Morgunblaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1973 25 ífle&lnorgiinlfaffinu — Þú skalt ekki dirfast að snerta hann. Það er ég, sem sé um flengingarnar á þessu heimili. XJÖTOIUPÁ Jeane Dixon Spáin er fyrir daginn í dag í m | Hrúturinn 21. marz — 19. apríl Það, sem gerist í dag verður í beinu framhaldi af því, sem gerðist 1 \ gær. Líkur eru á, að þér takist að þoka niálum þfnum allvel áleiðis. | Sennilega ættir þú að verða þér úti um lögfræðilegar ráðleggingar í * sambandi við fjölskyldumálefni. ! ’S Nautið 20. aprfl — 20. maí Hófsemi f öllum hiutum ætti að verða kjörorð þitt 1 dag. Ekki sfzt á þetta við með tilliti til heilsufarsins. Þú ættir að taka Ifkamlegt ástand þitt til alvarlegrar fhugunar, og taka að stunda Ifkamsæfing* ar. 11 | Tvíburarnir 21. maí — 20. júní I Talsverð streita gerir vart við sig, þannig að þú ættir að taka þér I hvfld ef unnt er. Gerðu nauðsynlegar breytingar á vinnutilhögun \ þinni, svo að minni orka og tfmi fari til ónýtis. f i * j Krabbinn 21. júní — 22. júlí Þú getur ekkl flytt fyrir þróuninni, enda þótt þér finnist freist- ► andi að reka á eftir þeim, sem þú hefuryfir að segja. Reyndu heldur að koma á hentugri vinnuaðferðum og meiri samræmingu. 11 1 Ljónið 23. júlf — 22. ágúst i Þau störf, sem þú hefur vanrækt að undanförnu krefjast nú meiri I athygli. Flýttu þér samt hægt, þar sem hætta er á einhverjum 1 misskilningi, sem gæti komið sér illa sfðar. I ftlKN Mærin 22. ágást — 22. september Þú ættir að gera gangskör að þvf að skipulegg ja störf þfn nokkuð ygfjRfll fram f tfmann. Safnaðu sem beztum og áreiðanlegustum upplýsing- um um þau mál, sem blða drlausnar, áður en þú hefct handa. 1 ’i?m 1 Vogin 23. september — 22. október Llkur eru á þvl, a8 þér taktsl aS gera sérlega hagkvæm viDsklptl í " dag,. Þú ættlr að athuga nánar tilbo#, sem þér var gert fyrlr nokkru f — þa8 kann aí veramun hagstæSaraen þér virtist þá. 1 ! ■ Drekinn 23. október — 21. nóvember Þú ættir ekki að gera svona mikíð af því að hrósa þér. Athafnir eru 1 miklu vænlegri til árangurs en orðin tóm. Reyndu að komast að I samningum við yfirboðara þfna — sérstaklega er þetta árfðandi f 1 sambandi við launamál. 1 B ■ Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember Nú er kominn sá tími, að þú finnur hjá þér þörf fyrir hvíld og ró. 1 Þú hefur unnið fyrir því, svo að þú skalt gera ráðstafanir til að losa ■ þig við mesta annrfkið. Efndu gefin loforð við roskna fólkið f 1 fjölskyldunni. ! 1 / Steingeitin 22. desember — 19. janúar i Nú gefst þér tækifæri til a5 leiða mál, sem lengi hcfur verið á 1 döfinni, til lykta. Þú ættir að grípa það, vegna þess að llkur eru á að V annað belra gefist ekki f bráð. Sinntu fjölskyldu þlnni — einkum ' yngstu kynslððinni. i H -o Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar \| Leggðu áherzlu á að sinna nauðsynlegustu skyldustörfum, en láttu II ekki á þig fá þótt ýmis smáverkefni verði að bfða betri tfma. B Dagurinn verður nokkuð drungalegur, en ef rétt er á málum haldið ■ ætti hann þó að verða notadrjúgur. 1 Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz Nú er árfðandi, að þú látir ekkí kylfu ráða kasti. Sérstaklega er þetta árfðandi hvað snertir einhver deilumál innan fjölskyldunnar. Þú ættir að gera áætlanir um betri nýtingu tfma þíns og orku, þar sem meiri háttar breytingar eru framundan. Hver er fyrirvinn- an í fjölskyldunni Rauðsokkur ræða málið í dag en vetrarstarf þeirra er nú að hefjast I DAG byrjar Rauðsokka- hreyfingin vetrarstarfsemi sfna með umræðufundi í Norræna húsinu, þar sem tekið verður fyrir efnið „Fyrirvinnuhug- takið“. Það verða þær Svava Jakobsdóttir alþingismaður og Auður Þorbergsdóttir borgar- dómari, sem opna umræðurnar, en Vilborg Sigurðardóttir er fundarstjóri. Fundurinn, sem er öllum opinn, hefst kl. 2. Á blaðamannafundi með Rauð- sokkum s.l. fimmtudag kom m.a. fram, að Félagsmálanefnd Norðurlandaráðs hefur á undan- förnum árum fjallað um þetta efni, og hefur það leitt til þess, að Norðurlandaráð samþykkti á siðasta þingi sínu tillögu þess efnis, að ríkisstjórnir Norður- landanna láti fara f ram athugun á réttarreglum sínum með það i huga að afnema öll ákvæði sem hafa i för með sér mismunun á konum og körlum sem fyrir- vinnum. Þá fól tillagan m.a. i sér, að framfærsluskyldan skyldi bundin við börnin, en Félags- málanefndin komst að þeirri niðurstöðu, að ekki væri lengur raunhæft að ieggja þann skilning í fyrirvinnuhugtakið, að það næði einungis til karlmannsins og konan væri á framfæri hans. Svava Jakobsdóttir sat ráð- stefnu Félagsmálanefndarinnar um þetta mál á s.l. ári, og mun hún gera grein fyrir henni og stöðunni í þessum efnum á hinum Norðurlöndunum í dag. Auður Þorbergsdóttir mun hins vegar fjalla um, hvernig þessum málum er háttað á íslandi. Á þessum fyrsta umræðufundi vetrarins geta nýir félagar látið skrá sig til þátttöku í starfi Rauð- sokkahreyfingarinnar, en eins og kunnugt er, er hreyfingin ekki formlegur félagsskaður, og fer starfsemi hennar ekki eftir regl- um heldur eftir virkri þátttöku. Fer starfsemin einkum fram í starfshópum, sem unnið hafa að hinum ýmsu málum. Hefur einn hópurinn tekið til meðferðar hjúskaparlöggjöfina, annar fram- sögn, þriðji konuna á vinnu- markaðnum o.s.frv. Þá hefur einn starfshóðurinn annast útgáfu blaðsins „Forvitin rauð,“ sem kom út tvisvar á s.l. vetri. Sögðu Rauðsokkar á blaða- mannafundinum, að þeir teldu verulegan og áþreifanlegan árangur hafa orðið af starfi hreyfingarinnar á ýmsan hátt frá þvi henni var komið á fót árið 1970. Þannig hefðu baráttumál hennar náð að komast inn í lög f rá Alþingi. En fyrst og fremst hefði átt sér stað hugarfarsbreyting meðal almennings um stöðu kon- unnar í þjóðfélaginu, en slík hugarfarsbreyting væri enn, og yrði, höfuðbaráttumál hreyfingarinnar. Þó væri enn I FRÁSÖGN af umræðum um málefni aldraðra á siðasta fundi borgarstjórnar, sem birtist í blað- inu sl. miðvikudag, varð blaða- manni á að rugla saman heimilis- þjónustu við aldraða, sem Félags- málastofnun borgarinnar hefur með höndum, og heimahjúkrun, sem er á vegum Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkurborgar. Þá benti ræðumaður (Sigurlaug Bjarnadóttir) á léleg launakjör þeirra kvenna, sem á heimilis- þjónustunni vinna, en ekki starfs- liðs heilsuverndarstöðvarinnar, langt í land í þessum efnum, og vöktu Rauðsokkar sérstaka at- hygli á þvi, að i nýjum kröfum Alþýðusambands íslands væri ekki viðurkennt, að um misrétti milli kynja væri að ræða í kjara- málum. Þetta væri hins vegar gert í kröfum BSRB. Lögðu Rauðsokkar á það áherzlu, að þátttaka í starfi hreyfingarinnar væri að sjálf- sögðu opin körlum jafnt sem kon- um, og að æskilegast væri, að fólk kæmi úr sem flestum stéttum og þjóðfélagshópum til að kynna sér hana. sem annast heimahjúkrunina. Hið rétta í málinu, hvað tölur varðar, er þetta: Árið 1969 nutu 52 heimili heim- ilisþjónustu með 7.764 vinnu- stundum. Árið 1970 voru heimilin 141 með 22.197 vinnustundir. Árið 1971 181 heimili með 28.819 vinnust. og á sl. ári, 1972, voru heimilin 220 með 45.710 vinnustundir. Að heimahjúkruninni vinna nú fimm hjúkrunarkonur og tveir sjúkraliðar. HEIMILISÞJÓNUSTA OG HEIMAH JÚKRIJN lí|il MINNINGARSPJÖLD IPfl Slysavarnafélags íslands eru til sölu á eftirtöldum stöðum: REYKJAVIK Skrifstofa SVFÍ, Grandagarði sími 20360 Árbæjar Apótek, Hraunbæ 102 Ritfangaverzlun ísafoldar, Banka- stræti 8 Bókaverzlun ísafoldar, Austurstræti 8 Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar, Austurstræti 1 8 Bókabúð Glæsibæjar, Álfheimum 74 Bókabúðin, Hrísateig 19 Gallabúðin, Kirkjuhvoli 4 Bókabúð Vesturbæjar, Dunhaga 23 Ritfangaverzlun V.B.K. Vesturgötu 4 Bókabúð Fossvogs, Efstalandi 26 Snyrtivörubúðin Völvufelli 1 5 Arnarvali, Arnarbakka 2 HAFNARFJÖRÐUR: Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu31 Verzlun Þórðar Þórðarsonar, Suður- götu 36 Verzlun Bergþóru Nýborg, Strand- götu 5 KÓPAVOGUR: Bókaverzlunin Veda, Álfhólsvegi 5 Verzlunin Björk, Álfhólsvegi Verzlunin Lúna, Þinghólsbraut 1 9 MOSFELLSSVEIT: Frú Guðrún Magnúsdóttir Brúarlandi GARÐAHREPPUR: Bókaverzlunin Grima, Garðaflöt 16 — 18 SELTJARNARNES: Skrifstofa Sveitarstjórnar, Mýrahúsa- skóla eldri. KLIPPIÐ ÚT OG GEYMIÐ.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.