Morgunblaðið - 20.11.1973, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.11.1973, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1973 Sigurður Sigurðsson hœsta- réttarlögmaður—Minning Fæddur 22. nóvember 1935 Dáinn 14. nrtvember 1973 „Að lokum eftir langan, þungan dag erleið þín öll" — Þessar ljóðlinur komu í hug, er fregn barst um lát Sigurðar hinn 14. nóv. sl. Þá lauk langri og erfiðri baráttu, sern hann hafði háð af mikilli hetjulund. Ef til vill lauk þeirri baráttu þrátt fyrir allt með sigri hins látna. Honum hafði tekist að hefja sig yfir hin þung- bæru örlög, sem banvænn sjúk- dómur bjó honum. Hann lét þau ekkert á sig bíta og vildi lifa líf- inu heils hugar eftir mætti til síðustu stundar. í þeirri ætlan voru eiginkona hans og systkini honum allt, sem þau máttu. Það er ekki öilum gefið að valda slíkum öiiögum og hrósa sigri á sama hátt og Sigurður. En slík var kaiiniannslund hans og skap- gerðarstyrkur. Sigurður var líka aí' styi'kum stofnum. Foreldrar hans, þau Sigurður Kristjánsson alþingismaður og Ragna Péturs- dóttir voru bæði af þjóðkunnum og traustum ættum. Þau bjuggu sér og bórnum sínum heimili að Vonarstræti 2. Ekki verður nú tölu á þá komið, sem það heimili gistu, þangað voru allir jafn boðnir og velkomnir, háir sem lágir og hvernig sem á stóð. Sigurður ólst upp við arin þessa fjölmenntaða og gestrisna heim- ilis, þar sem umfaðmandi hlýja og velvild sátu í fyrirrúmi. — Slíkt var æskuheimilið, sem mótaði hann ungan og alla tíð síðan. Á æskuárum dvaldist hann einnig langdvölum hjá frændfóiki við ísaf jarðardjúp. Þá þegar ein- kenndu dugnaður og samvisku- semi störf hans, eins og síðar, er hann var orðinn meðal hinna fremstu í sinni grein.— Hér verða ekki rakin æviatriði Sig- urðar, nám hans og starf, þótt æriðgreinarefni væri. Það, sem efst er í huga, er þakk- t Eiginmaður minn, ÞÓRÐUR SIGURÐSSON, skipstjóri, Suðurhlið v/Þormóðsstaðaveg, andaðist í Landakotsspítala þann 1 7- þ.m. Fyrir mina hönd og annarra vandamanna. ... „ . _ ... Olafia Auounsdottir. t ANTON HÖGNASON, bifreiðastjóri, andaðist 16 nóvember í Borgarspítalanum. Fyrir hönd barna hans og systkina. Edna Falkvad, Högni Högnason. t FRIDRIK BENEDIKTSSON frá Kambhól, sem andaðist 11. þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju n.k. fimmtudag kl 1.30 Vandamenn. t Faðir- og fósturfaðir okkar ÞÓRHALLUR BJÖRNSSON sem andaðist 12. þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 21 . nóvember kl 1 3.30. Svavar Þörhallsson Hafdis Þórhallsdóttir Brynhildur Bjarnarson t Eiginmaður minn, JÓHANNES KÁRASON, Grettisgötu 28, andaðist í Landakotsspitala, laugardaginn 1 7. nóvember Lilja Þorkelsdóttir. t BJÓRN GUÐMUNDSSON, frá Rauðnefsstöðum, verður jarðsunginn að Keldum á Rangárvöllum, fimmtudaginn 22. nóvember kl. 2 e.h. Guðmunda Björnsdóttir, Svava Björnsdóttir, Þórhallur Þorgeirsson og aðrir vandamenn. læti fyrir kynni horfinna daga og samverustundir með honum, eiginkonu og syni, bæði hér í Reykjavík, og vestur við Djúp á sumrum. Það er gott að hafa átt stundir með þeim undir vorhimni og í rökkri síðsumars. Skipti þá ekki öllu máli, hvort orð léku á vörum eða þögnin var látin tala, því Sigurður skildi mál hennarog nam það, sem ósagt var látið. Kynni við svo vel gerðan dreng voru mannbætandi. í minning- unni um hann eiga kona hans og sonur dýran sjóð, sem ekki fellur á. á.s. Sigurður Sigurðsson, starfs- félagi minn og vinur, er látinn. Hann andaðist aðfararnótt 14. nóvember s.l. á Borgarspítalan- um eftir langvarandi og þungt helstríð aðeins tæpra 38 ára gam- all. Sigurður fæddist í Reykjavík 22. nóvember 1935 sonur hjón- anna Sigurðar Kristjánssonar, al- þingismanns í Reykjavík, bónda á Ófeigsstöðum i Kinn Árnasonar og konu hans Rögnu Pétursdóttur bónda í Hafnardal á Langadals- strönd, Pálssonar. Sigurður ólst upp í stórum sam- hentum systkinahópi í foreldra- húsum — tíu voru systkinin — og lengst af bjó fjölskyldan i Vonar- stræti 2 við hliðina á séra Bjarna og frú Áslaugu. Lækjarsvæðið og Tjörnin, ein aðalslagæð Reykja- víkur, voru æskuslóðir Sigurðar, sem honum þótti ávallt vænt um, enda var hann sannur og góður Reykvíkingur alla tíð, þótt hann síðar yrði virkur Seltirningur. Ástríka og góða móður átti Sigurður, sem ailtof fljótt féll í valinn frá sínum stóra barnahópi, og þá axlaði faðirinn, virðulegur og vel gefinn maður, erfiðar byrð- ar, sem hann bar með karl- mennsku, enda kom hann vel f ram til manns öilum börnum sín- um með samstilltu átaki þeirra. Sigurður stundaði nám í Menntaskólanum í Reykjavík og lauk þaðan burtfararprófi 1955 með I. einkunn og lagaprófi frá Hásköia íslands 1962 einnig með I. einkunn, en áður hafði Sigurð- ur lagt stund á nám í Þýzkalandi vetrarlangt. Héraðsdómslögmað- ur varð Sigurður 1962 og hæsta- réttarlögmaður 1966. Að loknu lagaprófi hóf Sigurð- ur störf sem lögmaður á málflutn- ingsskrifstofu undirritaðs og Eyjólfs Konráðs Jónssonar og gerðist hann fljótlega meðeigandi í fyrirtækinu ásamt Hirti Torfa- syni. Starfsvilji og starfsgleði Sigurðar var alltaf mikil.endavar starfið honum meira en brauð- strit eitt. Heimilið og starfið var hans líf. Sigurður kvæntist 1958 eftirlif- andi konu sinni Sigríði Jónsdótt- ur, læknis, Geirssonar á Akur- eyri, og fyrri konu hans Jórunnar Norðmann. Sigurður og Sigríður eignuðust einn dreng, Sigurð, nú 10 ára, skýran efnispilt líkan sín- um föður á svo margan máta, en miklir kærleikar voru með þeim feðgum. Langvarandi veikindi bar Sigurður með slíkri ró og karl- t Konan mín, GUÐBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR, frá Hallormsstað í Vestmannaeyjum, andaðist sunnudaginn 18 nóv. sl. Sigurður Sæmundsson. t Hjartkær eiginmaður minn KARLJÓNSSON, pípulagningameistari, Hverfisgötu 51, Hafnarfirði, lézt að kvöldi 18 nóv Guðrún Eyjólfsdóttir. Konan min, t SIGURBJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR, sem andaðist 15. þ m. verður jarðsett frá Fossvogskirkju, fimmtu- daginn 22. nóv. kl. 3 e.h Vinsamlegast minnist líknarstofnana i stað blóma, Egill Gislason. t VALGERÐUR JÓHANNSDÓTTIR, Gnoðarvogi 30, andaðist i Borgarsjúkrahúsinu 1 8. nóvember Gunnar H. Guðjónsson, synirog tengdadætur. t Sonur minn og bróðir okkar BJARNI JÓHANNES KRUGER, bátsmaður, Skólagerði 34, Kópavogi. sem lézt af slysförum 13. þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 21. þ.m. kl. 3.00e.h. Konkordia Krúger og systkini. mennsku, að fádæmi er — hann bar ekki tilfinningar sínar á torg, en í einrúmi gat hann opnað sína viðkvæmu lund, svo var þá er hann talaði við sinn Guð í einrúmi og um hann við aðra, en fáa. Á fyrsta ári veikinda sinna sagði Sigurður við þann, erþessa kveðju sendir, þegar við brugðum okkur í kaffi dag einn yfir götuna í Naustið: „Það þýðir ekkert að draga sængina upp fyrir höfuð og gefast upp." Sigurður var sannur í þessum orðum sínum, svo sem hann var sannur í öilum gjörðum sfnum. Hann var alltaf heiðarlegur og sannur — fyrirmynd góðs lög- manns. Það er orðinn langur tfmi, sem Sigurður hefur barizt fyrir lífi því, sem hann hafði svo vel búið sig undir, því lifi, sem hann nú hefur verið sviptur og hans ást- kæra f jölskylda. Veikindi Sigurðar hafa lagst með miklum þunga á viðkvæma og góða konu og ungan dreng, en styrkur Sirrýar hefur kannski fyrst komið fram á þessu seinasta sjúkdómsári Sigurðar, þegar Borgarspítalinn varð hennar ann- að heimili. Allir þeir, sem til þekkja, hljóta að þakka frábæra umönnun og góðmennsku hjúkrunarfóiks og lækna á Borgarspítalanum og þá ekki síð- ur heimilislækninum, sem reiðu- búinn var til líknar, hvenær, sem á hann var kallað. Ekki verður vinur okkar kvadd- ur í dag, án þess að minnast hinn- ar góðu tengdamóður hans frú Jórunnar Norðmann, sem nánast gekk Sigurði í móður stað f veik- indum hans, enda hefur hún og maður hennar Þorkell haldið verndarhöndum yfir Sirrý, dótt- ursyninum og Sigurði alla tíð. Á sama hátt hefur hinn stóri og trausti systkinahópnr Sigurðar lagt sitt af mörkum á erfiðleika- stundum. Seinustu klukkustundirnar áður en kallið kom, var þrennt efst í huga Sigurðar, Sirrý og drengurinn — starfið og jólin. Hann ræddi þá sárþjáður en af karlmennsku um, hvernig hag Sirrýar og drengsins væri bezt borgið í framtíðinni — hann ræddi um óiokið verk í Stykkis- hólmi, þar sem skjöistæðingur hans hafði verið misrétti beittur, t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, dóttur, stjúpdóttur og unnustu, RAKELAR ÁRNADÓTTUR, Laugarnesvegi 106. Sigurjón Jónsson, Þráinn Steinsson. Sigrlður Jakobsdóttir, Jón Þorsteinsson, Bjarni Sigurðsson. t Móðir okkar SIGURBJÖRG JAKOBSDÓTTIR, frá Siglufirði, lézt að Hrafnistu, laugardaginn 1 7. nóvember SigrFður Guðlaugsdóttir, Ottó Guðlaugsson, Stefnir Guðlaugsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.