Morgunblaðið - 20.11.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.11.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 20. NÖVEMBER 1973 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 360,00 krá mánuði innanlands. í lausasölu 22, 00 kr. eintakið hf. Árvakur, Reykjavfk. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10-100. Aðalstræti 6. sfmi 22-4-80. Umræður á fundi flokks ráðs Sjálfstæðisflokks- ins s.l. föstudag og laugar- dag leiddu greinilega í ljós, að athygli manna beinist nú mjög að ástandi efna- hagsmála þjóðarinnar og var mjög um þau mál fjall- að, ekki sízt af fulltrúum landsbyggðarinnar. í hefði að jafnaði verið um 11% í þann rúma áratug, sem Viðreisnarstjórnin sat að völdum, en það er lið- lega sú verðbólguaukning, sem nú tíðkast í helztu nágranna- og viðskipta- löndum. Hins vegar er svo komið málum hér á íslandi undir vinstri stjórn, að minnti Ingólfur Jónsson einnig á þróun fjárlaganna undir vinstri stjórn. Síð- asta ár Viðreisnarinnar nam heildarupphæð fjár- laga rúmlega 11 milljörð- um króna, en fyrirsjáan- legt er, að fjárlög ársins 1974 munu nema um 30 milljörðum króna og spáði 1 Ingólfur Jónsson því, að ef sama stefnuleysi réði rfkjum, mundi fjárlaga- upphæðin á árinu 1975 verða um 40 milljarðar króna. Kom það einnig mjög fram í umræðum á flokksráðsfundinum, að spyrna yrði viðfótum gegn þessari gífurlegu útþenslu rfkisútgjaldanna og varp- aði Gunnar Thoroddsen fram þeirri hugmynd, að ákveðið þak yrði sett á aukningu ríkisútgjalda, þannig að vöxtur þeirra ÁHYGG JUR VEGNA EFNAHAGSMÁLA stuttri en mjög glöggri ræðu á flokksráðsfund- inum, drap Ingólfur Jóns- son á nokkur atriði, sem sýna, hve gjörsamlega ríkisstjórnin hefur misst tökin á stjórn efnahags- málanna. Ingólfur Jónsson minnti á, að verðbólguvöxturinn verðbólguaukningin er komin upp í 20% á árs- grundvelli og er það sann- mæli, sem einn ræðu- manna á flokksráðsfund- inum sagði, að hér væri ekki aðeins um að ræða óðaverðbólgu heldur band- óða verðbólgu. í ræðu sinni á flokksráðsfundinum yrði innan ákveðinna marka milli ára. Þá ræddi Ingólfur Jóns- son í ræðu sinni um kjara- málin og rakti nokkuð þró- un launa á þessu ári. Hann benti á, að hinn 1. marz s.l. hefðu grunnlaun hækkað um 6%, en á sama tíma hefði vísitöluhækkun launa numið um 7%. Vísi- talan hefði aftur hækkað launin hinn 1. júní um 7% og enn hefðu þau hækkað um 7% vegna vfsitölu- hækkunar hinn 1. sept. og fyrirsjáanlegt væri, að launahækkun hinn 1. des. n.k. yrði um 7%, þannig að launahækkanir frá 1. marz hefðu numið um og yfir 34%. En þrátt fyrir þessar hækkanir sagði Ingólfur Jófisson, að verkafólk og launþegar ættu nú erfiðar með að láta launin nægja fyrir nauðþurftum en nokkru sinni áður. Alþingismaðurinn benti á, að kjarasamningar stæðu fyrir dyrum og mætti búast við miklum launahækkunum í kjölfar þeirra, en atvinnuvegirnir sýndust ekki vera ýkja vel undir það búnir. Hann minnti á erfiðleika iðnaðar- ins, taprekstur á togurum og sumum bátum, þrátt fyrir það að verðlag á fiski hefði hækkað á Banda- ríkjamarkaði á stuttum tíma úr 20 sentum í 80 cent. í þessari stuttu ræðu vék Ingólfur Jónsson að nokkrum veigamestu þátt- um efnahagsmálanna og sýndi hún glögglega í hvert öngþveiti efnahagsmál þjóðarinnar eru komin og á enn eftir að versna á næstu mánuðum. Hins vegarsjást þess engin merki, að ríkis- stjórnin hafi gert sér grein fyrir þessu vandamáli. TILIHUGUNAR FYRIR ÞÓRARIN órarinn Þórarinsson, formaður utanríkis- málanefndar Alþingis, færði það nýlega fram sem rök fyrir því, að vamar- liðið skyldi hverfa af landi brott, að þjóðir V-Evrópu væru að draga úr vígbún- aði sínum. Þessi röksemd er að vísu út I hött, eins og sýnt hefur verið fram á, vegna þess, að þótt mann- afli í herjum sé minnkaður getur styrkur þeirra hald- ist óbreyttur eða aukizt vegna nýrrar tækni. Hins vegar hefði for- maður utanríkisnefndar Alþingis gott af að taka eftir þeim fréttum, sem berast frá Noregi, þess efn- is, að meirihluti vamar- málanefndar norska stór- þingsins telji ekki tíma- bært að draga úr fjárveit- ingum til landvarna. Telur meirihluti varnarmála- nefndarinnar, að staða Noregs I öryggismálum hafi ekki breytzt til muna síðustu árin og þess vegna sé ekki hægt að draga úr fjárveitingum. Jón Asgeirsson skrifar um tónlist Ljómanir Stjórnandi: Karsten Andersen Einsön>;vari: Jennifer Vyvyan Efnisskrá: Mozart. forleikur aó ..Brúökaupi Ff);aros" Britten. Ljómanirop. 18 Mahler, sinfónía nr.2. í G-dúr. Tónleikarnir hófust á forleik eftir Mozart. svona eins og til að gefa fólki tækifæri til að koma sér vel fyrir í sætunum og hljóðfæra- leikurunum til að hita sig upp. Það er efalaust vandaverk að velja saman tónverk til flutnings. Einhvern veginn fannst mér Mozart vera hálfgerð hornreka eða tímauppfylling á þessum tón- leikum. Verkið var þokkalega flutt, enda nýtur hljómsveitin sín betur í verkum fyrir smærri hljómsveitir óg gæti boðið upp á betri flutning en í verkum, sem kref jast stórra hljómsveita. Ljómanir eftir Britten erþægi- legt og tæknilega vel unnið verk. Þó er eins og notkun hljóðfær- Jennifer Vyvyan anna sé frekar sýning á brellun’i og blæbrigðum, sem vissulega hafa áhrif á hlustendur, en að tæknin þjóni undir Iistina. Jenni- fer Vyvyan er góð söngkona. Hvort hún hefur yfir að ráða meiri raddstyrk og þá viljandi lagt áherzlu á veikan söng, kom ekki fram á tónleikunum, því víða yfirgnæfði hljómsveitin sönginn algjörlega. Að öðru leyti var flutningur verksins mjög ánægju- legur, hljóðfæraleikarar vel vak- andi í leik sínum, stjórnun vel útfærð og einsöngur áreynslulaus og blæfagur. Það er engu líkara en Mahler hafi í 4. sinfóníu sinni verið að gera atferlisathuganir á austur- rískum tónskáldum, sérstaklega í 1. kaflanum. Þar glampar um stund á gömul stef, sem ásamt sérkennandi hljómbrigðum vekja upp myndir, er ná þó aldrei að alskýrast, vegna sinýrrar mynd- sköpunar. Ritháttur Mahlers er sam- kvæmur þeirri venju, að í hverju sæti hljómsveitarinnar sitji frá- bær einleikari, er sé þess megnugur að metta hvern tón un- aði og sælu. Það er ekki nóg að leika Mahler tónrétt og i takti. Hann er listamaður og þeir, er Músurnar hafa kallað til húsa sinna, finna til með honum. Eg skil ekki þann tilfinningakulda. og ef menn eru tilfinningalausir, það kæruleysi er einkenndi leik fiðlaranna, sérstaklega i seinni hluta verksins. T.d. var meðferðin á hæga kaflanum (Poco Adagio) hryllileg. Þá var niðurlag sinfóníunnar ekki dónalegt. Það vantaði aðeins, að söngkonan tæki fyrir eyrun, þar sem hún stóð, nýbúin að syngja; ,,Nei, hljómlist er engin í heimi, sem þá hreinleikans ómfegurð geymi, er sólbjarta salina fyllir, þegar Sesselja hörpuna stillir við englanna raddir! Þar erum vér gladdir í anda, af hjarta og sál!“ Við skulum heita á heilaga Sesselju, að betur takist á næstu tónleikum Sinfóniuhljómsveitar- innar. Sinfóníutónleikar unga íslands Ami Kristjánsson. TUTTUGASTA og annan nóvember, á messudegi heilagrar Ceeiliu, verndardýr- lings tónlistarinnar, heldur Sin fóníuhljómsveit íslands auka- tónleika fyrir almenning með nýju sniði undir heitinu „Með ungu tónlistarfólki", og er ætlunin að halda tvenna slíka tónleika á yfirstandandi starfs- ári, — hina síðari I apríl 1974. Fyrirmynd er sótt til sam- svarandi tónleika víða um Iönd, sem tengdir eru samtökum, er „jeunesses musicales" nefnast, þ.e. alþjóðlegt bandalag tón- listaræskunnar. Koma jafnan fram á slíkum tónleikum efni- legustu listamenn úr hópi æskufólks, einleikarar, ein- söngvarar og stjórnendur, sem lítt hafa haft sig I frammi sakir æsku sinnar, en eiga framtíðina fyrir sér. Jafnframt kynna hin- ir ungu listamenn oft tónsmíð- ar samtiðarinnar eða verk frá eldri tímum, sem sjaldan heyrast, þótt annað ættu skil- ið, eða þeir leika og syngja verk meistaranna, sjálfra sín og hlustenda vegna, enda eru hin gamalkunnu verk ungum áheyrendum oft og tíðum nýlunda og jafnfersk hverju sinni, sem þau eru flutt og jafn- vel ný, ef þau eru túlkuð af eldmóði ungra snillinga. Ilugs unin, sem að baki slíks tón- leikahalds býr, er sem sé sú, að endurnýja listina, yngja hana upp með því að láta unga leiða hina ungu til skilnings og mats á góðri tónlist. Þeir, sem koma fram á þess- um fyrstu tónleikum með Sin- fóníuhljómsveit íslands eru einleikararnir Ursúla Ingólfs- son, píanóleikari og Sigurður Ingvi Snorrason, klarinettu- leikari, en auk þeirra Jónas Tómasson yngri, tónskáld, sem á nýlegt tónverk á efnis- skránni, sem kallast „Leikleik- ur“, öðru nafni „PIay-play“ og hefir ekki heyrst fyrr á opin- berum tónleikum. Ursúla mun leika tvö pianótónverk með hljómsveitinni: Konsert-Rondo í A-dur, K.386 eftir Mozart og Capriecio, bráðskemmtilegt tónaspil eftir Stravinsky, og hefir hvorugt verkið heyrzt hér fyrr á tónleikum. Hið sama má segja um tónverkið, sem Sigurður Ingvi leikur á sitt hljóðfæri, Rapsódíu fyrir klarínettu eftir Debussy, — Það verk er allsendis óþekkt hér á landi en mikið sælgæti forvitnum tóneyrum, því De bussy var allra tónskálda næmastur fyrir litum og blæ- brigðum tóna og hljóðfæra. Að lokum verður flutt af hljóm- sveitinni einni hið eldfjör- uga tónaflóð Tsjaikovskys, Capriccio Italien, einskonar ítalskur „leik-leikur". Páll Pampiehler Pálsson stjórnar þessum tónleikum og einnig þeim síðari, sem haldnir verða á vori komanda, en á þeim tón- leikum koma fram tveir aðrir nýir einleikarar með hljóm- sveitinni, þau Anna Áslaug Ragnarsdóttir, pianóleikari — hún Ieikur konsert eftir Pro- kofieff — og Jón Sigurbjörns- son, sóló-flautuleikari hljóm- sveitarinnar, sem flytur flautu- konsert eftir Mozart. Á þessum tónleikum mun einnig verða flutt nýtt eða áður óþekkt verk eftir Skúla Halldórsson. En nú reynir á æskuna! Kann hún að meta þessa nýbreytni? Við heitum á hana til stuðnings við góðan málstað eins og við heitum á dýrlinginn, heilaga Ceciliu, sem við jafnframt heiðrum á messudegi hennar, til fulltingis við tónlistina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.