Morgunblaðið - 20.11.1973, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.11.1973, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÖVEMBER 1973 Kristinn „rann- sóknardómari"! KRISTINN Finnbogason fram- kvæmdastjóri Tfmans hefur verið skipaður eins konar „rannsdknar- dómari" í kærumáli því, sem önn- ur stjórn FUF i Reykjavík hefur höfðað á hendur hinni! Eins og menn muna urðu mikil átök á aðalfundi FUF fyrir nokkru og lauk með því, að hluti fundar- manna hélt til annars fundarstað- ar og voru tvær stjórnir kjörnar fyrir félagið. Stjórn sú, sem Bald- ur Kristjánsson er formaður fyrir kærði ýmiss konar meint lögbrot hins aðilans til Olafs Jóhannessonar. Á fundi í fram- kvæmdastjórn Framsóknar- flokksins fyrir skömmu Jagði Olafur Jóhannesson til, að Krist- inn Finnbogason yrði skipaður „rannsóknardómari" í málinu, og var það samþykkt. En jafnframt því, sem Kristinn Finnbogason mun veita forstöðu eins konar „rannsóknarrétti". í máli þessu, hefur stjdrn SUF ákveðið að skipa sérstaka rannsóknarnefnd af sinní hálfu og eiga sæti í henni þeir utanbæjarmenn, sem sitja í stjórn SUF. Möðruvallahreyfingin í bann! Þá var fyrir nokkru haldinn fundur í blaðstjdrn Tfmans og þar m.a. felld tillaga um, að birt yrði í Tímanum fréttatilkynning frá hinní svonefndu Möðruvalia- hreyfingu og stefnuávarp hennar, en í stjórn hennar eiga sæti 8 miðstjörnarmenn i Framsóknar- flokknum. Jafnframt var ákveðið að banna í Tímanum öll skrif um Möðruvallahreyfinguna. A fund- inum kom fram gagnrýni á for- ystugrein Tómasar Karlssonar rit stjdra, þar sem Möðruvallahreyf- ingin var talin hafa dreift rógi um forystumenn Framsóknarflokks- ins. HJaut sú gagnrýni engan hljómgrunn á fundinum. Allsher j arsamtök framhaldsskólanema verði pólitískt afl UM HELGINA var haldið I | M enntaskölanum við Hamrahlfð landsþing Landssambands ís- lenzkra menntaskólanema og sóttu þingið 40 fulltrúar frá 811- um menntaskólum á landinu. Meðal helztu mála þingsins var undirbúningur að stofnun einnar hreyfingar allra framhaldsskóla- nema á iandinu, en viðræður hafa farið fram að undanförnu milli Landssambands islenzkra menntaskólanema og nemenda í öðrum framhaldsskólum um stofnun slíkrar hreyfingar. í fréttatilkynningu frá samtökum menntaskólanema segir, að þess- ar viðræður hafi leitt I ljós, að mikill áhugi sé nú á stofnun hreyfingar þeirrar, sem hér um ræðir, og yrði meginmarkmið hennar líklega að vinna að hags- munum framhaldsskólanema og vera pdiitískt afl f íslenzku þjo'ð- félagi. I fréttum af þinginu kemur fram, að landsþingið samþykkir, að nemendafélög skuli sjá um að innheimta 200 kr. gjald af hverj- um nemanda í viðkomandi félagi, vegna halla, sem orðið hefur af bóksölustarfsemi menntaskóla- nema. Þingið gerði margar og marg- víslegar ályktanir, og fara hér á eftir nokkur dæmi. M.a. er bent á, að núverandi menntakerfi sé eingöngu miðað við þarfir borg- arastéttarinnar, ítrekaðar eru fyrri kröfur um mætingarfrelsi til handa nemendum menntaskðl- anna, og bent á þörf þess, að við- urkenndur verði „réttur emenda til að stjdrna námi sinu sjálfir". Bent er á, að nemendur mennta- skdlanna, sem og aðrir kúgaðir, hljdti að miða kröfur sinar við höfuðmarkmiðið, sem se stétt- laust þjððfélag, og eigi mennta- skðlanemar p.i að vinna að sðsíal- iskri þjdðfélagsbyltingu. Átalinn er undirlægjuháttur rikisstjdrnarinnar og Alþingis I samningunum við Breta og varað við endurtekningu á honum, en síðar er bent á, að „útfærsla land helginnar hafi f raun og veru ekki verið annað en útfærsla borgara- stéttarinnar á efnahagslögsögu sinni, og hafi útfærslan miðað að því að auka grdða innlendra út- gerðarfyrirtækja með því að reka aðrar þjdðir af miðunum til að geta setið einir að kökunni". LÍM lýsir „fullri samstöðu við baráttu dreifbýlisins og krefst Framhald á bls. 31 Skorið á land- festar — 8 menn í f angageymslur TOGARINN St. Leger frá Hull kom til Isaf jarðar f fyrrakvöld með bilaðan ketil. Er St. Leger fyrsti brezki togarinn, sem kemur til fslenzkrar hafnar eft- ir að samkomulagið um land- helgismálið var staðfest. Ekki er hægt að segja, að togara- menn hafi fengið góðar viðtök- ur á tsafirði, þvf skorið var tvisvar á landfestar togarans, auk þess, sem snókúlum var kastað um borð í skipið. Lög- reglan á ísaf irði þurfti að setja 8 menn f fangageymslur eftir að togarinn kom, en þeir höfðu haft sig mjög f frammi við að losa skipið og skera á landfest- ar þess. Ólafur Þörðarson fréttaritari Morgunblaðsins á isafirði sagði, að það hefði verið um kl. 22 á sunnudagskvöldið, sem St. Leger hefði komið til hafnar. Togarinn hef ði lagzt utan á skip Eimskipafélagsins, Lagarfoss. 1 fyrstu hefði enginn skipt sér af togaranum, en á ellefta tíman- um safnaðist mikill fjöldi ungl- inga saman um borð í Lagar- fossi og köstuðu þeir snjökúl- um um borð í togarann. Kall- að var á lögregluna og ungling- arnir reknir í land. Voru þeir þá búnir að losa eina af land- festum togarans. Síðan gerðist ekkert fyrr en um kl. 01, þá ruddust 15-20 ung- ir menn um borð í Lagarfoss, mest menn af bátum á isaf irði. Skáru þeir strax á landfestarn- ar og rak togarann aðeins frá. Logn var og því gekk vel að koma togaranum upp að Lagar- fossi af tur. Togarinn var, þegar hér var komið, orðinn vélvana því verið var að blása gufunni út af katlinum. Lögreglan tók 5 mannanna, sem skorið höfðu á landfestarnar, í sína vörzlu og gistu þeir í fangageymslu lög- reglunnar í fyrrinótt. Ólafur sagði, að skipstjdrinn á St. Leger héti Arthur Ball, og hefði hann sagt, að á meðan gert væri við ketil skipsins yrði áhöfnin að fara í land, því allar íbúðir skipsins væru kaldar ef t- ir að blásið var út af katlinum. Sfðasti brezki togarinn, sem kom til isafjarðar áður en land- helgin varf ærð út í 50 sjðmílur, var Lorenco H-230, en hann kom til ísafjarðar 24. ágúst 1972. RÉÐUST A LÖGREGLUNA Jdhann Kárason lögreglu- þjdnn á ísafirði sagði, að það hefði verið um kl. 22.15 á sunnudagskvöldið, sem beiðni um aðstoð kom frá skipstjóra st. Leger, i gegnum loftskeyta- Framhald á bls. 31 Einn piltanna sést ráðast um borð f Lagarfoss Ljósm: Ljósmyndastofa Isaf j hér 0 Pilturinn, sem er með hnffinn f hendinni, er nýbúinn að skera á eina landfesti St. Leger. Deilur milli eigenda Óðals og þjóna í verkfallsvörzlu ENN' hefur ekki verið boðað til nýs sáttarfundar f kjaradeilu þjóna og veitingamanna, en sfð- asti fundur var fyrir viku sfðan. Var þvf nú um helgina eins og þá fyrri, lftið um að vera á veitinga- húsum borgarinnar, nema við veitingahúsið Óðal við Austur- völl, þar sem þjdnar fjölmenntu til verkfallsvörzlu og reyndu að hindra eigendur Oðals, bræðurna Jón og Hauk Hialtasyni, f þvf að hafa opið veitingahúsið og bera j sjálfir gestum rhat og drykk. Hélt hópur þjdna sig fyrir fram- an húsið og var gestum bent á, að veitingamennirnir væru að fremja verkfallsbrot. Einnig voru verkfallsverðir inni í húsinu og fylgdust með því, sem þar fór fram. Á sunnudagskvöldið réðu veitingamennirnir nokkra dyra- verðí til starfa og hindruðu þeir þjdna í að komast inn í húsið. Einn læddist þó inn, en var grip- inn í stiga og haldið þar, unz lögreglan kom á staðinn. Taldi hann sig hafa orðið fyrir áverkum vegna dmjúkra handtaka og fór á slysadeild til að láta kanna meiðsl sín. í gær voru haldnir tveir fundir þessara deiluaðíla, þ.e. veitinga mannanna á Óðali og lögfræð- ings þeirra annars vegar og full- trúa þjdnanna og lögfræðings þeirra hins vegar. Var fyrri fund- urinn fyrir hádegi og var þar gert samkomulag um, að þrír þjdnar fylgdust með framreiðslunni í há- deginu, en f staðinn yrði Óðali lokað kl. .13:30 I stað 14:30, eins og Fraimhald á bls. 31 Jón Sigurðsson fyrr- um skipstjóri, látinn Frá landsþingi LlM, sem haldið var f Reykjavfk um helgina. LATINN er f Reykjavfk Jón Sig- urðsson, fyrrum skipstjóri hjá Eimskipaféfagi Islands og skip- stjdri á Gullfossi um 7 ára skeið. Hann var 81 árs að aldri. Jdn Sigurðsson fæddist árið 1892 á Fagurhóli í Vatnsleysu- strandarhreppi og voru foreldrar hans Sigurður Þorláksson for- maður og kona hans, Þuríður Þor- bergsdóttir. Jón var sjömaður frá 12 ára aldri. Hann lauk farmanna- prdfi frá Stýrimannaskólanum I Reykjavík 1916, en stundaði sjtí- mennsku á opnum bátum, vélbát- um og togurum til 1918. Þá réðst h^nn sem háseti, bátsmaður og stýrimaður til Eimskipafélags ÍsJands. Hann var stýrimaður á skipum félagsins frá 1927 — 51, þar af 15 ár á Brúarfossi. Árið 1951 varð hann skipstjdri á Gull- fossi og gegndi þeim starfa næstu sjö árin. Jón var sæmdur fjölda heiðursmerkja og varð heiðurs- félagi Stýrimannafélags islands. Eftirlifandi kona Jdns Sigurös- sonar er Dýrfinna Tdmasdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.