Morgunblaðið - 20.11.1973, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.11.1973, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 20. NÖVEMBER 1973 Gambíu- menn rækta hnetur oghafa 50 mílna lögsögu ÞEGAR Gambía, væntanlegt við- skiptaland Islendinga í Vestur- Afríku. hlaut sjálfstæði fyrir rúmum átta árum, efuðust margir um að landið gæti staðið á eigin fótum. Gambfa var elzta. minnsta. fátækasta og síðasta nýlenda Breta í Afríku. Erlendir blaða- menn, sem þangað komu. ráku strax augun f það. að i landinu var aðeins einn flugvöllur, eitt hótel, ein slökkvistöð, ein slökkviliðs- bifreið — og ein atvinnugrein. hneturækt. En síðan hefur Gambía vakið talsverða athygli fyrir jafnvægi, sem hefur ríkt í stjörnmálum landsins. Lýðræðishefð er þó nokkur í landinu. og Gambía er eina fyrrverandi nýlenda Breta i Vestur-Afriku af fjórum. þar sem ekki hefur verið gerð bylting. Jafnframt hefur efnahagsþróun- in siður en svo verið hægari í Gambíu en annars staðar í Vest- ur-Afríku. Smæð landsins hefur að ýmsu Ieyti verið kostur og til dæmis Ieitt til þess. að landsmenn hafa forðazt óþarfar og kostnaðar- samar fjárfestingar. Til dæmis er þar ekkert flugfélag og uppbætur þekkjast ekki. Þó er auðsætt. að Gambía verð- ur alltaf mjög háð erlendri að- stoð.' Gambfumenn eru háðari hneturæktinni en Islendingar fiskveiðum og sennilega háðari aðeins einum atvinnuvegi en nokkur önnur þj(íð í heiminum. Til skamms tíma hafa 97% efna- hagslífsins grundvallazt á jarð- hnetum. og Gambíumenn hafa lengi hafl hug á því að gera at- vinnuvegina f jölbreyttari, þótt um fáa kosti sé að velja. Þess vegna hafa þeir áhuga á sam- vinnu við íslendinga um títan- bræðslu. Gambíumenn hafa verið kunn- astir Islendingum fyrir að færa landhelgi sína út i 50 mílur eins og þeir. Þeir eiga það líka sam- eiginlegt með Islendingum, að ráða yfir engum her (Í560 manna lögi-eglu landsins eru að vísu 150 heiiögreglumenn ). Gambfa er tíu sinnum minni en Lsland eða um 10.000 ferkílómetrar, en íbúarnir rúmlega þriðjungi Heiri (um 375.000). Þeir eru flestir múhameðstrúar. þótt undarlegt kunni að virðast. og um helming- urinn af svokölluðum Mandingo- ættflokki. Þeir hafa eng- an her og áttu einn brunabíl er þeir fengu sjálfstæði. . . Lögun Gambfu er einkennilegri en flestra annarra landa. Landið hlykkjast eins og ormur meðfram samnefndu fljóti 500 kílómetra inn f Afríku eða eins langt og skipgengt er. Breidd þessarar landræmu er sums staðar 22 kíló- metrar, annars staðar 45 kíló- metrar. Því hefur verið haldið fram, að nær sé að kalla Gambíu fljót með landi við en land með fljóti í. Portúgalar, Hollendingar, Frakkar, Bretar og jafnvel Danir sigldu upp eftir Gambíufljóti í leit að fjársjóðum hins forna keisararíkis Mali, sem miklar þjóðsögur fóru af. Margir þessara ævintýramanna voru sannfærðir um, að einhvers staðar uppi með fljótinu, lengst inni í svörtustu Afriku, leyndist heilt fjall úr skíra gulli. En fyrir utan fílabein og þræla, sem þeir tóku með sér, fundu þeir fátt annað en krókó- díla og mannætur. Margir dóu úr malariu eða féllu fyrir eiturörv- um stríðsmanna svartra ættar- höfðingja. Danir hafa komið lítillega við sögu Gambfu. Hertoginn af Kur- landi keypti tvær smáeyjar í Gambíufljóti af Portúgölum um miðja sautjándu öld og skipaði hollenzkan ævintýramann, Jacob du Moulin, sem var póiitískur flóttamaður i Kaupmannahöfn, landstjóra í Gambíu 1652. Du Moulin réð á skip hertogans 140 danska handverksmenn, en dönsk yfirvöld bönnuðu þeim að sigla með honum. Du Moulin sólundaði þá fjármunum hertogans í Höfn, og þegar hann hafði verið kærður Island við mynni Gambíufljóts, sem þeir skírðu eftir þáverandi nýlenduráðherra (í byrjun 19. aldar). Gambía var á svæði, sem var kallað „gröf hvíta mannsins", og moskítóflugan var jafnskeinu- hætt Bretum og Frakkar og hinir fjandsamlegu ættflokkar við Gambíufljót. Bretar urðu að heyja langa ný- lendustyrjöid til þess að leggja Gambíu undir sig og endanlega komst hún ekki undir yfirráð þeirra fyrr en 1902. Um skeið var Gambía hluti af stærri nýlendu er Bretar réðu Senegambfu,isem að' Frakkar sölsuðu síðan undir sig að mestu leyti. Nú er Gambía um- lukt Senegal, hinni fyrrverandi nýlendu Frakka, og er stundum kölluð botnlangi Senegals. Þegar Gambía hlaut sjálfstæði 1965, höfðu SameinuðU þjóðirnar lagt til, að landið yrði sameinað Senegal. Þá þegar höfðu staðið umræður í nokkur ár um sam- einingu Senegals og Gambíu, en skiptar skoðanir hafa verið um slíka sameiningu í Gambíu. Það var til dæmis ekki talin tilviljun, að rafmgnið fór af þegarSenghor, Senegalforseti átti að tala á fundi i Gambiu tveimur árum áður en landið hlaut sjálfstæði. Tor- tryggni, er ríkir í garð Senegal f Gambíu, stafar ef til vill af smæð landsins, sem virðist ein skýring- in á því, að Gambíumenn eru tald- ir þó nokkrir þjóðernissinnar. íbúar Senegals eru tíu sinnum fleiri en Gambíumenn, sem óttast þvi að missa sérkenni sín ef þeir sameinast Senegal. ðlík tungu- mál, ólík hefð og ólík stiórnmála- fyrir honum, flýði hann til Noregs, þar sem hann fyllti skip sfn norskum námuverkamönnum, sem hann lofaði gulli og grænum skógum. En áður en flotinn lagði úr höfn, voru peningarnir þrotn- ir. Norðmennirnir gerðu uppreisn gegn Du Moulin, sem var hand- tekinn og lauk ævi sinni í fangelsi. Danskur ofursti, Filip von Seitz, var þá skipaður yfirmaður leiðangursins, en þá tók ekki betra við. Hann sigldi flotanum til Hamborgar, seldi þar farminn, sendi skipin aftur til Kúrlands og eyddi öllum peningunum í Altona, þar sem hann settist að. Þegar Danakonungur gaf út skip- un um handtöku hans, hvarf hann sporlaust. Hertoginn gaf ekki nýlendu- drauma sína upp á bátinn þrátt fyrir þessa reynslu, en mátti síns lítils fyrir Englendingum, sem réðu lögum og lofum íGambíu. Þó háðu þeir harða samkeppni við Frakka um verzlunarítök allt frá því brezkir kaupmenn fengu tryggð réttindi i Gambíu 1588, en virki og byggðir Breta við ósa Gambíufljóts voru þó ekki lögS undir brezku krúnuna fyrr en í lok 18. aldar. Atímabili varðaðal- eyvirki Breta, Fort James, fyrir fimm árásum Frakka og tveim'ur árásum sjóræningja. Á 18. öld var algengt að hitabeltissjúkdómar legðu alla Breta í rúmið eða gröf- ana svo að aðeins tveir eða þrír væru uppistandandi. Margirgerð- ust liðhlaupar og gengu í lið með sjóræningjum eða freistuðu gæf- unnarupp meðGambíufljóti. Sjúkdómarnir og bardagar við blökkumenn ollu því, að Bretar höfðu vafasaman hag af þrælasölu í Gambfu. um 3.000 þrælar voru venjulegafluttir á ári frá Fort James áður en þrælasaia lagðist niður. Eftir það reistu Bretar núverandi höfuðborg Gambfu, Bathurst, á St. Mary 's þróun hafa staðið f vegi fyrir slikri sameiningu. Gambiumenn hafa líka fjár- hagslegan ávinning af því að lönd- in sameinist ekki, þar sem mikið er um smygl til Gambíu frá Senegal. Og segja má að það sé annar helzti atvinnuvegur þeirra. Engar áreiðanlegar tölur eru til um tekjur Gambíumanna af smyglinu, en eitt sinn var sagt, að Gambía væri eina land heimsins, er flytti inn að meðaltali 22 milljón sígarettur á dag fyrir um 375.000 íbúa. Dýrtíð hefur jafnan verið miklu meiri í Senegal, en tollar haf a verið lágir í Gambíu og landið var til skamms tíma raun- veruleg fríhöfn. Varlega áætlað voru tekjur Gambíumanna af smygli, um skeið taidar nema 1.2 milljónum dollara, og bændur í Senegal skammt frá Gambíufljóti sjá sér enn hag í því að selja hnetuuppskeru sina I Gambíu. Senegaiar hafa haft áhuga á sameiningu til að binda enda á smyglið og til að koma í veg fyrir, að Gambfa verði griðland ánd- stæðinga núverandi stjórnar, þótt hugmyndin með sameiningunni væri upphaflega sú, að Gambfa gæti ekki staðjð á eigin fótum. Tillaga Sameinuðu þjóðanna var sú, að löndin yrðu sameinuð þann- ig, að innanlandsmál yrðu aðskil- in. en sameiginleg stefna í utan- ríkis-fjármálum og varnarmálum og tollabandalag. Gambíumenn hafa lagt áherzlu á, að um sam- bandsríki yrði að ræða, en Sene- galar hafa viljað, að Gambia verði hluti af Senegal með sjálfstjórn i eigin málum. Eini árangurinn af viðræðum Senegala og Gambíumanna hefur verið sá, að samningur var gerður 1967 um tengsl landanna. Tolla- bandalagi hefur enn ekki verið komið á fót, þótt langt sé sfðan sagt var, að samkomulag hefði náðst í grundvallaratriðum. Raun- ar hefur sambúð landanna verið stirð siðan í janúar 1971, þegar tveir herflokkar frá Senegal réð- ust á þorp í Gambfu og héldu þremur föngum í gislingu í tvo daga. I orði kveðnu var árásin gerð til þess að hefna þess, að lögreglan í Gambiu hafði hand- tekið tvo senegalska tollverði, sem fóru ólöglega yfir landamær- in en voru síðan látnir lausir. Skömmu siðar kom Gowon hers- höfðingi til Bathurst og hét stuðn- ingi Nfgeríu, ef ráðizt yrði á Gambfu. Til þess að vega upp á móti áhrifum Senegala hafa Gambíu- menn lagt töluverða áherzlu á tengslin við Breta, sem njóta vin- sælda og hafa árlega veitt landinu 1—3 milljónir punda í fjárhags- lega aðstoð. Andstaða gegn sam- einingu við Senegal hefur verið hörðust í Bathurst, sem er helzta vígi aðalstjórnarandstöðuflokks- ins (United Party). Fylgi Sir Dawda Jawara forsætisráðherra og flokks hans (People 's Progressive Party) er hins vegar mest í efri hluta Gambfu meðal Mandingo-þjóðarinnar, sem telur sig af skipta í efnahagasmáiunum. Helzta átakið, sem hefur verið Myndirnar: neðri mynd: Fallbyssur á lóð hallar brezka landstjórans f Bathurst efri mynd: Opinber bygging frá tíma brezku nýlendustjórnarinn- ar f Bathurst, höfuðborg Gambfu. KortiðsýnirleguGambíu gert í efnahagsmáium á síðari árum, er fimm ára áætlun frá 1967 um framkvæmdir í land- búnaðarmálum, samgöngumálum og menntamálum. Nokkrum árum áður gerðu Sameinuðu þjóðirnar áætlanir um framkvæmdir til að veita vatni úr Gambíufljóti á land, sem var í lítilli eða engri rækt, en möguleikar voru ekki taldir á að koma upp stóru orku- veri í sambandi við framkvæmd- irnar. Þar sem litlum sem engum náttúruauðlindum er til að dreifa hefur nú áhugi Gambíumanna beinzt að „svartsandinum", sem getur gefið af sér títan með ákveðinni meðferð og í því skyni hefur samvinnu við Island borið á góma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.