Morgunblaðið - 20.11.1973, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.11.1973, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐID — ÞRIÐJUDAGUR 20 NOVEMBER 1973 21 Minning: Guðmundur Pálsson „Verið karlmannlegir, verið styrkir, megi allt með yður vera af kærleika gjört". Svo segir Páll postuli frá Tarsos í fyrra Korintu- bréfi. Guðmundur Pálsson lézt á heimili sínu að morgni þess 11. nóvember s.l. Guðmundur var fæddur þann 12. Janúar 1906 á Stokkseyri sonur hjónanna Páls Pálssonar og Guðrúnar Jónsdóttur. Hann fluttist með foreldrum sínum í Gerðahrepp á ungum aldri og átti síðan um allmörg ár heima í Keflavík, eða til ársins 1940, en þá fluttist hann til Hafnarfjarðar og ól aldur sinn þar síðan, og nú síðast að Melabraut 7. Árið 1927 kvæntist Guðmundur Kristinu Þorvarðardóttur, Ama- sonar f rá Reykjavík, mestu ágætis og myndarkonu, sem lifir mann sinn. Þau eignuðust 6 börn, 2 dóu i frumbernsku, en þau, sem upp komust voru Ása dó 34 ára 1961, Sunna, Selma og Heiðveig. Barnabörnin eru nú 11 og þar af ól Guðmundur og hans kona upp 3 að öllu leyti. Guðmundur var lengst af ævi sjómaður og alla seinni heimsstyrjöldina var hann togarasjómaður, lengst aí á togaranum Júní með hinum kunna aflamanni Benedikt Ögmundssyni. Guðmundur hætti til sjós 1954, var um tíma síðan verkstjóri hjá Aðalverktökum á Keflavíkurflugvelli, en síðar og til æviloka með eigin verktaka- starfsemi. Guðmundur Pálsson var hið mesta glæsimenni, fullar 3 álnir á hæð, handtakagóður og eftir- sóttur til allra starfa, enda var það mál manna að bað rúm væri ávallt/tvel skipað, sem Guðmund- ur væri í. Segja má að það hafi viss manngerð, sem skipaði ís- lenzka sjómannastétt a' fyrstu tugum aldarinnar og allt sem fram fram yfir miðbik hennar. Þessir ármenn íslands, sem lagt hafa kjölfestuna að velferðarþjóð- félagi nútimans. Mennirnir, sem samfélagið f dag er i mikilli þakkarskuld við. Þegar ég nú á skilnaðarstund minnist látins föðurbróður, leita á hugann minn- ingar frá liðnum dögum. Minningar þessar eru varðaðar af yl og hlýju, því fyrir innan harða skel sló hjarta góðs manns, sem ævinlega vartilbúinn til góðverka og láta gott af sér leiða. Á skilnaðarstundu votta ég og fjölskylda mín eftirlifandi eigin- konu, börnum og öðrum vanda- mönnum dýpstu samúð og bið hinum framliðna blessunar á guðsvegum. Páll Axelsson. ÞEIM f ækkar nú óðum frumherj- um verkalýðshreyfingarinnar á Suðurnesjum. Mönnunum, sem fyrstir báru gæfu til að vekja félaga sína og starfsbræður til umhugsunar um sin hagsmuna- mál og benda á leiðir, til þess að vinna að þeim með félagslegum samtökum. Einn þessara manna var Guðmundur Pálsson, Melabraut 7, Hafnarfirði. En hann var eldri Keflvíkingum vel kunnur. Hann lézt af hjartaslagi sunnudags- morguninn 11. þ.m. á 68. aldursári. Hann átti heima í Keflavík um miðbik ævi sinnar. Fyrst í foreldrahúsum, en síðar stofnaði hann eigið heimili með eftir- lifandi konu sinni, Kristínu Þor- varðardóttur. Þau fluttu til Hafnarfjarðar 1940 og bjuggu þar síðan. Hér að f raman haf a verið rakin að nokkru æviatriði Guðmundar og verður það ekki nánar gert hér. Aðeins langar mig að minnast og vekja athygli á einum degi í lífi þessa horfna vinar, 28. desember 1932, stofndegi Verka- lýðs- og sjómannafélags Kefla- víkur. Hér var Guðmundur ekki aðeins stofnandi fundarins, hann var sá, er setti fundinn og var fyrsti málshefjandi fundarins. Og fundarefnið var: A Verkalýðs- félag Keflavikur að halda áfram eðaekki? Hann var hér kominn ásamt nokkrum félögum úr fyrsta verkalýðsfélagi Keflavikur og voru þeir staðráðnir i þvi að treysta sín samtök til sóknar og Framhald á bls. 23. VIKUBLÖÐ — mánaðarrit: ENSK Trader Books & Bookmen Goodhousekeeping Encounter Golf Monthly M.s'rcat Express Weekly Daily Mirror Melody Maker Fllght Jackie Petticoat Mirabelle Valentine Fabulous Woman's Realm Autocar Dísc Sounds Goal Motor Amateur Photo DÖNSK Familie Journal Hjemmet Alt for Damerne Femina Sandags B, T. Billedbladel Se og Hör Ude og Hjemme Dansk Familieblad Hendes Verden Det Bedste Woman Weekend Brides Hitchocks Mag, Mad Playboy Vogue Harpers Queen World Soccer World Sporls Buchano Football Practical Motorist Trout & Salmon Ideal Home Films & Filming Photoplay Gramophone Yactiting World Wireless World Air Pictorica! Bridge Anders And Co. Romanbladet Ugeromanen Fart og Tempo Mad og Gasster Det Man Læser Ugens Rapport Bo Bedre Folo og Smallilm Populær Mekanik British Chess Homemaker Homes & Gardens Television Prediction True Mag. True Story Stamp Magazine Studio Mayfair She Air Enthusiast Womans Journal Woman& Home Practical Eiectronics Practical Woodworker True Romances Yoga & Health Qui House & Garden DAGBLÖÐ m/fluqi International Herald Tribune The New York Times The Times Daily Telegraph The Guardian Die Welt Frankturter Allgemeine Politiken BT Ekstrabladet Berlingske Tidende VIKUBLÖÐ m/flugi Sunday Telegraph Sunday Times Sunday Observer Sunday People S^nday Express Sunday Mirror News of the World New Statesman Time Newsweek L'Express Der Spiegel ÚTVEGUM ÖLL FÁANLEG ERLEND BLÖÐ OG TÍMARIT ÞYZK Burda Bunte lllustrierte Neue Revue Möbel und Bau-Schreine Mein SchÖner Garten Auto, Motor, Sport Freizeit Revue Quick Stern 7 Tage Brigitte Fúr Sie Prahne Jasmin Fretindin Freizeit-Revue Neue Mode Capilal Das Hans Rátzel-Zeitung Bravo Romanhelte Fellx Inleravia Eltern Zuhause Pop BÓKAVERZLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR Austurstræti 18 Reykjavík símar 1888Q 13135 OSf FRYSTIKISTUR VESTFROST ER DÖNSK GÆÐAVARA VESTFROST frystikisturnar eru bún- ar hinum viðurkenndu Danfoss frysti- kerfum. Hverri VESTFROST frystikistu fylgja 1—2 geymslukörfur. Aukakörfur fá- anlegar á mjög hagstæðu verði. VESTFROST frystikisturnar eru allar búnar sérstöku hraðfrystihólfi og einnig má læsa kistunum. VESTFROST verksmiðjurnar í Es- bjerg eru stærstu útflytjendur í Dan- mörku á frystitækjum til heimilisnota. litrar 195 265 385 460 560 breldd cm 72 92 126 156 186 dýpt cm (án handfangsi 65 65 65 65 65 hæð cm 85 85 85 85 85 Frystiafköst pr. sólarhring kg 18 23 27 39 42 195 Itr. kr. 29.707 — 265 - - 33.591 — 385 - 36.931 — 460 - 44.290 — 560 52.640 — A-•ÉtJ^StesA 3fcjPi3KO Laugavegi 178 Sími 38000 NÝTT purrúðun, semkemuriveg fyrirfótraka i II i'' 7 ¥ i 11 BÉiÉiiiiMff1 ' ogeylcurvelliðan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.