Morgunblaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1973 | iMIIIIWIIÍirii; MORGllMBLAflSIMS 1 Fítonskrafturinn færði unglingunum sigurinn ÞAÐ væri fulldjúpt tekið í árinni að segja, að íslenzka unglinga- landsliðið í knattspyrnu hafi ieikið betur en írska liðið f leik liðanna f Evrópukeppni unglinga- landsliða á Melavellinum í fyrra kvöld. Það, sem fyrst og fremst færði íslenzku strákunum sigur voru leikgleðin og viljinn til að vinna. Allan tfmann var barizt af miklum móð, hvergi gefið eftir og f ftonskrafturinn færði fslenzka liðinu verðskuldaðan sigur. Sá sigur kom fslenzka unglinga- landsliðinu áfram f úrslit Evrópu- keppni unglingalandsliða, en úr- slitin fara fram í Svíþjóð næsta vor. Islendingarnir kusu að hafa vindinn í bakið í fyrri hálf- leiknum og hjálpaði vindurinn örugglega, því fyrir leikhlé hafði piltunum tekizt að skora tvívegis. Með þessa góðu forystu dró liðið sig meira í vörn í síðari hálfleikn- um og sóttu Irarnir því eðlilega meira. Island jók þó forystu sína í 3:0 áður en Irarnir f undu leiðina í net Islands. Síðustu mínúturnar sóttu trarnir af mikilli örvænt- ingu en þeim tókst ekki að jafna leikinn. I lokin stóðu íslenzku piltamir uppi sem sigurvegarar, fögnuður þeirra var innilegur sem og hinna 550 áhorfenda, sem dyggilega höfðu stutt piltana í leiknum. Strax á þriðju minútu leiksins komst hinn eldsnöggi Víkingur, útherjinn Óskar Tómasson, óvænt í markfæri, en skot hans var ekki kraftmikið og óöruggur írskur markvörður náði að handsama knöttinn. A 20. mínútu sóttu Is- lendingarnir og upp úr horn- spyrnu Gunnlaugs Kristfinns- sonar skoruðu strákarnir gott mark. Knötturinn hafði borizt á milli manna inni í vítateignum, en að lokum skaut fyrirliði ung- lingalandsliðsins, Janus Guð- laugsson, óverjandi skoti að marki. Tónninn var gefinn og á 32. mínútu breyttist staðan í 2:0. Mistök áttu sér stað í vörn Iranna, Kristinn náði sendingu, sem ætluð var markverði og þakkaði Kristinn fyrir sig með því að senda knöttinn öruggfega í netið. Er síðari hálfleikurinn hófst var komið blankalogn og á 15. mfn. hálfleiksins skoraði sá mark- Fyrsta badmintonmót vetrarins: Síðast vann Sigurður hvað gerist núna? FYRSTA badmintonmót vetrar- ins fer fram í Laugardalshöllinni á morgun og taka flestir beztu badmintonmenn landsins þátt í því. I fyrra, er þetta mót fór fram, sigraði Sigurður Haraldsson, var það fyrsta stórmótið, sem Sigurð- ur vann. Önnur mót síðastliðins vetrar vann Haraldur Kornelíus- son. Báðir þessir kappar verða meðal þátttakenda I mótinu á morgun, og verður gaman að sjá, hvorum vegnar betur. Mótið á morgun hefst klukkan 14.00 og verður leikið í einliðaleik karla og kvenna. Þeir, sem tapa ieikjum sínum í fyrstu umferð karlaflokksins, halda áfram í sér- stökum flokki. Aðalfundur KRR AÐALFUNDUR Knattspyrnuráðs Reykjavíkur verður haldinn laugardaginn þriðja nóvember næstkomandi, á Hótel Loftleið- um. Fundurinn hefst klukkan 13, og fundarefni er venjuleg aðal- fundarstörf. VALUR heppni Kristinn Björnsson gott mark. Óskar Tómasson gaf góða sendingu fram völlinn, Kristinn var með á nótunum, komst á auðan sjó og skoraði framhjá út- hlaupandi markverðinum. 3:0 og sigurinn blasti við. Það hefði þó engan veginn verið sanngjarnt að tsland hefði unnið leikinn með svo miklum mun og á 22. mfnútu hálfleiksins kom Kilkelly Irunum á blað með góðu marki. A 30. mínútu opnað- ist vörn Islendingana illa og Langan var ekki í vandræðum með að breyta stöðunni í 3:2. Það, sem eftir lifði leiksins, sóttu Ir- arnir en vel studdir af áhorf- endum létu piltarnir okkar aldrei bilbug á sér finna og unnu verð- skuldað 3:2. Aðeins tveir af þeim leik- mönnum, sem voru í Faxaflóa- hópnum fræga árið 1971, eru nú leikmenn unglingalandsliðsins. Janus Guðlaugsson, og Ólafur Magnússon. Janus átti stórgóðan leik að þessu sinni og frammi- staða ungl.landsliðsins í leikjun- um við Ira er honum að þakka öðrum leikmönnum frekar. Ölafur sýndi öryggi síðast í leiknum og greip þá mjög vel inn í. Hann verður á engan hátt sak- aður um mörk þau, sem Iiðið fékk á sig í þessum leik. Bakvörðurinn Guðjón Þórðarson af Akranesi sýndi góðan leik og sömu- leiðis félagi hans af Skaganum Ami Sveinsson á miðsvæðinu. I framlínunni bar mest á Kristni Björnssyni og Óskari Tómassyni, Fyrsta markid Janus Guðlaugsson skorar fyrsta mark leiksins við Ira. Hinn markaskorari unglinga- landsliðsins var Kristinn Björnsson, númer 9 á mynd- inni, sem K. Ben. tók. báðir tveit mjög efnilegir leil menn. Nú er bara að halda þessur hópi saman, ekki aðeins með leil ina í Svíþjóð næsta vor í hug heldur einnig vegna þess, a öflugt unglingastarf er grunnur inn að sterkara landsliði fullorf inna. Sigurður Haraldsson. AÐALFUNDUR badmintondeild- ar Vals verður haldinn í Félags- heimili Vals, fimmtudaginn 1. nóvember, og hefst kl. 20.30. „Stóru nöfnin eru ekki aðalatriðið” GLEÐI fslenzku ungl ingalands- liðspiltanna var mikil, er dóm- arinn flautaði leikinn við Ir- land af I fyrrakvöld. Þeir hopp- uðu hæð sfna í loft upp af kæti og stríðsóp þeirra voru lang- dregin. Sennilega hefur eng- inn fagnað eins innilega og fyr- irliðinn Janus Guðlaugsson, enda hafði hann unnið vel að sigri liðs sfns. Janus hefur nú leikið 10 unglingalandsleiki, og þessi verður honum örugglega lengi minnisstæður. Eftir lcik- inn hittum við Janus að máli, og sagði hann m.a. — Það er í rauninni alveg furðulegt, að við skulum hafa náð þessum árangri. Við lend- um á móti sterkum atvinnu- mönnum, og trarnir hafa örugglega hugsað um Eskimóa, þegar þeir fréttu, að mótherj- inn I undankcppninni væri Is- land. Islenzka unglingalands- liðið hefur ekki æft saman lengi, og fyrsti leikur þess var á móti Færeyingum I lok ágúst- mánaðar. Sfðan hefur liðið æft af krafti og samhugurinn hefur öðru fremur fleytt okkur áfram f úrslitakeppni unglingalands- liða Evrópu. Það sannaðist vel I leikjunum við tra, að það er ekki aðalatriðið að hafa stór nöfn og fræga kappa í liðinu, meira virði er, að leikmenn taki verkefni sitt alvarlega og vinni saman. Góður vilji hefði þó ekki verið nægilegt veganesti, mikið og fórnfúst starf unglinga- nefndarinnar er þungt á met- unum og henni eru unglinga- landsliðsmennirnir þakklátir. — -Unglinganefndin með Ama Agústsson í broddi fylkingar, þjálfararnir Úlafur Danivals- son og Albert Eymundsson, nuddarinn Sigurður Steindórs- son, hvatning Alberts Guðmundssonar fyrir leikinn og hvétjandi áhorfendur í leiknum við Ira hjálpuðu okk- ur mikið, segir Janus. Nú er það okkar að standa okkur f úrslitakeppninni, þó svo að verkefnin bar verði erfið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.