Morgunblaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1973 25 Athugasemdir við útvarps- erindi Kristjáns Friðrikssonar, 19. nóvember sl. EITT af elzta og mest ,,heyrða“ efni útvarpsins er þátturinn „Um daginn og veginn“. í þessum þætti hafa gjarnan komið fram menn, sem mikið var niðri fyrir, og bókstaflega urðu að fá Utrás opinberlega. En því miður hefur þessi þáttur galla, sem að því er mér virðist, er orðinn meira áberandi í seinni tíð. I þennan þátt reyna nú oft að komast menn með einhliða og öfgafullar skoðanir á mönnum og málefnum undir yfirskininu „Um daginn og veginn“, og í nafni málfrelsis. í skjóli við hljóðnemann ráðast þeir á „óvin“ sinn með full- yrðingum, vígorðum og heiftar- áróðri vitandi, að þeir eru óhultir einir bak við hljóðnemann og að rakalaus þvættingur getur haft tilætluð áhrif á þá, sem ekki þekkja til mála. Þættir um daginn og veginn sjást sjaldnast á prenti þvf að þeir þola yfirleitt ekki dagsins ljós, en i nafni málfrelsis virðast menn komast upp með furðulegasta málflutning. Utvarpshlustendur urðu vitni að einu slíku „andlegu eldgosi" (öskugosi) hjá Kristjáni Friðriks- syni, forstjóra, mánudaginn 19. nóvember sl. Övinur Kristjáns Friðrikssonar númer 1 var Banda- lag háskólamanna og að því er virtist allir þeir, sem hlotið hafa æðri menntun. í aðförninni að BHM urðu á vegi Kristjáns Friðrikssonar ýmis smáatriði, eins og skipulag og uppbygging Iláskóla íslands, sem hann hafði greinilega kynnt sér rækilega og vissi skil á göllum og kostum. Námsskrá og námsefni gagnfræða- og menntaskólanna gerþekkti hann einnig greinilega. Það stendur öðrum'nær að ræða þessi og önnur smáatriði í ræðu Kristjáns Friðrikssonar. En ég get ekki látið hjá líða að fara nokkrum orðum um þætti f erindi forstjórns, sem mér fannst hann ekki hafa eins staðg(x5a þekkingu á. Það er í rauninni fyrir neðan allar hellur að ráðast á fólkið í samninganefnd viss starfshóps og brigzla því um „óþjóðhollustu", „glæpastarfsemi", „eyðileggingu gjaldkerfis landsins" og „óverjandi skemmdarstarfsemi". svo að ekki sé minnzt á „andlega skemrnd" og ,,leti“, meðan á samningum stendur. Eg get upp- lýst, að launakröfur samninga- nefndar BHM hlutu eins lýðræðislega meðferð f aðilda- félögum BHM og mögulegt var og glæpamannsstimpillinn á þá að koma á okkúr alla háskója- menntaða menn í opinberri þjónustu, en ekki bara samninga- nefndina. Og aðhalda þvífram að samningstillögur BHM séu fram komnar í þeim tilgangi að „halda f fáein atkvæði" er gersamlega út í hött. Háskólamönnum má brigzla um ýmislegt annað en að vinna sem heild gegn núverandi ríkis- stjórn. Talan 175 þús. kr. á mánuði, sem Kristján Friðriksson sló fram til viðmiðunar um kaupkröfur BHM, (aðrar tölur nefndi hann ekki) er sennilega þannig fundin, að samkvæmt fyrstu tillögum BHM, (sem löngu er búið að end- urskoða og lækka verulega) hefðu nokkrir hæst launuðu ríkis- starfsmennirnir (biskupinn yfir ÞURFIÐ ÞÉR HÍBÝLI? Höfum til sölu 2ja. 3ja og 4ra herb. Ibúðir i þi’ tia hæða sambýlishúsi og 8 liæða háhýsi í miðbænum I Kópavo íbúðirnar verða afhentar tilbúnar undir tréverk. Sameign fullfrágengin Húsin máluð að utan. Sameiginleg bilgeymsla fylgir íbúðunum. Lóðin verður fullfrágengin og er hugsuð sem útivistarsvæði fyrir íbúana. A svæðinu verða gróðursettir runnar, tré og gras og jafnframt verða reitir fyrir sumarblóm. Hluti svæðisins verður nýttur fyrir leikaðstöðu smábarna með leiktækjum, sandkössum o.þ.h. Á svæðinu verður dagvistunaraðstaða fyrir börn. Opið frá kl. 1 0 — 16 á laugardag. Björn Dagbjartsson: Inafni málfrelsis Islandi, ráðuneytisstjórar, há- skólarektor) nálgazt þessa upp- hæð eftir 20 ára starfsferil. Þetta er vítaverð slagorðabeiting, sem ég trúi varla, að sé f þökk samn- inganefndar rfkisins, þó að Krist- ján Friðriksson treysti þeim ekki til að semja fyrir sig. Annað kom ekki fram um kaupkröfur BHM né grundvöll þeirra, og ég hirði ekki um á útskýra hugtakið raun- æfitekjur. Það hafa aðrir gert og munu gera á öðrum vettvangi. En háskólamenn vita, hvað það þýðir að byrja að fá laun, stórskuldugir, 10 árum á eftir jafnöldrum sín- um. Utreikningar Kristjáns Frið- rikssonar' varðandi afdrif kaup- hækkana eru byggðir á vanþekk- ingu og misskilningi, svo að ekki sé meira sagt. I nýlegri skýrslu Jóns Sigurðssonar hagrannsókn- arstjóra, er metið, hvaða þættir hafa mest áhrif á vísitöluna. Höf- undur ber saman áhrif kaup- gjalds, þegar það var ekki vísi- tölubundið, og þegar það fylgdi vísitölu. Samkvæmt hans niður- stöðuhi virðist mega álykta, að kaupgjaldið hafi tiltölulega lítil áhrif á vísitöluna heldur sé lög- málið um framboð og eftirspurn aðalatriðið. Af því lögmáli leiða svo yfirborganir, yfirvinna og alls konar greiðslur „undir borðið". En Kristján Friðriksson hafði alveg rétt fyrir sér með það, að 54% af launahækkun hjá opin- berum starfsmanni renna til baka í ríkiskassann. Þetta er veigamik- ið atriði. Menn, sent ekki eru launþegar, vita ekki, hvað það er að greiða skatta af öllum sínum tekjum, jafnvel þó að þeir telji fram eftir ítrustu gildandi lögum. Opinberir starfsmenn hafa.engar duldar tekjur, allt er gefið upp til skatts, enginn frádráttur vegna atvinnurekstrar, enginn taprekst- ur á eigin fyrirtækjum. Á þessu sviði hafa háskólamenn í BHM a.m.k. ekki möguleika til að stunda sína „glæpastarfsemi". Eitt var það hjá Kristjáni Frið- rikssyni, sem virtist stangast á við önnur slagoð hans, og það var „gáfnaflóttinn úr landinu". eins og hann orðaði bað. Rétt er.að leiðrétta það strax, að þeir hópar, sem hann taldi upp, hafa yfirleitt ekki menntazt i' Háskóla íslnds. Efnafræðingar og eðlisfræðing- ar hafa fengið alla sína háskóla- menntun erlendis, verkfræðingar að hálfu og læknar sitt sérnám, en það eru nær eingöngu sérhæfðir íslenzkir læknar, sem starfa er- lendis. En hvers vegna koma þessir menn ekki heim til starfa þrátt fyrir það, að námslán og flesta styrki beri að endurgreiða, ef menn ekki snúa heim frá námi? Er það ekki einmitt vegna þess, að þeim bjóðast svo miklu betri kjör erlendis? Er það ekki einmitt þetta, sem BIIM er að berjast fyrir, meðal annars, að skapa há- skólamenntuðum mönnum kjör, sem þeir vilja una við? Mér skildist, að Kristján Friðriksson hefði minnzt á þetta atriði til að gagnrýna Háskóla Islands fyrir að hafa ekki skapað þessum mönnum starfsaðstöðu eða að mynda ekki námsbrautir, sem hentuðu betur íslenzku at- vinnulífi.Ég hélt nú, að Háskóla íslands mætti gagnrýna fyrir margt annað en skort þenslu og sköpun námsbrauta. En hitt verða menn að gera sér ljöst, að ungt fólk virðist vilja stunda lang- skólanám nú á tímum. Það er mál- skólanna að sjá um, að ekki verði slakað á námskröfum, en þeir, sem hafa lokið ströngu námi, eiga ekki að gjalda þess á eftir, að þeir kusu frekar háskólanám og höfðu betri hæfileika til þess en að vinna við almenn framleiðslu- störf. Slikt er ekki framkvæman- legt nema í einræðisþjóðfélögum. Hafi það vakað fvrir Kristjáni Friðrikssyni að undirstrika með „gáfnaflóttanum" skort háskóla- menntaðra manna á þjóðhollustu þá tel ég það ekki svaravert. Lokaatriðið í erindi Kristjáns Friðrikssonar var Tillaga til land- bjargar (leturbr. B. D.), sem við megum eiga von á að verði rök- studd siðar af höfundi. Er það vel, þvi að í fljótu bragði virðist til- laga um enn aukinn „sjóða- búskap" með pólitiskum skömmt- unarstjórum, varla vera það, sem okkur \antar. Magnús Kjartans- son iðnaðarráðherra vildi taka verðjöfnunarsjóðinn af sjómönn- um og fiskiðnaði til þess m.a. að halda uppi smáiðnaðarfyrirtækj- um i vonlausri samkeppni þeirra innbyrðis og við ódýrari erlenda framleiðslu. Tillaga Kristjáns Friðrikssonar um „auðlindasjöð- inn“ gengur enn lengra. Eins og hjá iðnaðarráðherra virðist hug- myndin sú, að ef sjávarútveg- urinn gengur vel þá skuli bil- skúraiðnaðurinn líka njóta þess (þ.e. ef of margir eru farnir að framleiða það sama i bílskúrum sínum til þess að hafa nokkuð upp úr því). Sennilega á að gera dns við tusku- og glingurbúðir á Lauga- veginum, að ef þær verða of margar til að bera sig, þá á fisk- iðnaðurinn að hjálpa þeim, sem verst eru reknar. Hugmynd Kristjáns Friðriks- sonar um að ibúar á hitaveitu- svæðum skuli ereiða niður hita- kostnað annars staðar rar þó ennþá meira framandi. Vest- firðingar hafa lagt á það mikla áherzlu undanfarið, að þeir væru engir ölmusumenn á þjóðfélaginu, og ég hef ekki trú á, að aðrir vilji fá á sig þann stimpil. Ef íbúar Þórs- hafnar áLanganesi komasér upp frystihúsi og fiskiskipum með dugnaði og njóta þess svo að eiga stutt að sækja á fengsæl fiskimið, þá er ég ekki í nokkrum vafa um að þeir vilja heldur borga sinn hitakostnað sjálfir og njóta þess aftur sjálfir.sem fæst fyrir þdrra afurðir. „Framúrstefnusósí- alismi", eins og Kristján Friðriks- son stingur upp á, er sjálfsagt fallegur á pappírum, en þekktur að því að hafa ákaflega ill áhrif á afköst, framleiðslugetu og þar með afkomu. Að óreyndu hefði ég ekki átt von á því, að iðnaðarráð- herra ætti trúbróður í Kristjáni Friðrikssyni, en e.t.v. hefur for- stjóranum láðst að skoða endatak- mark „collektíf sósíalisma", en þegar því er náð, þá er úti um allan einkarekstur, bílskúraiðnað og jafnvel sambönd samvinnu- félaga. Aðeins RIKIÐ rekur þá fyrirtæki og þá fyrst fjölgar nú opinberum starfsmönnum, eink- um og sér f lagi þeim háskóla- menntuðu. Reykjavík,22. nóvember 1973. litrar 195 265 385 460 560 breidd cm 72 92 126 156 186 dýpt cm (án handfangs) 65 65 65 65 65 hæð cm 85 85 85 85 85 Frystiafköst pr. sólarhring kg 18 23 27 39 42 1 95 Itr kr. 29.707 — 265 - - 33.591 — 385 - - 36.931 — 460 - - 44.290 — 560 - - 52.640 — FKTSTIKISTUR VESTFROST ER DÖNSK GÆÐAVARA VESTFROST frystikisturnar eru bún- ar hinum viðurkenndu Danfoss frysti- kerfum. Hverri VESTFROST frystikistu fylgja 1—2 geymslukörfur. Aukakörfur fá- anlegar á mjög hagstæðu verði. VESTFROST frystikisturnar eru allar búnar sérstöku hraðfrystihólfi og einnig má læsa kistunum. VESTFROST verksmiðjurnar í Es- bjerg eru stærstu útflytjendur í Dan- mörku á f,rystitækjum til heimilisnota.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.