Morgunblaðið - 20.11.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.11.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 20. NOVEMBER 1973 17 Hvaða áhrif kynni varnarleysið að haf a? ÞEGAR litið er á Vestur-Evrópu á landakortinu, sést, að hún er lítið annað en strandlengja þess mikla meginlands, sem teygir sig i aust- ur inn yfir landamæri Sovét- ríkjanna til Asíu. Frá landamær- um til dæmis Austur-Þýzkalands og Tékkóslóvakíu að Norðursjó og Atlantshafi er ekki ýkja langt af fara. Herafli, sem sækir fram til vesturs með landflæmið í austri að baki, hlýtur óhjákvæmilega að vera betur settur en sá liðsstyrk- ur, sem sækir afl sitt yfir Atlants- haf til Norður-Ameriku. Yfir- burðir austræna heraflans verða þeim mun meiri, ef hann nýtur einnig stuðnings öflugs flota, sem jafnvel getur lokað siglinga- og öðrum samgönguleiðum milli Evrópu og Norður-Ameríku. Einnig ber að hafa það hugfast, að Vestur-Evrópa sækir nú næst- um óll hráefni sín út fyrir eigin landamæri og eru þau flutt inn til hafna við Norðursjó og Atlants- haf. Nýlegt olíubann Araba- ríkjanna á Vestur-Evrópuríkin er aðeins staðfesting á þvi, hversu háð þau eru öðrum um orkugjafa sina. Eitt helzta hlutverk sovézka flotans yrði á ófriðartimum að setja hafnbann á vestur- evrópskar hafnir, tækist honum það, yrðu þjóðirnar í álfunni fljót- lega máttvana og auðunnin bráð. Styrkur Atlantshafsbandalagsins felst í því, að þau geti samhæft krafta sína beggja vegna Atlants- hafs og ráðið yfir samgönguleið- um á hafinu. BANVÆN HÖTUN I bæklingi sínum Island, Evrópa og NATO segir Ake Sparring, forstjóri sænsku utan- ríkismálastofnunarinnar: „Orðið NATO er skammstöfun fyrir Norður-Atlantshafsbanda- Iagið. Norður-Atlantshaf er sú æð, sem tengir tvo hluta bandalags- ins. Mitt i þessari æð er Island. I stríði með venjulegum vopnum er hættan mest fyrir Evrópu, á sama tíma er stærstur hluti herstyrks- ins í Bandarikjunum: við flutninga yfir Atlantshaf, hvort sem þeir eru framkvæmdir á sjó eða í lofti, er alltaf þörf fyrir ísland. Ætið þurfa flugvélar að millilenda, skip að leita hafnar og skipalestir að fá fylgd. . . Væri málum þannig háttað, að Island væri í rússneskum hönd- um, yrði það banvæn hótun gegn öllu vestræna bandalaginu. Með aðstöðu i islenzku fjörðunum myndi sovézkur flota- og flug- styrkur vera mjög alvarleg hótun gegn tengslunum milli Ameriku og Evrópu. Rússnesk herskip, sem um þessar mundir skortir vernd flugvéla og geta því varla starfað langt frá eigin ströndum, myndu með stuðningi flugvéla frá íslenzkum stöðvum öðlast stærra athafnasvæði og geta breytt Noregshafi í sovézkt mare nostr- um, og auðvelt er að sjá afleiðingar þess, fyrst og fremst fyrir Noreg og Danmörku." AhrifinA norðurlöndum. í bæklingi utanrikismála- nefndar Sjálfstæðisflokksins um öryggismál Islands, sem kom út i febrúar sl. segir svo: „Yrði varnaiiiðið látið hverfa frá Islandi kæmu áhrif þess fyrst fram í Noregi. Náin samvinna er milli varnarliðsins í Keflavík og bækistöðva í Norður-Noregi. Vinna þessir aðilar sameiginlega að eftiiiitsstörfum á Norður- Atlantshafi og skipta þar með sér verkum. Raunhæfar varnir Noregs byggjast einkum á því, að unnt sé að flytja erlendan liðsafla inn i landið á skömmum tíma, ef líkur eru á ófriði eða hann hefur brotizt út. Kanadamenn hafa til dæmis skuldbundið sig til að leggja Norðmönnum til herafla. Flugvélar þær, sem þessir her- menn yrðu fluttir með.til Noregs, eru ekki langfleygar en það, að þeim er nauðsynlegt að lenda á Keflavikurflugvelli til að komast á áfangastað, ef farin er stytzta leið. Ljóst er, að Norðmenn yrðu að endurskoða afstöðu sína til dvalar erlends herafla í landi sínu á friðartímum, ef varnarstöðinni í Keflavik yrði lokað. En tækju þeir ákvörðun um að breyta stefnu sinni í þessum efnum, er líklegt, að Sovétríkin teldu það ögrun við öryggi sitt, þau gætu jafnvel vitnað til skilnings síns á vináttusamningnum við Finna og krafizt þess að koma á fót her- stöðvum í Finnlandi. Dvöl sovézks herafla í Finnlandi myndi hafa í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir Svia, sem yrðu að endur- skoða allar varnir sínar — í stuttu máli yrði þróunin sú, að spennan myndi mjög aukast á Norðurlönd- um öllum." EFTIRLITSSTARFIÐ ERFIÐARA ÍSLAND VARNARLAUST. Norskir sérfræðingar á sviði A þessari mynd sést, hvernig geil myndast f ratsjáreftarlitskerfið á Norður-Atlantshaf i, ef Island félli lít úr keðjunni frá Grænlandi yfir til Skotlands og Noregs. Þá gætu sovézkar flugvélar frá Kolaskaganum flogið óséðar á ratsjám suður Atlantshaf og yfir tsland. Skyggði flöturinn umhverfis Island sýnir það svæði, sem ratsjárstöðvarnar hér á landi ná nú til. utanrikis- og öryggismála hafa oftar en einu sinni látið í ljós álit sitt á mikilvægi varnarstððvar- innar í Keflavik. Hér verður vitnað til erindís Anders C. Sjaastad, starfsmanns norsku utann'kismálastofnunarinnar. frá 1971, en þar segir m.a.: „Eftirlitsstörfin. sem unnin eru frá stöðinni í Keflavík. eru vafa- lítið mikilvægust að mati NATO. Einkum er allt. ersnertir kafbáta- varnir, mjög mikils metið. NATO telur sig hafa forskot á þessu sviði gagnvart Varsjárbandalaginu. þegar litið er til tækninnar. sem beitt er við eftiiiitið. og NATO telur mjög mikilsvert að halda þessu forskoti. Málum er ekki þannig háttað, að ekkert geti komið í stað stöðvarinnarTKefla- vík, en enginn af valkostunum er fullnægjandi. Vaiia er raunhæft að ætla, að unnt sé að láta Björn Bjarnason: Varnir íslands Efri myndin sýnir varnarsvæði orrustuflugvélanna á Keflavfkurflug- velli. Ef starfsemi þeirra yrði lögð niður myndi að sjálfsögðu bæði Island verða varnarlaust og einnig mikilvægar siglingaleiðir nálægt landinu og milli Islands og Grænlands. fljótandi flugvelli. eins og flug- vélamóðurskip. koma að nokkru leyti i staðinn fyrir stöðina i Keflavík, bæði til varnar Islandi með orrustuflugvélum og til að gegna margvislegum eftiiiits- .störfum. Veðurfariö á þessum hafsvæðum kemur i veg fyrir. að unnL sé að nota flugvélamóður- skipirK stóra hluta ársins. Vandanrk yrði því að reyna að leysa meoiþvi að finna hentugan stað í landii Við fyrstu sýn virðist mega velji milli margra staða. en þegar beíur er að gáð. er val- kosturinn aðeins einn — Skot- land. Grænland kemur varla til greina vegna veðurfarsins. og hvorki Noregur né Færeyjar koma til greina af pólitískum ástæðum. þ.e.a.s. vegna stefnu þeirra gegn erlendum herstöðv- um. Sú staðreynd. að Norðmenn eru andvigir eiiendum hermönn- um í landi sínu á friðartimum. hefur verið reifuð í íslenzkum umræðum og hún notuð sem rök gegn því. að bandarískir hermenn séu á Islandi. En á þessu er regin- niunur. sem einnig núverandi ríkisstjórn á íslandi hefur viður- kennt: Noregur ræður yfir eigin herafla, en á Islandi er enginn innlendur her. Flutningur til Skotlands hefði va'ntanlega í för með sé. að érfiðara og dýrara yrði að fram- kvæma sömu eftirlitsstörf og nú eru unnin frá Islandi. Liklega yrði að taka í notkun nýja sveit af PC-3 Orion flugvélum. auk þeirrar, sem nii er starfrækt frá Keflavík. Auk þess má búast við þvi. að Norðmenn verði að auka eftirlitsstörf þau. sem þeir vinna með P-3-B Orion flugvélum frá norskum flugvöllum. Leiðir þetta af því, að lengra er að fara til eftirlitssvæðanna fiá Skotlandi. svo að flugtími hverrar flugvélar yfir eftirlitssvæðinu styttist sem þvi nemur." GRÆNLAND OG FÆREYJAR. Varla er þörf frekari greinar- gerðar um það. hversu alvarlegar afleiðingar lokun varnarstöðvar- innar i Keflavik myndi hafa fyrir varnir Vestur-Evrópu og þó eink- um Noregs. Hagsmunir Danmerk- ur koma hér einnig sérstaklega til álita með hliðsjón af öryggi Græn- lands og F"æreyja. Sú meginstefna að leyfa ekki erlendar herstöðvar á dönsku \firráðasvæði a friðar- timum nær ekki til Grænlands. 27. apríl 1951 var undii'ritaður samningur milli Bandarikjanna og Danmerkur um varnir Græn- lands. þar sem Bandarík.jamönn- um er heimilað að koma á fót varnarstöðvum á Grænlandi. Sá ¦ munur er til dæmis á þessum samningi og varnarsamningi Islands og Bandarikjanna. að samningurinn um Grænland heldur gilcli jafn lengi og Atlantshafssáttmálinn. svm er grundvöllur Allantshafsbanda- lagsins. Bæði Danmörk og Banda- ríkin eru ábyrg fyrir öryggi Grænlands. en í raun hvílir meginábyrgðin á Bandaiikjununi. helztu varnarmannvirkin á Græn- landi eru BMEW'S (Ballistic Missile Early W'arníng System) stöðin i Thule og DEW (Distant Early W'arning) línan þvert yfir Grænland. en Bandarík.jainenn reka bæði þessi varnarmannvirki. A friðartímum skiptir eftirlits- stöðin í Færeyjum einkum máli í sambandi við almennt eftirlit með flug- og sjóferðuni á hafinu um- hverfis eyjarnar. Sumarið 1971 olli K. Östergaard. þáv. varnarmálaiáð- herra Dana. nokkru uppnámi með því að lýsa yfir. að hugsanleg lokun varnarstöðvarinnar i Kefla- vík kynni að leiða til þess. að Bandarikin færu fram á að konia á fót varnarstöð f Færeyjum, þar sem hann lét i Ijós það álit. að slika ósk Bandaríkjanna bæri að taka til voiviljaðrar ihugunar. Var gagnrvnin svo hávær. að danski forsa'tisiáðhenann varð að láta málið til sín taka. Hann sagði. að engin slík ósk hel'ði komið fi á Bandarikjunuin og ekki væru uppi ráðagerðii' um að leyfa erlendar herstöðvar á diinsku landsvæði. Öldurnar Ia'gði siðan fljótt. en þetta litla dæmi' sýnir glögglega. að breyting á viirnum íslands getur komið Diinum i eWið:i :iðstiiðu. SALT- VIÐRÆÐURNAR OG MIÐ-EVRÓPA t,n nreytingar a vornuni ísianus koma ekki aðeins til álita i næstu nágrannaliindiun. Þær kunna einnig að hafa áhrif á sambúð risaveldanna. A hafinu umhverfis Island er háð mikið vígbúnaðai- kapphlaup. ekki sizt neðansjávar. I djúpi hafsins læðast kjarnorku- Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.