Morgunblaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1973 Eyjólfur K. Jónsson: Norðurlandsvegur með bundnu slitlagi MÞIÍHil 14 A FUNDI í neðri deild Alþingis sl. miðvikudag kom til fyrstu um- ræðu frumvarp til laga um happ- drættislán rfkissjóðs vegna fram- kvæmda við uppbyggingu Norð- urlandsvegar, sem flutt er af Eyjólfi Konráð Jónssyni (S) og fjórum öðrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. I framsögu- ræðu sinni sagði Eyjólfur Kon- ráð, að eðlilegt væri, þegar lokið yrði framkvæmdum við vegagerð yfir Skeiðarársand næsta vor, að næsta stórátak f vegagerðinni yrði hafið með gerð Norðurlands- vegar milli Reykjavfkur og Akur- eyrar. Gerir hann í frumvarpi sínu ráð fyrir 800 milljón kr. fjár- öflun með útboði happdrættis- skuldabréfa, sem nægja muni til að undirbyggja Norðurlandsveg- inn undir bundið slitlag á næstu 3—4 árum. Sagði hann, að innan 6—8 ára ætti að vera unnt að ljúka vegagerðinni, og yrði vegur- inn þá kominn með bundið slitlag alla leið. Til þess, að þetta mætti verða, væri nauðsynlegt að afla teknanna til undirbyggingarinn- ar sem fyrst. Eyjólfur Konráð Jónsson sagði öllum vera lióst, hve brýn þörfin á auknum vegaframkvæmdum væri hér á landi. Til ákvörðunar lægi, hvaða stórátak bæri að gera í þeim efnum, þegar lokið yrði vegagerðinni yfir Skeiðarársand. Taldi hann eðlilegt, að næst yrði ráðizt í gerð vegar með varanlegu slitlagi milli Reykjavíkur og Akureyrar. Ödýrara væri en menn hefðu gert sér grein fyrir að undirbyggja veginn undir slíkt slitlag. Um 200 km kafla væri að ræða, sem undirbyggja þyrfti, en aðrir kaflar vegarins væru þegar nægilega undirbyggðir. Upplýs- ingar lægju fyrir frá vegamála- stjóra, sem bentu til, að þessi framkvæmd kostaði u.þ.b. 800 millj. kr. á núverandi verðlagi. Sagði þingmaðurinn, að slitlag- ið sjálft yrði iíklega eitthvað dýr- ara en þessi framkvæmd, eða á annan milljarð króna. Eyjólfur Konráð taldi rétta að- ferð við fjáröflun vegna þessarar framkvæmdar að bjóða út sölu á happdrættisskuldabréfum. Skatt- heimta væri orðin svo mikil, að eðlilegt væri að fjármagna slíkar framkvæmdir í ríkara mæli með lántökum innanlands, enda væru menn þá ekki sviptir eignarrétti á því fé, sem til verksins gengi. Ætla mætti, að það væri einmitt einkum á sviði vegamála, sem fólk væri tilbúið að fjármagna framkvæmdir með þessum hætti. Kvaðst hann treysta því, að frum- varpið færi hraðbyri í gegnum þingið. Lárus Jónsson (S), sem er einn af meðflutningsmönnum Eyjólfs að frumvarpinu, kvað hér vera um merkt og viðamikið mál að ræða, sem hann vonaði, að vel yrði tekið. Um vegagerð hefðu verið gerðar landshlutaáætlanir, enda hefðu flestir talið, að fyrst og fremst bæri að efla samgöngur innan landshlutanna. Nú lægju slíkar áætlanir fyrir og væri þi tímabært að ráðast í þessa fram kvæmd. Að Iokinni umræðunni var mál inu vísað til 2. umræðu og fjár hagsnefndar. Upplgsinga skylda stjórnvalda RlKISSTJÖRNIN hefur á þessu þingi endurflutt frumvarp sitt frá I fyrra um upplýsingaskyldu stjórnvalda, sem ekki var afgreitt þá. Frumvarpið var til 1. umræðu f neðri deild þingsins s.l. mið- vikudag. I frumvarpinu er sett fram sú meginregla í 1. gr., að hver maður eigi rétt á að kynna sér skjöl f máli, sem er, eða hefur verið, til meðferðar hjá stjórn- valdi, með þeim undantekning- um, sem um getur í 2. grein þess. Þar eru sfðan gerðar undantekn- ingar í 15 liðum, sem sumar hverjar eru mjög víðtækar, sbr. sfðar. Ölafur Jóhannesson dómsmála- ráðherra gerðí grein fyrir frum- varpinu, sem hann sagði að mestu sniðið eftir danskri og norskri lög- gjöf um þetta efni. Ekki væru til f íslenzkri löggjöf ákvæði, sem fjölluðu almennt um upplýsinga- skyldu stjórnvalda, og væri frum- varpið því nýmæli. Sagði ráðherrann, að ýmsum, sem hefðu hugmyndir um opið þjóðfélag, kynni að þykja undan- tekningarnar i 2. gr. frumvarps- ins svo víðtækar, að þær bæru meginregluna ofurliði. Hér væri þó um ýmsa hagsmuni að ræða, sem gæta þyrfti. Væri eðlilegt, að nefnd sú, sem fengi frumvarpið til meðferðar sendi það ýmsum aðilum til umsagnar, svo sem blaðamönnum, ráðuneytisstjórum o.fl. Gert er ráð fyrir, að lögjn um þetta öðlist gildi 1. október 1974, 4. ef frumvarpið nær samþykki þessa þings, og taki ekki til skjala, sem stjórnvöld hafa útbúið eða borizt hafa þeim í hendur fyrir gildistöku laganna. Hér fer á eftir 2. gr. frumvarps- ins, en hún hefur eins og áður segir, inni að halda undantekn- ingarfrá meginreglunni í 1. gr.: .^•gr. Eftirtalin skjöl eru undanþegin upplýsingaskyldu: 1. Fundargerðir ríkisráðs og fundargerðir ráðherrafunda og skjöl, sem stjórnvöld hafa samið fyrir slíka fundi. 2. Skjöl um utanríkismál, er varða stjórnmál, fjárhagsmál- efni og varnarmál. 3. Skjöl, sem fela í sér upplýs- ingar um einhver málefni, er varða öryggi ríkisins, sam- skipti við erlend ríki, alþjóð- legar stofnanir eða vamir landsins. Skjöl um starfsemi rikisins eða sveitarfélaga í fjármálum, kaupgjaldsmálum eða ráðn- ingarmálum. 5. Tillögur, uppköst, álitsgerðir og önnur vinnuskjöl, útdrætt- ir eða skýrslur, sem stjórn- valdið sjálft hefur samið eða án lagaskyldu útvegað til af- nota við afgreiðslu hjá þvi sjálfu. Slík skjöl skulu þó ekki vera undanþegin upplýsinga- skyldu, ef í þeim felst grund- völlur rökstuðnings fyrir ákvörðun eða afgreiðslu, sbr. og 5. grein hér á eftir. 6. Bréfaskipti milli ráðuneyta um lagasetningu, þ.ám varð- andi fjárveitingar. 7. Bréfaskipti milli aðila innan sama stjórnvalds. 8. Bréfaskipti milli sveitarstjórn- ar og deilda, nefnda, eða stjórnaraðila hennar, eða milli þeirra innbyrðis. 9. Bréfaskipti stjórnvalda við sérfróða menn til afnota i dómsmálum eða við könnun á þvi, hvort höfða skuli dóms- mál. 10. Úrlausnir prófverkefna, samkeppnispróf o.þ.h. 11. Skjöl, sem geyma upplýsingar um tæknibúnað eða tækniað- ferðir og rekstrarhag og við- skiptastöðu, sem með hliðsjón af samkeppnisaðstöðu er nauðsynlegt, að leynt skuli fara, vegna tillits til þess aðila, er upplýsingar varða. 12. Skjöl í málum, er varða ráðn- ingu eða stöðuhækkun í opin- berri þjónustu. Þó nær undanþágan ekki til upplýs- inga um nöfn umsækjenda. 13. Tilkynningar, skýrslur eða önnur skjöl í tilefni af broti á gildandi löggjöf. 14. Skjöl, sem samin eru í sam- bandi við fjárhagsáætlun ríkisins eða langtíma fjár- hagsáætlanir. 15. Skjöl, sem varða eða snerta hvers konar persónuleg eða fjárhagsleg málefni einstak- linga, nema sá, sem í hlut á, fallist á, að menn kynni sér skjalið.“ Þingvikan FYRSTU vikur þingsins segja allmikið um, hvaða viðfangs- efni við verður glímt yfir vet- urinn. Eins og menn vita er afgreiðsla mála á alþingi mjög þung. Á það einkum við um lagafrumvörp þar sem hvert frumvarp er rætt a.m.k. þrisvar í hvorri þingdeild, áður en það hlýtur afgreiðslu. Það er því þýðingarmikið fyrir alþingis- menn að leggja mái sín fram á þinginu sem fyrst til að stuðla að þvf, að þau geti, a.m.k. tímans vegna, hlotið afgreiðslu. Að vissu marki gildir hið sama um ríkisstjórnina, þó að hún geti að mestu ráðið því, með hvaða hraða og í hvaða röð mál eru afgreidd. Það eru og sjálf- sögð vinnubrögð hjá rikisstjórn að reyna að leggja mál sín fram sem fyrst, til að þingmönnum gefist sem bestur timi til að íhuga málin, áður en til af- greiðslu koma. Það má því segja, að fyrstu vikur þing- haldsins einkennist aðallega af þeim mikla fjölda mála, sem þá koma fram. Þó að ekki sé liðinn nema rúmur hálfur mánuður af þinginu nú, hafa þegar komið fram all mörg mál, og er tala þingskjala komin á fimmta tuginn. Mál þessi eru auðvitað afar mismunandi og höfða til fjölbreyttra áhugasviða. Eitt af þessum málum, sem telja má, að höfði til alls þorra manna, er stjórnarfrumvarp um upp- lýsingaskyldu stjórnvalda og verður það gert að umræðuefni hér í þættinum í dag. Lög um þetta efni hafa verið sett annars staðar á Norður- löndum á seinni árum og er ætlað að stuðla að auknu upp- lýsingastreymi frá opinberum aðilum til alls almennings. Er 1 þessu sambandi talað um opið þjóðfélag, þarsem í meginatrið- um er gert ráð fyrir, að menn eigi þess kost að fylgjast með því, hverra sjónarmiða sé gætt við opinbera sýslu. Er hugsunin sú, að með þessu eigi menn auðveldara með að veita stjórn- málamönnum og embættis- mönnum það aðhald, sem hið lýðræðislega stjórnkerfi gerir ráð fyrir. Allir lýðræðissinnar hljóta að vera sammála um þá megin- hugsun, sem þannig hefur legið til grundvallar þessari laga- setningu hjá nágrannaþjóðum okkar. En skoðum aðeins það frumvarp, sem lagt hefur verið fram á Alþingi. 1 fyrstu grein frumvarpsins er að vísu sett fram sú meginregla, að hver maður eigi rétt á að kynna sér skjöl í máli, sem er eða hefur verið til meðferðar hjá stjórn- valdi, en síðan eru í 2. gr. frum- varpsins gerðar undanþágur frá þessari meginreglu, sem eru svo víðtækar, að varla er hægt að koma auga á nokkur mál, sem með lagni má ekki koma undir einhverja undan- tekninguna. 1 16 töluliðum eru taldar fram undantekningar, sumar með mjög víðtæku orða- lagi. Hér skal aðeins nefnt eitt dæmi. 1 4. tl. segir, að undan- þegin upplýsingarskyldunni séu „skjöl um starfsemi ríkisins eða sveitarfélaga í fjármálum, kaupgjaldsmálum eða ráðningarmálum“. Skjöl um starfsemi rikisins í fjármálum eru sem sagt undanþegin! Allir hljóta að sjá, að undan- tekningar sem þessar hljóta að bera meginreglu laganna ofur- liði. Markmið laganna á að vera að tryggja mönnum rétt til að fá að skoða viðkomandi skjöl, jafnvel þó það sé ekki í sam- ræmi við vilja þess embættis- manns, sem skjölin hef ur undir höndum. Og í hvaða aðstöðu verður maður, sem ætlar að gera slfka kröfu? Viðkomandi embættismaður getur einfald- Iega bent manninum á ein- hvern tölulið, sem með sæmi- legum rökum má segja að nái til viðkomandi skjals. í dæminu að framan mundi embættismað- urinn segja manninum, að skjalið varðaði starfsemi ríkis- ins í fjármálum, — hvaða skjal gerir það ekki? — og því miður geti hann ekki fengið að kynna sér efni þess. Segja verður alveg eins og er, að frumvarp þetta er litils virði til að tryggja almenningi rétt á upplýsingum, þó að sá virðist vera tilgangur þess. Það er auðvitað alveg rétt, að við lagasetningu sem þessa, verður að gæta þess vel, að undan séu skilin ýmis skjöl, sem vegna margvíslegra hagsmuna verða að vera það. Það er á hinn bóginn beinlínis andstætt þeim sjónarmiðum, sem löggjöf um upplýsingaskyldu stjórnvalda er ætlað að þjóna, að gera hana þannig úr garði sem hér er gert. Hér sýnist algjörlega hafa verið flúið frá því vandamáli að orða undantekningar, sem hæfi megintilgangi löggjafar um þetta efni. Annars staðar á sfðunni er greint frá þessu frumvarpi og 1. umræðu um það í neðri deild Alþingis. Birtist þar títt nefnd 2. gr. i heild. J.S.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.