Morgunblaðið - 20.11.1973, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.11.1973, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NOVEMBER 1973 Starfsemi Blóð bankans æ víðtækari Minnzt 20 ára afmælis hans ÞANN 14.nóvemberl953 tók Blóðbankinn form- lega að veita viðtöku blóðgjöfum, en fáeinum dögum áður höfðu fyrstu blóðgjafarnir gefið blóð f bankann. Af þessu tilefni ræddu fréttamenn við Ólaf Jensson lækni, for- stöðumann Blóðbankans, á afmælisdaginn og skýrði hann frá þeim við- fangsefnum, sem bank- inn hefði á sinni könnu, auk þess að taka á móti blóðgjöfum. Olafur sagði, að flokka mætti meginverkefni bankans niður i eftirtalda þætti: blóðsöfnun, blóðtöku, rannsóknarstörf, vinnslu, skrásetningu, af- greiðslu og rhesusvarnir. Svo og væri upplýsingamiðlun, kennsla meintækna og erfða fræðirannsóknir einnig á starfssviði bankans. Starfslið er um 15 manns, og eru deildir þrjár, skrifstofudeild, blóðtöku- deild og rannsókna- og vinnslu- deild. Yfirhjukrunarkona bankans frá upphafi hefur verið Halla Snæbjörnsdóttir. Ölafur Jensson sagði, að mjög gott væri að leita til manna vegna blóðgjafa og aldrei hefði komið til álita, að bankinn greiddi fyrir blóðgjafir, eins og víða væri erlendis, enda hefði slíkt gefið misjafnlega góða raun. Alls hafa um 70 þúsund blóðgjafir „borizt" bankanum frá upphafi og lætur nærri, að hverju sinni sé tekinn hálfur lítri úr blóðgjafanum, en full- frískur maður hefur um 5—6 lítra af blóði. Endurnýjun tekur aðeins 1—2 vikur. Blóð- gjafar mega ekki vera yngri en 18 ára og ekki eldri en sextugir, og mjög umfangsmikið rann- sóknarstarf fer fram á eigin- leikum blóðsins, bæði fyrir og eftir blóðtöku. Ölaf ur sagði, að sjaldan hef ði alvarlegur skortur verið á blóði, enda hefðu myndazt harðsnúnar blóðgjafarsveitir, sem jafnan hefðu verið reiðu- búnar og mætti kalla út, hvenær sem væri. Mætti þar nefna fulltrúa lögreglu og slökkviliðs, nemendur vél- stjóraskóla og stýrimannaskóla og starfsmenn í ýmsum fyrir- tækjum. Sumir kæmu regJu- Iega til að gefa blóð, og margir væru á skrá, sem hefðu gefið blóð milli 20 og 50 sinnum. Oftast hefur Stefán Jónsson á Stokkseyri gefið blóð, eða alls 59 sinnum og Björgvin Magnús- son, kennari hefur gef ið yf ir 50 sinnum. Sfðan koma þó nokkrir, sem einnig eru nálægt þessari tölu. Ólafur rifjaði upp sögu blóð- bankans i stuttu máli og sagði, að 1949 hefði verið byrjað að byggja yfir bankann og hann hefði verið tekinn í notkun 4 árum seinna. Aðalhvatamaður var próf. Nfels Dungal, sem hafði enda hagnýtt sér eigin- leika blóðflokkanna mikið vegna vísindastarfa sinna. Áður var blóðbankinn undir forsjá svæfingarlækna spítal- anna og var Elías Eyvindsson Ólaf ur Jensson, forstöðumaður blóðbankans, og Halla Snæhjörns- dóttir, sem verið hefur yfirhjií krunarkona f rá upphaf i. fyrsti umsjönarmaður hans, er forstöðumannsstarfið varð að fullu starfi fyrir einu og hálfu ári. GrundvöII að blóðflokka-_ flutningum lagði Austurríkis- Fulltrúum ýmissa þeirra stétta, kjarna blóðgjafarsveita bankans sem fyrstar urðu til að gefa blóð f bankann og hafa sfðan myndað var boðið til kaff idrykkju á af mælinu. maðurinn Karl Landsteiner, og skrifaði hann fjölda rita um þessi efni. Árið 1940 lýsti Land- steiner einnig Rhesusblóð- flokkakerfinu og varpaði það ljósi á eiginleika þess blóð- flokks, en eins og kunnugt er hafa nú verið teknar upp viða- miklar Rhesusvarnir hérlendis og unnu læknarnir Gunnar Biering og dr. Gunnlaugur Snædal það undirbúnigsstarf fyrir fjórum árum, en síðan tók Blóðbankinn við. Ólafur kvaðst ekki nógsam- lega geta lagt á það áherzlu, að undirstaða allrar banka- starfseminnar væri framlag blóðgjafanna, sem væri ómetanlegt. Blóð er ekki unnt að geyma nema i takmarkaðan tfma, og verður því að safna því nokkurn veginn jafnóðum. Blóðsöfnunarbíl rekur bankinn i samvinnu við Rauða krossinn, og fer hann út um land frá vori til hausts og saf nar blóði. Brýnasta framtíðarverkefni bankans er að fá rýmra hús- næði; og vonaðist Ólafur til að bráðabirgðabygging yrði reist við bankann eftir u.þ.b. tvö ár, en síðar er fyrirhugað, að byggt verði yfir hann við Hringbraut. Er aðkallandi að bæta starfsað- stöðu vegna þess líka, hve starf hans verður stöðugt f jölþættara meðal annars vegna mjög vax- andi rannsóknarstarfa. Sigurður Hjartarson: Að hengja bakara fyrir smið Fáein lokaorð til hr. stúdents Jóns Jenssonar. HERRA Jón Jensson sendir mér kveðju (guðs og) sina í Morgun- blaðinu sunnudaginn 28. okt. síðast liðinn í grein er hann nefn- ir „Siira brauðið bakarans og stað- reyndir umChile". Þar eð umræddur hr. Jón Jensson titlar sig eigi lengur stúd. theol., eður prelátaefni, heldur birtir með greininni mynd af sjálfum sér, ekki ýkja ógeðslegum ungum manni með hvíta húfu, þá treystist ég ekki Iengur að ávarpa hann sem prelátaef ni. Læt ég því húfutitilinn nægja. Þessi síðari grein húfumennis- ins hr. Jóns Jenssonar stendur þeirri fyrri sízt að baki í full- komnu skilningsleysi höfundar á þróun mála í Chile. Staðreyndir um Chile nefnir hann grein sfna. Ég hef lesið grein hans oft og vandlega, en staðreyndir um mál- efnið hef ég engar fundið. Er þá síðari helmingur af nafngift greinarinnar úr sögunni. Grein húfumennisins hr. Jóns Jerissonar er svo frábærlega sneydd málefnalegri umræðu, að ég tel ekki ómaksins vert, að ræða um Chile frekar við áður- nef ndan Jón. Augljóst er, að húfumennið hef- ur lesið grein mína í Þjóðviljan- um 4. okt. mjög illa. Og það sem verra er, hann hefur ekkertskilið af því, sem þar stóð. Hann hefur heldur ekki farið að þeim ráðum mínum, að lesa sér til í þeim heimildum, er ég benti honum á. Af þeim sökum mun ég ekki gera frekari tilraunir í dagblöðunum til að f á húfumennið Jón Jensson til að skilja þau málefni, er hann þykist vera að fjalla um. En þar sem hvort tveggja er, að e'g hef ánægju af kennslu, og svo eru málefni og saga Rómönsku Ameriku mitt hálfa líf, þá mun ég gera þér, hr. Jón Jensson, tilboð nökkurt. Svo barnalega fávís sem þú ert um sögu áðurnefnds heimshluta þá skal ég bjóða þér einkakennslu í fræðum þessum. Og þar sem þú ert einn íslenzkur studiosus og því væntanlega fátækismaður, sem slíkra er háttur, þá skal ég kenna þér gegn vægu gjaldi. Trúi ég, að okkur semdist um greiðslur. Þetta tilboð mitt er þó háð því skilyrði, að þú reynist námfús og opinn fyrir ÖLLUM staðreyndum og viðhorfum, og þú verðir þess albúinn að mynda þér skoðun eftir að hafa kynnt þér málin, en ekki áður. Ég gat þess áður, að ég hefði engan grundvöll fundið undir síðari hlutann á nafngift greinar þinnar, þ.e. „staðreyndir um Chile". Hvað viðkemur fyrri hluta nafngiftarinnar. „SUra brauðið bakarans. . .", svo og ýmsum setningum í grein þinni i þá veru að gera Ur mér bakara, þá verð ég því miður að hryggja þig með nokkrum leiðréttingum. Hér á Akranesi starfa að sönnu nokkrir bakarar og er ég enginn þeirrá. Því miður er ég alls ómenntaður í þeirri ágætu grein bakaraiðninni. Auk þess dreg ég mjög í efa, að bakarameistararnir hér á staðnum vildu taka mig í læri í kúnst sinni, þótt svo ég sækti það fast. Eru því engar lík- ur til að ég verði nokkru sinni bakari. Allt tal þitt um súr brauð og gamlar lummur missir því marks, og er það mjög í stíl við önnur þín skrif. Þú gerir þvf einnig skóna i ritsmíði þinni, að ég skrifi ekki undir því nafni, sem vígður mað- ur hinnar íslenzku þjóðkirkju gaf mér á Akureyri á stríðsárunum. Ég tel mig ekki þurfa að birtast undir öðru nafni en því, sem Akureyrarklerkurinn góði gaf mér á sínum tíma. Hitt vil ég benda þér á, að Sigurður Hjartarson bakari er til í Hafnarfirði, og vitna ég þá í stóru símaskrána, blaðsíðu 306 (útg. Pöst og simamálastjórnin 1973). Ekki veit ég hvort þú ruglar okkur saman, en nafni minn þessi í Hafnarfirði er að sönnu alsaklaus af þeirri ósvinnu, að voga sér að mótmæla hinum einstöku skrifum þínum í Morgunblaðinu. Það þykir góður siður í landi hér, að lofa það sem vel er gert og rétt er með farið. Því vil ég bera á þig mikið lof fyrir eitt atriði í skrifum þfnum. Þú hefur síðari grein þína á þessum orðum: „Maður nokkur ofan af Akranesi. Þarna er hárrétt farið með stað- reyndir, ég er einmitt ofan af Akranesi. Það fór ekki svo, að ein staðreynd birtist í ritsmíðum þín- um, en þessi er líka sú eina. Má það teljast allnokkur árangur, að þessi fimm orð skuli geta talizt gild í svo löngu máli. Með sama framhaldi blaðaskrifa nærðu um aldamótin hálfri blaðsiðu af gagn- merkum skrifum. Þá mun presta- stétt vor líka minnast 1000 ára kristni i landinu, og væri þá ekki ónýtt að lesa ritsmiðar séra Jóns Jenssonar. Að endinu, hr. Jón Jensson, langar mig að varpa til þín einni spurningu. Sem mottó fyrir grein þinni hefur þú þessi orð: „Varið yður á súrdeigi Fariseanna og Saddúkeanna", og vitnar þú þar sennilega í orð Jesús eins og þau birtast hjá guðspjallamanninum Matteusi, kapítula 16, versunum 6 og7. Þar eð ég er jafnömenntaður í guðfræði sem í bakaraiðn, þá langar mig að spyrja í fáfræði minni: Er þaðekki prestaaðallinn meðal Gyðinga og kenningar hans, sem Kristur er þarna að gagnrýna? Ef svo er, hefði ég talið þessa tilvitnun einkar heppi- lega frá munni manns, sem vildi gagnrýna hina íslenzku presta- stétt, þá stétt, sem þú hyggst, eða hugðist fylla. Akranesi, 1. nóvember 1973 SigurðurHjartarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.