Morgunblaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1973 Tommy Whitcombe, skipstjóri á Belgaum: „Ægir sigldi á okkur í vor.“ „Að minnsta kosti fípaðist Egi siglingin” FIMMTA GREIN Tveir flakarar a5 vinnu. Þetta voru hálfgerðir vsutíttir Magnús Finnsson skýrir frá ferð sinni til Grimsby og Hull TOMMY Whitcombe er skipstjöri á togaranum Belgaum- GY 218. Jack Evans gerði mér þann greiða áður en ég kvaddi hann, að hringja til hans og spyrja, hvort ég mætti ekki kikja inn til hans. Tommy sagðist vera að fara út, en ef ég endilega vildi hitta sig, gæti ég gert það hjá TOTCO, en það er skammstöfun fyrir Trawler Offi- cers Trading Company. Ltd. Ég fór þangað og var þá skipstjórinn ekki kominn. Afgreiðslumaður- inn sagði: „Þú hlýtur að vera íslendingurinn. Gjörðu svo vel að koma inn.“ Ég spurði afgreiðslu- manninn hvort hann sæi á mér að égværi Islendingur. Hann hlóvið og sagði: „Hér áður fyrr verzluðu nær allir íslenzkir togara- skipstjórar við mig, þegar þeir komu til Grimsby. Ég hef séð mörg íslenzk andlit, en þó er málið ekki svo einfalt. Evans var að hringja og bað mig um að taka á móti þér.“ Já, þetta átti þá Evans til. Mér var tekið með kostum og kynjum í þessari heildsölu, sem selur togurunum vín, sælgæti, sígarett- ur, hreinlætisvörur og sitthvað fleira. I stórri stofu var bar og var mér boðið það, sem mig lysti. Kaupmaðurinn hélt mér svo upp á snakki unz Whiteombe kom og virtist mjög annt um að mér liði hið bezta. Hann sagðist vonast til þess, að sjá sem fyrst á ný íslenzka togaraskipstjóra. Hann sagðist sakna þeirra. Whitcombe er maður þrekinn vexti og sú manngerð, sem virðist ekki láta sér allt fyrir brjósti brenna. „Hve oft hefurðu misst vörpuna?“ spurði ég. „Aldrei,“ svaraði hann að bragði og kipptist dálítið við um leið og hann svaraði. Svo brosti hann og hélt áfram: „Nei, ég hef verið anzi heppinn. Annars verð ég nú að segjæ, að heldur finnast mér blaðamenn hafa reynt að gera meira úr þessum atburðum en tilefni hefur gefizt til. Blaðaskrif hafa oft verið hin mesta della.“ „Búið þið brezkir togara- sjómenn ekki við stöðugan ótta við varðskipin, sem ávallt geta komið ykkur að óvörum?“ spurði ég. „Ekki vil ég segja ótta, en við verðum að fara varlega og hafa auga með öllu, sem gerist," sagði Whitcombe og saup á bjórglasi, sem kaupmaðurinn hafði fært honum. Hann þagði um stund. Hann var greinilega ekki maður, sem blaðr- ar um allt og ekki neitt. Hann svaraði aðeins spurningum og það án þess að bæta nokkru við utan dagskrár. „Hve margar vörpur ertu með í veiðiferð?“ spurði ég. „Ég er alltaf með þrjár, eða tvær til vara.“ „Og er það sérstaklega vegna ástandsins á miðunum?“ „Nei, ég hef alltaf farið með þrjár,“ svaraði hann stuttlega. Ég breytti nú um umræðuefni og spurði: „Hvers vegna heldur þú að Everton hafi dregið sig út úr togarahópnum og siglt í vestur með Norðurlandi?" „Ég veit ekki af hverju, en ég held að hann hafi verið að mótmæla þessari svæða- skiptingu freigátanna, enda voru nokkrir farnir á undan honum vestur." „Aflinn hefur ekki verið mikill hjá ykkur þetta síðasta ár.“ sagði ég. „Nei, en ég get ekki kvartað, því að verðið hefur verið hátt.“ og nú saup hann aftur á glasinu. Tommy Whitcombe ætlaði svo sannarlega ekki að koma neinu ævintýri sínu að að fyrra bragði. Ég spurði nú: „Hefurðu aldrei lent í útistöðum við Landhelgis- gæzluna?" Hann brosti. Þetta var augsýnilega spurningin, sem hann hafði beðið eftir allan tímann. „Jú,“ sagði hann. „Ægir sigldi á okkur í vor. Eg held að það hafi verið í maí eða júní- mánuði. Hann kærði okkur fyrir að sigla á sig, en sannleikurinn var þó sá, að við höfðum fest vörpuna í botni og vor- um búnir að vera í kyrrstöðu í um tvær mínútur, þegar árekstur- inn varð. Ég veit ekki, hvort Ægir sigldi á okkur af ásettu ráði, en honum fipaðist a.m.k. siglingin, þegar hann gerði sér grein fyrir, að hann var kominn og nærri. Þetta var úti fyrir austurströnd- inni.“ „Og hvernig varð áhöfn þinni við?“ „Blessaður vertu, strákunum stendur alveg á sama.“ Og nú hló Whitcombe. Það var augsýnilegt, að hann gerði sér ljóst að hann bæri einn ábyrgðina á skipinu og þar var áhöfnin algjört aukaatriði. Whitcombe skipstjóri sagði nú, að hann teldi vera um ofveiði að ræða á þessum takmörkuðu svæðum, sem togurunum hefði leyfzt að veiða á. Það hlyti raunar að vera. Ég spurði hann, hvort ástandið á miðunum hefði breytzt við bréfaskipti forsætisráð- herranna, og hann svaraði: „Já, varðskipin hafa ekki verið eins ögrandi og ástandið hefur mikið likzt því ástandi, sem ríkti fyrst eftir útfærsluna." „Hlýða togararnir varðskipunum nú?" spurði ég. „Já þeir hffa og ekki annað. Enda er það nóg.“ „Land- helgisgæzlan hefur haldið því f ram, að togararnir hífi og sigli út fyrir fiskveiðitakmörkin," sagði ég. „Hvaða fiskveiðitakmörk,“ svaraði hann og lagði áherzlu á orðið takmörk. Eg sagði, að hann hlyti nú að vita við hvað ég ætti, og þá brosti hann og sagði „Jú, veit ég vist, en þetta hefur ekki gerzt nema I eitt eða tvö skipti og þá vegna þess að ekkert hefur verið á þessum stað að fá. Þarsem skipstjórinn hefur á annað borð verið búinn að hífa hefur hann viljað flytja sig og fært sig eitt- hvað utar.“ Að lokum spurði ég Whitcombe skipstjóra á Grimsbytogaranum Belgaum, hvenær hann myndi sigla og hvert. Hann sagðist að sjálfsögðu fara á Islandsmið og það á mánudag. Hann sagðist vona að samkomulag hefði þá náðst, svo hann þyrfti ekki sífellt að vera að kíkja yfir öxlina á sjálfum sér eftir næsta varðskipi. Hallgrímsmessan í dag EINN af merkustu stjórn- málamönnum landisins sagði eitt sinn við mig: „Við verðum að viðurkcnna, að það sem allir eru sammála um, verður oftar útundan og fær ekki þá athygli, sem ágreinings- málunum er sýnd.“ Mig minnir, að við værum að ræða um eitthvert þingmál, sem jeg taldi, að fengið hefði slælega afgreiðslu. Hjer á árunum, þegar hvað eftir annað var ráðist hat- ramlega á Hallgrímskirkju, urðu þeir ágætu menn, er að því stóðu, stundum til að vekja athygli á nauðsyn þess, að vinir kirkjunnar sameinuðust til nýrra átaka. Nú eru tímarnir breyttir. Allur þorri þjóðarinnar er svo ánægður með það, sem komið er af bygging- unni, að kirkjan verður áreiðan- lega það, sem henni er ætlað að verða, tákn þjóðareiningar um helgan arf, til blessunar fyrir framtiðina. En einmitt þessi staðreynd gerir það að verkum, að full nauðsyn er á því, að verkið sje drifið áfram af krafti, — og þó að jeg vilji ekki láta nefna mig efnis- hyggjumann, er jeg þeirrar skoð unar, að hjer þurfi peninga og aftur peninga. A þjóðhátiðar- árinu 1974 verður sjálfsagt ýmislegt gert til verðugrar minningar þess, að við íslend- ingar urðum til. Hitt er jeg sannfærður um, að við værum samt ekki til í dag, ef þjóðin hefði ekki tileinkað sjer bjartsýna trú á forsjón guðs og miskunn, eins og Hallgrimur boðaði og boðar enn, — Þess vegna skora jeg nú á allt fólk, sem orð mín kann að lesa, að sameinast nú þegar í einu stóru átaki, og ausa peningum í bygg- ingarsjóð Hallgrímskirkju. Hallgrfmsmessan, sem verður í dag, hefir farið fram árlega í nærfellt þrjá áratugi, Nú er 299. ártíðardagur sjera Hallgríms. Og væri nú tilvalið að gera eitthvað til að stuðla að því, að 300. átíðin beri þann. svip, sem til er ætlast. Látum því Hallgrímsmessuna á laugardaginn minna oss á, að Hallgrímskirkja þarf að vera sem lengst komin næsta haust —og án hennar er enginn svipur yfir íslenzkri þjóðhátfð, með fullri virðingu fyrir öllu öðru. Vakin skal sjerstök athygli á því, að Hallgrímsmessan í dag hefst kl. 5 e.h. Sfra Ragnar Fjalar Lárusson predikar, en dr. Jakob Jónsson þjónar fyrir altari. Kristinn Hallsson óperusöngvari syngur hinn forna „Te Deum“- sálm ásamt söngflokk kirkjunnar. Að lokinni guðsþjónustunni mun borgarstjórinn í Reykjavík, Birgir ísleifur Gunnarsson flytja ávarp. Við útgöngudyr verður sam- skotum til kirkjunnar veitt viðtaka. Jakob Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.