Morgunblaðið - 20.11.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.11.1973, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1973 JOHANN HJALMARSSON SKRIFAR UM BÓKIVIENNTIR Fœreysktmannlíf Jens Pauli Heinesen: GESTUR. Færeyskar smásögur. Jón Bjarman fslenzkaði. Almenna bókaféiagið, október 1973. GESTUR er úrval úr þremur smá- sagnasöfnum eftir Jens Pauli Heinesen: Gestur (1967), Aldurn- ar spaia á sandi (1969) og í Aldingarðinum (1971) Smásögur Jens Pauli Heinesens sækja flestar efnivið sinn í færeyskt mannlíf og eru bundnar færeyskri náttúru. Margarsögur í Gesti eru i eðli sínu endurminn- ingar. oft úr bernsku höfundar- ins. Fjórar fyrstu sögurnar í bók- inni f jalla um börn. Brúin og mýr- in og Berhöfðaðir stráklingar uppi í (ibyggðum lýsa ungum drengjum og kynnum þeirra af miskunnarleysi lífsins. í aldin- garðinum og Öldur við fjörusand lýsa stríðsáiunum i Færeyjum. í fyrri sögunni er það kvikmyndin. sem kemur með óróleika um- heimsins inn f kyrrlátt eyjalíf; síðari sagan segir frá ógnvænleg- um gestum stríðsins. tundurdufl- um. sem rekur á land. en stund- um f;erir rekinn l)jörg i bú. I Brúnni og mýrinni kemur fram sá hæfileiki Jens Pauli Heinesens að draga upp glöggar náttúrumyndir og láta þær jafn- framt gegna mikilvægu hlutverki f sögunni. Veikur fugl, maðkur á öngli, Iitill drengur, sem verður íyrir áreitni eldri drengja. Hið stríðandi líf er alls staðar nálægt. í Berhöfðuðum strákiingum uppi í óbyggðum segir frá drengjum, sem fara til mós við gangnamenn. Þeir hitta mann með dauða kind á bakinu: „Þetta var hrútlamb; hausinn kom út í gegnum rifuna á skrokknum. Þeir höfðu tekið inn- an úr þvf og stungið hausnum þar inn i. Hornin voru blóðug. Lambið hafði haft hvitan blett á enninu, sem var einnig blóðugur. Það horfði á okkur út úr skrokknum. Mér fannst augnaráðið dálítið ásakandi." En drengurinn er ekki alltaf þrúgaður af dapurlegum hugsun- um. í Öldum við fjörusand er skilið við hann í rómantískum þönkum. Stríðinu er lokið. Hann lætur sig dreyma um framtiðina: „Lffið var fram undan, og það var ekkert í heiminum eins gott og fá að lifa því. Það var betra en nokk- uð annað." I sögunni Einmannalegur flaututónn kveður nokkuð við annan tón en í sögunum frá bernsku höfundarins. í þessari sögu er beiskjublandin reynsla af ráðvilltu ungu fólki og innan tómu tali þess, sem stundum snýst upp í öfga, fyrirlitningu á öðrum. Höfundurinn getur ekki leynt andúð sinni á Gústafi, þessu „smámenni", sem er fullur af for- dómum og þolir ekki bækur og menningu. Afstaða höfundarins sjálfs verður of nakin í þessari sögu. A fleiri stöðum í bókinni er lýst fólki, sem snýst öndvertgegn bókmenningu. Sagan um hundinn Gest og eig- anda hans Abraham ristir djúpt. Í þessari stuttu sögu rúmast mikið. Hiin er átakanlegt dæmi um mannvonsku. Maðurinn i rauða vestinu er fulltrúi gömlu kynslóðarinnar. Hann hefur aldrei treyst á annað en sjálfan sig og lætur heldur lífið en biðja um hjálp. Nýi tim- inn er honum ekki að skapi. Hin danska menning, sem hann lítur upp til, er á undanhaldi. Þessi saga er samin af mikilli kunnáttu, háð höfundarins hittir beint i mark. Ró þú, sonur, róðu! er skopleg saga, allt að því meinleg. Vel gerð. Sagan um brosið, lengsta sagan i bókinni, og Að heyra grasið gróa eru sögur samdar af iþrótt, sem ekki er á færi margra. Af þessum sögum verður ljóst, aðJens Pauli Heinsen er Höfundur, sem ætlar Jens Pauli Heinesen sér mikinn hlut. Hann takmarkar ekki sögur sínar við ákveðið svið. Vettvangur hans er að vísu fyrst og fremst færeyskur veruleiki, en stundum leitar hann út f yrir þann ramma. Það, sem mestu máli skiptir, er hve algildar sögurnar eru. kómískan hátt fjallað um upp- reisnartilraunir tengdasonar gagnvart tengdamóður sinni. Sýnt er, hvernig hinn veiklyndi tengdasonur verður ímyndunum að bráð, hvernig hann snýst gegn konu sinni með fáránlegum ásök- unum og hefur allt á hornum sér. Að heyra grasið gróa lýsir einnig minnimáttarkennd og afbrýði. Skyldurækinn starfsmaður verð- ur til að kveikja öfund og óvild i brjósti vinnufélaga sins. Öðrum eru allar leiðir f ærar, hinn verður að sætta sig við að búa f skuggan- um, bæði á vinnustað og utan. Sagan lýsir vélbrúðunni, þeim, sem fellur inn í kerfið og þjónar því af alúð. Gegn honum snýst lffsnautnamaðurinn, sem vill fá sem mest út úr lifinu. Að heyra grasið gróa er fsmeygileg saga, skemmtileg aflestrar, og hefur um leið boðskap að flytja. Sögurnar i Gesti eru valdar af höfundinum sjálfum. Það val hef- ur tekist vel. í heild sinni er þetta jöfn bók, þótt sumar sögur séu síðri en aðrar. En engin þeirra er léttvæg. Efni sumra sagnanna er að vísu í rýrara lagi (Leikhlut- verk mitt, Föggur minar), en í þessum sögum er líka að finna hina næmu tilfinningu höfundar- ins fyrir náttúru og mannlífi. tslenskir lesendur munu í fram- tiðinni fylgjast með Jens Pauli Heinesen. Gestur verður áreiðan- lega til þess að vekja áhuga manna á færeyskum nútímabók- menntum. Aftur á móti er það staðreynd, að þótt færeyskan sé lík íslenskunni treysta fáir sér til að lesa færeyskan skáldskap á frummálinu. Vonandi fáum við að kynnast færeyskum bókmenntum í islenskum þýðingum i ríkara mæli en verið hefur. Það er lofs- vert framtak af Almenna bóka- félaginu að ráðast í útgáfu Gests. Eitt verður þó að hafa i huga: Þegar valdir eru þýðendur til að þýða erlendan skáldskap er æski- legast, að þeir séu sjálf ir þjálfaðir rithöfundar. Það er ekki nóg að þeir kunni málið, sem þeir þýða úr. Þýðing Jóns Bjarmans full- nægir ekki ströngum listrænum kröfum. Nokkuð skortir á, að þýð- andinn hafi þá máltilfinningu, sem nauðsynleg er. Engu að síður er þýðingin lipur á köflum og alls ekki forkastanleg. SKR.FAR um BOKMENNTIR Sigurður Danfelsson VÍDIIILÍD.tM bls.. Rvfk.l!)-:{. SIGURDUR heitir maður Danielsson. er bætist í hóp ung- skáida á þessu hausti með fjöl- rilaðii b(>k. sem hann gefur út fyrir eiginn reikning og kallar Víðihlíð. Fyrsti hluturinn eru öbundin lj(')ð. síðan kemur bundið mál og loks kafli. sem höfundur nef'nir Fflirmái. Sigurður iðkar sjaifsrýni að hætti ungra skálda: yrkir um sjálfan sig og heiminn eða réttara sagt sjálfan sig í hverfulum heimi. Skrítið að lifa heitir eitt ljóðið. Var það furða? Iflytur ekki að vera skrítið að vera ungskáid í nútímanum? Slík- ur hlýtur að spyrja sig spurninga: llvcr er ég? Og hvað er þessi heiniur? Sigurður reynir að henda reiður á, hvað sé raunveru- legt og hvað sé sjónhverfing. Bók- ina lætur hann hefjast á Ijóði, sem harin nefnir flótta. Það byrj- arsvona: Ég er á flðtta undan raunveruleikanum, sem ellir mig í fornii sjálfs mín. Kf lil vill er þetta meira orða- leikur en speki, en allt um það hvarflar huusun að baki: skáldið leilar sjálf sín, spyr um tak- mark. rök, niðurstöðu; form og innihald. Ekki er þetta álitleg- asta ljóðið í bókinni. ekki heldur hið slakasta: Sigurður Daníelsson Leikur og alvara kannski nokkurt sýnishorn meðallagsins. Yfir heildina tekið yrkir Sigurður betur hefðbundið, hefur þá stuðning af rími og ljöð- stöfum og ekki hvað sist af skammtaðri línulengd. i samræmi við það lætur honum betur ein- Iægni en útursnúningur. Nefni sem dæmi kvæðið Mömmudreng- ur; tiltölulega langt, ekki afar nú- tímalegt, en hugþekkt, vegna þess að það sýnist koma frá hjartanu. Þetta er ævidiktur, likt og menn ortu gjarnan á sautjándu öld; að ýmsu leyti frumlegur. þó smá- áhrífa gæti frá kunnum skáldum, en ánægjulegastur fyrir þá sök, að skáldið reynir ekki að fela æsku sina — ekki að sýnast ráð- settur og frelsa heiminn, eins og ung skáld voru sýknt og heilagt að rembast við til skamms tíma. Ekki ber þó svo að skilja, að Sigurður sé laus \ið að fela hugsun sína bak við margræða orðaleiki og þversagnir, sem geta verið skemmtilegar í sjálfu sér, hvort sem reynt er að finna út úr þeim röklega merking eður eigi. Sem dæmi nefni ég Einskonar ljóð, það og Punktur og lina — þrjú meinlaus ljóð, en ekki endi- lega meiningarlaus. Einnig mætti nefna Ijóðið Til gagnrýnandans, sem er svona: Gagnrýnandinn hel'ur grandskoðað Ijóð mfn og lokið lofsorði á fullkominn vanmátt minn til listsköpunar. Ég nýt þess heiðurs að vera gagnrýnd ur sem skáld. meðhiðfullkomna til hliðsjónar. Með fullkominn vanmátt minn til hliðsjónar lýk ég lofsorði á gagnrýnandann sem skáid. Þetta ljóð sýnir hvort tvegg.ja: vanmátt Sigurðar og getu, og einnig þann glímuskjálfta, sem ósjaldan grípur unga höfunda andspænis fmyndaðri full- komnun. Sigurður á langt í land að yrkja verulega vel. Til þess skortir hann þjálfun og sjálfs- öryggi. Einnig hygg ég hann þyrfti að kynna sér betur breiddina í ljóðlistinni, leita upp það. sem best er ort nú á tímum. Meistarar Sigurðar eru heima- menn. góðir að vísu, en of nálægir til að örva til nýsköpunar, eða með öðrum orðum of auðveldir. Svarið við spurningunni, hvort Sigurður lætur hér staðar numið eða heldur áfram og þá með árangri, veltur á því fyrst og fremst, hvað hann vill á sig leggja eða — svo talað sé dálítið mærðar- lega: hverju hann vill fórna fyrir ljóðlistina. Bók hans er lífleg og læsileg, en sjálfur er hann sem skáld, enn sem komið er að minnsta kosti — óskrifað blað. Ömar Þ. Halldórsson Nútíminn í sveitinni Ómar Þ. Hal Idórsson: HVERSDAGSLEIKUR. 104 bls. Isafold.1973. ÞEGAR ungur höfundur birtist á sjónarsviðinu, er spurt: getur hann eitthvað? Sé svarið neikvætt, nær það ekki lengra. Sé það á hinn bóginn jákvætt, er af tur spurt: hvað hversu mikið? Ómar Þ. Halldórsson sendi frá sér litla ljóðabók fyrir þrem árum, þá sextán ára. Hún spáði fáu. Nú sendir hann frá sér skáld- sögu. Hversdagsleik. HUn gefur fleira til kynna. T.d. að Ómar veldur sliku formi. Þó skáldsaga sé ekki meira háttar en Ijóð, reynir samning hennar meira á þolþrifin i ungum höfundi; út- heimtir meira strit. Með hliðsjön af æsku Ómars er Hversdags- leikur þokkalega unnin bók. Óháður er hann ekki, enda ekki við því að búast, hefur lært af góðum mönnum, Indriða G. Þor- steinssyni og fleirum. En engan stælir hann, að heitið geti. Allvel tekst honum að skrifa samtöl og fellir þau haglega að heildartext- anum; greinir söguhetjur auð- kennilega hverja frá annarri; flokkar þær nokkuð í samræmi við kkynslóðabil það, sem stundum er talað um, og leggur hverjum í munn það orð, sem hæfa aldri og stöðu. Allt fellir hann þetta saman hnökralítið, svo að úr verður laglegur skáld- skapur; ekki rismikill, en sem sagt sléttur og felldur. Ekki er Ómar laus við að hafa skemmtun af orðaleppum, .sem falla misvel inn i textann, sum sæmilega, önnur miður. Dæmi. töku- gemsar, stútungar (= strákar), ímígugrélur, farartækisnaggur og fleira. Hversdagsleikur er sveita- saga úr nútímanum með jeppa og traktor; borgarbörnum „i sveit". pilti og stúlku, sem renna saman og verða elskendur (er nokkuð annað við svoleiðis fólk að gera í sögu?), bónda, gamalli konu og fleira fólki, „breið" saga miðað við magn. Mest gerist hún í dag- legu amstri. En þarna er líka lýst jaðarför og svo auðvitað sveita- balli með tilheyrandi bilatraffík og fyllirfi, innan húss og utan. Eru tilþrif í, hvernig því er lýst. Pophljómsveit til að mynda — hvernig skyldi hún nú líta út I augum miðaldra, vinnuliíins bónda? „Þrír virðast spila á einhvers konar gítara — öðruvísi kann Guðni ekki að skilgreina það — en allir haga þeir sér likt og hundur væri sífellt að bíta þá i afturenda þeirra og ereinn þeirra verstur, enda skrumskælir hann andlit sitt hroðalega, svo helzt líkist afskræmdri kláðakartöflu. Söngvarinn er þó verstur allra og virðist helzt sem hann þurfi að losa sig við eitthvað en geti ekki, enda finnst Guðna það ekki ósennilegt þar sem klósettið liggur brotið fram á gangi." Svona getur Ómar fabú- lerað án þess að vera langdreginn, séð hlutina í óvæntu Ijósi með þvf að horfa á þá með augum þess, sem sér þá i raun og veru nýja, og þar með dregið fram broslegu hliðarnar á lffinu a'n þess að krefjast, að maður fari endilega að hlæja. Dæmið sýnir lika, að mikið vantar á, að Ómar hafi náð listatökum á stíl sínum. Þó sagan sé ekki löng, hefði að ósekju mátt Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.