Morgunblaðið - 20.11.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.11.1973, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1973 Seinlæti í ákvarðanatöku um byggingu Fjórðungs- sjúkrahúss á Akureyri A funtli í sameinuðu þingi s.l. þriðjudag var m.a. ;í dagskrá fyrirspurn frá Lárusi Jónssyni (S) (il heilbrigðisráðherra svo- hjóðandi: Hvers vegna fékksl ekki leyfi (il að hefja framkvæmdir við grunn nýbyggingar Fjórðungs- sjúkrahiissins á Akureyri snemma í haus(. svo sem óskað var efíir af hálfu heimaaðila? Hverjar eru tillógur ráðuneyí- isins um f járveitingar til byggingarinnar á na'sta ári? Verður fé framvegis veitt sér- staklega á fjárlögum til Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri eins og til ríkisspítala vegna sérstöðu sjúkrahússins? Verður unnt að standa með eðlilegum ha-tíi að byggingu 1, áfanga sjúkrahússins á næs(a ári? Hvena-r gerir ráðuneylið ráð fyrir. að sjúkrahúsið verði full- byggí? I fiamsögura'ðu sinni sagði Lárus Jónsson. að hreint öng- þveiti stæði nú fytir dyrum í sjúkrahúsmálum Akureyringa. Akvarðanir hefðu verið teknar fyrir 2'.. ái-i uni byggingu f.j<>rðungss.júkrahú.ss á Akureyri. cn ekki hefði verið veitt fé til að hef.ja franikvæmdir ennþá. A þessu ári hefði einungis fengizt fé til hönnunar. Magníís Kjartansson sagði, að ekki hefði staðið á neinum loyfum frá heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytinu. 9. ágúst s.I. hefði Fjárlaga- og hagsýslustofnun ver- ið sent bréf um málið og hvíldi það þar. Hefði sú stofnun leyft. að hafizt væri handa f grunni byggingarinnar um s.l. helgi í til- efni af 100 ára afmæli sjúkrahúss- ins á Akureyri, en ekki væri búið að ákveða fjárveitinguna til bygginarinnar. Í áætlun um fjár- veiíingu á næsta ári væri gert ráð fyrir 34 milljónum miðað við verðlag í júlf s.l. Ráðherra sagði, að heimamenn hefðu óskað eftir því, að þetta yrði héraðssjUkrahUs en ekki rík- ís og því mundu fjárveitingar úr ríkissjdði fara eftir þeim reglum, sem um slík sjúkrahús giltu, en ekki skv. reglum nýrrar heíl- brigðislöggjafar um ríkissjúkra- hús. Ráðherra kvaðst vona, að undír- bUningi undir fyrsta áfanga byggingarínnar yrði Iokið, svo hægt yrði að bjóða hann Ut næsta sumar. Fyrirhugað væri að byggja sjUkrahUsið í 6-8 áföngum og yrði það fullbyggt 22670 fermetrar og 77886 rUmmetrar. Lok byggingartíma væru áætluð 1980. Miðað við verðlag í jUlí s.l. væri heildarkostnaður áætlaður 915 milljónir króna. Þar af væri 754 milljónir byggingarkostnaður og 161 milljón vegna bUnaðar i sjUkrahUsið. Lárus Jónsson benti á, að enn hefði ekki fengizt Ieyfi til að hefja byggingarframkvæmdir, heldur hefði einungis fengizt ein- hvers konar undanþága til að taka fyrstu skóflustunguna vegna merkisafmælis. Væri tími kominn til, að Fjárlaga- og hagsýslustofn- un færi að afgreiða málið, eftir að vera bUin að hafa það til meðferð- ar f rá 9. ágUst s.l. Þingmaðurinn kvaðst vilja leggja áherziu á sérstöðu þessa sjUkrahUss og taldi, að veita bæri fé sérstaklega af fjárlögum til byggingar þess. Skoraði hann á ráðherra að beita öllum tiltækum ráðum til að fá málið afgreitt frá þeirri stofnun, sem það lægi nU hjá Lög um framkvæmd leyfissviptinganna samkvæmt land- helgissamningnum AFGREITT var sem lög frá Alþingi s.l. miðvikudag frumvarp ríkisstjrirnarinnar um fram- kvæmd leyfissviptinga brezkra (ogara (il veiða á Islandsmiðum. AlÞinGI Ný þingmál Staðsetning opin- berrastofnana Fyrirspurn frá Magnúsi Jönssyni (S) til forsætisráð- herra: Hvað lfður athugun og til- lögugerð um dreifingu opin- berra stofnana um landið? Þörungavinnsla viðBreiðafjörð Stjórnarfrumvarp um þör- ungavinnslu við Breiðafjörð. Segir í fyrstu grein frumvarps- ins, að ríkisstjórnin skuli beita sér fyrir stofnun hlutafélags, er reisi og reki verksmiðju að Reykhólum við Breiðaf jörð til vinnslu á þörungum eða ef num úr þörungum MagnUs Kjartans- son hefur mælt fyrir þessu frumvarpi í efri deild. Fasteignamatslög Eggert G. Þrsteinsson (A) flytur þingsályktunartillögu um athugun á breytingu á fast- eignamatslögum og Iðgum um sambýli í fjölbýlishúsum. Kaupstaðarréttindi til handa Dalvfk Lagafrumvarp frá fjdrum þingmönnum Norðurlandskjör- dæmis eystra, að Dalvík fái kaupstaðarréttindi. Flutnings- menn eru Stefán Valgeirsson, Ingvar Gíslason, Ingi Tryggva- son og Lárus Jónsson. Áætlanagerð Ellert Schram (S) spyr for- sætisráðherra: Að hvaða áætlanagerðum hefur Fram- kvæmdastofnun ríkisins unnið? Tækin í Kleifarvatni Fyrirspurn frá Ellert Schram (S) tildómsmálaráðherra:_ 1. Hvað lfður rannsókn vegna þeirra móttökutækja, sem fundust f Kleifarvatni 8. og 13. sept. s.l.? 2. Liggja fyrir upplýsingar um, hvaðan tækin komu og/eða hvert þau hafi verið seld af framleiðendum? Er í frumvarpinu ákveðið, að dómsmálaráðuneytið taki ákvörðun um þá framkvæmd samningsins við Breta, sem (ekur til leyfissviptingarinnar, þegar það hefur fengið gögn frá Landhelgisgæzlunni. Frumvarp þetta fékk afbrigði- lega meðferð í þinginu og var afgreitt í gegnum þrjár umræður f báðum deildum á miðvikudag. Ölafur Jóhannesson, dómsmála- ráðherra mælti f yrir frumvarpinu í báðum þingdeildum. Kom fram hjá honum, að nauðsynlegt væri að setja bráðabirgðaákvæði um þessa sérstöku meðferð á landhelgisbjótum í lög, þar sem heimild til þvílíkrar meðferðar er ekki f gildandi lögum. •Allmargir þingmenn töku til máls um frumvarpið f báðum þingdeildum og gerðu fyrir- spurnir um einstök atriði varðandi framkvæmdina. M.a. kom fram fyrirspurn um, hve lengi varðskip þyrfti að bíða eftir brezku eftirlitsskipi til að sann- reyna mælingar sínar á stað- setningu hins brotlega togara, en eins og mönnum er kunnugt, þarf varðskip að kalla til brezkt eftir- litsskip, þegartogari er staðinn að því að brjcita samkomulagið. For- sætisráðherra kvaðst ekki geta svarað þessu upp á klukkustund, en hann liti svo á, að varðskipið skyldi kveðja til það eftirlitsskip, sem næst væri og yrði þá að miða við að slíkt skip brygði við og f æri viðstöðulaust á staðinn. Ekki væri um neina beina skyldu til að bíða að ræða, þvf að varðskipin gætu sett Ut merki um hvar viðkomandi togari hefði verið staddur. Ef slík merki högguðust f sjó yrði væntanlega hinn brotlegi að bera hallann af þvi. Þeir þingmenn, sem tóku til máls í umræðunum um þetta mál i þinginu, voru Jón Árnason, Eggert G. Þorsteinsson og Þor- valdur Garðar Kristjánsson í efri deild og Guðlaugur Gíslason, Björn Pálsson, Garðar Sigurðsson og Ellert B. Sehram i neðri deild. Fyrirspurnatími á þingisl. þriðjudag Heimili drykkjusjúkra Pétur Sigurðsson (S) spurði heilbrigðisráðherra: 1. Hver er áætlaður rUmmetraf jöldi í hinu fyrirhugaða heimili drykkju- sjUklinga á Vífilsstöðum, og hve marga sjUklinga mun það rUma? 2. Hver er áætlaður kostnaður á rUmmetra? Magnús Kjartansson sagði, að rúmmetraf jöldinn væri áætlað- ur 3216. Það myndi rUma 26 sjUklinga og kostnaður væri 10.138,00 kr. a' hvern rúm- metra. Bygging Seðlabankans Þá spurði Pétur Sigurðsson viðskiptaráðherra: 1. Hver er áætlaður rUmmetrafjöldi í fyr- irhugðri byggingu Seðlabank- ans norðan Arnarhóls, og hver er fjöldi starfsmanna þessa banka nU. 2. Hver er áætlaður kostnaður þessarar bankabygg- ingará hvern rUmmetra? Lúðvfk Jósepsson sagði, að rUmmál byggingar ofanjarðar væri áætlað 10000 rUmmelrar, byggingar neðanjarðar 8000 rUmmetrar og kjallara f yrir bif- reiðageymslu 12000 rUmmetr- ar. Starfsmaanafjöldi væri nU 103 starfsmenn. Kostnaður á rúmmetra væri áætlaður 10.900,00 kr. Pétur Sigurðsson þakkaði svörin og kvað athyglisvert að fá fram samanburðinn á áætluðum kostnaði á rUmmetra í Seðlabankabyggingunni og heimili drykkjusjUkra á Vffils- stöðum. Stytting vinnutímans Pétur Sigurðsson spurði félagsmálaráðherra: 1. Hvað er áætlað, að stór hluti launþega hafi fengið raunverulega (effektiva) vinnutímastyttingu með setn- ingu laganna 1971 um styttingu vinnutímans? 2. Hver er áætluð kaupmátt- araukning hjá þeim launþeg- um, sem notið hafa vinnutima- styttingarinnar að fullu á þvf timabili, sem liðið er frá setn- ingu umræddra laga, og um hvað launþegahópa er hér helst að ræða? Björn Jónsson sagði að Ur- taksathugun hefði verið gerð um verkamenn, en ekki væri hægt á þessu stigi að svara spurningunni á vfðtækum grundvelli. í athuguninni um verkamennina hefði komið í ljós, að nokkur stytting heildar- vinnutímans hefði orðið, en sU srytting væri minni f Reykjavík en annars staðar. Miðað við, að verkamenn hefðu eingöngu unnið venju- legan vinnutíma, hefði kaup- máttur launa þeirra aukizt frá hausti 1971 um 14%, ef miðað væri við vísitölu framfærslu- kostnaðar, en 7%, ef miðað væri við vísitölu vöru og þjón- ustu. Ef á hinn bóginn væri miðað við óbreytta yfirvinnu og 1971, þá væru samsvarandi töl- ¦ir 18ogll%. Ef miðað væri við, eins og gert hefði verið, að vinnutima- styttingin vægi lA í kaupmáttar- aukningunni, þá væru samsvar- andi tölur fyrir heildarkaup- máttaraukninguna 23 — 24% ogl6—17%. Pétur Sigurðsson þakkaði ráðherra svörin og kvaðst fagna því, að frekari upplýsingar um þetta væru væntanlegar innan skamms, en það hefði komið fram f svari ráðherra. Rekstur skuttogara Halldór Blöndal (S) spurði sjávarUtvegsráðherra: 1. Hve miklu nam tap togara- Utgerðarínnarl972? 2. Hvaða ráðstafanir hyggst ríkisstjórnin gera til þess að tryggja rekstur hinna nýju skuttogara? Þar sem Halldór hefur nU vikið af þingi tók MagnUs Jónsson upp fyrirspurnina, en Halldór sat á þinginu sem varamaður fyrir Magnús Jónsson. Lúvfk Jósepsson sagði, að tapið, að meðtöldum afskrift- um, hefði verið 141 milljón kr. 1972, þar af hefðu afskriftir verið 37,3 milljónir. TogaraUt- gerðinni hefði verið greidd samtals 101 milljónvegna þessa taps og skiptist sU upphæð þannig: úr aflatryggingarsjöði 36 milljónir, Ur ríkissjóði 45 milljónir og af gengishagnaði 20 milljónir. Engar ákvarðanir hefðu verið teknar um ráðstafanir til að tryggja rekstur hinna nýju skuttogara. Magnús Jónsson sagði hall- ann vera geigvænlegan, sér- staklega með tilliti tii þess, að þarna kæmu hinir nýju skut- togarar ekki inn I myndina. Einnig væri alvarlegt mál, að Utgerðin hefði ekki fengið neitt fé til að standa undir afsrkift- um. Landhelgis- sjóður og innheimtumenn Pétur Sigurðsson spurði dómsmálaráðherra: 1. Hvað á Landhelgissjóður mikið óinnheimt: a. af sektarfé íslenskra skipa, b. af sektarfé erlendra skipa? 2. Hvaða embætti sýslu- manna og fógeta eiga þessar skuldir óinnheimtar, og hver er upphæðin hjá viðkomandi emb- ættum hverju fyrir sig? Ólafur Jóhannesson sagði, að óinnheimt sektarfé vegna íslenzkra skipa væri 6.077,000,00 kr. en ekkert væri óinnheimt vegna erlendra skipa. Tfundaði ráðherra síðan, hvernig fé þetta skiptist milli einstakra embætta. Sagðist hann að lokum vilja taka fram, að af framan greindu fé væru 3.260.000,00 kr. vegna töku 14 skipa í einu við veiðar í Miðnessjó 29. apríl 1971. Fiskleit fyrir Austfjörðum Sverrir Hermannsson (S) spurði sjávarUtvegsráðherra: Hvað líður framkvæmd á þings- ályktun um fiskleit Uti fyrir Austfjörðum, sem Luðvík Jo'sepsson bar fram og sam- þykkt var á Alþingi 5. marz 1971? í ályktun þessari var sér- stök áherzla á leit að rækju, humari og skelfiski. í framsöguræðu sinni sagði Sverrir, að nauðsynlegt væri að afla betri upplýsinga um fisk- stofnana til að unnt væri að byggja friðun fiskimiðannna á raunhæfum grundvelli. Lúðvík Jósepsson rakti, hvaða rannsóknarleiðangrar hefðu verið farnir á vegum Haf rannsóknarstofnunarinnar frá 1971. Sagði hann, að ráðu- neytið hefði uppi ráðagerðir til að koma upp UtibUum f hverj- um landshluta til að vinna að fiskirannsóknum. Væri með þeim hætti unnt að tengja sam- an starfsemi Hafrannsóknar- stofnunarinnar og sjómanna og útgerðarmanna Ut um land. Sverrir Hermannsson kvaðst hafa átt von á vænni niður- stöðu. Svar ráðherra hefði f jall- að um almenna fiskleit. Ekki hefði neitt verið beinlínis unn- ið skv. þingsályktunartillög- unni að fiskleit fyrir Austfjörð- um. Lúðvfk Jósepsson sagði, að unnið hefði verið að þessum málum af Hafrannsóknarstofn- unni, eins og henni væri ætlað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.