Morgunblaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÖBER 1973 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10-100. Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 360,00 kr. á mánuði innaniands. í lausasölu 22,00 kr. eintakið þinginu 1971. Hann endur- flutti frumvarpið þá á þingi haustið 1972 og enn fór á sama veg, að ríkis- stjórnin og stuðningsmenn hennar á Alþingi sáu ekki ástæðu til að lögfesta slíka eflingu landhelgissjóðs og þar með landhelgis- gæzlunnar. Þessi afstaða stjórnarflokkanna var furðuleg vegna þess, að mönnum mátti vera ljóst að efla yrði landhelgis- gæzluna að skipakosti, til þess að hún væri betur undir það búin að verja 50 míln a fiskveiðilögsöguna. EFUNGIANDHELGISSJÓÐS Iþeim átökum, sem orðið hafa á fiskimið- unuin i kringum landið undanfarna mánuði, hefur það komið berlega í Ijós, að landhelgisgæzlan var ekki nægilega vel undir þessi átök búin að því. leyti, að hún hafði ekki yfir þeim skipum og tækjum að ráða, sem nauðsynleg voru. Má með sanni segja, að frammistaða varðskips- manna hafi verið frábær, við erfiðar aðstæður. Það var ekki fyrr en seint á þessu ári, að samningar voru undirritaðir um smíði nýs varðskips, og hafði ríkisstjórnin setið að völd- um um tveggja ára skeið, þegar hún tók á sig rögg og gekk í það að láta smíða nýtt varðskip. A fyrsta þingi eftir stjórnarskiptin flutti Jó- hann Hafstein, ásamt átta öðrum þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins, frumvarp, þar sem lagt var til, að landhelgisgæzlan fengi fastan árlegan tekjustofn, sem væri framlag ríkis- sjóðs í landhelgissjóð. Stjórnarflokkarnir vildu ekki sinnaþessu framvarpi Jóhanns Hafsteins um efl ingu landhelgissjóðsins á Nú hefur Jóhann Hafstein flutt frumvarp þetta á þriðja þingi í röð, ásamt átta öðrum þing- mönnum Sjálfstæðis- flokksins, og er nú lagt til, að rfkissjóður leggi 100 milljónir króna á ári í land- helgissjóð. Fengin reynsla sýnir, að hyggilegra hefði verið fyrir stjórnar- flokkana, að fara að ráði Jóhanns Hafstein, þegar á þinginu haustið 1971, en úr þeim mistökum verður ekki bætt úr því sem komið er. Hins vegar er Ijóst, að þrátt fyrir að líklegt megi telja, að bráðabirgðasam- komulag náist við Breta og Þjóðverja í landhelgisdeil- unni, verður að halda áf- 'ram eflingu landhelgis- gæzlunnar. Enginn getur spáð um það, hvað framtíðin ber í skauti sér í landhelgis- málum íslendinga. Þing- menn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt til, að fiskveiði- lögsagan verði færð út i 200 sjómílur, eigi síðar en 31. desember 1974, eða eftir rúmlega ár. Ómögu- legt er að segja til um, hvaða deilur leiða af slíkri útfærslu, en ætla verður, að samstaða takist hér inn- anlands um þá útfærslu að lokum. Þess vegna er í alla staði nauðsynlegt að halda áfram eflingu landhelgis- gæzlunnar, og í því sam- bandi ber að líta á smíði hins nýja varðskips aðeins sem fyrsta skrefið í þá átt. Með hliðsjón af þessu verður að vænta þess, að stjórnarflokkarnir verði nú til viðræðu um að sam- þykkja frumvarp Jóhanns Hafstein um eflineu land- helgissjóðs með árlegu föstu framlagi úr ríkis- sióði. Óþarft er að gera efl ingu landh.gæzlunnar að pólitísku deilumáli innan- lands. Hér er um lífshags- munamál þjóðarinnar að tefla, sem hafið er yfir allar flokkadeilur, og þess vegna er þess að vænta, að á þvi þingi, sem nú situr, geti tekizt samstaða um, að frumvarp Jóhanns Haf- stein og samþingsmanna hans úr Sjálfstæðis- flokknum verði að lögum á þessu þingi. Þá hefur traustur grundvöllur verið lagður að framtíðareflingu landhelgisgæzlunnar og öruggum vörnum islenzkrar fiskveiðilög- sögu. KLOFNINGUR Svo virðist sem hluti stjórnir verið kjörnar fyrir Framsóknarflokksins það, sem báðar telja sig lög- sé að liðast í sundur. lega kjörnar. Þessi tíðindi Samband ungra fram- sýna, að svo djúpstæður sóknarmanna á i opinberu ágreiningur ríkir innan stríði við forystu Fram- Framsóknarflokksins, að sóknarflokksins, og nú hef- erfitt er að sjá hvernig ur Félag ungra Fram- hann getur leitt til annars sóknarmanna í Reykjavík en algers klofnings. klofnað í tvennt og tvær i i \ 'V - \ \ / ííeUrlIork Strnes >'~ t / ' N ’L ._\ \ ANTHONY LEWIS VIÐHÖFUMNÆR EYTTA UÐLINDUMNÁTTÚRUNNAR Hinar gifurlegu verð- hækkanir á matvöru, sem átt hafa sér stað um allan heim á næstliðnu ári, hafa mjög alvar- leg vandamál í för með sér. Verðhækkanirnar sýna ekki einungis það álag, sem er á mat- vælaframleiðendum i dag, heldur einnig hvað leggja verður á allt ræktanlegt land heimsins í næstu framtíð. „Það er enginn vafi á því, að menn þykjast sjá ýmsar blikur á lofti og hafa vaxandi áhyggj- ur,“ sagði A. H. Boersma, fram- kvæmdastjóri FAO, í sumar. Hann taldi þróunina skelfilega og kvaðst sjá merki þess, að róttækra breytinga væri að vænta. En það er ekki eingöngu á sviði matvælaframleiðslu, sem þrýstingurinn á takmarkaðar auðlindir hefur stóraukizt. Hin virta verðskrá, sem gefin er út af The London Economist, sýnir að verð á matvöru hefur hækkað minna en á ýmsum öðr- um nauðsynjum. Verð matvæla hefur almennt hækkað um ,,að- eins“ 50 af hundraði á árinu, en verð trefjaefna um 93 og verð málmefna um 76 af hundraði. Heildarverðhækkanir á þeim vörutegundum, sem verðskráin tilgreinir, var 70 af hundraði á aðeins einu ári. En það eru ekki einungis verðhækkanir, sem valda mönnum áhyggjum. Við oss blasir annað vandamál, sem einn hagfræðingur hefur nefnt „aukna þurrð í náttúruauðlind- um heimsins". Póiitískar og lagalegar deilur um yfirráð yfir hafinu verða sífellt harðari, orkuskorturinn eykst stöðugt, og skortur á timbri og ýmsu því, sem þarf til blaðaútgáfu, er farinn að gera vart við sig. Hættumerki koma mönnum til þess að gefa enn meiri gaum en áður að boðskap bókarinnar „Takmörk hagvaxtarins“, sem vísindamenn við MIT gáfu út fyrir nitján mánuðum síðan. Bókin er byggð á niðurstöðum tölvuútreikninga og boðskapur hennar er sá, að haldi hin öra fólksfjölgun og framleiðslu- aukning í veröldinni áfram með sama hraða og undanfarin ár muni iðnaðarríkin hrynja til grunna á næstu öld. Hlutverk bókarinnar var að koma af stað umræðum um þetta efni, og því hlutverki gegndi hún framar öllum vonum. Þarna var vegið að einni helztu stoð nútímaþjóð- félags, gæðum hagvaxtarins. Margir hagfræðingar afneituðu bókinni með öllu, og fjölmaigir vísindamenn gagnrýndu niður- stöður tölvunnar, töldu þær ekki vera á rökum reistar, eða jafnvel alrangar. Staðhæfingar þær, sem settar eru fram í bókinni eru á svo breiðum grundvelli, að þær verða með engu móti sannaðar, að minnsta kosti ekki fyrr en það væri um seinan. Hins vegar mun þróunin fijótlega leiða í ijós hvort kenningar hennar eru á rökum reistar eður ei. I þessu efni hefur margt komið fram nú þegar, sem réttlætir skoðanir bókarhöfunda. Þeir hafa nú flutt sig til Dartmouth Coliege, og þar sagði Dennis Meadows prófessor fyrir skömmu: „Hefði églýst því yfir opinberlega í marz 1972, að innan tveggja ára yrði hafin svartamarkaðsverzlun með kjöt hér í landi, að nýlenduvörur myndu hækka um tuttugu af hundraði á sama tímabili og olía til húskyndingar verða af skornum skammti, myndi eng- inn hafa tekið mark á mér. Nú hefur þetta ailt átt sér stað og mun eiga sér stað i framtíð- inni.“ Meginboðskapur bókarinnar var stjórnmálalegs eðlis, þ.e. að aukinn hagvöxtur krefðist nýrrar stefnu í mannlegu sam- félagi, stefnu, er skapaði jafn- vægi á milli fólksfjölda og framleiðsiu og gerði öllum jarð- arbúum mögulegt að lifa mann- sæmandi lífi. Viðbrögð ráða- manna á síðustu tveim árum eru hins vegar sfzt til þess fallin að auka bjartsýni manna. Stefna Bandaríkjastjórnar i þessum viðkvæmu vanda- málum hefur að meira eða minna leyti mótazt af viðskipta- legum sjónarmiðum. Nokkur dæmi: Er timburskortur yfir- vofandi? Nú höggvið þá niður þjóðgarðana. Ef þið óttizt olíu- skort þá er bara að byggja oiíu- leiðslu til Alaska. Hækkar verð á matvælum? Þá aukum við út- flutningshömlurnar. Við erum þegar komin að þeim takmörkum, sem spáð var í bókinni. Náttúruauðlindimar eru nær þurrausnar, og með hverjum deginum sem líður vinnum við meira tjón á um- hverfinu. Þetta vandamál er ekki eingöngu bandarískt, það á við um gjörvalla heimsbyggð- ina. Alls staðar gefa stjórn- málamenn sama lausnarorðið: meira. Ef við lítum til dæmis á orku- vandamálið í Bandaríkjunum sjáum við, að bæði olíu og raf- magni er eytt án umhugsunar. Það, sem við þörfnumst fyrst og fremst, er itrasta sparsemi, en engu að síður byggjum við upp mjög orkufrekan iðnað og ökum um í eldsneytisfrekustu bflum, sem þekkjast. Ríkis- stjórnin jánkar því, að sparn- aðar sé þörf, en heldur samt áfram að gera áætlanir um nýjar orkulindir, sem kosta stórfé. Annað dæmi er matvæla- skorturinn. Það er staðreynd, að aðrar þjóðir þurfa á inn- flutningi matvæla frá Banda- ríkjunum að halda. Af því leiðir, að við verðum að stilla okkar eigin neyzlu í hóf, ellegar láta milljónir manna svelta. En hvernig eigum við að takmarka okkar eigin neyzlu? Eigum við að hækka verðið innanlands? Þá svelta fátæklingar í Banda- ríkjunum. Eigum við að koma á skömmtun eða hafa eftirlit með dreifingunni? Og hvaða þjóð- um eigum við að selja korn? Vandamálin eru yfirþyrmandi. Hin vísindalegu atriði áður- nefndrar bókar eru ofar skiln- ingi okkar flestra, en nu er svo komið, að jafnvel gagnrýn- endur hennar viðurkenna, að hún dragi ýmis krefjandi vandamál fram í dagsljósið. Spurningin er: Getur sá heimur, sem við lifum f, með öllum sínum þjóðernishroka og illdeilum leyst hin sýnilegu vandamál fólksfjölgunarinnar? Við verðum að bíða stjórnmála- leiðtoga, sem hefur dirfsku til að leiða okkur i allan sannleika um hin gífurlegu vandamál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.