Morgunblaðið - 20.11.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.11.1973, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1973 mm* ^ n *//<> Þútur ískóginum Eftir Kenneth Graheme 4. kafli Froskur Þegar fram á ganginn kom, nam hún staðar til að hugsa sig um. Greifinginn og moldvarpan voru hvergi nærri svo hún gat ekki ráðgazt viðneinn. Hún var því að taka ákvörðun á eigin spýtur. Jólasveinn Svona auðveldlega geturðu búið til þína eigin skrautjóla- sveina. Notaðu rautt ullargarn og svartan tvinna og fylgdu svo teiknimgunni. Skeggið er úr hómullarhnoðra, sem þú Ifmir fast og augu og andlil teiknarðu og Ifmir sfðan á! „Ætli það sé ekki betra að hafa allan vara á," sagði hún við sjálfa sig. „Ég veit að froskur hefur áður álitið sjálfan sig í andarslitrunum á ástæðulausu. En ég man ekki til þess, að hann hafi beðið um lög- fræðing. Ef ekkkert er að óttast, segir læknirinn honum það og sömuleiðis, að hann sé mesti kjáni og hressir hann við. Þá er nokkuð unnið. Ætli það sé ekki bezt, að ég geri honum það til geðs að fara. Ég verð ekki lengi," Svo hún hljóp viðfót niður í þorpið í.þessum líknarerindum. Það er af froski að segja, að hann hoppaði léttilega fram úr rúminu um leið og hann heyrði lykilinn snúast i skráargatinu og horf ði á ef tir rottunni út um gluggann þangað til hún hvarf í beygju á veginum, Svo hló hann glaðklakkalega og klæddi sig í beztu fötin, sem voru fyrir hendi og fyllti vasana peningum, sem hann tók úr skúffu á náttborðinu. Síðan batt hann saman lökin úr rúminu í eina lengju og annan endann við gluggapóstinn í Tudor-glugg- anum, sem prýddi svefnherbergi hans. Því næst klöngraðist hann upp í gluggann, lét sig renna niður i garðinn og stikaði stórum, glaður í bragði, í öfuga átt við rottuna. Rottan átti bágt við hádegisverðarborðið, þegar hún varð að segja greifingjanum og moldvörpunni ótrúlegar hrakfarir sínar. Það er vandalaust að gera sér í hugarlund bituryrðin, svo ekki sé meira sagt sem hrutu af vörum greifingjans. En rottunni sárnaði einna mest, að jafnvel moldvarpan, sem alltaf var þó vön að taka málstað vinkonu sinnar, gat ekki stillt sig um að segja: „Þarna léztu heldur betur leika á þig, rotturófa, og þaðfroskinn!" SMAFÚLK W00DSTOCK MAKES A LOU5V FALCOWÍ Bfbf er slappur veiðifálki! CUnnLAUGi^AGA 03!i»iUnGU VIII. KAPITULI. Sfðan siglir Gunnlaugur af Englandi með kaupmönnum norður til Dyflinnar. Þá réð fyrir Irlandi Sigtryggur kon- ungur silkiskegg, sonur úlafs kvárans og Kormlaðar drottn- ingar; hann hafði þá skamma stund ráðið rfkinu. Gunnlaugur gekk þá fyrir konung og kvaddi hann vel og virðulega. Kon- ungur tók honum sæmilega. Gunnlaugur mælti: „Kvæði hef i ég ort um yður, og vildi ég hljóð fá." Konungur svar- ar: „Ekki hafa menn tli þess orðið fyrri, að færa mér kvæði, og skal vfst hlýða." Gunnlaugur kvað þá drápuna, og er þetta stef ið í: Elr svóru skæ Sigtryggr við hræ. Og þetta er þar: Kann ek máls of skil, hvern ek mæra vil konungmanna kon, hann's Kvárans son; muna gramr við mik venr hann gjöfli sik, þess man grepp vara, gollhringspara. (£g veit gerla, hvern konung- foorinn mann ég vil lofa, hann er Kvárans son; konungur mun ekki horfa f að gefa mér gull- hring; hann temur sér örlæti; skáldið rennir grun í það.) Segi hildingr mér, ef hann heyrði sér dýrligra brag, þat's drópu Iag. (Segi konungur mér, hvort hann hefir heyrt ágætara kvæði; það er drápa.) Konungur þakkaði honum kvæðið og kallaði til sfn féhirði sinn og mælti svo: „Hverjuskal launa kvæðið?" Hann svarar: „Hverju viljið þér, herra?" segir hann. „Hversu er launað," segir konungur „ef ég gef honum knörru tvo?" Fé- hirðir svarar: „Of mikið er það, herra," segir hann; „aðrir kon- ungar gefa að bragarlaunum gripi góða eða gullhringa góða." Konungur gaf honum klæði sfn af nýju skarlati, kyrt- il hlaðbúinn og skíkkju með ágætum skinnum og gullhring, er stóð mörk. Gunnlaugur þakkaði honum vel og dvaldist þar skamma stund og fðr þaðan til Orkneyja. Þá réð fyrir Orkneyjum Sigurður jarð Hlöðvisson; hann var vel til fslenzkra manna. Gunnlaugur kvaddi jarl vel og sagði sig hafa að færa honum kvæði. Jarl kvaðst hlýða vilja kvæði hans, svo stórra manna sem hann var á íslandt. Gunn- laugur flutti kvæðið, og var það flokkur og vel ortur. Jarl gaf honum breiðöxi, silfurrekna alla, að kvæðislaunum og bauð honum með sér að yera. Gunn- laugur þakkaði honum gjöfina og boð hið sama, en kveðst verða að fara austur til Svíþjóð- ar og gekk sfðan á skip með kaupmönnum þeim, er sigldu til Noregs, og komu um haustio austur við Konungahellu. Þor- kell, frændi hans, fylgdi honum jafnan. Ur Konunga- hellu fengu þeir leiðtoga upp í Gautland hið vestra og komu f ram f kaupstað '¦'..,. ..¦-..:¦¦ ¦¦¦• .; (íícb mot 9unkof t inu -------Ef ég skyldi panta bolla af súkkulaði og rjómatertu, þá verðið þér að lofa mér því, að anza mér ekki. -------Hvað ég ætla að gera við flöskurnar? Ég ætla að skrifa þér, ef skipið f ærist og ég kæm- ist áeyðieyju. Éger að deyja úr hungri. ***f*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.