Morgunblaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1973
Aðalfundi lill
frestað um sinn
Frá hljómleikunum á fimmtudagskvöld.
Flytjendum
Messíasar
ákaft fagnað
Mikil hrifning var á tónleik-
unum í Háskólabíói sl.
fimmtudagskvöld, þar sem
Sinfónfuhljómsveit íslands og
söngsveitin Filharmonia
fluttu „Messias" eftir G. F.
Hándel undir stjórn dr.
Róberts A. Ottóssonar.
Einsöngvarar voru Hanna
Bjarnadóttir, Ruth Little
Magnússon, Kristinn Hallsson
og Sigurður Björnsson. Voru
þeir kallaðir fram hvað eftir
annað svo og söngstjórinn, sem
hljómleikagestir hylltu ákaf-
lega. Risu þeir úr sætum og
þökkuðu öllum, sem hlut áttu
að flutningi verksins með
dynjandi lófaklappi.
Meðal hljómleikagesta voru
forsetahjónin, frú Halldóra
Ingólfsdóttir og hr. Kristján
Eldjárn.
Hljómleikarnir verða endur-
teknir á sunnudag kl. 2 síð-
degis og eru allir miðar þegar
uppseldir.
AÐALFUNDI Landssam bands
fsl. útvegsmanna, sem hófst á
miðvikudag, var síðdegis í gær
frestað um öákveðinn tíma, eða
þar til tryggður hefur verið
rekstrargrundvöllur útgerð-
arinnar og samið við sjómenn.
Áður höfðu nefndarálit verið af-
greidd, sjávarútvegsráðherra,
Lúðvík Jósepsson, ávarpaði fund-
inn, aðalályktun verið afgreidd
og sambandsstjórn kjörin. Krist-
ján Ragnarsson var einróma
endurkjörinn formaður sam-
bandsins.
í aðalályktun fundarins segir
m.a.:
„Nú er fyrirsjáanlegt, að allar
þorskveiðar, jafnt báta og togara,
verða reknar með stórfelldu tapi
á næsta ári, nema gripið verði til
róttækra aðgerða í efnahagsmál-
um, sem styrki rekstraraðstöðu
útgerðarinnar.
„Virðisaukaskatt
ur eina lausnin”
Skýrslan um tekjuöflun ríkisins lögð fram
Frjálsíþróttamót
INNANFÉLAGSMÖT Ármanns í
frjálsum fþróttum fer fram í
Laugardalshöllinni laugardaginn
1. desember kl. 13.20. Keppnis-
greinar eru kúluvarp karla, stang-
arstökk karla, hástökk kvenna.
A FUNDI fjármálaráðherra
Halldórs E. Sigurðssonar með
fréttamönnum I gær var lögð
fram skýrsla, sem nefnd um
tekjuöflun rfkisins hefur ný-
verið lokið við að gera til fjár-
málaráðherra. Nefnd þessi var
skipuð árið 1971 og fjallaði f
beinu framhaldi af því um breyt-
ingar á skattalögunum, sem
gerðar voru 1972 og hefur nú
Iokið fyrsta áfanga verkefnis sfns.
Skýrslunni er ætlað að vera efnis-
legur grundvöllur að stefnu-
mótun til frambúðar, að því er
varðar tekjuöflun hins opinbera,■
bæði rfkis og sveitarfélaga og
leggja grundvöli að umræðum og
ákvörðunum um, hvers konar'
tekjuöflunarkerfi ríki og raun-
ar sveitarfélög skuli hafa hér á'
landi, þegar litið er til lengri
tíma. Skýrslan er 160 bls. af les-
máli og töflum og er ógerningur
að gera henni fullnægjandi skil í
Mbl. í dag.
A fundinum voru mættir full-
trúar stjórnarandstöðunnar, þeir
Matthfas Á. Mathiesen alþingis-
maður og Gylfi Þ. Gíslason for-
maður Alþýðuflokksins. Matthfaá
er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í
HRINGVEGURINPý
OPNAÐUR TIL
BRÁÐABIRGÐA
FRAMKVÆMDUM við mann-
virkjagerð á Skeiðai’ársandi hef-
íslendingafélag-
ið í Osló 50 ára
Islendingafélagið f Osló er 50
ára i dag, 1. desember. íslending-
ar, búsettir í Noregi, stofnuðu fé-
lagið árið 1923. Núverandi for-
maður er Ólafur Friðfinnsson og
félagar um 420 talsins. Félagið
mun minnast afmælisins með
hófi á Hándverkeren f kvöld og
hljómsveit Þorsteins Guðmundv
sonar kom frá íslandi til að leika
fyrir dansi. Minnzt verður Guð-
rúnar Brunborg og Guðrún Ilist
mun rekja helztu atriði í sögu
félagsins.
S.St.
ur miðað það vel í haust, að nú er
lokið við fyrri hluta brúar og
varnargarða við Skeiðará. Verður
ánni veitt undir þennan hluta
brúarinnar, og þess freistað að
halda henni þar í vetur meðan
vatnsmagn árinnar er í lágmarki.
Verður brúin tekin til umferðar
með bráðabirgðatengingu laugar-
daginn 1. desember. Vakin skal
athygli á þvf, að hér er um ófull-
komna tengingu að ræða, og eru.
vegfarendur beðnir að viðhafa
fyllstu aðgát í akstri sínum.
Rétt er að geta þess, að færð á
vegum í Skaftafellssýslum er víða
mjög erfið Um þessar mundir.
Þannig er Mýrdalssandur einung-
is fær stórum bifreiðum og jepp-
um og Breiða'merkursandur ill-
fær öllum farartækjum.
skattamálanefnd þingflokkanna
og gagnrýndi hann þau vinnu-
brögð, sem viðhöfð höfðu verið,
en þinglokkkanefndin hefði ekki
fengið tækifæri til að athuga
skýrsluna, sem ráðherrann lagði
fram og værp þau vinnubrögð
andstæð því, sem gert hefði verið
ráð fyrir. I erindisbréfi til nefnd-
armanna hefði verið gert ráð
fyrir, að þeir fylgdust jafnharðan
með megindráttum í endurskoð-
un skattalaganna. Sagðist hann
aðeins hafa haft skýrsluna með
höndum í nokkrar klukkustundir,
en sér virtist, að í athugasemdum
og valkostum væri farið eftir til-
lögum sjálfstæðismanna varðandi
lækkun beinna skatta og þar með
fallið frá stefnu núverandi ríkis-
stjórnar í skattamálum. Þó væri
ekki gert ráð fyrir, að dregið yrði
úr heildarálögum, eins og Sjálf-
stæðisflokkurinn hefði lagt
áherzlu á. Gylfi Þ. Gislason tók í
sama streng fyrir hönd Alþýðu-
flokksmanna.
í skýrslunni koma fram ábend-
ingar og tillögur um mikla ein-
földun skattheimtukerfisins.
Talað er um að lækka innflutn-
ingsgjald á bifreiðum, en hækka
bensfngjald á móti. Hugmynd
kemur fram um virðisaukaskatt
og tók ráðherra það sérstaklega,
fram, á sá skattur væri að sínum
dómi eina lausnin í sambandi við
lækkun beinna skatta og hækkun
óbeinna, sem hann sagði stefnu
sína. Ráðherra sagði það trú sína,
að frekari skoðun skýrslunnar
kynni að leiða til niðurstöðu um
brúttótekjuskatt til ríkisins með
einhverjum afslætti eftir fjöl-
skylduaðstæðum. Slíkt myndi
eyða mismun í skattlagningu
manna og einnig gera skattsvik
viðráðanlegri.
Skýrslan sýnir dæmi um „flata
skatta" þ.e., sama skattprósenta
er lögð á allar tekjur allra skatt-
þegna, en ráðherra taldi ein-
hverja stighækkun nauðsynlega
af tekjujöfnunarástæðum. Þá‘
skýrði ráðherra frá því, að frum-
varp til nýrra tollskrárlaga, sem
miðast við samninga við EFTA og
EBE og fylgjandi tollalækkanir
yrði lagt fram eftir helgina.
Ráðherra sagði, að nú yrði farið
að vinna að undirbúningi frum-
varpa um þessi efni, en æskilegt
væri, að hægt yrði að leggja fram
á næsta þingi frumvörp um málið
m.a. virðisaukaskatt, sem tekið
gæti gildi 1. janúar 1976 og að
skattalög ríkisins yrðu einn stór
heildarbálkur. Sagði ráðherra, að
nefnd fulltrúa þingflokkanna
væri þar ætlað leiðandi hlutverk
við að móta stefnuna, að því leyti,
sem um hana gæti orðið samstaða
og greina stefnuágreining ef um
hann yrði að ræða. Sagði ráð-
herra, að málið væri þannig
komið á stig hinnar stjórnmála-
legu umræðu og ákvarðanatöku.
Spáð er, að þorskafli minnki um
10% á næsta ári miðað við
óbreytta sókn. Verðbólgan, þessi
mesti bölvaldur útgerðar og fisk-
iðnaðar, hefir vaxið óðfluga og
verið óstöðvandi til þessa. Verð á
olíum og veiðarfærum til fiski-
skipa mun hækka a.m.k. um 1.000
milljónir kr. á næsta ári.“
Nánar verður greint frá álykt-
unum fundarins í blaðinu sfðar.
Við lok fundarins gat formaður-
inn þess, að fjórir menn hefðu
skorazt undan endurkjöri f stjórn
sambandsins, þeir Loftur Bjarna-
son, sem þar hefði átt sæti i aðal-
stjórn síðan 1944, Sveinn Bene-
diktsson síðan 1947, Ingvar Vil-
hjálmsson og Margeir Jónsson,
sem um fjölda ára hefðu áttsæti f
vara- og aðalstjórn sambandsins.
Þakkaði hann þeim ötult starf i
þágu samtakanna, aldrei hefði
staðið á þeim til starfa, er þörf
kallaði, þeir hefðu verið atkvæða-
miklir og mikils metnir.
Kristján kvaðst vilja færa Lofti
Bjarnasyni alveg sérstakar þakkir
fundarmanna og persónulegar
þákkir sínar. Loftur hefði verið
varaformaður sambandsins siðan
1947. Hefði það verið sér mikill
styrkur, er hann tók við for-
mennsku, að hafa slíkan mann sér
við hlið, njóta hollráða hans og
vináttu og þess trausts, er Loftur
hvarvetna nyti.
Loks fór formaður nokkrum
orðum um þau viðfangsefi, sem
við blöstu á næstu vikum, að
vinna að tryggum rekstrargrund-
velli fyrir útgerðina og að semja
við sjómenn. Kvaðst hann vona að
þessi vandi mætti leysast á ekki
alltof löngum tíma, þannig að út-
gerð gæti hafizt af fullum krafti
um áramótin og að tilefni yrði því
til að kalla fundinn saman á ný
milli jóla ojyiýárs.
28 myndlistarmenn
á 1. des.-sýningu
Myndlistarsýning verður opnuð
f Gallerí Súm 1 dag að tilhlutan 1.
des. nefndar stúdenta við Háskóla
fslands. AIIs eiga 28 myndlistar-
menn um 43 verk á sýningu þess-
ari, sem öll eru hápólitfsk f eðli
sfnu og tengd kjörorði 1. des.
hátíðahaldanna nú — Island úr
NATO — herinn burt.
Myndanna er aflað með þeim
hætti, að fyrir um mánuði sendi 1.
des. nefndin fjölmörgum mynd-
listarmönnum bréf með ósk um
þátttöku — og afreksturinn má
svo sjá á þessari sýningu. Fáeinir
gamalkunnir myndlistarmenn
eru þar á meðal, svo sem Kjartan
Guðjónsson, ýmsir frammámenn
Súmara og margt ungra, lítt
þekktra myndlistarmanna. Sýn-
ingin verður opin í tvær vikur —
frá 2—10 daglega.
í dag halda stúdentar full-
veldishátíð sína undir ofan-
greindu kjörorði, eins og áður
hefur verið skýrt frá. Hefjast þau
með fjöldafundi í Háskólabfói kl.
2, þar sem Vésteinn Lúðvíksson,
rithöfundur, verður aðalræðu-
maður. Tveimur erlendum gest-
um hefur verið boðið til hátíða-
haldanna, — þeim Lu Van Ky
sendifulltrúa Þjóðfrelsisfylking-
arinnar í S-Vietnam f Osló og
Rafeal Carero, forsvarsmanni
stúdentasamtaka Chile. Hann
verður aðalræðumaður á fundi
um Chile f Norræna húsinu á
mánudagskvöld næstkomandi og
mun hann þar fjalla um valdarán-
ið í Chile og svara fyrirspurnum
fundargesta.
Frá sýningunni 1 Gallerf Súm — Keflavfkursjónvarpið er meðal
verkanna á sýningunni, svo og skordýrin á gólfinu.