Morgunblaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 242. tbl. 60. árg. LAUGARDAGUR 27. OKTOBER 1973 Prentsmiðja Morgunblaðsins. 20.000 Egyptar í gildru á austurbakka Súezskurðar Sayed Ismail, utanrfkisráðherra Egypta f fjarveru Sayats, býður yfirmann friðargæzlusveita S.Þ.,Finnann Ansio Silasvuo, velkominn til Kaíró f gær. Stórbættur viðskiptajöfn- uður Bandaríkjanna Tel-Aviv, Moskvu, Kaíró og Washington, 26. okt. AP—NTB MESTA spennan milli Bandarfkjanna og Sovétríkjanna vegna ástands- ins við Súezskurð virðist nú liðin hjá, og hafa bandarísk hernaðaryfir- völd byrjað að draga úr þeim viðbúnaði, sem fyrirskipaður var í gær, þrátt fyrir það að Brezhnev, leiðtogi sovézka kommúnistaflokksins, skýrði frá þvf I dag, að Sovétrfkin hefðu sent fulltrúa að beiðni Egypta til að fylgjast með, að deiluaðilar héldu vopnahléð. Skv. upplýsingum bandarfska varnarmálaráðuneytisins áttu Bandaríkjamenn von á þessu ogsegja aðhér sé um að ræðaum 100 manna óvopnað lið. Washington 26. október — AP VIÐSKIPTAJÖFNUÐUR Banda- rfkjanna við útlönd var f septem- bermánuði hagstæður um 873 milljónir dollara, og er það hag- stæðasti greiðslujöfnuður eins mánaðar, sem verið hefur í átta ár. Kom þetta jafnvel viðskipta- málaráðuneytinu í Washington á óvart, og segja talsmenn þess, að þetta séu mestu gleðitfðindi í bandarfsku efnahagslffi á þessu heldur dapurlega ári. Otflutningur jókst um 7.4% miðað við mánuðinn áður, og inn- flutningur minnkaði um 7.4%. Þessi útkoma septembermánaðar í fullum rétti til að skjóta Jóhannesarborg, 25. október, NTB. Suður-afrískur rannsóknar- dómari kvað í dag upp þann úr- skurð, að lögreglumennirnir, sem skutu 11 svarta námuverkamenn til bana við Western Deep Level námuna í siðasta mánuði, hafi verið í fullum rétti til að hefja skothríð. Dómarinn sagði, að lögreglumennirnir hefðu verið að gegna skyldustörfum og ekki aðhafst neitt, sem hægt sé að telja refsivert. Hann sagði, að bæði lögreglan og eigendur námunnar hefðu reynt að semja við verkamennina og skothríð hefði ekki verið hafin fyrr en þeir gerðu árás á lögreglu- sveitina. veldur þvi einnig, að viðskipta- jöfnuðurinn fyrir fyrstu níu mán- uði ársins er hagstæður um 153 milljónir dollara, en árið áður hafði hann verið óhagstæður um 4.810.500.000 dollara á sama tíma bili. Eru því taldar góðar líkur á þvi, að viðskiptajöfnuður þessa árs verði í heild hagstæður, en árið 1972 var hann óhagstæður um 6 milljarða dollara og árið 1971 um 2 milljarða. Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna var kallað saman til fundar í kvöld að fjalla um kæru E&ypta um ný vopnahlésbrot Israela. Atti fundur þess að hefjast kl. 01.00 að ísl. tíma. Nú er talið víst, að ástæðan fyrir því, að Sadat bað Bandaríkjamenn og Sovétmenn um að senda eftirlitssveitir á vopnahléssvæðið og sendi þessa kæru til Öiyggisráðsins, sé sú, að það sé staðreynd að ísraelar haldi öllum 3ja her Egypta í gildru á austurbakka Súezskurðar, eða alls um 20 þúsund manns, með gífurlegt magn vopna og annarra hergagna. ÖRVÆNTING EGYPTA Fregnir af ástandinu á þessu svæði eru fremur óljósar, en Haim Herzog hershöfðingi, tals- maður herstjórnar ísraela, skýrði frá því í sjónvarpi í kvöld, að Israelar hefðu Egyptana alveg í hendi sér og að Egyptarnir fullir örvæntingar, vegna vatnsskorts og matarskorts, gæfust upp hundruðum saman. Þá skýrði ísraelskur fréttamaður frá þvf, að frægur ísraelskur hershöfðingi hefði boðið Egyptunum opna og örugga leið heim, ef þeir vildu leggja niður vopn. Egyptarnir hafa nú að sögn ísraela gert ítrek- aðar tilraunir til að brjóta sér leið gegnum ísraelsku vfglinuna, en mistekizt og þeir beðið mikið manntjón. Egyptarnir munu nú vera algerlega sambandslausir við umheiminn og herforingjar þeirra sagðir hafa misst alla stjórn á mönnum sínum. lígyptar hafa ekkert sagt um stöðuna þarna, en sem fyrr segir, virðast egypzkir ráðamenn mjög örvænt- ingarfullir vegna ástandsins. Fýrstu hermennirnir úr friðar- gæzlusveitum Sameinuðu þjóð- anna komu til Kaíró i dag, en alls er gert ráð fyrir, að þeir verði um 1700 talsins, Svíar Finnar og Austurríkismenn. Að sögn munu þegar vera komnir 12 menn úr fastaeftirlitssveit S.Þ. í Kairó á vopnahléslínuna. Brezhnev hvatti til þess í ræðu sinni, eftir að hann hafði skýrt frá því, að Sovétmenn hefðu sent eftirlits- sveit til Egyptalands, að Banda- ríkjamenn gerðu hið sama. Sagt er að Nixon íhugi það mál nú, en að fremur sé ólíklegt að hann sendi bandariska eftirlitsmenn. 50 ÞUSUND FALLHLlFAHERMENN James Schlesingar, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá því á fundi með frétta- mönnum, að ástæðan fyrir því, að Bandaríkjaher var skipað í við- búnaðarstöðu, hefði verið, að ráðamenn i Washington hefðu talið ýmislegt benda til þess, að Sovétmenn væru að senda herlið til Egyptalands. M.a. var 50 þús- und völdum sovézkum fallhlifa- Framhald á bls. 18 Enn fínnast hlerunartæki Stokkhólmi 26. október — NTB t GÆR lagði sænska öryggislög- >eglan hald á fleiri rafeindatæki til hlerana, i sambandi við njósnamál það, sem nýlega komst upp um f Sviþjóð. Sama dag ræddi hermálanefnd þingsins til- lögu jafnaðarmanna um, að borg- araleg stofnun yfirtæki leyni- þjónustustarfsemi hersins. Maður í stað Cox Nixon slakar enn á Washington 26. október AP—NTB NIXON Bandarfkjaforseti skýrði frá þvi á blaðamanna- fundi f Washington seint f gær kvöldi, að í næstu viku myndi Bork, settur dómsmálaráðherra skipa nýjan mann f stað Cox, til að halda áfram rannsókn Watergatemálsins. Forsetinn sagði, að hann og aðrir starfs- menn Hvfta hússins myndu eftir mætti starfa með þessum manni og hann fengi að starfa algerlega sjálfstætt að rannsókn málsins. Forsetinn sagði, að það væri kominn tfmi til, að þeir seku f Watergate- málinu yrðu dregnir fyrir rétt, en hinir saklausu hreinsaðir af öllum grun. Forsetinn upplýsti ekki, hver þessu maður yrði. Þá sagði Nixon, að nú horfði betur með frið í löndunum nokkru sinni fyrr á sl. 20. árum. Hann sagði ástæðu til bjartsýni um varanlega lausn deilunnar. Sovétríkin og Bandaríkin hefðu komið sér saman um, að beita áhrifum sinum við deiluaðila. Hann tók það skýrt fram, að stórveldin myndu ekki fyrir- skipa varanlega samninga, aðeins beita áhrifum sínum. Forsetinn vildi ekki skýra nán- ar hvað hann hefði fyrir sér í þessu máli, en sagði aðeins, að þessi varanlega lausn myndi ekki koma á næstu vikum, enn væri of langt bil milli deiluaðila til þess, en þess væri að vænta, að samkomulag gæti náðst á næstu mánuðum. Er Nixon var spurður um við- brögð sin við ummæium og áskorunum um, að hann segði af sér, eða þingið ávítaði hann opinberlega, svaraði hann því til, að hann hefði heyrt þetta áður, er hann hefði á fyrra kjörtfmabili sínu neyðst til að fyrirskipa loftárásir á N-Víet- nam. Hann sagði að ýmsir hefðu haldið þvf fram, að við- búnaðarfyrirskipunin til Bandaríkjahers i fyrradag hefði verið sett á svið til að draga athyglina frá Watergate- málinu. Hann sagði, að hann vildi, að svo hefði verið, en því hefði ekki verið til að dreifa. Um hefði verið að ræða alvar- legasta hættuástand, frá því að Kúpudeilan kom upp ’61 Bandaríkin hefðu talið allt banda til þess, að Sovétríkin ætluðu sér einhliða að senda fyrir botni Miðjarðarhafs en herlið til Egyptalands. Banda- ríkjamenn hefðu með viðbún- aðarfyrirskipuninni bent Sovétstjórninni á, að það myndu þeir ekki liða. Nixon sagðist einnig margsinnis hafa haft samband við Brezhnev og þeir undir lokin komið sér sam- an um að styðja tillögu S.Þ. um eftirlitssveitir, sem ekki væru í hermenn frá stórveldunum, og síðan, að Sovétmenn og Banda- ríkjamenn beittu sér fyrir því, að samið yrði nú loks um varan- legan frið. Það væri eitt mikil- vægasta málið í heiminum í dag. Nixon sagði, að meðan hann gæti leyst slík mál, vegna góðra samskipta sinna við Sovétstjórnina, þá myndi hann ekki hugleiða það að láta af embætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.