Morgunblaðið - 20.11.1973, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.11.1973, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 20. NOVEMBER 1973 23 þar þyrfti að tala við ráðherra, sagði hann — og hann ræddi um jólin og|bað um, að keyptar yrðu tilgreindar jólagjafir fyrir Sirrý og drenginn. Örstuttu eftir að Sigurður hafði borið upp þessi þrjú erindi sín, féll meðvitund hans, og fáum stundum síðar sofnaði hann. Sigurður lét aldrei verk úr hendi falla meðan megnaði máttur. Ég kveð félaga minn og vin með djúpum söknuði. — Góður Guð styrki á kveðjustund Sirrý, Día lítla, þína góðu tengdaforeldra og systkinahópinn samhenta. Jón Magnússon Það var á sólbjörtum júnídegi árið 1944, nokkrum dögum eftir að íslenzka lýðveldið fékk regn- skirn sína á Þingvöllum, að ég hitti Sigurð vin minn Sigurðsson í fyrsta skipti. Þetta var um borð i Djúpbátnum gamla vestur við ísa- fjörð, en þangað vorum við báðir komnir héðan að sunnan, átta ára gamlir, á leið að Þúfum í Vatns- firði til sumardvalar hjá sæmdar- hjónunum Björgu Andrésdóttur og Páli Pálssyni, náfrænda Sigurðar. Ég hafði frétt af þvi, að við Sigurður mundum verða sam- skipa þennan siðasta áfanga ferðarinnar, og hlakkaði til að hitta piltinn. Varð ég ekki fyrir vonbrigðum, því að mér leizt vel á þennan jafnaldra minn, sem bæði var sviphreinn og knálegur, þegar við fyrstu sýn. Það gekk lfka eftir, sem e'g hugði, að með honum mundi gott að vera samvistum. Af ferð okkar Sigurðar er ekki að orðlengja, enda orðaskiptin ekki mörg þann daginn, en hún gekk að óskum. Við vorum settir hvor á sinn hestinn, þegar I land var komið, og heima í Þúfum vor- um við háttaðir ofan í eina sæng I suðurherberginu, sem svo var kallað. Byggðum við hana saman það, sem eftir var sumarins, og þurfti ég ekki að kvarta yfir þvi sambýli. Mér er dvölin i Þúfum þetta sumar minnisstæð fyrir margra hluta sakir, m.a. vegna þess, aðég taldi mig kynnast þar búskapar- háttum eins og þeir höfðu beztir gerzt á höfuðböium f landinu frá alda öðli. Ekki sfzt hafa mér þó jafnan verið hugleikin kynnin af Sigurði Sigurðssyni, enda hefur ekkert að borið síðan til að draga úr virðingu, sem ég öðlaðist i byrjun fyrir honum og mannkost- um hans. Arin liðu án þess að frekara yrði af um kunningsskap okkar Sigurðar, og sjálfsagt óraði hvor- ugan okkar fyrir þvf, að við mundum eiga eftir aðdeila saman skiprúmi, er að því kæmi, að við færum að velja okkur ævistarf. Þó atvikaðist það svo, að hann réðst til starfa með félögum okkar Eyjóifi Konráð Jónssyni og Jóni Magnússyni að loknu lögfræði- prófi f ársbyrjun 1962, eins og ég hafði gert á sinum tima, og störf- uðum viðþarsamanóslitiðfrá því að ég kom heim frá námi árið eftir, meðan heilsa hans entist. Það var einhver mesta gæfa okk- ar félaganna, að Sigurður skyldi slást í hópinn, enda má óhikað segja, að hann hafi lagt til kjöl- festuna í hinum daglega rekstri lögfræðisskrifstofunnar þann ' tima, sem við fengum að njöta starfskrafta hanstil fulls. Sigurður Sigurðsson var maður fríður sýnum og vel á sig kominn til orðs og æðis, og höfuðkempa til vopna sinna, eins og sagt var að fornu um hina beztu drengi. Er undarlegt til þess að hugsa, að það skuli hafa orðið hlutskipti hans að falla í valinn fyrir sjúkdómi f blóma lífs- ins. Það var einmitt aðaleinkenni hans sem lögmanns, hversu inni- lega heilbrigður hann var I fari sinu og viðhorfum til starfsins. Man ég ekki I svipinn eftir öðrum starfsbróður, sem átt haf i þennan I etginleika til aðberaf sama mæli. Hann var æðrulaus og jafnhugað- ur, að hverju sem hann vann, og þurfti ekki að setja sig í stellingar til að taka á málunum eða flytja þau, heldur var honum eðlislægt að ganga beint að efninu og leit- ast við að meðhöndla það á sem einfaldastan og ljósastan máta. Allt fjas og þref var honum fjarri skapi, sem og óþarfa mál- skrúð eða málalengingar. Hann glataði manna sfzt ró sinni og var laus við allt fum og örþrif. Hann var óáleitinn og seinn til yand- ræða, enda fastur fyrir sjálfur, auk þess sem hann var gæddur ríkri réttlætiskennd, er var hon- um óbrigðult leiðarijös. A stúdentsárum sinum í Há- skólanum vakti Sigurður athygli I hópi laganema fyrir það, hversu reglubundið og sleitulaust hann gekk að náminu, enda náði hann þar góðum árangri. Þessum starfsháttum og þeim sjálfsaga, sem hann tamdi sér þá, hélt hann til hinztu stundar. Þeir kostir, sem þessu fylgja, eru styrkur í hverju starfi, en i starfi lög- manna, sem oft verður svo eril- samt, að endemum sætir, eru þeir nánast ómetanlegir. En jafnframt þvl, sem Sigurður var óðrum fyrirmynd að vandvirkni og skjót- virkni fyrir þessar sakir, varð reglusemi hans I starfi honum ótrúlegur af lgjafi f baráttunni við sjúkdóm þann, er að honum sótti síðustu árin. Gekk það krafta- verki næst, hvað hann afrekaði í þeirri baráttu. Sigurður fékkst við fjölbreytt verkefni á lögmannsferli sínum, en flest urðu þau á sviði skaða- bótaréttar og tryggingaréttar, þegar fram í sótti. Fór það saman við áhuga hans á þessum greinum lögfræðinnar, sem jafnan var mikill, svo og á sjórétti. Við hinir vorum oft bundnir við önnur lög- fræðistörf en málflutning fyrir dómstólum, og kom það mjög í hlut Sigurðar að annast þá hliðina á starfsemi skrifstofunnar. Fór vel á þessu, þar sem hann var manna bezt til málflutnings fall- inn, traustur, skýr og ákveðinn, auk þess sem hann lagði ávallt metnað í að vanda til alls málatil- búnaðar, jafnt í smærri málum sem stærri. Það er stórt skarð fyrir skildi i stétt lögmanna við fráfall Sigurðar, og voru þó fleiri fyrir, þar sem við hófðum fyrir skömmu misst tvo aðra mannkostamenn á sama aldri, á þessu og fyrra ári. Voru þar einnig á ferð vinir mínir og samverkamenn um skeið. Þótt svo fari tiðast, að maður komi manns i stað, er okkur brýnt að minnast þess, sem eftir stöndum, hversu mjög framtíð stéttarinnar veltur á þvi, að hennitakist að halda þvitrausti, sem heilsteyptir menn eins og Sigurður voru færir um aðafla henni. Sigurður Sigurðsson var skemmtilegur og góður félagi, og kunni m.a. lag á,að stytta daginn sér og öðrum með kjarngóðum athugasemdum um þjóðlifsbröltið I kring. Kippti honum þar í kynið til föður síns og fleiri ættmenna. í einkalffi sinu var hann mikill gæfumaður. Var unun að sjá, hversu samrýndur hanri var syst- kinum sínum, fjölskyldu og tengdaforeldrum, og umhyggju- samur um hag þeirra. Hitt var heldur ekki síður aðdáunarvert, hve frábærlega þau studdu hann i veikindum hans. Öll eiga þau nú mikils að missa, og þá sérstaklega Sigríður, eiginkona hans, og Sigurður yngri, sonur þeirra. Við Skrifstofur vorar verða lokaðar frá kl. 1—4 e.h. þriðjudaginn 20. nóvember, vegna útfarar SIGURÐAR SIGURÐSSONAR, hæstaréttarlögmanns. SamábyrgS fslands á fiskiskipum. félagarnir og samstarfsfólkið á skrifstofunni vottum þeim inilega samúð, um leið og við þökkum Sigurði dmetanlega samfylgd. Hjörtur Torfason. Vinur minn, Sigurður Sigurðs- son hæstaréttarlögmaður, lést að- faranótt 14. nóv. s.f og verður útför hans gerð frá Dómkirkjunni kl. 14:00 ídag. FVrsta skarðið hefur verið rofið f stúdentaárganginn frá M.R. 1955. Kallið kom ekki á óvart. Lengi hafði þeirri fregn verið kviðið, en illa gengur að sætta sig við orðinn hlut. Skilningsleysi á atburðarás- inni gagntekur hugann og hverfulleiki lífsins er slíkur, að aldrei er að vita, hver annan gref- ur. Er ég nú sest niður til að rita nokkur kveðjuorð til besta vinar mfns, er myrkur úti, og það er myrkur hið innra með mér. Illa gengur að hemja hugsanir og til- finningar, sem flestar eru tengd- arsorg — og gleði. Sorg, vegna þess að hann er fallinn frá, aðeins 37 ára gamall. Gleði yfir ljúfum endurminning- um frá liðnum samverustundum. Sorg, vegna þess að hetjan er öil. Gleði yfir því að stríðinu er lokið. Leiðir okkar Sigga Sig., eins og hann var ávallt kallaður af kunn- ingjunum, lágu fyrst saman er við hófum nám i menntaskóla. Þar tók maður fljótt eftir þessum myndarlega og hressilega pilti, sem reyndist vera einn besti handboltamaður skólans, enda í keppnisliði KR allt upp I meistaraflokk. Að loknu stúdentspröfi árið 1955 dvöldum við vetrarlangt í Þýskalandi og leigðum þá her- bergi saman. Það var vinsælt um- ræðuefni okkar að rifja upp ævin- rýri og atburði f rá þessum vetri. Haustið 1956 hóf Sigurður nám i lögfræði við Háskóla íslands og lauk þaðan embættisprófi i janúar 1962 og stundaði hann málflutningsstörf upp frá þvi. Sigurður hafði til aðbera flesta kosti góðs lógmanns. Hann var skýr í hugsun, einarður í skoðun- um, en ekki óbilgjarn. Hann var vandvirkur og nákvæmur og hafði yndi af starfi sfnu. Árið 1958 gekk hann að eiga yndislega stúlku, Sigríði Jónsdótt- ur, og eignuðust þau einn son, alnafna og eftirlæti föður síns. Heimili þeirra að Melabraut 34 var hlýlegt og fallegt, og þangað var gott að koma. Vorum við hjón- in þar tíðir gestir og varþágjarn- an gripið í spil. Sigurður var ein- staklega heimiliskær. Fyrir fjórum og hálfu ári var ljóst, að Sigurður var haldinn alvarlegum sjtíkdómi, sem herj- aði fyrstu árin með nokkrum hlé- um, en siðasta árið stöðugt. Er það samdóma álit allra, sem til þekktu, að þar hafi hann sýnt fádæma karlmennsku og æðru- leysi, en sjálfum var honum vel Ijóst, að hverju dró. I veikindum sínum naut hann frábærrar umhyggju konu sinnar, sem var honum alla tíð stoð og stytta. Við hjónin biðjum góðan guð að styrkja eiginkonuna, einkason- inn, tengdaforeldrana og syst- kinahópinn stóra i þeirra miklu sorg, og sendum þeim innilegustu samúðarkveðjur. Einnig færi ég beztu kveðjur frá bekkjarsystkin- um hans. Ég þakka Sigurði fyrir fagrar endurminningar og samveru- stundir á skólaárunum, ferðirnar á vöilinn á sumrin, þegar KR-ingar voru hvattir, ferðalög utanlands og innan, m.a. í sumar- bústaðinn á Þingvöllum, sem hon- um var svo kær. Þórhallur Helgason. KVEÐJA FRÁ FORMANNI LÖGMANNAFÉLAGS ISLANDS. Fámennur hópur þeirra lögmanna, er hafa málflutnings- störf að aðaiatvinnu, hefur nú öðru sinni á skömmum tima misst úr fylkingarbrjósti glæsilegan fulltrúa á bezta aldri. Fyrir hönd Lögmannafélags ís- lands sendi ég Sigurði Sigurðs- syni hæstaréttarlögmanni hinztu kveðju og persónulega votta ég konu hans, syni og óðrum aðstandendum samúð. Mannkostir Sigurðar verða samtiðarmönnum minnisstæðir. Þar féll f valinn karlmenni, er bar með sér I fasi og hugsun svipmót siðfágaðrar menningar, vildi I öllu vel og rétt gera, og tók mót- læti með fullkomnu æðruleysi. Auk lögmannsstarfanna, er Sigurður stundaði með heiðri, á meðan kraftar entust, fórnaði hann um skeið Lifeyrissjóði lög- manna miklu starfi sem gjaldkeri sjóðsins. Fyrir það skal nú þakk- að. Við lögmenn kveðjum með söknuði góðan dreng og félaga. PáJI S. Pálsson. Kveðja frá Sjálfstæðisfélagi Seltirninga SIGURÐUR Sigurðsson hæsta- réttarlögmaður verður jarðsettur í dag, en hann lézt 14. nóvember s.I., aðeins 37 ára að aldri. Við, sem fengum að kynnast honum og starfa með honum, minnumst hans nú, á kveðjustund, fyrir gáf- ur hans og mannkosti. Sigurður fluttist hingað á Seltjarnarnes fyrir nokkrum árum og hóf þegar störf f Sjálfstæðisfélaginu. Fljót- lega var hann kosinn i stjórn félagsins og fleiri trúnaðarstörf voru honum falin, meðai annars var hann einn af frambjóðendum Sjálfstæðismanna við sfðustu sveitarstjórnarkosningar hér í hreppnum. Var Sigurður okkur styrkur og stoð í starfi okkar og var ætið gott að geta leitað til hans með ýms þau vandamál, sem upp koma í félagsmálum. Hug- rekki hans var viðbrugðið og að- dáunarverð var sú karlmennska sem Sigurður sýndi í veikindum sínum, allttilenda. Að Ieiðarlokum kveðjum við Sigurð með þakklæti fyrir þau margvíslegu störf, sem hann með okkur vann og biðjum eiginkonu hans, Sigríði Jónsdóttur, syni þeirra Sigurði Sigurðssyni, og öðru venslafólkt, guðs blessunar um ókomna framtið. Guðmar Magnússon. HANN kom inn í byggðarlagið sem ferskur vorblær, fullur af lífskrafti og eldmóði æskumanns- ins, boðinn og btiinn að starfa og miðla af þekkingu sinni fyrir þær hugsjónir, sem hann vissi beztar, leggja hönd á plóginn við þau fjölmörgu verkefni, sem ávallt fylgja vaxandi bæjarfélagi. Fljótur að greina kjarna hvers máls Aldrei með hálfvelgju I skoðunum á mönnum og mál- efnum— ávallt heill. Þannig kom hann mér fyrir sjónir strax I upphaf i, þannig var hann alla tið, og hin fyrstu kynni urðu að vináttu — vináttu. sem aldrei barskugga á—vináttu. sem nú skal þakka örfáum orðum þá er leiðir skiljast um sinn. Hér skal ekki rakin hin alltof stutta ævisaga vinar mfns Sig- urðar Sigurðssonar, það munu aðrir vafalaust gera. Aðeins þakkað að hafa fengið að vera vitni að nútfma hetjusógu. Sög- unni um unga mannkostamann- inn, sem fyrir rúmum fjórum ár- um fékk yfir sér kveðinn grimm- an dóm, en neitaði að hlýða þeim harða dómi, og lét þá svo um m.ælt í min eyru ,,ég vil lifa — skal ekki deyja". — — Og með óskiljanlegri, ofur- mannlegri orku hóf hann barátt- una — baráttu æskumannsins fyrir að mega elska og njóta og sjá hugsjónir rætast. Við, sem stóðum álengdar og gátum því miður lítið gert til hjálpar, fengum aldrei skilið hvað eikin unga fékk þolað og staðið af sér. Því verður hann okkur hinum ávallt dæmið um íslenzka hetjulund eins og hún gerist bezt og stærst. Ungur gekk hann undir merki þeirra, manna sem eiga sér að markmiði að gjöra rétt en þola ei órétt, trúa á mátt og kraft ein- staklingsins fái hann notið sfn frjáls og óþvingaður. Þeim hug- sjónum var hann trúr allt til dauðans. Þótt leiðir skilji að sinni, skal þvi trúað, að vina- fundir verði að nýju, því Meistarinn mikli sagði: „Eg lifi — og þér munuð lifa". Með þessari hugsun. með þessari ¦ trú, ég þekkti enga dýrðlegri og hærri, minn kærasti félagi, kveð ég þig nú með kveðjunni gjörvöllu stærri og deyjöndum dýrari og kærri. Magmís Erlendsson. — Minning Framhaldaf bls-21. varnar fyrir lífi sínu og sinna. Þeirra ætlun var að láta hvorki* skammdegi né skammsvni sam- tiðarmannanna hefta áform sín. Þeir voru ákveðnir í því að endur- vekja hið fyrra félag eða stofna nýtt. Þeir voru nýkomnir úr þeirri eldraun, sem margir þeir hafa orðið að þola. er brautina brutu I verkalýðsmálum hér á landi. Félagi þeirra hafði verið tvístrað áður en það náði að festa rætur. En eldraunin hafði ekki bugað þá. heldur aukið þeim trú á hug- sjónina og eflt kjark þeirra og þor. — Hin djarfa tilraun þeirra tókst. Félagið varstofnað. Guðmundur var kosinn I fyrstu stjórn félagsins og var hann mjóg virkur félagi. þar til hann flutti til Hafnarfjarðar. Hann var gerður heiðursfélagi Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavikur á 40 ára afmælisdegi þess. 28. desember s.l. Féiagi og vinur. Þegar nú leiðir skilja í svip, vil ég i nafni okkar samstarfsmanna þinna frá fyrri árum færa þér altiðarþakkir fyrir þinn þátt I hinu djarfa og áh.rifa- rfka frumkvæði. sem stofnun félagsins var. Eftiiiifandi eiginkonu. börnum og öðrum ættingjum og vinum færi ég innilegar samúðar- kveðjur. Ragnar Guðleifsson. Ingibjartur V. Jóns- son — Minning I GÆR fór fram jarðarför Ingi- bjarts V. Jónssonar, sem lézt af slysf örum hinn 8. nóv. sl. Ingibjartur var sonur hjdnanna Guðmundu H. Þorvaldsdóttur og Jdns Guðmundssonar. Ingibjartur óist upp hjá foreldrum sinum og hefur af og til átt heimili með þeim, þótt hann hafi víða unnið, bæði á sjó og landi. Hann stund- aði sjó bæði á bátum og togurum og einnig var hann í siglingum á farþega- og flutningaskipum héð- an úr Reykjavlk. Þá var hann eitt ár á sænsku flutningaskipi, sem fór víða um hin heitu suðurhöf. Hvar sem Ingibjartur var, var hann vel liðinn, þvi að hann var mikið Ijúfmenni, lipur i lund og haf ði góða f ramkomu. Ingibjartur var fæddur á Þing- eyri I Dýraf irði 8. marz 1939. Var hann þvi tæpra 35 ára, er hann lézt. Andlát hans kom sem reiðar- slag yfir alla hans fjölmörgu ætt- ingja og vina Hann fór hress og kátur að heiman, en kom ekki aftur, aðeins andlátsfréttin barst okkur að kvöidi dags. Frá þvl Ingibjartur var lftill drengur, eigum við um hann bjartar og góðar minningar, sem við ekki gleymum. Þá var hann hjá okkur í sveitinni heima i Dýrafirði. Foreldrum hans og unnustu sendum við alúðarfyllstu sam- úðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau I sorg þeirra og gera þeim líf ið léttbært. .......... Ottó Þorvaldsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.