Morgunblaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKT0BER 1973 Q Róbert Bork nýskipaður dómsmálaráðherra Bandaríkjanna á fundi með fréttamönnum. Myndin var tekin, þegar Bork tilkynnti, að rann- sókn Watergate-málsins yrði haldið áfram og að Henry Petersen aðstoðardómsmálaráðherra hefði yfirumsjón með henni. [j Nokkrir arabískir öfgamenn lögðu undir sig banka I Beirut í Líban on fyrir stuttu og tóku þar 25 starfsmenn og viðskiptavini sem gísla. Kröfðust þeir 10 milljónir dollara lausnargjalds og að allir handteknir skæruliðar Araba yrðu látnir lausir, en hótuðu að drepa gíslana ella. Lögreglunni tókst af yfirbuga ofbeldismennina, og hér er verið að færa einn þeirra í varðhald. Einn starfsmanna bankans í Beirut særðist í átökum arabísku öfgamannanna og lögreglumanna, og sést hann hér á leið til sjúkra- húss. Q William Ruckelshaus varð að láta af embætti að- stoðardómsmálaráðherra vegna ágreinings við Nixon forseta. Hann lét það það þó ekki á sig fá, heldur skrapp í sjóstanga- veiði og sést hér með aflann. □ Mynd þessi er tekin af mótmælaaðgerðum fyrir framan Hvíta húsið í Washington, þar sem þess var krafizt, að Nixon for- seti léti af embætti, eða honum vísað frá. Fremst er maður með Nixon-grímu, sem hvetur ökumenn til að þeyta bílflautur sínar til stuðnings kröfunni um brottvikningu forsetans. |V|I \\|H Jj i Hk □□□UTAN ÚR HEIMI □ Nóbelsnefndin sænska hefur að undanförnu verið að skýra frá því, hverjir verði heiðraðir að þessu sinni I árlegri úthlutun Nóbelsverðlaunanna. Mennirnir þrír á þessari mynd skipta með sér efnafræði- verðlaununum, en þeir eru, talið frá vinstri: Brian D. Josephson frá Bretlandi og Bandarikjamennirnir Ivar Giaever og Leo Esaki. Allir eru þeir doktorar í efnafræði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.