Morgunblaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1973 7 Eftirfarandi spil er frá leiknum milli íslands og Líbanon í Evrópu- mótinu 1973, leiknum lauk meS íslenzkum sigri 18 stigum gegn 2 (112:74). Norður S. D-10-7-4-2 H. Á. T. 9-8-7-6- L. A-D-2 Vestur S. 6 H. K-G-10-9-8-6 T. K-10-5-2 L. 9-3 Austur L. 10-7-4 H. 7-5-4-2 T. G-4 L. 10-7-4 Suður S. 8-5-3 H. D-3 T. Á-D-3 Við annað borðið sátu íslenzku spilararnir N-S og sögðu 4 spaða. Spilið varð 3 niður og Libanon fékk 300 fyrir. Við hitt borðið sátu spilararnir frá Libanon N-S og þar var mikið fjör i sögnunum. A S V N P 1L 1H 1S 2H P 3H 4L 4H 4S P P D P P R D P P Sagnhafi fékk P aðeins 6 slagi og fslenzka sveitin fékk 2.200 fyrir spilið. FRÉTTIR Barnaverndarfélag Reykja- víkur hefir fjársöfnun á laugar- dag, fyrsta vetrardag, til ágóða fyrir Heimilissjóð taugaveiklaðra barna. Barnabókin Sólhvörf og merki félagsins verða afgreidd frá öllum barnaskólum í Reykja- vík og Kópavogi kl. 9-15. Fimmtugur er 1 dag, þann 27. október, Jón Hj. Jónsson, fyrrv. skólastjóri Hiíðardalsskóla. Hann tekur á móti gestum að Barðavogi 15 á sunnudagskvöld. Salvör Jónsdóttir, Skúlagötu 72, Reykjavík, er sjötug i dag, 27. október. Hún dvelst að heimili dóttur sinnar og tengdasonar að Hjallalandi 23 í dag. 1 dag verða gef in saman í hjóna- band i Arbæjarkirkju af séra Ölafi Skúlasyni, Sigurrós Jónas- dóttir, Heiðarbæ 4, og Ólafur Gunnarsson Flóvenz, Kópavogs- braut 88. Heimili þeirra verður að Asparfelli 8. I dag verða gef in saman 1 hjóna- band af séra Lárusi Halldórssyni þau Jóhanna M. Björnsdóttir og Einar Þór Vilhjálmsson. Hjóna- vígslan fer fram f Háteigskirkju kl. 16.00. Heimili þeirra verður að Holtsgötu22, Reykjavík. 1 dag verða gefin saman í hjóna- band af séra Arelíusi Níelssyni, Regína Magnúsdóttir fþrótta- kennari og Bjarni Ó. Júlfusson. Heimili þeirra verður að Mark- holti 17, Mosfellssveit. 1 dag verða gefin saman í Dóm- kirkjunni af séra Óskari J. Þor- lákssyni, Nína Valgerður Magnús- dóttir, Vesturgötu 19, og Tómas Bergsson, Alfheimum 70. Heimili þeirra verður að Vesturgötu 19. DAGBÓK BARWWA.. Þýtur í skóginum — Eftir Kenneth Grahame 3. kafli — STÓRISKÓGUR Rottan fór út og skoðaði gaumgæfilega stíginn fyrir utan til. að vita, hvort hún sæi ekki spor moldvörpunnar í forinni. Jú, þarna voru þau sannar- lega. Skóhlífarnar voru nýjar og það mótaði greini- lega fyrir röndunum í sólanum. Og sporin lágu rakleitt inn í Stóraskóg. Rottunni brá mjög i brún. Hún hugsaði sig um góða stund. Svo fór hún aftur inn, spennti belti um sig miðja og stakk byssum í það. Svo tók hún vænan lurk, sem stóð í einu horninu í anddyrinu og lagði af stað beina leið í Stóraskóg. Það vai farið að dimma, þegar hún kom i skógar- jaðarinn en hún hélt rakleitt inn í þykknið og skimaði um leið í allar áttir eftir vinkonu sinni. Hér og þar skaut upp illgirnislegum andlitum en þau hurfu jafnskjótt og þeim var litið á hina vígalegu rottu með byssurnar í beltinu og lurkinn góða. Hvískrið og fótatökin, sem hún hafði heyrt í fyrstu allt í kring um sig, hurfu með öllu. Allt varð kyrrt. Rottan hélt förinni áfram um skóginn endilangan. Svo yfirgaf hún allar götur en ruddi sér braut á milli trjánna og kallaði í sífellu glaðlega: „Moldvarpa! Moldvarpa! Hvar ertu? Þaðer ég, rotturófa." Hún hafði leitað með mestu þolinmæði í klukku- tíma, þegar hún heyrði loks svarað veikum rómi. Hún rann á hljóðið og kom loks að gömlu beykitré, sem holt var að inna. Innan úr því heyrðist sagt: „Rotturófa. Ert þetta þú?“ Rottan skreið inn í holuna og þar fann hún mold- vorpuna yfirbugaða og skjálfandi. „Ó, rotta,“ kallaði hún upp yfir sig. „Ég var svo óskaplega hrædd. Þú getur ekki ímyndað þér, hvað ég varð hrædd.“ „Ég skil,“ sagði rottan móðurlega. „Þú hefðir ekki átt að gera þetta, mordvarpa. Ég gerði það, sem ég gat til að aftra þér. Við, sem búum á árbakkanum förum aldrei hingað ein okkar liðs. Ef við eigum eitthvert áríðandi erindi hingað, förum við í flokk eða að minnsta kosti tvö saman. Þá er okkur venju- lega óhætt. Auk þess er nauðsynlegt að vita ýmislegt um Stóraskóg, ýmislegt sem við vitum, en þú hefur ekki hugmynd um ennþá. Ég á við ,,inngönguorð“ og merki og tilsvör, sem hafa áhrif, og jurtir, sem hafa þarf í vasanum og vísur, sem hafa á yfir og brellur, sem hafa á í frammi. Allt mjög auðvelt ef vitneskjan er fyrir hendi og nauðsynlegt fyrir þann, sem er lítill FRAMHALDSSAGAN vexti og lendir í vandræðum. Ef þú værir eins stór og greifinginn eða oturinn, þá væri auðvitað öðru máli að gegna.“ „En froskurinn, sem er svo stórhuga, mundi þó varla hika við að koma hingað einn,“ sagði mold- varpan. „Froskurinn?" sagði rottan og rak upp skelli- hlátur. „Hann mundi ekki sýna sig hér einn síns liðs, þótt honum væri borgað kúffullur hattur af gull- peningum fyrir. Það er alveg áreiðanlegt." Moldvarpan hresstist mikið við að heyra, hvað rottan hló innilega og líka, þegar hún sá lurkinn og byssurnar í beltinu. Hún hætti að skjálfa og fór að jafna sig. „Jæja,“ sagði rottan. „Nú verðum við að herða upp hugann og leggja af stað heim, meðan enn er nokkur birta. Það er hreint ekki hægt að vera hér í nótt, eins og þú skilur. Hér er líka allt of kalt.“ „Kæra rotta,“ sagði moldvarpan, „mér þykir það mjög leitt, en ég er alveg útkeyrð. Þú verður að lofa mér að hvíla mig svolítið lengur, svo að ég styrkist, ef ég að að komast heim.“ „Jæja,“ sagði rottan. „Hvíldu þig þá. Það er hvort eð er bráðum orðið aldimmt og ef til vill verður tunglskin." Moldvarpan rótaði sér lengra ofan í þurrt laufið og teygði úr sér. Fyrr en varði var hún sofnuð. Á meðan breiddi rottan yfir sig eins vel og hún gat til að halda á sér hita og beið þolinmóð með byssu í annarri framlöppinni. Eitt og annað um loftbelgi Hugmyndin að loftskipum kom fyrst fram í Kfna. Kfnverjar komust að þvf að heitt loft leitar upp. Þeir fylltu pappfrspoka af heitu lofti og hann hvarf upp í h'mingeiminn. En 1783 bjuggu franskir bræður, Montgolfier að ættarnafni fyrsta loftbelg sem gerður var f Evrópu. Sá belgur var gerður úr sterku taui og leðri. Komið var fyrir opnum eldi f körfu belgsins sem hitaði upp loftið í belgnum. A 18. öld voru loftskip hversdagslegur hlutur, en nú á tímum eru þau nær eingöngu notuð í sambandi við veðurfræðilegar athuganir. Smáfólk 1) (Geispi) 2) Góða nótt, Snati. 4) Til að tryggja full kominn svefn! FERDIN4ND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.