Morgunblaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 32
LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1973 Fíkniefnamál: Hringurinn um dreif- ingaraðila þrengdur Nýtt vandamál blasir við, þegar dæma á í fíkniefnamálum MIKIÐ ANNRlKI hefur verið aS undanförnu hjá dómstólnum í ávana- og fíkniefnamálum, sem stofnsettur var í maf sL, og einnig hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík, en náið samstarf er á milli þessara aðila við rannsókn á fikniefnamálum. I viðtali við Morgunblaðið f gær sagði Ásgeir Friðjónsson, dómari við dóm- stólinn, að undanfarið hefðu menn einbeitt sér að þvf aðstefna að dreifingaraðilunum f fíkni- efnamálunum, en „kafna ekki“ f málum þeirra, er fyrst og fremst eru neytendur efnanna. Sagði hann, að hringurinn utan um dreifingaraðilana hefði nú Olafi afhent fé til Eyja Stokkhólmi, 26. október. Frá Birni Jóhannssyni: OLAFI Jóhannessyni forsætis- ráðherra voru I morgun af- hentar fimmtán þúsund krón- ur sænskar (um 300 þúsund fsl. kr.) f Vestmannaeyjasöfn- unina. Gefendur eru Kven- félag Miðfiokksins f Austur- Gotlandi og blaðið Lénstíðindi Austur-Gotlands. Frú Gustavsen, formaður kvenfélagsins, afhenti for- sætisráðherra ávfsun hér í gamla rfkisþinghúsinu, þar sem hann situr aukaþing Norðurlandaráðs. Gefendur óska eftir þvf, að féð renni til sjúkrahússins í Vestmanna- eyjum. þrengzt verulega. Þá sagði Ásgeir einnig, að nýtt vandamál blasti við dómstólnum, þegar fara ætti að dæma f þeim ffkniefnamálum, sem rannsökuð hafa verið í sumar. Þau væru svo samtvinnuð og stöðugt að koma nýjar og nýjar sakir á suma aðila að þeim og þvf ákaflega erfitt að taka eitt mál eða eitt brot út úr og dæma í þvf. „Það verður að vinna úr þessu með sérstökum hætti og kerfis- bundið,“ sagði Ásgeir. Hann kvað annrfkið að undanförnu hafa orðið til þess, að ekki hefði gefizt tími til að dæma í eldri málum, en sagðist vona, að hægt yrði að taka þau fyrir á næstunni. Aðspurður sagði Asgeir, að erfitt væri að reikna út, hversu mikið magn fíkniefna dómstóllin'n hefði fengið vitneskju um, að smyglað hefði verið inn í landið, frá því að hann tók til starfa fyrir fimm mánuðum. I yfirheyrslunum væri svo oft verið að tala um sama magnið, hasskílóunum værí fylgt eftir milli ýmissa aðila og stöðugt færu þau rýrnandi á þeirri leið. Því væri erfitt dæmi að reikna út magn fíkniefnanna. „En það eru allnokkrir aðilar komnir með kíló eða meira,“ sagði Ásgeir í þessu sambandi. Hann sagði, að í sumar hefðu rannsóknir snúizt um mikið LSD-magn, en að undanförnu hefði nær eingöngu verið um kannabis (hass) að ræða. I gær sátu 4 aðilar í gæzluvarð- haldi vegna rannsókna á aðild þeirra að fíkniefnamálum. Lengst af undanfarið hafa jafnan verið tveir aðilar í gæzluvarðhaldi á hverjum tíma, en mannaskipti orðið í þvi liði. Ásgeir sagði líka erfitt að svara því, hve margir aðilar væru komnir á skrá hjá dómstólnum Viðlagasjóður: 20 milljónir á dag Heildartjónabætur tveir milljarðar A LAUGARDAG f sl. viku hóf Viðlagasjóður greiðslu á tjónum vegna fasteignaskemmda í Vest- mannaeyjum af völdum eldgoss- ins. Fyrstu tvo dagana — laugar- dag og mánudag — greiddi Við- lagasjóður samtals 79.700.000 kr., en fram á þennan dag hefur hann að meðaltali greitt um 20 millj- ónir króna á dag vegna bóta á þessa fimm mánuði. Skráin væri ekki sakaskrá, heldur fremur vinnuskrá, og margir, sem yfir- heyrðir hefðu verið, væru sterk- lega grunaðir, en hefðu ekki játað. En mjög mikill fjöldi hefði verið yfirheyrður á þessum fimm mánuðum. „Annars hefur verið reynt að stefna að dreifingaraðilunum, en kafna ekki f neytendunum,“ sagði Ásgeir, ,,og þeir menn, sem að þessu starfa, hafa ekki dregið af sér.“ Hann kvaðst hafa farið nokkuð út á land vegna starfa síns og stundum þurft að handtaka menn þar vegna rannsóknar á málum þeirra. Vettvangur fikniefna- málanna væri þó langmest í Reykjavík, en stundum lægju þræðir þeirra út á land. Hann sagði, að innflutningsleiðir fikni- Framhald á bls. 18 Mávager yfir Tjöminni í Reykjavfk. (Ljósm.: Ó1.KM.) Stofnun norrænnar þýðing armiðstöðvar ákveðin fasteignum, sem ónýttust f Eyja- gosinu. Að sögn Hallgrims Sigurðs- sonar, framkvæmdastjóra Við- lagasjóðs, hefur sjóðurinn nú greitt um ‘4 af þeirri greiðslu, sem honum ber að borga vegna skemmda á 128 fasteignum. Greiðslan er þannig ákvörðuð, að Framhald á bls. 18 Stokkhólmi, 26. október. Frá Birni Jóhannssyni: Á AUKAÞINGI Norðurlandaráðs í dag flutti Gylfi Þ. Gfslason framsögu fyrir menningarmála- nefnd þingsins, en hann er for- maður hennar. Skýrði hann m.a. frá þvf, að ákveðið hefði verið að veita verulegt fjármagn á næsta ári til stofnunar og reksturs þýðingarmiðstöðvar. Hlutverk hennar verður að annast þýðingar á norrænum bókum á önnur norræn tungumál en höfundarins Þetta kemur fyrst og fremst til góða fyrir íslenzka, finnska og færeyska rithöfunda, þótt einnig sé ætlunin að þýða bækur frá hinum löndunum á þessi þrjú mál. Gylfi Þ. Gíslason sagði Morgun- blaðinu, að menningarfjárlög Norðurlandaráðs fyrir 1974 yrðu 32 milljónir danskra króna (um 480 millj. ísl. kr.) og myndu þau hækka um 8% frá menningarfjár- lögum fyrir 1973. Hann sagði, að menningarmálanefndin hefði ósk- að eftir því, að framlagið til menningarmálasjóðsins yrði hækkað úr 5 milliónum d. kr. í 8 millj. kr. á næsta ári, en ráð- herranefndin hefði ekki talið það fært á næsta ári, en hins vegar hefðu ráðherrarnir gefið loforð um hækkun fyrir árið 1975. Gylfi sagði, að menningarmála- nefndin hefði gert sérstaka til- lögu um fjárveitingu til þýðingar- miðstöðvarinnar og hefðu ráð- herrarnir samþykkt að veita veru- legt fjármagn í þessu skyni á næsta ári. Ekki hefði veriðgengið frá ákveðinni upphæð, en loforð gefin um, að hún verði veruleg. Þá sagði Gylfi, að endanleg ákvörðun hefði verið tekin nú um byggingu norræns menningar- húss í Þórshöfn i Færeyjum. Yrði það starfrækt í líkingu við Norræna húsið i Reykjavík, m.a. vegna hinnar góðu og jákvæðu reynslu af rekstri þess. Tveir handteknir vegna hasssendingar Egilsstöðum, 26. október. LÖGREGLAN á Egilsstöðum hafði haft af þvf spurnir, að send- ing eiturlyfja væri á leið þangað austur í pósti frá Rvík. Hafði lögreglan andvara á sér, og er viðtakandi kom að sækja sending- una á pósthúsið á Egilsstöðum, var hann handtekinn. Við yfir- heyrslu játaði viðtakandi pakk- ans að eiga hann, og mun send- andi nú hafa verið handtekinn í Reykjavík. Ásgeir Friðjónsson, dómari í fíkniefnamálum tjáði Mbl. í gær- kvöldi, að einn maður hefði verið handtekinn í Reykjavík vegna þessa máls á Egilsstöðum. Játaði hann að hafa sent hass austur til Egilsstaða, og jafnframt að hass- magn þetta, sem var lítið, aðeins 7 grömm, væri eftirstöðvar af meira magni, 800 gr, sem lög- reglan hafði upp á fyrir nokkru síðan. Hassmál þetta er algjörlega óháð því, sem skýrt er frá á öðrum stað í blaðinu i dag. Eimskip undirbýr smíði margra skipa Víðtæk framkvæmdaáætlun komin á lokastig Einn land- aði heima AÐEINS einn togari landaði í Reykjavík i sl. viku. Var það Júpi- ter, en hann landaði sl. fimmtu- dag alls 112 tonnúm af heimamið- um. Hjá Togaraafgreiðslunni fékk Morgunblaðið þær upplýs- ingar, að búist væri við fleiri tog- urum til löndunar i Reykjavík í næstu viku vegna tíðarfarsins undanfarið, þvf að það mun vafa- laust hafa áhrif á aflann og því ekki eins fýsilegt fyrir togarana að sigla með hann á erlendar hafnir, eins og verið hefur að undanförnu. EIMSKIPAFÉLAG Islands er nú að undirbúa smfði á mörgum vöruflutningaskipum, og verða þau bæði stærri og smærri en núverandi skip félagsins. Öttarr Möller forstjóri Eimskips, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, að í desember yrði væntanlega lokið við vfðtæka framkvæmdaáætlun, sem hefur verið í undirbúningi í nokkur ár og miðar að því, að byggð verði mörg ný skip, vöru- skemmur í landi og ýmis út- búnaður aukinn. Eimskip er að láta vinna fleiri en eina teikningu af nýj- um skipum í samvinnu við ráð- gefandi fyrirtæki í Noregi og Danmörku. „Hér er um að ræða endurnýjun og áukningu,“ sagði Óttarr, „sem hefur tafist vegna verðstöðvunarlaganna, sem hófust 1971. 1 desember vonumst við til að geta sagt frekar frá fyrirhuguðum framkvæmdum. Fjöldi skipanna fer eftir því, hvað við getum útvegað mikið fjár- magn og hvað tilboðin verða há, en kaupin eru háð leyfi stjórn- valda.“ Aðspurður kvað Óttarr ekkert ákveðið um það, hvort skipin, sem Eimskip á nú, verði seld, þegar nýsmíðuð skip bætast í flotann. „Aðstæður þá og flutningaþörf verða að ráða því,“ sagði hann. Þyngsti dilkurinn vó 28,7 kg. Skálholti, 26. október — SLÁTRUN hjá Sláturfélagi Suðurlands í Laugarási lauk i gær. Alls var slátrað 20.074 kirid- um og þremur geitum. Meðalvigt dilka var 14,42 kg, en 13,77 síðast- liðið haust. Þyngsta dilkinn átti Steinar Pálsson, bóndi í Hlíð og vó hann 28,7 kg. Sláturhússstjóri var Ólafur Jónsson í Skeiðháholti. — Björn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.