Morgunblaðið - 20.11.1973, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.11.1973, Blaðsíða 24
24 M.ORGUNBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1973 Yfirlýsing frá skóla- stjóra og skólanefnd Fiskvinnsluskólans Fiskvinnsluskólinn tók til starfa haustið 1971. Þeir nemendur, sem þá hófu nám i undirbúningsdeild skólans og staðist hafa próf úr þeirri deild og f iskiðndeild — og lokið tilskilinni menntun i starfsþjálfun að auki munu útskrifast sem fiskiðnaðar- menn a' miðju næsta ári (1974). Lög skólans gera einnig ráð fyrir svo nefndri meistaradeild og framhaldsdeild, en allt er enn óráðið um það nám. A þessu hausti hófst starfsár Fiskvinnsluskólans, og voru alls 53 nemendur skráðir í skólann í september s.l. Mikillar bjartsýni hefur gætt hjá nemendum skólans og for- ráðamönnum um, að menntunin yrði fiskiðnaðinum til gagns. Aðstaða skólans til bóklegs náms batnaði til muna á þessu hausti, þegar hann fékk nýtt húsnæði að Trönuhrauni 8, Hafnarfirði. Þá er verið að undirbúa verklega kennslu í húsnæði Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. í lögum skólans segir m.a.: „Kennsla skólans skal miða að því, að: fiskiðnaðarmenn hafi iiðlast nægilega undirstöðu- þekkingu, hóklega og verklega, til þess að geta annast almenna verk- stjórn, gæðaflokkun og sljórn fiskvinnsluvéla." Sfðla sumars höfðu forráða- menn skólans spurnir af því, að Fiskmal rikisins hygðist halda á ný námskeið fyrir væntanlega matsmenn í fiskiðnaði. enþau eru opinberlega í nafni útvegsráðu- neytisins. Skólastjóri Fisk- vinnsluskólans vakti athygli ráðu- neytisins á því, að óeðlilegt væri, að aðrir aðilar en Fiskvinnslu- skólinn hefðu með höndum menntun í fiskiðnaði, eftir að skólinn var stofnaður. Var sjávarútvegsráðuneytinu tilkynnt þetta símleiðis og bréflega í sept. s.l.. áður en fyrirhugað námskeiðahald sjávarútvegsráðu- neytisins var auglýst. 1 bréfi til ráðuneylisins segir m.a.: ..Fiskvinnsluskólinn var gagn- gei'l scltur á f(')l lil að veita fræðslu um vinnslu sjávarafla. og er því eðlilegast, að hann sé sá aðilinn, seni fræðsluna veitir. Ef um þao er að ræða, að vöntun sé á verkstjórum f hraðfrystihúsum úti á landsbyggðinni, þá er skólinn fús að veita nauðsynlega fræðslu og þjálfun a'kveðnum starfsmönnum þeirra fyrirtækja, þar sem enginn hæfur verkstjóri fæst til starfa. Jafhframt skal á það bent, að allt árið um kring er ávallt einn árgangur nemenda við starfsþjálfun, og geta sumir þeirra nti þegar tekið sér a.m.k. aðstoðarverkstjórastörf um stundarsakir. Æskilegt er, að viðræður geti farið fram sem fyrst um hentuga lausn á þessum málum og þyrftu að taka þátt í þeim fulltrúar frá sjávarútvegs- ráðuneytinu, sölusamtökunum, Fiskmati ríkisins, ásamt skóla- nefnd og skólastjóra Fiskvinnslu- skólans. Nemendur skólans hafa haft það á orði, að þeir muni hverfa frá námi og sækja heldur matsmannanámskeið, ef haldið verður. Þeir munu freistast til að álykta, að þeir geti á þann hátt fengið sömu starfsréttindi eftir 3ja vikna námskeið og eftir 3ja ára strangt skólanám. Hver verður þá framtíð þessa unga skóla?" Það, sem næst gerðist var, að forráðamenn Fiskvinnsluskólans heyrðu námskeiðið auglýst í útvarpinu. Þetta eru aðsjálfsögðu forkastanleg vinnubrögð og árangurinn að koma í ljös. A fundi skólanefndar Fisk- vinnsluskólans þann 29. október s.l. var eftirfarandi samþykkt gerð: Skólanefnd telur: a) Námskeið í greinum fisk- iðnaðarins eiga samkvæmt lögum skólans að haldast á hans vegum og því óeðlilegt, að aðrar ríkis- stofnanir haldi slík námskeið. b) Tilgangur með stofnun skólans var að auka og bæta menntun starfsmanna f fiskiðnaði, en fyrir- hugað námskeið sjávarútvegs- ráðuneytisins gengur í berhögg við þann tilgang skólans. c) Skólanefnd telur, að eðlilegt hefði verið að hafa samband við skólann um framangreint námskeið, enda hafði skólastjóri vakið athygli sjávarútvegsráðu- neytisins á því. d) Skólanefnd telur að koma beri þessum athugasemdum á fram- Nýtt úrval Sloppar hvítir, mislitir VtBIlWNIN^—• Bankastræti 3. færi viðmenntamálaráðuneytið. Til að Ieggja áherslu á mál þetta var óskað 'eftir fundi með ráðuneytisstjöra mennta- málaráðuneytisins. Sá fund- ur var haldinn 31. október og var þar afhent samþykkt skóla- nefndar. Var þetta hin rétta málsmeðferð, þar sem skól- inn heyrir undir menntamála- ráðherra og skólanefnd er skipuð af honum. Á fundinum kom fram mikill skilningur a' viðhorfum skólans. Það, sem sett hef ur málið á odd- inn, er fyrirspurn Péturs Sigurðs- sonar, alþingismanns, til sjávar- útvegsráðherra og svar hins síðar- nefnda þann 13. nóvembers.l. Sjávarútvegsráðuneytið óskaði eftir því við forráðamenn skólans, að þeir kæmu til fundar við ráðu- neytismenn og aðila frá Fiskmati ríkisins þann 12. nóv. s.l. Öskuðu forsvarsmenn skólans eftir fundi með ráðuneytismönnum fyrir þennan fund. Voru sjónarmið skólanefndar þar kynnt og eftir- farandi samþykkt frá fundi hennarþann 9. nóv. afhent: „Skólanefnd Fisfcvinnslu- skólans telur, að nýlega auglýst námskeið á vegum Fiskmats ríkis- ins eigi að vera á vegum skólans, svo og önnur námskeið af þessu tagi í framtíðinni. Sömuleiðis fer skólanefndin fram á það við hlut- aðeigandi ráðuneyti, að endur- skoðuð verði lög og reglugerðir, sem snerta menntun og starfs- réttindi í fiskiðnaði með tilliti til laga Fiskvinnsluskólans, stofnunar hans og tilgangs. Alyktun þessi sendist mennta- mála- og sjávarútvegsráðuneytun- um." Umræddan fund i sjávarútvegs- ráðuneytinu sátu af hálfu skólans skólastjóri og formaður skóla- nefndar. Lýstu þeir því yfir, að þeir litu á fundinn sem kynningarfund. Af hálfu ráðu- neytisins var því lýst yfir, að umrætt námskeið yrði haldið. Aðilar Fiskvinnsluskólans létu þá skoðun í Ijós, að ef til vill væri of seint að afturkalla auglýst námskeið á vegum Fiskmats ríkisins. ÖIl slík námskeið yrðu að vera á vegum skólans f fram- tfðinni. Yrði skólinn að hafa frumkvæðið (varðandi fram- kvæmdina), en þetta útilokaði ekki samvinnu við aðrar stofnanir, eins og Fiskmat ríkis- ins, Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins, sölusamtökin o.fl. Með því móti yrði yfirumsjón með menntuninni á einni hendi og væri þörf sérstakra námskeiða til að fullnægja þörfum fisk- iðnaðarins, gæti skólinn gengist fyrirslíkum námskeiðum. Það segir sig sjálft, að Fisk- vinnsluskólinn getur hvorki yfir- tekið né gengið inn í námskeiða- hald Fiskmats ríkisins með Framhald á bls. 31 Landsmálafélagið VORÐUR: ADALFUNOUR Aðalfundur félagsins 1973 verður haldinn í Átthagasal Hótel Sögu, mánudag- inn 26. nóv. kl. 8.30. Dagskrá: 1. Formaður félagsins, Valgarð Briem, hrl., flytur skýrslu stjórnar. 2. Reikningar félagsins lesnir og skýrðir. 3. Lagabreytingar. 4. Stjórnarkjör. 5. Önnur mál. Að loknum aðalfundarstörfum flytur Birgir ísl. Gunnarsson, borgarstjóri, ræðu. Athygli félagsmanna skal vakin á því, að tillögur um breytingar á lögum félagsins liggja frammi á skrifstofunni í Galtafelli. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.