingin síður og varð að flytja kappann hið snarasta í sjúkrahús. Var talið, að nýrun kynnu að hafa skaddazt, og einnig var hann meiddur á handlegg og í baki. Hann hafði það þó af áður en sjúkrabíllinn rann af stað, að grípa hljóðnemaog kalla til áhorf- endanna á vellinum: „Ég er of harður til að deyja!“ Moses” Lancaster 99 Feðgarnir Burt og William Lancaster hafa að undanförnu dvalizt 1 Róm, þar sem þeir hafa leikið í kvikmynd fyrir sjónvarp. Heitir myndin „Moses“ og fjallar um kunnuglegt efni. Burt leikur aðalhlut- verkið, en sonur hans William leikur Moses á yngri árum. Margir muna eflaust eftir myndinni „Kynslóðabilið", sem sýnd var við miklar vinsældir í Laugarásbíói í fyrra. Höfundur hennar er Tékkinn Milos Forman, sem reyndar er fyrir nokkru síðan seztur að utan Tékkó- slóvakíu. Hann er einn átta þekktra leikstjóra, sem unnu að þáttum í kvikmynd um Olimpíu- leikana 1972 i Miinchen. Var sú mynd frumsýnd nýlega og fékk misjafna dóma, en flestir töldu hana þó allrar athvgli verða. Hver leikstjóranna átta valdi sér ákveðið viðfangsefni á leikunum og gerði sinn þátt um það, t.d. tók einn leikstjórinn fyrir stangar- stökkskeppnina, annar tók sprett- hlaup fyrir frá ótal hliðum, sá þriðji tók fyrir fjölbragða- glímukappana o.s.frv. Nýlega sagði dagblaðið „E1 Mouharrer" í Beirut frá þvi, að skilnaður væri framundan hjá Shahinum í Persiu og Farah Diba, konu hans. Blaðið hefur stundum haft á boðstólum ótrúlegar sögur, sem síðar hafa reynzt sannar, til dæmis sagði það frá því a sínum tíma, að Muna prinsessa og Huss- ein Jórdaníukonungur hygðust slíta hjónabandi sinu. Shahinn ku sem sagt hafa fundið sér ástkonu, sem heitir Homa Askhami. Hún er 23 ára að aldri og er dóttir hershöfðingja í her Shahins. Homa Askhami er af tignu ætt- erni og var ein af hirðmeyjum Farah Diba við krýninguna, sem fram fór á árinu 1967. | Tjallinn fiskar í friði og ró Islendingar hafa verið óvenju duglegir við að mála hús sfn í sumar og notað skærari og Ifflegri liti en oft áður. Þó er vart við þvf að búast að sjá málninguna notaða hér eins og þeir hafa gert (Chincinatti í Ohio-rfki f Bandarfkjunum f sumar. Tfu listamenn og listaverkakaup- maður hafa gert að gamni sfnu á húsveggi f miðborginni og heldur betur Iffgað upp á útlit múrsteinakumbaldanna. Sjást hér þrjú sýnis- horn: Risastór skrúfa f gegnum eitt húsið, einhvers konar prjóna- eða heklumynztur á vegg annars og nfu stór augu stara út um glugga á þvf þriðja, en reyndar hafði áður verið múrað upp í gluggana, væntanlega til að halda sólskininu inni til frambúðar! K6 og friöur virOta 1 rlkja I >;Ju ritkvelAllögsðgunni Islensku. „Meftan bznduruir brugga I frUH’’ var einu sinni kveftM ura 6- áreltt lögbrot, en ná eru það breskir og vestur-þýskir togarar sem veiAa aft þvr er virMst I frifti •g án herskipa- og dráttarbáU verndar. Hvað stendur þessi rjúpnavertfð lengi hjá þeim? Kannski tfmi til að venja sig af hassinu? Ast er. . . . . að kaupa gjöf handa honum fyrir peningana, sem þú fékkst í af- mœlisgjöf HÆTTA Á NÆSTA LEITI — Eftir John Saunders og Alan McWilliams Ekki áfellast unga manninn fyrir að þekkja mig ekki Mark, hann var í „þrf- hyrndum buxum“ um það leyti, sem ég var stjarna. Hvað heitir þú ungi maður. Lee Roy frú. Lee Roy Raven. Hmm, það gengur aldrei. Það er alltaf hægt að breyta nöfnum. Mark. Ég sé það fyrir mér núna á auglýs- ingaskiltunum: Konungur hverfisins, aðalhlutverk ROCK RAVEN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.